Vísir - 05.09.1959, Page 8
Ekkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir. ^ssm Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Látið hann færa yður fréttir og annað DKfqp ni Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af ókeypis til mánaðamóta.
yðar hálfu.
Sími 1-16-60. xm wk OvoAolip Sími 1-16-60.
Laugardaginn 5. september 1959
Eisenhower dvaldi í
Skotfandi í nótt.
Eisenhower forseti er nú
'farinn frá París. Hélt hann það-
an flugleiðis í gær til Prest-
ivick í Skotlandi. Var honum
vel fagnað við komun þangað,
og hrópaði fólk ,,Good Old Ike“.
Meðal þeirra er fögnuðu forset-
■anum voru flugliðar úr banda-
rískri flugstöð þar í grenndinni.
íslendingar
170.000!
fslendingar eru nú orðnir
170 þúsund og 156 betur, ef
miðað er við 1. desember sl.
Aflaði blaðið þessara uþp-
lýsinga hjá Hagstofunni.
Óhætt mun þó að bæta a. m.
k. nokkrum hundruðum við
þessa tölu, því að hún er
eins og fyrr segir, miðuð við
l. des. í fyrra.
Reykjavík vex hröðum
skrefum og á sinn þátt í
fjölguninni. Reykvíkingar
voru 69.268 á áðurnefndum
) tima og hafa því sennilega
j fyllt 70.000 núna. Eru það í
sjálfu sér merk tímamót.
En aðrir bæir vaxa líka, og
Akureyri telur nú 8.422 og
Hafanrfjörður 6.606, að
sjálfsögðu miðað við 1. des.
1958.
Forsetinn dvelur fram yfir
helgi í sveitabústað, sem skozka
þjóðin gaf honum á sínum tíma
í þakklætisskyni fyrir störf
hans á stríðsárunum. Hefur Eis-
enhower aðeins tvisvar komið
þangað áður, en að þessu sinni
mun hann dvelja þar um 3 dag'a
skeið.
Skömmu eftir komuna fór
forsetinn út á golfvöll þar í ná-
grenninu, og dvaldi þar síðari
hluta dags í gær.
Eisenhower mun nú hvíla
sig, unz hann tekur á móti
Krústjoff, er hann kemur til
Bandaríkjanna eftir 10 daga.
VaS$erðurHafstað
opnar sýningu.
The Guardian um landhelgisdeiluna:
Afla verður málstað Breta fylgis.
Valgerður Árnadóttir Haf-
stað opnaði í gærkveldi mál-
verkasýningu £ sýningarsal
Ásmundar Sveinssonar á
Freyjugötu 41 og sýnir þar 26
myndir, sem hún liefir málað í
sumar.
Þetta er önnur -sjálfstæða
sýning Valgerðar hér heima,
en í París hélt hún, ásamt
Gerði Helgadóttur mynd-
höggvara, sýningu í fyrravetur.
Sýning Valgerðar verður op-
in daglega kl. 14—22 í hálfan
mánuð.
Reknetaveiði
við Vestfirði.
Nokkrir bátar frá Ólafsvík
og Hellíssandi hafa verið á rek-
netum undanfarið. Veiðarnar
hafa gengið illa. í vikunni sem
aleið var að vísu reitingsveiði
en svo komu ógæftir og nú eru
nokkrir bátar hættir.
Þrír af reknetabátununm ætla
þó að halda áfram og reyna fyr-
ir sér, þegar veður batnar. Þeim
gengur erfiðlega að halda mann
skapnum þegar gengur svo treg
lega. Síldin hefur nær eingöngu
verið fryst og lítið saltað. Heild-
arsöltun þar er ekki nema um
200 tunnur en var komin á
þriðja þúsund tunnur um þetta
leyti í fyrra.
Á sama tíma og aflabrestur
rekur menn í land við Snæfells-
nes berast þær fréttir af Vest-
fjörðum að þar sé góðan rek-
netaafla að fá. Aflinn hefur ver-
ið allt upp í 100 tunnur í lögn
og jafnvel þar yfir. Síldin er að
vísu nokkuð blönduð, talsvert
í henni af feitri smásíld, eða
réttara millisíl)d. Síldarsöltun
er hafin á Súgandafirði og er
búið að salta þar £ nokkur
hundruð tunnur.
Farndale Philips telur Lord Mountbatten líklegastan
íil að vinna Kanadastjórn tii fylgis við Breta.
T. W. Boyd segir Islendinga æsa til
uppreisna í brezkum togurum.
Brezka blaðið The Guardian kvaddi. sér í gær hljóðs um
landhelgisdeiluna við ísland. Sir Fardale Philips, formaður
I félags brezkra togaraeigenda, hafði komið fram á blaðamanna-
fundi, og rætt þar væntanlegar aðgerðir Breta í liinni ársgömlu
I deilu. Taldi hann, að Bretar ættu nú þegar að skipa í stöðií
íormanns væntanlegar sendinefndar Breta á ráðstefnuna uns
réttarreglur á hafinu, sem haldin verður næsta ár. Væri hú
j allt undir því komið, að réttur maður yrði þar valinn, maður
sem gæti aflað málstað brezku stjórnarinnar í landhelgismálinu
samstöðu hina ýmsu þjóða.
Hverjir fengu lóðir?
Uthlutað var lóðum fyrir ein-
býlishús nýlega,
Á fundi bæjarráðs þann 14;
ágúst var úthlutað lóðum undir
-einbýlishús, og hlutu þeir lóð-
imar, sem taldir verða upp hér
á eftir.
Brekkugerði:
4: Sigríður Einarsson, Vest-
urgötu 38.
5: Már Jóhannsson, Eiríksg. 29.
9: Sigurjón Jónsson, Selja-
landsv. 2.
10: Siguroddur Magnússon,
Nönnugötu 9.
11: Eyjólfur Guðsteinsson,
Hverfisgötu 64 A.
12: Jóhannes Björnsson, Hraun-
teig 26.
24: Eyjólfur K. Jónsson, Blöndu
hlíð 2.
26: Ólafur Bjarnason, Hrefnu-
götu 1. — Fyrirvari um mann-
virki á lóðinni.
"28: Guðmundur Ófeigsson,
Barmahlíð 5.
3fl: Ægir Ólafsson, Glaðh. 13'. -
32: Borgþór E. Þorvaldsson,
Grettisg. 4.
34: Guðmundur Árnason, Fjöln-
isv. 11.
Hörgshlíð 24: Quðbjartur Ól-
afsson o. fl., Framnesvegi 17.
Laugarásvegur:
52: Sigmundur Guðmundsson,
Víðimel 50. — Fyrirvari um
mannvirki á lóðinni.
54: Einar Ólafsson, Lækjarhv.,
v/ töku erfðafestulanda.
56: Óskar Hallgrímsson, Stang-
arholti 28.
58: Einar Magnússon, Skeggjag.
11.
60: Jóhannes Bergsteinsson,
Njálsgötu 92.
62: Jóhannes Elíasson, Hofsv,-
götu 57.
64: Hannes Guðmundss., Lauga
vegi 15.
66: Einar Farestveit, Hraunt. 30
Langholtvegur 76: Lárus Karl
Lárusson, Grenimel 31.
Gata, jafnhliða Laugarásvegi
— ónefnd:
13: Guðný Gísladóttir, Bergvöll
um, v/ töku Köllunarklettsbl.
— Fyrirvari um mannvirki.
15: Stefán H. E. Jónsson, Laug-
arársbl. 21.
17: Kristján Gíslason, Lang-
holsvegi 134.
19: Stefán Bjamason, Sigt. 35..
21: Helgi Gíslason, Úthlíð 11.
23: Bergsteinn Bergsteinsson,
Tómasarhaga 40.
25: Ólafur Tryggvason- Sóleyj-
arg. 23.
27: Guðmundiu' Guðmundsson,
SkaftahL 7.
31: Stefán Björnsson, Grænuhl.
7.
Framangreind úthlutun er
með venjulegum fyrirvörum og
byggingarfresti til næstu ára-
móta.
Sagnfræðingamót
Alþjóðlegt mót þjóðsagna-
fræðinga var haldið í borginni
Kiel í Þýzkalandi dagana 19.—
25. ágúst s.l.
í sambandi við mót þetta var
efnt til sýningar á myndum úr
þjóðsagna- og ævintýrabókum
frá ýmsum löndum, og var m.
a. óskað eftir myndum frá fs-
landi. Menntamálaráðuneytið
fól menntamálaráð að annast
um þátttöku af íslands hálfu,
og var Björn Th. Björnsson,
listfræðingur, fenginn til að,
velja myndirnar. Varð það að
ráði að senda á sýninguna teikn
ingar, sem Ásg'rímur heitinn
Jónsson, listmálari, gerði fyrir
safn íslenzkra þjóðsagna, er
menningarsjóður mun gefa út
í haust. Sendar voru alls 39
myndir, gerðar við ýmis kunn
íslenzk ævintýri og þjóðsögur.
Menntamálaráðuneytið,
1. september 1959.
★ Fyrir nokkru andaðisi 108
ára gömul kona i Skjoíd í
Noregi. Húa var ekki elzti
íbúi landsins.
Lagði sir Farndale mikla. á-
herzlu á það, hve vanda yrði
til vals þessa manns, því að það
væri höfuðatriði fyrir Breta, að
afla sér sem mests fylgis. —
Nefndi hann í þessu sambandi
Lord Mountbatten, o taldi lík-
legt að hann myndi geta fengið
kanadisku stjórnina til þess að
styðja kröfu Breta um að fisk-
veiðilandhelgi skyldi ekki vera
stærri en 6 mílur.
Þá undirstrikaði sir Farndale
þá skoðun sína að það væri
engan veginn víst, að krafa ís-
lendinga um 12 mílur myndi
hljóta náð fyrir augum meiri-
hluta þeirra þjóða sem ráð-
stefnuna munu sitja.
Þá kom einnig fram á blaða-
mannafundi í London, T. W.
Boyd, talsmaður yfirmanna
togaraeigenda í Hull og
Grimsby. — Taldi hann að
afli Breta á fslandsmiðum und-
anfarið ár væri um % minni
en verið hefði undanfarið. Þó
vildi hann ekki kenna hinu
nýja fyrirkomulagi um rýrnun-
ina, eingöngu, heldur sagði
hann að almennt aflaleysi hefði
þar líka komið til.
Hinsvegar sagði Boyd, að
framkoma fslendinga hefði
verið óverjandi, þéir hefðu
dregið króka eftir botni fiski-
miðanna til þess að reyna að
eyðileggja veiðarfæri Breta, en
auk þess sagði hann, að starfs-
menn íslenzku landhelgisbæzl-
unnar liefðu margsinnis hvatí
til uppreisnar á brezkum tog-
urum. Hefðu þeir haldið uppi
áróðri í þá átt í senditækjum,
varðskipanna.
í síðustu viku kom Anderson,
skipherra, á fund með blaða-
mönnum í London. Hann sagði
að í fyrstu, er hann kom á ís-
landsmið, hefði hann talið það
vera aðalverk brezku herskip-
anna, að hindra töku togaranna.
En raunin hefði orðið önnur.
Aðalstai-fið hefði reynzt vera
læknisaðstoð við brezka tog-
arasjómenn, og viðgerðir á tog-
urum, en þeir gætu ekki leitað
til hafnar á íslandi vegna deil-
unnar. |
Hann sagði að um 100 brezk-
ir togarasjómenn hefði notið
læknisaðgerðar um borð í her-
skipunuhi á þessu ári sem lið-
ið væri. Auk þess hefðu her-
skipin sinnt um 90 viðgerðum.
Anderson sagði að lokum, að
hann hefði ekkert út á fram-
Framh. á 7. síðu.
Skipstjóri Óðins átti sök
á árekstrinum.
bndhelgisgæzlan dæmd til að greiia 203
þús. krónur í skaiabætur.
Gerðadómur hefur nýlega'y
dæmt landhelgisgæzluna til að
greiða 203 þúsund króna skaða-
bœtur vegna árekstrar milli v.b.
Hrannar 2. frá Sandgerði og
varðskipsins Óðins.
Neitaði skipstjóri Óðins að
eiga sök á árekstrinum, sem
átti sér stað aðfaranótt 19. nóv.
s.l. Hrönn var fyrir nokkru bú-
in að draga reknet sín og sigldi
í austur í átt tll Sandgerðis
með tveggja til þriggja sjómílna
hraða. Sá skipstjórinn á Hrönn
rautt ljós og hvítt og tvö strik
tvö strik á stjómborða til að fá
hitt skipið vel á bakborða. —
Augnabliki síðar sá hann Hrönn
enn betur í stjómborða. Höfðu
skipin nú nálgast svo mikið,
að árekstur vofði yfir. Setti
skipstjórinn á Hrönn þá á fulla
ferð og beygði betur á stjórn-
borða. í þessum svifum rakst
stefni Óðins á Hrönn bakborðs-
megin skáhalt framan við stýr-
ishúsið. Töldu dómendur, að
skipstjóri Óðins hefði átt 85
prósent sök á árekstrinum.
Moskva: — Sex ungir verk-
smiðjustarfsmenn voru
dæmdir til dauða í dag fyr-
ir að hafa drepið einn af
samstarfsmönnum sínum og
hafa síðan nauðgað konu
hans. Fyrirliði hópsins var-
sagður kominn frá nauð-
ungarvinnubúðum.