Vísir


Vísir - 15.08.1959, Qupperneq 4

Vísir - 15.08.1959, Qupperneq 4
4 Vf Síl* Laugardaginn 15. ágúst 195Sf VÍ8IR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. ✓ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl.'9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. FríverzEunarmáliÍ. Þróun fríverzlunarmálsins hef- ir orðið mjög á annan veg ■ en flestar þjóðir munu hafa óskað. Bezt hefði verið fyrir frjálsar þjóðir Evrópu, ef þær hefðu b'orið gæfu til að mynda allsherjar bandalag á sviði viðskiptamála, eins og reynt var í upphafi. Nú ; hefir þróunin hinsvegar orð- ið mjög á annan veg, svo að segja má, að þjóðirnar fyrir vestan járntjaldið hafi skipzt í þrjár fylkingar. í einum hópnum eru sex þjóð- ir, í öðrum sjö, og eru báðir þessir hópar að undirbúa eða búnir að mynda fríverzlun- arsvæði. Loks er svo minnsti hópurinn, sem stendur utan við allt saman, og þar eru íslendingar og að auki Grikkir, Tyrkir og írland. Alþingi hefir jafnan verið látið fylgjast með því, sem gerzt hefir í máli þessu eins og sjálfsagt er, og um miðja ’ þessa viku gaf viðskipta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, þingi enn skýrslu um það, sem gerzt hefir síð- ustu viku og'það, sem mun gerast á næstunni. Er það í stuttu máli á þá leið, að það kemur sér á margan hátt illa fyrir fslendinga að vera utan við þessi svæði. Þó erú gallarnir ekki alveg eins miklir og ætla mætti. Ráðherrann komst meðal ann- ars svo að orði í skýrslu sinni: „Yfir vofir, að Evrópa klofni í tvær andstæðar við- skiptaheildir, og myndi það að sjálfsögðu hafa óhag- stæð áhrif, ekki sízt á þau ríki innan Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu, sem utan við standa .... Eru þau fyrst og fremst fólgin í tvennu. Annars vegar verð- ur nýr meðaltalsto'llur settur á allan innflutning til tolla- bandalagsríkjanna. Þetta þýðir t. d. að á Ítalíu, þar sem hingað til hefir verið tollfrjáls innflutningur á ís- lenzkum saltfiski, er gert ráð fyrir 17% tolli, þegar Rómarsamningurinn er kom. 'inn fullkomlega til fram- kvæmda. í öðru lagi hefir tollabandalagið þau áhrif, að aðstaða aðila utan þess til samkeppni við framleiðend- ur innan tollabandalagsins, versnar mjög verulega. Þannig munu íslendingar eiga erfiðara um vik að keppa við þýzka og belgíska fiskframleiðendur á markaði á Ítalíu og í Frakklandi. Áhrif hins væntanlega fríverzl- unarbandalags í samkeppn- isaðstöðu aðila utan þess eru að því leyti minni, að ekki er gert ráð fyrir að tollar út á við breytist. íslendingar þurfa því ekki að óttast tollahækkanir af þeim sök- um. Hinsvegar hljóta fram- leiðendur innan fríverzlun arbandalagsins að hafa betri samkeppnisaðstöðu .... sér- staklega þegar um er að ræða vörur, sem háir tollar eru á gagnvart ríkjum utan bandalagsins. Nú er það svo, að allt útlit er fyrir, að frí- verzlunin taki ekki til fisk- afurða nema að litiu leyti og dergur það að sjálfsögðu úr hinum óhagstæðu áhrifum, sem bandalagið hefir á út- flutningsverzlun íslend- inga .., Ástæðulaust er að birta meira úr skýrslu ráðherrans, því að ljóst er, að aðstaða okkar verður á ýmsan hátt erfið- ari en áður, þótt hún verði væntanlega ekki eins erfið! og margir óttuðust. KIRKJA □□ TRUMAL: Maður, hver ertu? Beðið átekta. Þegar málið er athugað frá öllum hliðum, virðist liggja í augum uppi, að við eigum að bíða átékta, sjá hverju fram vindur, því að vel get- ur farið svo, að þessi tvö fríverzlunarsvæði sameinist og er það að sjálfsögðu ósk allra. Eins og högum er hátt- að, getum við gengið í hvor- ugt, en leggjum áherzlu á að fylgjast með málunum og gera jafnan það, sem affara- sælast er og áfallaminnst. Víða um lönd eru til andstæð- ingar þessarra viðskipta- hátta, og þeir eru ' til hér eins og annars staðar. Þeir vilja draga okkur í dilk vina sinna, og þeim hefir orðið mikið ágengt í þá átt á síð- ustu árum, enda þótt áhrif þeirra hafi rénað í bili. Þótt slíkt geti verið girnilegt samkvæmt frásögnum þeirra, er þó óhyggilegt í meira lagi að binda viðskipt- in við einn aðila — hitt er hyggilegt að reyna að kom- ast í gott samband við sem flesta. Maður, hver ertu? Hvað ertu? Svo var spurt, þegar hugsun- in fæddist á jörð. Svo verður spurt, meðan vitund mannsins vakir. Hvað ertu, maður af konu fæddur, sem lifir stutta stund og mettast órósemi? Hvaðan ertu kominn og hvert ferðu um síðir, þegar þú sofnar og vakn- ar aldrei meir? Hver ertu, þú, sem veizt, að þú átt að deyja, en sættir þig aldrei við það? Hvar ertu, þegar þú hverfur? Hvar er þá blikið í auga þínu, ylur barms þíns, styrkur arma þinna, sæla og kvöl hjarta þíns? Hvar er allt þetta, sem slokknar inn í þá undarlegu nótt, sem vér köllum dauða? Hve smár ertu gagnvart alheim inum, sem umlykur þig og gagnvart þeim örlögum, sem þú lýtur og færð ekki rönd við reist. Jafnvel stórborgin með iðandi bylgjum mannhafsins og voldugu mannvirkjum verður skoplega smá, þegar komið er fáein vængjatök frá jörðu. Hve smár er maðurinn á allrar ver- aldar vegi, í alheimsgeimi feiftr- andi og slokknandi sólna, brag- andi vetrarbrauta, í geirnsæ ó- tölulegra vetrarbrauta. „Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, sem.þú hefur skapað, hvað er þá maðurinn, að þ.ú minnist hans og mannsins barn, að þú vitjir þess“ (Sálm. 8,4). En sagan um smæð mannsins er ekki öll sagan. Einmitt þetta, að hann skynjar smæð sína, það er tign hans, að hann spyr, það er vizkan hans. Bróðir hans, ferfætlingurinn, í sama umhverfi og undir sömu nátt- úrulögum, undrast ekki smæð sína og spyr ekki. Maðurinn hverfur fyrir stærð alheimsins. En það er þó hann, sem rannsakar þennan heim, spyr út í gátur hans, rekur lög- mál hans, seilist jafnvel í spurn sinni ú.t fyrir öll lögmál, öll tak- mörk mögulegrar vitneskju,, spyr um rök tilveru sinnar, upphaf sitt og takmark, sér í hugboðum þá hluti, sem fara langt fram úr öllu, sem fæðist eða fæðst getur í nokkurri ann- arri jarðarvitund. Aðall mannsins er sá, að hann kann að spyrja, örlög hans fara eftir því, hvers hann spyr og hvernig. En mestur er maðurinn ekki í kaldri, hlutlausri snurn vits- ins. Hann. er meiri í spurn hjartans, sjálfráðri og ósjálf- ráðri uppreisn sinni gegn skorðum rúms og tíma og greip- um dauðans, ljósu og óljósu hugboði sínu um það, að von hans og trú og kærleikur séu ekki tál. Hann er mestur, þegnr hann horfir og hrópar til him- ins í þeirri vitund, að hann eigi þar heima,_ mestur í leit trúar sinnar, bæn hjarta síns. Er sú leit og sú bæn nokkuð annað en draumórar- - skamm- sýnna, blindra smælingja, sem varpa örvæntingu sinni út í tóman og kaldan geim? Fyrsta lífsjátníng hins ný- fædda barns er grátur, kvein- stafur. ákall á hjálD. Barnið hefur ekki hugmynd um, að nokkur sé til, sem heyrir, veit ekki einu sinni, hvers vegna það sendir þetta biðjandi kall- merki frá sér. En einhver mátt- ur hefur komið því svo fyrir, að þetta ákall hljómar ekki út í bláinn. Það er móðir í nánd, 1 sem hlustar í áhyggjufullri eft- | irvæntingu, reiðubúin til hjálp- ! ar. Og svo ættum vér ekki að mega trúa því, að neinn sé til, sem heyrir ákall allra alda, hrópið úr dýpstu fylgsnum veru vorrar, þá þrá, sem öll trúarbrögð eru vaxin af. Smæð mannsins og tign hans fléttast undarlega saman í leit hans og niðurstöðum, hugboð- um og svörum. Eg vitnaði í orð Biblíunnar, 8. sálm Davíðs. Höfundur þeirra orða hefur skynjað smæð sína svo sem verða má, því að hann stendur frammi fyrir alvöldum Guði. Hann talar ekki í hugboði eða getgátu út í bláinn, hann hróp- ar ekki út í leyndardómsfulla víðáttu geimsins. Hann ávarpar hug, sem hann þekkir, vilja, sem hefur gefið sig til kynna. Á bak við allt þetta smáa og firnastóra, sem hann hefur fyr- ir augum, er andi og hönd, sem hefur skapað þetta allt. Og þessi háleita, óumræðilega stór- fenglega vera minnist manns- ins, vitjar hans, hugsar til hans, hlustar á hann, sinnir honum, lætur sér annt um hann. Hér ómar strengur, sem fyrst náði fullum hljómi í vitnis- burði, opinberun Jesú Krists. Hvað ertu, maður? Þú ert smár, þú ert barn, en Guðs barn. Það er tign þín. Þú ert til í vitund hans. Hann gleðst yfir þér, hryggist yfir þér, líf þitt er stórkostlegt í áhættu sinni og' fyrirheitum. Að finna Guð er að finna sjálfan sig. Það eitt .er að þekkja sjálfan sig áð þekkja Guð. Slík er gáta mannsins, að hana leysir aðeins hið æðsta svar, orðið af Guðs munni, sú lausn á eðli manns og á lífi og dauða, sem hann hefur birt í Jesú Kristi, Drottni .vorum. Leyfi óþarft til stuttrar dvalar. Á undafiförnum árum hafa verið gerðir samningar um niðurfellingu vegabréfsáritana við ýmis lönd, aðallega í Vest- ur-Evrópu. íslendingar geta nú ferðast til þessara landa og dvalist þar í nokkurn tíma, „Vegmóður“ hefir sent Berg- máli pistil þann, sem hér fer á eftir og fjallar um hættur í um- ferðinni. Verður seint of mikiff rætt um slysahættuna á götum og þjóðvegum, og auk þess nefn- ir bréfritari tiltekið atvik, sem viðkomandi aðilar mættu gjarn- an athuga. Haldið upp í sveit. Bréfritari kemst svo að orði: „Fyrir nokkru — það mun hafa verið um 10. júlí — var ég á gangi inn við Elliðaár, því að göngur eru það eina „sport“ sem ég helga mig. Var ég á leið upp brekkuna fyrir innan árnar, þeg- ar framhjá mér fóru nokkrir langferðabílar, og ekki nóg með það — einum þeirra virtist liggja þessi ósköp á, að hann fór fram úr öðrum þarna í brekkunni. Mér varð á að hugsa, að ekki byrjaði þessi för upp í sveit eins vel og æskilegt væri. Hættu boðið heim. Nú er ég, þótt ég hafi ekki getið þess, einn af þeim síminnk- andi hóp í þessu landi, sem kann ekki með bíl að fara, en ég þótt- ist samt sjá, að þarna var eitt- hvað bogið við aksturinn. Þarna óku tvær stórar bifreiðar hlið við hlið upp brekkuna á löngum kafla. Mér flaug í hug: „Hvernig fer nú, ef þunghlaðin vörubif- reið kemur á mikilli ferð ofan af hæðinni?" Eg er anzi hræddur um, að blöðin hefðu þá fengið eitthvað til að skrifa um. Ekki nóg lært? Eg þykist vita, að ökumaður- inn á bílnum, sem ruddist fram úr — númerið var R-3-3 — hafi gengið á langt námskeið til þess að geta setzt undir stýri á bíln- um, en ég leyfi mér að halda því fram, að hann hafi ekki verið starfinu vaxinn — meira að segja langt frá því. Hann kunni einmitt ekki eina veigamestu regluna — að fara ekki fram úr annari bifreið í -brekku. Dýrmætm- farnnir. Hann hefði einmitt átt að muna þetta, af því að hann var með sérstaklega dýrmætan farm. Samkvæmt upplýsingum, sem ég aflaði mér, var hann nefni- lega þennan dag að fara með hóp af drengjum á vegum KFUM upp í Vatnaskóg. Vafalít- ið hafa foreldrarnir gert sér von- ir um, að drengirnir þeírra færu í sveitina með gætnum manni, en mér er skapi næst að segja — öðru nær.“ Að endingu. Bréfið er lengra, en endinum verður sleppt. Hann skiptir ekkí svo miklu máli en hinu má - ýmist 2 eða 3 mánuði, án þess gjarnan bæta við, að þegar einn að sækja um leyfi til þess fyrir- ‘ fram, enda sé ekki um dvöl í atvinnuskyni að ræða. Löndin, sem þannig hefur verið samið við, eru þessi: AusturríkiýBelgía, Bretland, ásamt nýlendum og verndar- ríkjum, Danmörku, Finnland, Frakkland (Alsír), Grikkland, Hoiland, írland, Ítalía, Luxem- bourg, Monaco, Noregur, San Marino, Sþánn, Sviss, Sviþjóð, Sambandsríkið Malaya, Túnis, Tyrkland, Þýzka lýðveldið. Þess skal jafnframt getið, að blaðamanna Vísis sá bréf þetta, fór hann að rifja upp fyrir sér likt atvik, er hann var um svip- að leiti á leið austur að Gullfossí með útlendan gest. Við umhugs- un gerði hann sét grein fyrir, að hann hafði einmitt séð þenn- an glannalega akstur í Ártúns- brekkunni. ef ferðast er eingöngu innan |Norðurlandanna, án viðkomu I á stað utan þeirra, þarf ekki að sambands- hafa vegabréf meðferðis. U tanr íkisr áðuneytið, Reykjavík, 12. ágúst 1959.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.