Vísir - 02.10.1959, Síða 7

Vísir - 02.10.1959, Síða 7
4 Föstudaginn 2. október 1959 VfSIB -f í dag eru 50 ára afmæli Vatnsveitu Reykjavíkur, því að hinn 2. október 1909 var vatn- inu úr Gvendarbrunni hleypt í vatnsveitukerfið, og við það er miðað, en að vísu hafði vatni úr Elliðaánum verið hleypt í það fyrr eða hinn 16. júní um sumarið. Þetta var mesta verk- legt fyrirtæki, sem ráðizt hafði verið í hér á landi, og baráttan fyrir þeirri lausn á því vanda- máli, að sjá bæjarbúum fyrir nægu, góðu vatni, var mjög hörð, og um margt deilt, en nú mun enginn um það deila, að rétt leið var valin, að leiða vatn- ið úr Gvendarbrunni. Tíðindamaður frá Vísi hefur í tilefni hálfrar aldar afmæl- isins rætt við Einar Sigurðsson deildarverkfræðing Vatnsveit- unnar og fengið hjá honum nokkrar upplýsingar, einkum varðandi ástand nú og horfur, en síðar í þessari grein verður vikið að nokkrum atriðum úr sögu Vatnsveitunnar. „Hver er lengd á lögnunum", spurði tíðindamaður, „og' hvað hafa þær lengst mikið t.d. sein- ustu 25 árin eða svo? „Lengd á lögnum í jörðu er nú 182 km. en frá 1934 bættust við 97 km. Unnið var að fyrstu lögninni 1908—-1909 og var hleypt á vatni úr Elliðaánum 16. júní 1909 og úr Gvendar- brunni 2. okt. sama ár. Áætlun að vatnsveitunni hafði gert Jón Þorláksson verkfræðingur og var nú allt óbreytt til ársins 1923; þá var vatnsveitan auk- in allverulega, og geri Jón Þor- láksson áætlanir eins og áður. Var þá lögð ný aðalæð frá Gvendarbrunni. Nokkrum ár- um síðar fer enn að bera á vatnsskorti og enn er vatns- veitan stækkuð og því verki lokið. (Fyrir aukninguna „runnu 259 lítrar á sólarhring handa hverjum bæiarhúa. en 650 eftir hana“ K.Z.: Úr bæ í borg). Síðasta stækkun var svo 1947, ný aðalæð og nýtt inntak. Við þá æð var sett dælustöð í fyrra“ V atnsnotkunin. „Og hver er vatnsnotkunin nú?“ „Notkunin er milli 45—47 þúsund rúmmetrar á sólar hring.“ „Þetta mun vera feikna vatns- notkun. Það væri fróðlegt, að heyra eitthvað meira um það“. „Já, þetta er mjög mikil vatnsnotkun. Á svæðinu eru 70 þús. manns. Vatnsnotkunin er því um 650 lítrar á íbúa á sólarhring. Til samanburðar má geta þess, að algerlega samsvarandi tölur frá Khöfn. (vatn til iðn- ' aðarþarfa meðtalið) sýna, að þangað rennan á mann 292 ltr. ; En hér er þess að geta, að fisk- iðnaðurinn í bænum er vatns- j frekur, eins og skiljanlegt er. Fyrir hvert tonn af hráefni,sem flutt er í fiskiðjuverin, eyðast 15 tonn af vatni. Við höfum sett upp mæla í húsum í athugunarskyni ein- ungis og kom í ljós við hana, að vatnsnotkunin er mjög mis- | „Síðan er dælustöðin komst upp er það endurnýjun bæjar- ( kerfisins — og þá fyrst fremst aðalæð í vesturbæinn. Verður þetta víðasta æðin, sem lögð hefur verið og pípurnar í hana komnar. Má sjá þeim staflað l hér og þar allt frá Grænuborg að Nýja Garði. Annað efni mun koma um og upp úr miðjum mánuði og við vonum, að verk- inu verði lokið fyrir áramót. Ný vatnsból. „Fæst enn nóg vatn úr Gvendarbr urini ? “ „Það er ekki nema 1/3 vatns- ins, sem kemur úr sjálfum Gvendarbrunni, því að hitt kemur úr lind, sem er um 150 metra frá honum. Þessi tvö vatnsból eru nú um það bil full- nýtt, og það verður að fara að huga að nýjum vatnsbólum, en þar efra við hraunjaðarinn eru Vatnsveitan ☆ ☆ 50 ára. ☆ Saga — framkvæmdir — fyrírætEanir. .1 munandi eða frá 150 1. og upp í 400 lítra á íbúa í húsi. Greini- legt er, að menn gætu komist af með minna vatn. Tekið skal fram, að í iðnaðinum er vatn greitt eftir mæli.“ „Hefur ekki verið til athug- unar, að vatn yrði yfirleitt greitt eftir mæli?“ Vatnsmælar í húsum. „Jú, það hefur verið til athug- unar og er. Við munum setja upp vatnsmæla í um 200 hús- um í tilraunaskyni, og ekki greitt fyrir vatnið samkvæmt því sem mælarnir sýna, því að þetta er aðeins til reynslu og sú reynsla, sem fæst verður að sjálfsögðu höfð til athugunar, við frekari meðferð málsins. Annars mætti geta þess, þeg- ar um vatnsnotkunina er að ræða, að í Kópavogi er vatns- notkunin 380 1. á íbúa á sólar- hring, en þar er enginn telj- andi iðnaður. Kópavogur fær sem sé vatn úr Vatnsveitu Rvíkur, tekur við því við mörk- in, hefur sitt eigið innanbæjar- kerfi. Vatnsmælir er á aðalæð við mörkin. Endurnýjun bæjarlcerfisins. „Hvert er helsta viðfangsefn- ið nú?“ Vatnsgeymar. „Bygging vatnsgeyma hefur verið lengi á döfinni og munu þeir verða reistir á Litluhlíð hjá Golfskálanum. Vatnsgeyma er mikil þörf.. Núverandi vatns- miðlun er ófullkomin, því að við nýtum ekki aðalæðarnar nógu vel. Gert er ráð fyrir 10 þús. tonna geymum, og stefnt að því marki, að vatnsgeymar1 verði fyrir sólarhrings neyzlu, | sem er nú yfir 40 þús. tonn. í sambandi við þessa fyrirhug- uðu geyma er þess að geta, að breyta þarf aðalæðum, en þess er einnig þörf vegna breytts skipulags í bænum, þar sem svæði, er aðalæðar liggja um verða teknar til húsbygginga. Annars verður nánara ákveðið um þetta að lokinni hugmynda- samkeppni um útlit geymanna. Ef til vill verður byrjað á jarð- vinnu vegna þessara fyrirhug- uðu framkvæmda þegar á þessu ; hausti, en örugglega verður byrjað á næsta ári.“ Þessi mynd er einkenn- j I andi fvrir Vatnsveitu Reykjavíkur ; dag — stækk- ( un hennar, sem unnið er að kappi um bessar mundir. Það eru 60 sm. víðar pípur, sem eiga að færa Vestur- bænum vatn framvegis. ((Ljósm. P. Thomsen). fleiri lindir en þær, sem nú fæst vatn úr.“ Saga vatnsins í höfuðborginni, „Saga vatnsins í höfuðborg- inni er fróðleg saga og merki- leg um sumt“, segir Knud Zimsen borgarstjóri í bókinni Úr bæ í borg, og er þar sögð saga vatnsveitu Reykjavíkur, og hefst hún á lýsingu á vatns- bólunum hér frá fyrstu tíð, þar er m.a. minnst eins mesta bar- áttumanns fyrir vatnsveitunni, Guðmundar Björnssonar land- læknis, en hann barðist fyrir framgangi málsins af brennandi áhuga. Vatnsveitan. Það var við bæjarstjórnar- kosningarnar í janúar 1900, sem Guðmundur — þá héraðs- læknir — var kosinn í bæjar- stjórn. Hann var „frjór í hugs- un og opinn fyrir nýjungum — og varð mörgum minnisstæð barátta hans í vatnsveitumál- inu — finnst mór ekki stafa slíkuur ljómi af Guðmundi Björnssyni í sambandi við nokk urt mál sem þetta, og var hann þó víðast hlutgengur og lét til sín taka“ ------- en „meining- ar manna voru deildar“ um hvaða leið skyldi fara, og „ekki ótítt að heyra því fleygt að } ' ý . ’ j ' Guðmundur Björnsson værí vart með öllum mjalla.“ (K.Z.J), Borgarafundir. Gullleit. Borgarafundir voru haldnir um vatnsveitumálið. „Meining- ar voru deildar11 sem fyrr var sagt, og voru „flestir þeírrar skoðunar, að reynt yrði til þrautar að bora eftir vatni £ námunda við bæinn ------— var að lokum ákveðið að gera til- raun með að bora eftir vatni í j tagli Öskjuhlíðar, niður undir Vatnsmýri. „Færi svo sem von- ir bentu til var ætlun sumrar að reistur yrði vatnsgeymir á Skólavörðuholti eða Öskjuhlíð, og vatninu yrði dælt þangafl með olíumótor, en vindmylla notuð til 'sparnaðar. En nú gerðist það, sem al- kunna er að vatnsborunitt leiddi til gullleitar, en það var 1. apríl 1905, sem blaðið Reykja vík birti fregnina um gullfund í Vatnsmýrinni, og samkvæmt þeirri fregn var „gullið ekkÉ sandur þarna, heldur í smá- hnullungum“. Sú saga .verður ekki rakin, en boranir hvað vatnsveituna snertir báru ekkí árangur, en þær „sönnuðu hins- vegar“, segir K. Z., að skoðun Helga Péturs á jarðlögunum við Rvk. var rétt þær lyftu skýlu frá augum mínum í sambandi við jarðhitann í nánd við bæ- inn og notkun hans“. En einn- ig það er önnur saga. Áælun Jóns Þorlákssonar. Næst gerist það, að boðið er vatn úr Grafarlæk og rætt um kaup á Elliðaám, og margt fleirá þar að lútandi. Jóni Þor- lákssyni, síðar forsætisráðh.,var falið að gera áætlun um vatns- veitu. Hún er dagsett 15. marz 1907 og hefur tíðindamaðurina haft afrit af henni með hönd- um, en í henni segir m.a. svo: „Allur kostnaður við vatns- veitu frá Gvendarbrunnum að Rauðárhlemmi verður eftir þessari lauslegu áætlun h.u.b. 280.000 kr. Af þeirri upphæð mætti spara 50—70 þúsund kr. ef vel tækist að fá vatn með sprengingu hjá Dymmu (veiði- mannahúsunum). Það er því tillaga mín, að jafnframt því sem leiðin frá Dymmu inn til bæjarins er rannsökuð til fullnustu og fulln aðaráætlun gerð um vatns- veitu á þeim parti, sé gerð lítilháttar tilraun til að finna vatn með sprengingu hjá Dymmu, en ef það tekst eigi, þá sé gerð fullnaðaráætlun um vatnsveitu alla leið frá Gvend- arbrunnum.“ 100 pottar á mann. Af því að minnst var á vatns- notkunina nú hér að framan skal þess gstið, að í þessari áætlun, segir JÞ.: „Sam- kvæmt reynslu nágrannaland- anna má áætla, að brúkaðir verði að meðaltali 100 pottar vatns á mann á dag, sem kann að þurfa til iðnaðar. Um það leyti, sem heitast er í veðri má eigi áætla minna en 150 potta á dag á mann.“ Ymsir möguleikar. J.Þ. ræðir ýmsa möguleika, svo sem að taka vatn úr Elliða- ánum o.fl. en um Gvendar- Framh. á 11. siðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.