Vísir - 09.09.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 09.09.1959, Blaðsíða 10
11 Vf SIR Miðvikudaginn 9. september 1959» VIARY Burchell: /.‘■I í MEIIOM Á S T A n s A G A 42 Hann horfði á hana dimmum, þungbúnum augum. Loks sagði hann: — Það mundi líklega ganga fram af þér ef eg bæði þig um að kyssa mig? — Nei, langt í frá. Linda roðnaði en hún beygði sig strax og kyssti hann á munninn. Hann kyssti á móti, svo blítt að hún varð forviða. — Er það ekki svo að móðir Betu sé systir þín? — Jú. Af hverju spyrðu? — Nei, það var ekkert. En það gefur skýringu á ýmsu. — Skýringu á hverju? Hann brosti. — Eg veit það varla sjálfur. En það er einhver Jægni sem þig eigið, að taka þannig um hjartað í manni, að mann hætti að verkja. — Kenneth! Hún Varð svo hrærð að hún. gat ekkert sagt nema nafnið hans, og nú voru augu hennar full af tárum. — Enga vitleysú, sagði hann blítt. *—Engin ástæða til að tárast. — Eg er ekki að gráta. — Ekki það. Þá hlýtur það að vera ljósinu að kenna. — Eg — nú verð eg að fara. Þau vita ekki hiri, að eg er hérna. —‘ Hvaða hin? — Monique og Errol. — Já, einmitt. Monique og Errol. Henni féll ekki hvernig hann sagði það. En svo bætti hann við: — Er það víst að Errol sé hætur að elska þig? Þetta kom flatt upp á hana en svara varð hún samt. — Já! — Hann hlýtur að vera brjálaður, sagði Kenneth. — Og þú, Linda. Þykir þér ekkert vænt um hann lengur? Það var flónska að taka á sig stærilætisham, sóma síns vegna, en henni var nauðugur einn kostur. — Nei. Þetta var eitt af þeim tilfellum er báðum skjátlast. — Eg skil. Er þetta þá virkilega satt? — Já, vitanlega. Eftir stutta þögn bætti hún við: — En eg get ekki séð að það skipti nokkru máli fyrir þig. — Ó-jú. Það skiptir talsvert miklu máli. En riú er bezt að þú larir. Eg er of þreyttur til að tala meira núna. — Og nú verðurðu að sofa vært, Kenneth. — Já, eg skal sofna — eftir það sem þú komst til baka til að segja mér — góða iitla barnið.... Hann lagði aftur augun áður en hún hafði snúið sér frá hon- nm, en hún sá að hann brosti. Og hún læddist út, ánægð yfir heimsókninni. Errol var ferðabúin þegar hún kom niður. Henni datt í hug að þau hefðu ekki tekiö skýringuna, með vettlinga Betu, góða og gilda, en hvorugt spurði nokkurs. Errol og Linda kvöddu Monique og óku af stað. — Húsið var diihmt og hljótt þegar þau komu heim. Frú Colpar og Beatrice voru háttaðar. Linda og Errol fóru hyort um sig inn til sín, eftir að hafa boðið kuldalega „góða nótt“. Peter lœtur til sín taka. Morguninn eftir var Vallon enn umræðuefnið yfir matnum. Þó að börnin væri nærstödd spurði Beatrice itarlega um hvernig Monique hefði orðið við. Það var talsvert erfitt að svara því. Linda var svo sannfærö um tilfinningaleysi Monique að hún átti erfitt með að tala á móti sannfæringu sin-ni. En Errol varði Mcnique af mesta kappi. Ymislegt var sagt, en af þvi skildi Beta aðeins tvo orð: Kenneth er dáinn. Nei, nei, væna mín, hann er ekki dáinn. Þvert á móti, sagði 4 KVÖLDVÖKUNNI Beatrice. — Hann er betur lifandi en hann hefur verið í mörg ár . . . . En það er nú öll bölvunin — frá sjónarmiði Monique, bætti hún við. Börnin fóru með Errol út í garð að mátíðinni lokinni. Þau þurftu að sýna honum margt, og hann var ólatur að elta þau. Linda hafði ýmsu að sinna uppi í herberginu sínu, og meðan hún var uppi heyrði hún glaðvært hjal barnanna og djúpa rödd Errols neðan úr garðinum. Hún fór að glugganum og horfði út. Beta sat á ábreiðu á gras- flötinni og lék sér að klossunum. En Linda sá hvergi Peter og Errol. Allt í einu heyrði hún rödd Peters beint fyrir neðan gluggann. — Frændi, af hverju giftist þú ekki henni frænku? — Ha? Hún gat heyrt furðuna í svari Errols, en svo hægði hann á sér og sagði: — Það er ekki vist að hún vilji mig. — Jú, hún vill þig, sagði Peter með svo miklum sannfæringar- krafti að Linda stóð á öndinni. — Hvernig veistu það? Hún óskaði að hún hefði getað séð Errol þegar hann spurði, en hún þorði ekki að halla sér út. Það var ömögulegt að vita hvemig hann yrði við. — Eg veit það, sagði Peter, — því að þegar eg spurði hana hvers vegna hún giftist þér ekki, sagði hún að sér leiddist að eg talaði um það. Henni mundi ekki leiðast það ef hún kærði sig ekki um þig. Löng þögn var eftir þessa skýringu. Svo sagði Errol: — Sagði hún það — með þessum orðum? — Já. Peter dokaði við. Svo sagði hann: — Viltu giftast henni núna? — Nei, hjúskaparmiðlari minn, sagði Errol hlægjandi. Þú veist ekki hvað þú ert að tala um. Það er betra að þú.... — Þykir þér ekki vænt um Lindu frænku? spurði Peter ávít- andi. Linda beið eftir svarinu með öndina í hálsinum, en þegar það kom var það hvorki fugl né fiskur: — Sumt fólk kærir sig ekki um að giftast, Peter. Það er mergurinn málsins. — Hún marnma vill vera gift, sagði Peter öruggur. — Já, því býst eg við. Errol hló aftur og nú eðlilegar en áður. En nú skaltu ekki hugsa meira um þetta, kunningi. Það þýðir ekkert að vera að hafa afskipti af svona málum. Mér þykir vænt um Lindu frænku, svaraði Peter og strunsaði burt. Svo sást hann þramma niður gangstíginn og sparka stein- völunum. Æ, Peter, blassaður bjáninn, hugsaði Linda með sér og hló og grét í einu. Ekki datt mér í hug að þú hugsaði svona mikið um þetta. Beatrice grunar margt. Linda hafði'nóg að hugsa að ganga frá fatnaði barnanna, og hún kveið fyrir að fara niður að hitta Errol eftir þetta tal, sem liún hafði hlustað á. Þegar hún loks koin niður var hann horfinn. Beatrice var úti í garði og Linda fór til hennar. Hún minntist eitthvað á börnin áður en hún spurði: — Ók Errol eitthvað burt? — Já, hann tók bílinn og ók burt fyrir tíu mínútum. — Hann hefur líklega farið til að vitja urn Kenneth, sagði Linda. — Eða Monique. — Beatrice! Linda leit forviða á hana. — Af hverju segir þú þetta svona. Ertu geðvond út af einhverju? — Æ-nei, ekki beinlínis geðvond, sagði Beatrice áköf. — En sannast að segja, Linda, var eg svo glöð þegar þið Errol trúlof- uðust. Þá þóttist eg viss um, að nú mundi Monique ekki reyna E. R. Burroughs THE 'KING OP WITCH POCTORS'ANP A HUGE THBOMG GEEETEP THE PRISONEES AT THE CLIFF'S EFGE, TARZAN 3081 ’THIS WILL BE BEIEF ANt? PAINLESS/ HAEEY TAUNTEC? , ,‘SPEAE/AEN1. ■A PEESUAPE '“OUR ENE- MIES TO JU/AP! * msmasm Kvikmyndaleikkonan and- varpar: — Alltaf er eg óheppin. Þeg- ar eg hitti einhvern mann sem eg fæ áhuga á, er annað hvort hann giftur eða þá eg. ★ Bréf fannst nýlega frá Bern- hard Shaw í Parísarborg, og var það selt fyrir mörg þúsund franka. Bréfið var svár frá Shaw til forleggjara, sem hafði boðið honum fyrstu útgáfu af „Ul- ysses“ eftir James Joyce. Og. það var svohljóðandi: „Þér getið ekki verið mjög kunnugur frum ef þérhaldið.að einn úr þeirra hópi vilji greiða fimm stpd. fyrir bók.“ ★ Við hittum kúreka, seirt tryggingalæknir spyr spjörun- um úr. „Hafið þér orðið fyrir nokkr- um slysum?“ „Ónei, ekki get eg talið það» Einu sinni braut naut i mér þrjú rifbein og einu sinni var hrekkjótt skellinaðra, sem gróf tennurnar í leggnum á mér.“ „Og kallið þér þetta ekki slys?“ spurði læknirinn. „Slys. Nei fjandakornið. Þau gerðu það bæði viljandi.“ ★ Fjallamaður kom í þorpið, sem var í nágrenninu og bar ungan mann gætilega til lækn- isins og lagði hann þar á rann- sóknarborðið. „Læknir,“ sagði sá gamli, „heldurðu að þú getir gert við hann tengdason minn. Eg skaut hann í fótinn.“ „Hvernig datt þér í hug að skjóta tengdason þinn!“ sagði læknirinn. „Nú það er svoleiðis, að hamí var ekki tengdasonur minn. þegar eg skaut hann." V A bjargbrúninni biðu þeirra konungur töfralækn- anna og fjöldi áhorfenda. — „Þetta verður skjótur og þægilegur dauðdagi,“ sagði Harry háðslega. — „Spjót- berar! Neyðið þessa óvini ykkar fram af brúninni.“ — Nokkrir hermenn, ygldir á svip brugðu við skipuninni og otuðu að föngunum spjót- um sínum! Nærfatnaðui karlmanna ag drengja fyrirliggjandl L.H.MULLER S Johan Könning h.f. Raflagnir og viðgerðir á cllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna. Sími 14320 Johan Rönning h.f. Allar tegundir trygginga* Höfum hús og íbúðir ti3 sölu víðsvegar um bæirrc. Höfum kaupendur að íbúðum .j TE?ggÍ!nTV Austurstræti 10, 5. hæð. Sími 13428. Eftir kl. 7, simi 33983.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.