Vísir - 05.09.1959, Blaðsíða 5

Vísir - 05.09.1959, Blaðsíða 5
Lsugardaginn 5. september 1959 VfSIH » Innsiglingin til Grinda- víkur dýpkuð að mun. Flutningaskip eiga að geta siglt inn. Frá fréttaritara Vísis. Grindavík í morgun. Dýpkunarskipið Grettir hef- Eir nú í hálfan mánuð verið að díýpka innsiglinguna inn í Hóp- ið. Verkið er seint unnið en því niiðar sæmilega eftir því sem við er að búast. í botni rennunnar er klöpp, sem verður að brjóta upp. Var byrjað yzt í rennunni í þeirri von að hægt væri að komast undir klöppína og lyfta henni upp, en það mun ekki hafa tek- izt því uppmokstursskóflurnar hafa alltaf verið á klöpp þenna spöl sem búið er að grafa. Það verður geysimikill mun- ur fyrir skip og báta að sigla ' inn til Grindavíkur og tekið þar sjávarafurðir. • Flutnings- kostnaður á sjávarafurðuni sem fluttar eru til Keflavíkur og jafnvel stundum til Hafnar- fjarðar er gífurlegur og reikn- ast mönnum svo til að hann sé um 80 þúsund krónur á verkað- an afla hvers báts yrir vertíð. Þegar þessari dýpkun er lok- ið er það vandalaust fyrir hin minni flutningaskip að koma til Grindavíkur því dýpi er nóg þegar inn er komið og innsigl1 ingin ekki verri en víðar ger- ist, þar sem slík skip koma. Útgerð frá Grindavík hefur verið í örum vexti undanfarin ár enda eru skilyrði til sjósókn- ar þar ágæt, stutt á miðin, hvort sem um þorskveiðar með línu eða net er að ræða ellegar reknetaveiðar fyrrihluta vetr- ar. Bandaríkjamenn hafa illan bifur á einkasölum. Sú er reynsla Norðmanna af fisk- sölu vestra. Frá fréttaritara Vísis. — Oslo í gær. Bandarískum fiskkaupend- endum geðjast ekki að einka- sölufyrirkomulagi, sem viðhaft er á útflutningi fisks frá Nor- egi. Þetta veldur sölutregðu á tfrystum fiski frá Noregi, sagði Nils Jangaard forstjóri Statens ffryseri í Alasundi, en hann er mýkominn frá Bandaríkjunum 5þar sem hann dvaldi í viðskipta erindum. Útflutningur á frystum fiski írá Noregi til Bandaríkjanna er í stöðugum vexti, en gæti samt verið miklu meiri ef rétt væri haldið á málunum. Fryst íiskflök og frystur makríll eru flutt út af ,,Frionor“ og Noregs Makrellag, sem hafa einkarétt til útflutnings á þessum vöru- tegundum. „Þeir hafa illan bif- ur á einkasölum þarna vestra. þeir vilja hafa frálsa verzlun,“ segir Jangaard. En hvað sem þessu líður eru góðar markaðshorfur fvrir norskar fiskafurðir í Banda- ríkjunum. Samkeppnin er að vísu mikil, bæði frá Banda- ríkjamönnum sjálfum, Kanada og fleiri þjóðum. Fegurstu garðar Halnarfjarðar. Svo sem undanfarin ár, hefir sérstök nefnd, skipuð af Fegr- unarfélaginu, unnið að því að dæma um fegustu garða bæj- arins. Samkvæmt úrskurði nefnd- arinnar fyrir árið 1959, hefir stjórn félagsins ákveðið þetta: Heiðursverðlaun hljóti garð- urinn Kirkjuvegi 4, eign Jón- asar Bjárnasonar læknis. Hverfisviðurkenningar hljóta: í suðurhluta bæjarins: Garð- urinn .Ölduslóð 9, eign Sveins Þórðarsonar viðskiptafræðings. í vesturhluta bæjarins: Garður Merkurgötu 7, eign Jóns Andréssonar vélstjóra. Þá hefir nefndin einnig á- kveðið að veita viðurkenningu fyrir sérstakt framtak um að koma upp nýjum skrúðgarði. Þá viðurkenningu hlýtur Ólaf- ur Sigurðsson fiskimatsmaður vegna garðsins Kirkjuveg 9. Fegrunarfélagið hefir oft áð- ur veitt sérstakar viðurkenn- ingar til stofnana og atvinnu- íyrirtækja fyrir fagurt og snyrtilegt útlit og góða um- gengni utanhúss. Að þessu sinni þótti ekki til- efni til veitingar slíkrar við- urkenningar, en þó skal það tekið fram að allflest þeirra fyrirtækja og stofnanna, sem áður hafa fengið viðurkenning- ar félagsins bera enn af um fagurt og snyrtilegt útlit, en önnur hafa ekki bæzt í þann hóp, á þessu ári, að áliti dóm- Latnesk músik ■ Lido. IfttBtsktt. B°stbbs htí. spœnskt*s stiBBi htt tttj Ihti-t*hti. létum pússa okkur Nú er þangað komin splunku- ný liljómsveit, skipuð fjórum mismunandi dökkum liljórn-1 I listarmönnum, og það sem mest I er um vert — skínandi fallegri I og hrífandi söngkonu, sem ! sveiflar frönskunni yfir áheyr- 1 endur og fyllir hvern kima hússins músik og „sjarma“. Hljómsveitin er skipuð fólki,' sem allt er upprunnið á eyjun- i urn Martinique og Guadalupe í Karibíska hafinu. Undanfarin j ár hefur sveitin leikið á ýmsum helztu stöðum E.vrópu, en hef-^ ir aðal-aðsetur í París. Síðan ( var hún um tveggja mánaða skeiðftá Strand Hotel í Stokk-1 hólmi. Margir íslendingar kannast við Ambassadeur (ogi næturklúbbinn New Look) í Kaupmannahöfn, en þar hafa þau einnig leikið i lengri tíma. Sérgrein hljómsveitarinnar er „Latnesk músik“, rúmba,1 samba, cha-cha-cha — og hvað Sjálfsbjörg selur merki. Sjálfsbjörg, landssamband lamaðra og fatlaðra, hefur sinn merkjasöludag á morgun. Þetta er í annað sinn, sem þetta félag lamaðs fólks leggur Ieið sína til bæjarbúa til bess að safna fé til framkvæmda fötl- uðum til bjarga.r. Jafnframt merkjunum selur landssambandið ársrit sitt um allt land, og er ekki að efa að landsbúar taka því vel, og leggja nokkurn skerf til þess að lamáð og fatlað fólk geti hafist handa um framkvæmdir þeim til sjálfsbjargar. það nú heitir. Inn á milli læð- ist svo eitt og eitt dálítið ljós- leitara lag, en það er árangurs- laust að bíða eftir be-bop eða rock. Annars er söngkona aðal- stjarna hljómsveitarinnar. Hún hefir fallega og mjúka rödd, ákaflega tónvissa og músik- alska. Þess vegna var það, að fréttaritari Vísis hitti hana að máli í búningsherbergi hennar í gærkveldi rétt eftir lokun. Stella Felix, en svo nefnir hún sig, er gift hljómsveitar- stjóranum, Felix Valvert. „Hafið þið verið lengi gift?“ „Já, í tíu ár.“ „Það er álgerlega útilokað. Þér eruð svo ung.“ (Sagt í fullri alvöru). „Eg var líka mjög ung, þeg- ar við saman.“ „Hittust vegna hljómlistar- innar?“ „Já. Hann var þá hljómlist- arstjóri. Eg að byrja a® syngja.“ „Börn?“ „Eina dóttur. Átta ára.“ Og nú lifnaði frúin öll af áhuga. „Ekki er hún þó með ykkur hérna?“ „Jú. Hún er alltaf með okk- ur, nema þegar hún er í skól- anum. Hér verður hún um tvær vikur, og fer þá til Parísar í skólann.“ „Ekki fer hún þó ein, litla skinnið?" „Jú, alein. Hún er orðin vön. því, að það er allt í lagi. Enda þekkja hana allir hjá SAS og á flugvellinum í París, sem að- stoða hana eftir föngum." „Hvað heitir hún?“ „Isabella. Isabella Valvert.“ „Þið eruð öll frá sömu slóð- um, ,en eg tók eftir því að hör- undsliturinn er mismunandi dökkur. Hver er ástæðan?" „Það er vegna mismunandi mikillar blöndunar. Afi minn og amma voru t. d. bæði hvít, og þess vegna hefi eg svona ljóst hörund.“ — Og svo kom spurningin, sem stelst út úr íslenzkum fréttamönrfum, þegar þeir tala við útlendinga, áður en þeir vita af. — „Hvernig líkar yður við ís- land?“ „Við höfum aðeins verið hér tvo daga, — en það sem eg hefi séð, er eg í sannleika sagt ekki hrifin af.“ — Hreinskilin. — Tvöföld trúlofun á lokuöum dansleik í Fredensborg? í gærkvöldi var lialdin mikill dansleikur í Fredensborgar- kastala í Danmörku. Þar voru samán komnir tveir konungar, tveir krónprinsar, átta prins- essur og hópur annarra tigin- borinna. Hér er sennilega uin að ræða íburðarmesta dansleik sem haldinn er á þessu ári. Var bú- izt við að þar yrðu kunngjörðar tvær lofanir, sem þá tengdu grísku konungsættina þeim norsku og sænsku. ' Hefur það kvisast undanfar- ið, að Haraldur krónprins hinn norski væri á hnotskóm éftir grísku prinsessunni Sófíu, og gríski prinsinn Constantine felldi hug til sænsku prinsess- unnar Desiree. Harald er 22 ára, Sófía 20. Frh. á 7. s. í dag komu til Reykjavíkur, í boði utanríkisráðuneytisins, fimm bandarískir blaðamcnn, sem munu dveljast hér á landi í vikutíma og kynna sér land- helgismálið, land og þjóð. Blaðamennirnir eru þessir: Miss Karen Burger, Time NærfatnaBui karlmanna ®g drengja fyrirliggjandl L.H.MULLER Magazine, Mr. Norman Cornish United Press. Mr. Robert Crater, Scripps Howard. Mr. Michael Luizzi, Christian Science Monitor. Mr. Mars- hall Peck, New York H'erald Tribune. Sidney: — Brezka stjórnin hefur gert stóra pöntun í nýju áströlsku hernaðar- tæki. Er hér um að ræða skri'ðdrekaeyði, sem kallast Malkara. — Var'tækið sýnt brezkum hernaðarsérfræð- ingum í Skotlandi nýlega. Er hér um að ræða fjarstýrt skeyti, sem eltir uppi skrið- dreka og eyðir þeim. — Malkaia er úr máli Ástra- líu-svertingja og þýðir „stormur“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.