Vísir - 09.09.1959, Blaðsíða 11
■rí! ‘‘” 't'O nv.ixkhtnUvlí:'1'
Miðvikudaginn 9. september 1959
.*< *
y 4,
VlSIB
ia
Tóniistarskólanemendur frá Prag
haida hér tónleikai
ísl. stúlka fær tónlistarstyrk þar syöra.
Eftir rétta viku koma hipgað
sex nemendur ásamt kennara
frá Tónlistarskólanum í Prag
til tónleikahalda, og er með því
endurgoldin heimsókn, sem
kennarar og nemendur Tónlist-
arskólans í Reykjavík fóru í
suður þangað í vor eð leið.
Árni Kristjánsson skólastjóri
Tónlistarskólans einn þeirra,
þáði boðið í vor, sagði blaða-
mönnum frá þessu í gær. Kvað
hann það algengt erlendis, að
tónlistarskólar skiptust á heim-
sóknum, en Tónlistarskólanum
í Rvík hefði ekki fyrr verið
boðið utan í slíka heimsókn en
í vor. Því hafi vitaskuld verið
tekið með þökkum, tónmenning
Tékka væri á mjög háu stigi,
enda tónlistarskólinn í Prag
sennilega elzti tónlistarskóli í
Evrópu. Þeir félagar fóru á
nokkra staði þar syðra og léku
einungis íslenzka tónsmíðar.
Fararstjóri hópsins, sem kem-
ur í næstu viku„ er dr. Hubá-
cek, ritari skólans, (skólastjór-
inn forfallaðist á síðustu
stundu), en nemendur eru 6,
einn fiðluleikari, einn klarínet
leikari, tveir píanóleikarar og
tveir söngvarar. Munu þeir
halda hér nokkra tónleika, hina
fyrstu fyrir styrktarfélaga Tón-
listarfélagsins í Reykjavík á
fimmtudag og föstudag í næstu
viku, og flytja þá eingöngu
tékkneskar tónsmíðar. Þá leika
þeir og syngja á þrem stöðum
úti á landi, á Akureyri 19. sept.,
í Skjólbrekku í Mývatnssveit
^ 20. og á Selfossi 22. sept. Þeir
félagar dveljast hér á landi í 10
daga, en halda síðan til London
til tónleikahalds.
Loks gat Árni Kristjánsson
þess, að eftir heimsókn þeirra
íslendinganna, hafi tékkneska
stjórnin boðið hinn þriðja styrk
til framhaldsnáms íslendingi.
Styrkinn hlaut Steinunn Bjarna
dóttir (blaðafulltr. Guðmunds-
sonar), nemandi í fiðluleik, og
er hún farin suður til námsins.
SOS frá 2
Leopold flytur úr
Laeken-höll.
Belgiska stjórnin tilkynnti
nýlega, að Leopold fyrrv. kon-
ungur hefði fallist á, að flytja
úr Laekenhöll, og taka sér bú-
stað í Chateau d’Argentuil,
sem er ríkiseign.
Höll þessi er í skóglendi ör-
skammt frá Briissel — eigi
langt frá þar sem orustan við
Waterloo var háð.
Tilkynning um þetta var birt
að loknum stjórnarfundi, og
var svo að orði komist, að kon-
ungurinn hefði óskað eftir
breytingunni. Hefur hann sem
fyrr var sagt búið í Laeken-
höll, ásamt de Rethy prinsessu,
konu sinni, og börnum þeirra
og Baldvin konungi.
Frá fréttaritara Vísis. —
Osió í fyrradag.
í Á mánudag s.l. barst norska
irlitsskipinu Troll hjálpar-
beiðnir frá tveimur norskum
reknetabátum.
Annað var frá m.s. Stording-
en sem var með hættulega
veikan mann um borð en hitt
var frá m.s. Kerrock sem bað
um hjálp eins fljótt og unnt
væri því mikill leki væri kom-
inn að skipinu.
Nánari fregnir hafa ekki
borizt um það hvernig Kerrock
hefur reitt af. Eftirlitsskipið
var ekki mjög langt frá Kerr-
ock, en veður var vont á mið-
unum.
Geyslaryk
minnkar.
Geislavirkt ryk í lofti fer nú
aftur minnkandi.
Kjarnorkuráð Bandaríkjanna
birtir frétt um, að í júní s.l,
hafi minna geislavirkt ryk fall-
ið til jarðar en í nokkrum mán-
uði öðrum frá því í september í
fyrra.
Kragh í Varsjá.
Jens Otto Kragh utanríkisráð
herra Danmerkur er kominn til
Varsjár í boði utanríkisráðherra
| Póllands.
Kragh hefur gert grein fyrir
afstöðu Danmerkur varðandi
Eystrasalt og tillögurnar um
kjarnorkuvopnalaust belti. —
Hann kvað Dani ekki geta fall-
izt á, að Eystrasalt yrði lokað
haf né á tillögurnar um
kjarnorkuvopnalaust belti, — í I
því væri ekkert öryggi, ef hrúg-!
að væri saman kjarnorkuvopn-!
um beggja vegna við það. Á
Eystrasalt kvað hann ávallt
hafa verið litið sem opið haf.
Húseigendafélag
ReykjáWkur.
Morð var framið í morgun í
margra augsýn í alþjóðaflug-
stöðinni í Libanon.
Segir í fregnum frá Beyrut,
að maður nokkur, sem ætlaði
til Tyrklands, hafi verið skot-
inn til bana, er hann var í þann
veginn að stíga upp í flugvél-
ina. Árásarmaðurimv komst
undan t bíl.
Maciffiiílan gerir alþjóðamálin að
höluðefm í kosningunum.
Kosningai* verða 8. oKtóber.
Opinber tilkyrining var í gær
send frá nr. 10 Downing Street,
bústað brezka forsætisráðherr-
ans, þess efnis, að þing yrði
rofið 18. þ.m., en nýjar alrnenn-
ar þingkosningar fara fram
fimmtudag 8. október. — Þing
kemur saman 27. október.
Macmillan sagði í greinar-
gerð á fundi stjórnarinnar, sem
haldin var áður en tilkynningin
avr birt, að þjóðinni ætti að
gefast kostur á að velja þá
menn, sem kæmu fram fyrir
hennar hönd við hinar mikil-
vægu samkomulagsumleitanir
um alþjóðamál, sem fram und-
an væru.
Hann gerði þetta þannig að
höfuðmáli í kosningunum, að
áliti blaðanna í morgun, en
frjálslyndu blöðin draga mjög
í efa, að skoðun Macmillans, að
hann hafi þarna trompspil á
hendi, reynist rétt. íhaldsblöð-
in taka tilkynningunni vel og
telja sigurinn flokknum vísan,
en hljóðið vitanlega annað í
öðrum blöðum.
Daily Herald, blað jafnaðar-
manna kvartar þó ekki yfir, að
efnt er til kosninga, þessi kjör-
dagur sé eins góður og hver
annar til þess að „henda Mac-
millan út“, eins og það orðar
það, og Daily Mirror, róttækt
blað, að Macmillan hafi þegar
gert fyrstu kosningaskissu sína,
eins og það orðar það, að gera
það að höfuðmáli hver komi
fram fyrir Bretlands hönd á
fundi æðstu manna — sem ekki
hafi einu sinni verið ákveðið
að halda.
íhaldsflokkurinn hefur nú
um 60 atkvæða meirihluta á
þingi. Úrslita í seinustu auka-
kosningum benda til, að hann
muni a. m. k. halda sínu. —
Yfir 35 milljónir manna eru á
kjörskrá.
Gaitskeil símað.
Macmillan símaði Gaitskell,
talsmanni stjórnarandstöðunnar
á þingi, ákvörðunina, þegar í
gær. Gaitskell og Bevan eru nú
á heimleið.
Flokksþingin.
Mikið var um að vera í öll-
um höfuðstöðvum flokkanna
brezku í gærkvöldi og fram
eftir nóttu. Jaínaðarmenn og
frjálslyndir hafa tekið ákvarð-
anir um, að fresta fyrirhuguð-
um flokksþingum, og líklegt er,
að það hafi einnig verið til um-
ræðu í gærkvöldi í höfuðstöð
Framh. á 12. síðu.
VIFTUREIMAR
í flestar gerðir af bifreiðum.
Rafgeymasambönd, skór og klær, margar stærðir,
startkaplar í metratali.
SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60.
VERZLUNIN GNOD
Ungbarnanærföt, herrasokkar og herranærföt, Sman
Keston skyrtan í 8 litum. Vinnuskyrtur í úrvali. Silor.
herra og dömupeysur, Orlon dömupeysur, unglinga peysur
mjög ódýrar. Smávörur, snyrtivörur og málningarvörur. —
Verzlunin Gnoð, Gnoðavog 78. sími 35382.
STOFUSKÁPUR, ÚR
HNOTU
póleraður, innlagður með mörgum viðartegundum (sér-
stakt stykki), til sýnis og sölu að Melhaga 13, II. hæð,
milli kl. 4—6. Verð kr. 15.000,00
Hugircyndasamkeppiti
um vatnsgeyma á Litluhlíð. Frestur til þess að skila tillög^
um um gerð vatnsgeyma á Litluhlíð framlengist hér með
til kl. 16, miðvikudaginn 7. október 1959.
Vatnsveitustjóri.
SKRIFSTOFUSTÚLKU
vantar á Fræðslumálaskrifstofuna frá 1. okt. n.k.
Umsóknir sendist Fræðslumálastjóra fyrir 20. þ.m.
m
Líl
i
cn
i
□
91
«
19»
•s
19»
5*
5
9
tn
2 2
1 *
1 m iw. 2 i
i s >- 1
□ > □
G
«
p"
5 55 c V)
5?
z
«9* 5
55 >
5 % 35
>
&
T
m
2
i
cn
□
r.»J
Sani,'viOT?ir-
Kristniboðssamb : idið.
Almenn samkoma í kvöld-
kl. 8,30 í Kristiiíbpðshúsin'U
Betanía, Laufásvegi 13. —
Benedikt Arnkelsson talar.
Söngur og hljóðfærasláttur.
Allir hjartanlega velkcmn-
ir. —
GAMLAK bækur. 20% at-
sláttur af öllum bókan; í
dag og næstu daga. Bói J<
markaðurinn Ingólfsstræti L
..._rL (333.