Vísir - 04.09.1959, Side 10

Vísir - 04.09.1959, Side 10
10 VÍSIR Föstudaginn 4. september 1959. Víary BURCHELL: rvwvw-brt .38 Svo varð stutt þögn. Þá sagði Errol:,— Þá það, Linda. Eg skal aka þér þangað. Eigum við að fara núna strax? — Já, við skulum gera það. Nú var orðið svalt úti og Linda fór i létta sumarkápu. Það ■yar undarleg tilfinning sem greip hana, er hún sat ein í bíl með Errol í fyrsta sinn eftir hræðilegu ferðina, er slitnaði upp úr trú- lofuninni. Þau höföu verið að tala um Vallanshjónin skömmu áður en það bar að, að nú sátu þau þarna sarnan og voru á leiðinni til Kenn- eths Vallon, en hugur hennar var við síðustu förina. Linda vissi, að Errol var að hugsa um nákvæmlega það sama se.m hún sjálf. Eftir nokkra stund spurði hann hversdggslega: Hafa börnin unað sér vel hérna?^ — Já, sagði hún með sannfæringu. — Þau leika á als oddi, og gætu ekki unað sér betur á nokkrum stað. — Betu hefur vonandi ekki orðið um þetta áfall í dag? Nei, hún var of litil til aö gera sér grein fyrir hváð í húfi var. fíún varð hrædd þegar Kenneth þreif til hennar og hún heyröi lætin í bílnum sem brunaði fram hjá. En hún var alveg róleg þegar við fórum heim. Errol brosti og hristi höfuðið. — Elizabeth og Kenneth. Það er ótrúlegt. Hvernig datt þér í hug að fara til hans með börliin? pg hvernig atvikaðist að Beta og Kennetíi fundu hvort annað? Linda brosti. — Eg hafði ekki búist við að þau mundu gera það. En það var barnið, sem ?á fyrir því. í íyrsta skipti sem við kom- um til hans var tilgangur minn sá eingöngu, að reyna að láta hann gleyma einverunni. Errol leit snöggt til hennar og góð stund leið þangað til hann svaraði. Loks sagði hann hugsandi: — Þú getur verið svo góð og gætin, Linda. Stundum finnst mér eins og.... Hann lauk ekki setningunni. — Já, Errol? — Nei, það var ekkert. Aftur varð þögn. Svo sagði hún hæglót: — Þú hefur ekki traust á neinum Errol. Þú trúir ekki að traustið komi ástinní við. Éf skynsemi þín segir þér eitthvað, verður hjarta þitt að haga sér eftir því, er það ekki. — Þú ert að reyna að segja mér að eg hafi dæmt þig of hart, er ekki svo? sagði hann blátt áfram. Nei, ekki beinlínis það. Það var úr vöndu að ráöa og skynsemi þín sagði þér að eg væri sek, ef hægt er að nota það orð. Jafn- vel þó hugboð þitt eða hjarta hafi sagt þér eitthvað annað sið'an, hefur skynsemin vísað því á bug. Þú getur ekki trúað án sann- ana. á — Getur nokkur get«t — Já, Errol. Sú ást S* ’ftT, sem trúir frá hjartanu og lætur hyggjuvitiö sigla sinn sjó. — Það virðist ekki sérlega viturlegt. Hún andvarpaði. Svo sagði hún lágt: — Þannig elska börnin. — Og þú líka, Linda. Það var vottur af kaldhæðni í hreimnum, en hún vildi ekki láta sjá að það særði hana. — Eg vona að ef eg elska marineskju nokkurntíma, trúi eg að- eins því bezta vegna þess að hjarta mitt segi mér það, hvað sem óllum svokölluðum sönnunum og staöreyndum iíður. — Þá vona eg að þú verður ekki fyrir vonbrigðum af blindu trausti þínu, Linda. Það var ekki um að villast nepjuna í rödd- inni. Linda tók eftir að hann tók fastar á stýrinu, og hún þóttist skynja að eitthvað illt og óþægilegt hefði allt í einu rifjast upp fyrir hdriurii. Allt í lctgi. Þau óku áfram þegjandi og innan skamms beygðu þau.upp aö húsi Vallons. Bassett opnaði fyrir þeim. — Bassett, hvernig gekk þetta? spurði Linda með öndina í hálsinum. — Eg held að það hafi gengið ágætlega, ungfrú Garriton, svar- aði Bassett brosandi. — Gott kvöld, herra Colpar. Hann sneri sér aftur að Lindu. — Læknirinn fór inn fyrir hálftíma og herra Vállon er farinn að hátta. En hann sagðist vona að þér kæmuð beint upp til hans. — Já, auðvitað. Komdu, Errol. Viljið þér fylgja okkur upp. Bassett? Ég er ekki kunnug í húsinu. - — Sjálfsagt, ungfrú Garriton. Eassett fór á undan upp stigann. — Er þetta ekki furðulegt? hvislaði hún að Errol. ■— Jú, úr því að þú segir þaö. Errol var staðráðinn í að taka þessu með rólegri karlmennsku, en brosiö hans til hennar var nærri því ástúðlegt, umburðarlynt. Og svo var þeim vísað inn í svefnherbergi Kenneths. Þetta var falleg stofa, prýðilega búið húsgögnum, en ef til vili nokkuð skuggalegt og drungalegt, af verustað öryrkja að vera. En það var ekki herbergið, sem Linda hafði hugann við þessa stundina. Það heillaði hana meir að sjá Kenneth halla sér á svæflunum og vonina, sem brann í augum hans. Hún gekk að rúminu og tók báðum höndum um höndina á honum. — Er allt gott að fré.tta, spurði hún þýðlega. — Já, — allt er gott, sagði Kenneth lágt. — Gott kvöld, Kenneth, sagði Errol glaðlega. — Það var gam- an að heyra svona góðar fréttir. — Það var fallega gert af þér að koma. Eg man ekki betur en Linda segði að þú værir í London? Kenneth talaði mjög rólega. .— Eg kom öllum á óvænt í heimsókn í dag. — Já, einmitt. Þú munt hafa komið til að hitta Lindu. Svo varð leiðindaþögn. — Já, þú veist líklega að eg er einskonar fóstri Peters og Betu, svo að við Linda þúrfum aö ræða um sitt af hverju við og við, sagði Errol og lét sér hvergi bregða. — Jú, þið þurfið vafalaust að tala um margt. rr—. Hvað sagði læknirinn? spurði Linda áfjáð. Kenneth brosti. Hann tók um hönd Lindu og þrýsti hana fast, eins og í ógáti, meðan hann svaraði. Alveg eins og barn, liugs- aði hún hrærð með sér. — Hann skoðaði mig nákyæmlega og hristi höfuðið og taldi bezt að við létum fleiri lækna segja álitt sitt á þessu tilfelii, svaraðl Kenneth. — En hann sagði þó að full ástæða væri til að væntá hins bezta. Sérfræðingurinn, James Trevant, kemur frá London á morgun, við náðum til hans í síma fyrir klukkutíma. En Cole læknir er nokkurnveginn sannfærður um að allt sé í lagi, held eg. — Ó, Kenneth, mér þykir svo vænt um þetta, yðar vegna! Linda þrýsti að hendinni á honum. Það liggur við að það sé oí gott til að vera satt. Hann brosti dauft. — Já, eg þori varla að sofna af hræðslu við að vakna aftur og komast að raun um að þetta sé draumur. En það er satt. Það er satt. Það var ekki slag, þarna forðum, það var.... — Það var afleiðing langvarandi ofreynslu, sagði Errol. — Hvernig veistu þaö? Kenneth leit forviða á Errol. — Þú móðgast vonandi ekki þó eg tali hispurslaust? — Jú, vafalaust. En haltu áfram samt. — Ytri orsökin fyrir taugaofreynslunni var fyrir hendi — og þaö ásamt skaplyndi þínu olli því, að búast mátti við að þér yrði .4 KVÖLDVÖKUNNI J 11 Hún kvartaði undan því við vinkonu sína, að hún gætí aldrei fengið manninn sinn til að ganga með hálsklút í kuld- anum. — Hann híýtur að fara í rúmið með heljarinflúenzu. En einn góðan veðurdag. mælti vinkonan manninum með þykkan hálsklút. Og í. næsta sinn, sem hún hitti vin- konu sína spurði hún hvernig. hún hefði getað fengið manninn til að nota hálsklútinn. — Eg keypti bara hanöa honum slifsi! * . Þau hjúfruðu sig hvort upp að öðru á sófanum. Ljós voru lítil og grammófónninn lék lágt. „Hvað ert þú að hugsa um. elskan?“ hvíslaði liann. „Það sama sem þú,“ sagði1 hún.og flissaði. „Það er gott,“ sagði hann.. „Þá skulum við hlaupa í kapp að ísskápnum.“ ★ „Hafið þér nokkurntímann ekið bíl?“ var kona spurð, sem sótti um ökuleyfi. „Yfir hundrað þúsund míl- ur, „greip bóndi hennar fram í. „Og hefir þó aldrei haft hönd á stýri.“ Island E. R. Burroughs AMESSENGEE MAS OFFEEEP HAREy SPEAK ONE THOUSANP WAEEIOES TO CUKE HIS <INS'S WIFE OF SLEEPINS SICKNESS. - TARZAM - 3077 ’THINK WHAT THAT /AEANS! HURKY WITH VOUR. ANSWEE, BWANA/PPOMPTEP BOLAE. "NO!‘ EXCLAIMEP SPEAP Sendiboðinn hafði boðið Harry þúsund hermenn, en Harry virtist eiga erfitt innanbrjósts. — „Hugsið um hvað þetta þýðir og vertu fljótur að svara,“ sagði Blar. ,NEI!“ hrópaði Harry. — „Hvers vegna ætti EG að semja,- þegar eg get fengið þessa hermannsræfla með valdi? Svona, visið mannin- um á dyr!“ Frh. af 9. síðu: gesta hingað svo nokkru nemi á meðan verðlagshlutfall okkar er mjög óhagstætt. Eina leiðin til að lagfæra það er að gefa út- lendum gestum sama gengi og ! það sem við höfum fyrir íslend- inga er fara til annarra landa. * Ein er sú firra er við megum til með að losa okkur við og hún er sú, að þjóðlífi okkar og ! menningu stafi hætta af auknu aðstreymi ferðamanna. Það |mun almennt viðurkennt, að kynni manna af öðrum þjóðum 1 og dvöl í framandi löndum sé ^ þroskandj og skili flestum heim I betri sonum sinnar eigin þjóð- J ar. Heimsóknir útlendra gesta eiga að hafa svipuð áhrif heima fyrir. Við hre.ssum upp á heim- reiðina, sópum stétt og prýðum híbýli, tínum moðið úr skegg- inu og förum úr fjósagallanum. En við höldum áfram að hafa íslendingasögurnar á hillunni yfir höfðalaginu, salúnsofnu á- breiðuna yfir rúminu og ís- lenzka matinn á búrhillunum. Mín fyrsta og síðasta ósk er, að við megum bera gæfu til að sameinast um þetta mál og hefja það yfir flokkaríg og tog- streitu. Við skulum stofna til allsherjar samtaka: Rikisstjórn, bæjar- og sveitarstjórnir, ferða- félög, ferðamálafélög og ferða- skrifstofur, eigendur gisti- og v-'itingahúsa, samtök verzlun- ar, viðskipta og iðnaðar, menntastofnanir og menningar- félög. Allir oiga að leggjast á eitt um að leggja traustan grundvöll að framtíðarskipan þessa má1s og vinna svo sameig inlega að hróun þess. Þá verður sú þróun þióð vorri og ættjörð til vaxandi blessunar með hverju ári sem líður.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.