Vísir


Vísir - 26.09.1959, Qupperneq 4

Vísir - 26.09.1959, Qupperneq 4
 VfSIB Laugardaginn 26. september 1959 vism D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og áb>rgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarsjrrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. * ■* KIRKJA □□ TRUMAL : Eigum vér að syndga? Emhirskoðun á ölluiti sviðum. Sífellt og ört vaxandi verð- bólga hefir verið sá draug- ur, sem íslendingar hafa átt einna helzt við að glíma á undanförnum árum, Það eru senn liðnir tveir ára- tugir, síðan verðbólgan hófst með komu brezku hersveit- anna 1940, og síðan hefir ' skrúfan verið í fullum gangi svo að segja viðstöðulaust. Nokkrum sinnum hefir ver- ið gerð tilraun til að stöðva dýrtíðina og verðbólguna, en þær hafa ævinlega farið út um þúfur eftir skamma hríð, því að almenningur hefir ekki áttað sig á þeirri stað- reynd, hver hætta mundi um síðir fylgja í kjölfar sívax- andi verðbóólgu. jþað verður einnig að hafa hug- fast að þeir aðilar eru til innan þessa þjóðfélags, sem hafa bókstaflega unnið mark visst, að því að auka vand- ræðin með því að blása að glæðum verðbólgunnar. Er því ekki að furða, þótt erfitt j hafi.verið að standa á móti verðbólguþróuninni. Loks er , þess að geta, að sá mikli fjöldi einstaklinga, sem hef- ir komið sér upp dýrum húsakynnum á undanförn- f um árum, hefir talið sér bókstaflega hag að aukinni k verðbólgu, þar sem hún ,r hjálpaði þeim við að greiða k skuldir sínar, enda hefir það jafnan verið viðkvæðið, að hún væri engum til gagns nema þeim, sem skulduðu. þi'átt fyrir þetta öfugstreymi er mönnum ljóst, að halda verður verðbólgunni í skefj- um, því að illa fer, ef henni er gefinn laus taumur. Þá tapa allir um síðir. Vonandi ,er líka, að mönnum sé al- t' mennt farið að skiljast að v’ ekki-sé eítir neinu að bíða, því að ráðstafanir, sem gerð- ar hafa verið í þéssu skyni að undanförnu, hafa ekki sætt eins mikilli mótspyrnu og áður, þegar menn áttuðu sig síður á því, hvert óhindr- uð verðbólguþróun mundi um síðir leiða þjóðina. Þeir, sem berjast fyrir áfram- haldandi ábyrgðarleysi á þessu sviði, finna ekki sama hljómgrunn og fyrir aðeins fáum árum. Þess vegna gerir almenningur sér líka ijósari grein fyrir því, að stöðvunarstefnan, sem tekin var upp-á síðasta vetri, er ófullnægjandi ein og út af fyrir sig. Vegna lé- legra stjórnarhátta — svo að ekki sé döpra tekið í ár- inni — vinstri stjórnarinnar var svo komið, að ný dýr- tíðaralda var að skella yfir þjóðinni. Sjálfur forsætisráð herrann tók m. a. svo til að orða, og hann bætti því við, að stjórnin hefði engin úr- ræði til að sporna við nýrri verðbólguskriðu. Fyrsta verkefni næstu ríkisstjórnar var þess vegna að gera ráð- stafanir til að stöðva þessa sömu skriðu. Menn munu sammála um, að þetta hafi tekizt vonum framar, en björninn er eng- an veginn unninn enn. Það voru bráðabirgðaráðstafanir, sem gerðar voru á síðasta vetri, og þær geta ekki stað- ið til langframa. Nú í haust verður þegar að halda á- fram, stíga næsta skref til að koma í veg fyrir, að menn missi stjórn á dýrtíðareldin- um. Það mun koma fram í kosningabaráttunni, hvað flokkarnir vilja gera og ætl- ast til, að þjóðin leggi á sig, og næsta þing hlýtur að vera skipað í samræmi við það, hvað almenningi í land- inu finnst um þau úrræði, sem flokkarnir munu benda Jafnir fyrir iögunum. Það er fyrir mestu, að allir verði jafnir fyrir lögunum, þær byrðar leggist á alla, sem á þjóðina verða lagðar, og að þær leggist jafnt á þegnana. Til eru þeir hópar ' og flokkar, sem vilja ekki viðurkenna réttmæti þessa, 1 en vonandi verða það ekki þeir, sem segja fyrir verkum um þetta, er þar að kemur. íslenzka þjóðin getur ekki með góðu móti barizt gegn verð- bólgunni með von um sig- ur, nema hún geri sér grein . fyrir því, að hún. verður öll að axla byrðarnar, og að í þeim efnum getur enginn verið ,,stikk-frí“. Um leið og einhver fer að berjast fyrir fríðindum sér til handa, eins og Framsóknarflokkurinn hefir gert að aðalstarfi sínu í þágu samvinnufélaganna, fara sigurvonir í baráttunni minnkandi, því að óhjá- kvæmilega eyðir þjóðin þá kröftum sínum í innbyrðis deilur og hjaðningavíg. Þess vegna verða næstu kosning- ar að snúast að miklu leyti um það að hnekkja valdi þeirra, sem heimta forrétt- indi handa sér og sínum á kostnað annarra. Eigum vér að syndga af því að vér erurn ekki undir lögmáli, heldur undir náð? Þannig spyr Páll postuli (Róm. 6,15). Hann spyr í orða- stað þeirra manna, sem gagn- rýndu fagnaðarboðskapinn, i þann boðskap, að leiðin til Guðs sé ekki lögð boðum og bönnum, hlýðni við lögmálskröfur, held- ur hafi Guð sjálfur í kærleika sínum rutt brautina til óskoraðs samfélags við sig, og að hjálp mannssálarinnar sé traustið á þessari náð, trúin. Gagnrýn- endurnir spurðu. Er þá sama, hvort vér höldum Guðs boðorð eða brjótum þau? Er þá sama, hvernig vér breytum? Eigum vér að halda áfram að syndga, af því að vér erum ekki undir lögmáli, heldur undir náð? Þessi spurning er sífellt á dagskrá. Gagnrýnin hefur ekki þagnað. En þó er hún misskiln- ingur á forsendum þess boð- skapar, sem hún beinist að. Frá sjónarmiði gagnrýninnar er Guð fyrst og fremst löggjafi. Kristin trú segir: Guð er arfnað og meira en löggjafi. Hann er fyrst og fremst fyrirgefandi faðir. Hann er faðirinn í dæmi- sögunni, sem tók glataðan son í faðm sinn. Þegar það hafði gerzt, þá fyrst þekkti sonurinn föður sinn eins og hann var. Það þýddi ekki það, að vilji föð urins yrði syninum einskis virði, að boð hans og bönn féllu úr gildi. Það þýddi hitt, að hann fann það föðurhjarta, sem bærðist að baki alls, og að hann gat byrjað ný.tt líf í föðurgarði, í sátt við föður sinn, þrátt fyrir það, sem hann hafði brotið gegn honurn. Meðan Guð er þér ekki annað en löggjafi, þekkir þú hann ekki. Hann metur það, ef þú reynir í einlægni að halda lög hans. En þú ert honum samt framandi, meðan þú hefur ekki fundið hann sem föður þinn. Hann vill ekki eiga þig sem þegn, heldur barn. Hann á ekki sjálfan þig fyrr en þú hefur fundið hjartað slá í barmi hans, fundið náð hans. Og meðan hann á ekki sjálfan þig, á hann í rauninni ekki heldur verk þin eða breytni, hversti sem þú vandar þig. Fáguð framkoma við föður þinn eða móður getur aldrei bætt þeim það upp, að þú lítir á þau aðeins sem yfir- boðara þína. Þegar þú ert laus undan lög- málinu, þ. e. a. s. þegar þú ert laus við þá afstöðu til Guðs, að hann sé eingöngu yfirboðari þinn, löggjafi og dómari, þá ertu þar með ekki laus'við Guð. Hann leysir þig ekki úr ánauð til þess að þú getir hlaupist frá honum, heldur til þess að þú sért hjá honum, þjónir honum, hlýðnist honum. ekki sem þræll, heldur sem barn. Sá, sem, gæti spurt í alvöru, hvort hann sé ekki laus allra mála við vilja Guðs, úr því Guð er annað en himneskur lögreglustjóri myndi með því sýna það eitt, að hann er ekki barn Guðs, hefur ékki fundið hann sem föður sinn, er undir lögmáli, ekki náð. Vér lútum alltaf einhverju. Syndin gerir oss ekki frjálsa, heldur þræla (Jóh. 8,34). Synd- in er í dýpsta skilningi ekki boðabrot, heldur útlegð hjart- ans frá Guði. Náð er sigur Guðs á þeirri útlegð, það, að hann nær föðurtaki á barni sínu, sigrar fráhvarf þess og upp- reisnarhug með fyrirgefningu sinni, kærleika sínum. Þá ertu heima hjá Guði, Þá ertu frjáls. Því að þá ertu aftur með sjálf- um þér, komin í samhljóðan við þitt rétta eðli, eins og það er skapað. Þú getur varpað þér í ár- strauminn, þú ert frjáls að því. En þegar þú hefur gert það og straumurinn hrífur þig með sér, ertu ekki lengur frjáls. Frelsi, sem þú neyttir á þennan veg, var feigðarflan, barnaráð. Vér höldum, að vér höfum frelsi til þess að vera hjá Guði eða hafna honum, syndga eða syndga ekki eftir atvikum. En frjálsræðið til þess að hafna Guði og vilja hans er frelsi til þess eins að varpa sér í straum- inn, velja dauðann. Náð Guðs er björgun úr straumnum, björgun á land. Þótt mér hafi fundizt ég vera frjáls í vatninu, finn ég, að ég er skapaður til þess að lifa á landi. Einnig þar lýt ég lögum, en þau eru lög lífs míns, í samræmi við eðli veru minnar. Þessi líking gæti vísað til þess, sem Páll á við, Nýja testa- mentið í heild, kristin trú. Fjarri fer því, að vér séum leystir undan lögum Guðs. En hlýðnin við hann er ekki leng- ur eins og andköf drukknandi manns, heldur frjálsmannleg, fús og glöð hollusta barnsins við góðan föður. „Með því að þér eruð leystir frá syndinni, en eruð orðnir þjónar Guðs, þá hafið þér ávöxt yður til helgun- ar og eilíft líf að lokum. Því að laun syndarinnar er dauði,, en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jes úm, Drottin vorn“ (Róm. 6,22— 23). Onassis ræður lífverði. Auðkýfingurinn Onassis er eithvað hræddur um, að menn kunni að vilja- vinna honum mein. Hann hefur nú ráðið fjóra aflraunamenn — þeir eru allir fremstu menn Grikkja í lyfting um — fyrir lífverði sína og Maríu Callas og eiga þeir m. a. að bægja forvitnum blaðamönn- um og ljósmyndurum frá þeim. Sá hæsti er 202 sentim. — var hálfum metra hærri en hús- bóndinn. ,,Útvarpshlustandi“ skrifar: Hljómlistin í útvarpinu. „Mér datt i hug að stinga.niður penna, þegar ég las Visi í gær og sá þar, að einhver góður maður, sem kann auðsjáanlega að meta það bezta í tónlist, óskaði eftir að fá leikin lög eftir söngvarann heimsfræga, Caruso. Eg vona, að útvarpið verði við ósk þessa hlustanda. Og það væri gaman að fá að heyra aftur söng fleiri frábærra söngvara, sem liðnir eru ef til vill í sérstökum þætti,. með viðeiganai skýringum. Eitt- hvað hefur verið gert að þessu í útvarpinu, en mætti vera öftar. Mig langar nú til að spyrja, hvort plötur með söng Caruso og ann- arra liðinna söngvara séu svo dýrmætar, að slits vegna séu þær sjaldan notaðar? Og í framhaldi af því vildi ég spyrja: Er ekki hægt að endurnýja svona plötur með söng látinna manna? Spyr sá, sem ekki veit. Meira af því góða — Eg vil taka undir með þeim, sem biðja um meira af því, sem gott er i tónlist, einkum góðum söng. Nú verður að játa það, að útvarpað er mikið af góðri tón- list, en oft finnst mér of lítið að því gert, að útvarpa þjóðlegum, alþýðlegum lögum, sungnum af úrvalssöngvurum. Þarna er um mikla auðlegð að ræða hjá mörg- um þjóðum, sem við höfumalltof lítil kynni af. Þessu eru þó gerð nokkur skil, en hvergi nærri nóg, að mér finnst, og áreiðanlega fleirum. Dægurlögin. Það væri víst að bera í bakka- fullan lækinn, að minnast á dans- og dægurlögin. Eitt atriði vildi ég þó minnast á. Það er út- varpað oft og tíðum dægurlögum við texta, sem hljóta að sljóvga tilfinningu unga fólksins, sem vafalaust hlustar mest á svona ,,músík“, bæði fyrir því hvað er góð tónlist og gott mál, en fjöl- margt af unga fólkinu er einmitt að reyna að læra mál, sitt eigið og sumra annarra þjóða. Er ekki hægt að vanda betúr til þessa út- varps — finna skárri lög og skárri texta — og bæta svo þetta útvarp smám saman, með því að skjóta æ oftar inn góðum lögum með textum á sæmilegu máli? Bæta þannig smekkinn smám saman, án þess að vekja óánægju hinna ungu? Eg slæ þessu fram svona til athugunar. Að síðustu vil ég taka fram, að ég er ekki með þessum línum að fordæma öll dægur- og danslög, sem út- varpað er, öðru nær, en ég held þó, að hér sé hægt að fram- kvæma breytingu til batnaðar. Útvarpshlustandi.“ Makarios erkibiskup á Kýp- ur sagði í útvarpi í gær, að Kýpurbúar myndu ekki láta ginna sig til að hvika frá stofnun lýðveldis. — Grivas kvað hann vera að reyna að hlaða undir sjálfan sig sér til pólitísks ávinnings heima fyrir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.