Vísir - 10.09.1959, Page 5

Vísir - 10.09.1959, Page 5
Fimmtudaginrí 10. september 1959 VfSIK Margrét Guðmundsdóttir afhendir landsstjóranum á Sikiley gjöf frá forstöðumanni keppninnar á íslandi. Afhendingin fór íram í veislu, sem landsstjórinn hélt í höll sinni í Palermo. „Ilngfrú fvrópa“ kjörin á Síkiley. Margrét Guðmundsdóttir nýkomin heim þaðan. Keppninni um titilinn „Ung- frú Evrópa“, sem fram fór á Sikiley, er nú nýlokið. Fulltrúi Islands á þessari keppni var Margrét Guömundsdóttir, en henni til aðstoðar fór Einar Jónsson, forstjóri, sem hefur staðið fyrir „Ungfrú ísland“- heppninni, og er jafnframt meðlimur í sambandi því, sem sér '.:m öll þau fegurðarmót, sem fram fara erlendis. Palmero er mikil ferðamanna- borg á norðurströnd Sikileyjar, og telur 800 þús. íbúa. Mikið var þar um að vera í sambandi við mótið, sem stóð yfir í nokkra daga. 15 þátttakendur voru í keppninni, og varð hlut- skörpust stúlka frá Austurríki. Önnur varð stúlka frá Frakk- landi, þriðja var ítölsk, þá Þýzk og Hollenzk. Ekkert norður- landanna komst í úrslit en sendu þó öll fulltrúa. Þótt Margrét væri ekki í úr- - slitum, var hún mjög eftirsótt af Ijósmyndurum og blaða- mönnum vegna þægilegrar framkomu og brosmildi. Trípólibíó: iði til Farísar. Fáum er betur lagið en Frökkum, að fara skemmtilega með lítið efni í kvikmyndum, og er sú reyndin hér. Þetta er gamanmynd um ástir og ýmsar flækjur, og söguvefurinn hag- lega ofinn, og kímnin liggur alltaf í loftinu, hvernig, sem allt velkist. Og svo er myndin ágætlega gerð og leikin. Aðal- hlutverk fara með Dany Robin, Jean Marais og Jeanne Horeau, og gera þeim góð skil, og má j vel sama segja um aðra leik- endur. — 1. Jafnframt því að keppt var um þessa nafnbót, héldu for- ráðamenn fegurðarmóta þar ráðstefnu. Var þar m.a. ákveðið að næsta mót fari fram í Beirut í Libanon árið 1960, en þarnæst í Reykjavík 1961. Voru undir- ritaðir samningar um þetta og gengið frá ýmsum frumatrið- um í því sambandi. Þegar hef- ur verið ákveðið að hingað komi 14 blaðamenn, tveir sjón- varpstökumenn og tveir kvik- myndatökumenn þegar keppn in fer hér fram. íslenzkir ljós- myndarar munu taka allar myndir fyrir erlend blöð. — Keppnin mun fara fram síðast í maí eða fyrst í júní, og verð- ur vandað til hennar eftir föngum. Þessi mynd er af hinni makalausu kínversku óperu. Tíu daga hátíð á afmæli Þjóðleikhússins í vor. Þrír erlendir óperu- og balletflokkar koma í heimsókn. Mörg afbrags leikrit munu verða flutt í Þjóðleikhúsinu í vetur, og hafa sum þeirra verið | áður nefnd hér í blaðinu, en, ekki munu síður vekia athygli hinir erlendu gestir, sem konia I munu í heimsókn, súniir nú ( haust, aðrir í lok leikárs og flytja söng og tónlist á 10 daga lcikhúshátíð, sem haldin verð- ur í júní vegna 10 ára afmælis Þjóðleikhússins. ' jHiún 1. nóvenjber k;emur 30 manna bándárískur-baljtetflokk- „Gagga“ Lund hlaut lof í lófa' i Hið fyrra þjóðlagakvöld „Göggu“ Lund fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins fór fram í <gær í Austurbæjarbíói.' Söngkonunni var innilega klappað lof í lófa, og mun j þeim, sem á söng hennar hlýddu, lengi lifa þetta kvöld í minni. Söngkonan söng þjóðlög frá níu löndum á frummálinu, flest íslenzk. Undirleik á píanó ann- aðist dr. Páll ísólfsson. Urðu þau að „gefa“ nokkur aukalög. Síðari tónleikar verða í kvöld á sama stað og tíma. Laos — Framh. af 1. síðu. aðallega fluttar loftleiðis að næturlagi og var að eins ein flugvél til flutninganna. Senni- lega hefur verið úr þessu bætt, því að síðari fregnir herma, að margt flugvéla sé komið til Laos. I Norður-Laos eru sagðar vera 10 Pathet Lao bataljónir (kommúnista), 3 í Phongsaly og 7 í Sam Neua héraði. Þar eru einnig 7 stjórnarherdeildir, sem hafa fengið skipun um að hörfa hvergi fyrir kommúnist- um. Þorpsbúar hafa víða verið vopnaðir og þeim skipað að halda kyrru fyrir og taka þátt í vörn. Vafasamt þykir þó um not af slíku liði, þar sem frétt- ir hafa borizt um, að heima- varnarsveitir hafi gengið í lið með kommúnistum. Hersliöfðinginn hvílir sig. Phouimi yfirhershöfðingi La- os er nýfarinn til Bangkok sér til hvíldar. Hann sagði við komuna þangað, að Laos kynni að leita til Suðaustur-Asíu- bandalagsins um aðstoð eða snúa sér beint til Bandaríkj- anna með beiðni um aðstoð. — Hann kvað ekki sterkar' stoðir hvíla undir bjartsýni um, að Sam Neua yrði varin gegn öfl- ugri sókn kommúnista. Yfirstjórn hersins er' nú í höndum Savang konungsefnis, sem auk þess gegnir öllum skyldum konungs sem þjóðar- leiðtogi í veraldlegum og and- legum efnum. íslenzk matvæli til Kölnar. \fnrtiir hóðan sontlar á stjnitifjn, Dagana 26. september til 4. október n. k. fer frám mat- vælakaupstefna í Köln í Þýzkalandi — sú fimmta í röð- inni. Kaupstefna þessi, sem mun vera hin stærsta sinnar teg- undar, er háð annað hvert ár, og taka íslenzkir útflytjendur nú þátt í henni í fyrsta skiptið. Haustið 1957 sýndu þar alls rúmlega 1800 fyrirtæki afurðir sínar og var meira en helm- ingur þeirra erlendur. Tala sýn ingargesta skipti hundruðum þúsunda og voru fjölmargir er- lendir kaupsýslumenn í þeirra hópi. Að þessu sinni taka þrjú ís- lenzk útflutningsfyrirtæki þátt í kaupstefnunni, auk Vörusýn- inganefndar, sem mun verða með almenna landkynningar- deild, en þau eru: Matborg h.f., Samband ís- lenzkra samvinnufélaga og Síldarútvegsnefnd. Allar tegundir trygging*. Höfum hús og íbúðir tfl sölu víðsvegar um bæ'm Höfum kaupendur að íbúðum . j Austurstræti 10, 5. hæS, Sími 13428. Eftir kl. 7, sími 33983. ur, og 11. sama mánaðar 60 manna kínverskur óperu- og balletflokkur, hvort tveggja meðal þess bezta sinnar teg- undar í þeim löndum. Á leikhá- tíðina í vor kemur svo hópur frá óperunni í Prag og flytur „Seldu brúðina" éftir. Smetana. BERU-bifreiðakertin fyrirliggjandi í fléstar bifreiðir og benzínvélar. Berukertí® eru „Original“ hlutir í þýzkum bifreiðum, svo sem Merced- es Benz og Volkswagen. 40 ára reynsla tryggir gæðin, SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. VERKFÆRASMIDUR óskast sem fyrst. Uppl. hjá yfirverkstjóra. i Vclsmiðiaii HÉÐIIVX II.F. VERZLUNIN GNOÐ Ungbarnanærföt, herrasokkar og herranærfðt, SmarJ Keston skyrtan í 8 litum. Vinnuskyrtur 'í úrvali. Silon herra og dömupeysur, Orlon dömupeysur, unglinga peysur, mjög ódýrar. Smávörur, snyrtivörur og málningarvörur. — Verzlunin Gnoð, Gnoðavog 78. sími 35382. Starf þjóigarðsvarðar á Þingvölkmt er hér með auglýst laust til umsóknar. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 10. október n.k. á skrif- stofu Húsameistara ríkisins, sem gefur nánari upplýsingaí um starfið. Laun samkvæmt launalögum. . Reykjavík, 10. sept. 1959, 3 Þingvallanefnd. S8CÓLALÆKNAR Skólalækna vantar að skólum í Reykjavík. Umsóknir send- ist til Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur fyrir 9. októ- ber n.k. Nánari upplýsingar gefur borgarlæknir. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. mmmm

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.