Vísir - 05.10.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 05.10.1959, Blaðsíða 6
 iíÆáruidagiim 5, október 1959 X^^rnmmmrnmm f. ■ ■í.wzavxtfi*9r*^ ■ irí&iiR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kcstar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Bjartsýni og djörfung. Sjálfstæðdsflokkurinn hefir nú tilkynnt aiþjóð stefnuskrá sína fyrir þessar kosningar, og það er óhætt að segja, að j hún éinkennist fyrst og fremst af tvennu: Bjartsýni og djörfung. Flokkurinn vill horfast í augu við þau vandamál, sem steðja nú að íslenzku þjóðinni, og hann bendir einnig á þær leiðir, sem fara ber að beztu manna yfirsýn, til þess að tryggja framtíðarheill og hamingju allra íslendinga. Allir munu vera — að minnsta kosti í hjarta sínu — sam- mála um, að ekkert er nú nauðsynlegra en að koma í veg fyrir, að nýtt dýrtíðar- flóð skelli á þjóðinni með öllum þeim ógurlegu afleið- ingum, sem slíkt getur haft. Þess vegna er eðlilejgt, að það sé fyrsta atriðið, sem Sjálfstæðisflokkurinn vi 11 berjast fyrir — að ekki sé horfið frá baráttu á þessum vígstöðvum. Ef menn hætta að reyna að sporna við verð- bólgu og aukinni dýrtíð, | kalla þeir yfir þjóðina at- vinnustöðvun og örbirgð víða um landið. Þess er að vænta, að allur almenningur þekki vitjunartíma sinn að þessu leyti. Um leið og unni er að gera ráðstafanir til að hindra nýtt verðbólguflóð, skapast skilyrði til að endurskoða hag atvinnuveganna og koma þeim á traustari grund völl. Um langt árabil hefir útflutningurinn orðið að treysta á uppbætur og niður- greiðslur til að sligast ekki og stöðvast. Slíkt fyrirkomu- lag er óeðlilegt, og því ber að leggja áherzlu á að af- nema það. Hver, sem leggur út í einhvern atvinnurekst- ur, verður að bera ábyrgð á honum, standa og falla með því, hversu hagkvæmur reksturinn er. Svo var það hér áður fyrr, og svona þarf það að verða aftur. Eitt er þó skilyrði fyrir því, að allt þetta megi takast, og það er að unnt verði að fá stétt- irnar í þjóðfélaginu til að semja frið innbyrðis. Ef um eilífan ófrið og hjaðningavíg er að ræða, gefst þjóðinni ekki tóm til að vinna að uppbyggingu atvinnuveg- anna, sem allt hennar líf er undir komið. Þjóð, sem att er út í innbyrðis baráttu, hefir ekki orku eða tóm til að sinna öðrum viðfangsefnum, sízt þegar um htla þjóð er að ræða, eins og við íslendingar erum, sem berst jafnan af hörku og miskunnarleysi, þegar á hólminn er komið. Ef þessi þrjú skilyrði eru fyrir hendi, sem getið hefir verið hér að framan, þarf íslenzka þjóðin sannarlega ekki að kvíða framtíðinni. Hún hef- ur lyft Grettistökum á síð- ustu áratugum, og með því móti hefir hún fært sönnur á, að hún getur leyst af hendi mikil og vandasöm verkefni. Með því hefir hún einnig sannað, að henni er ekki um megn að framkvæma þá á- ætlun, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefir lagt fram, og fólgin er í uppbyggingu nýrra atvinnuvega og auk- inni framleiðslu til að bæta lífskjörin. Vií einhuga forustu. í kosningunum síðar í þessum mánuði hafa kjósendur í rauninni ekki um margt að velja. Þeir geta að vísu valið á milli fjögurra flokka, sem fram bjóða — engum heil- vita manni kemur til hugar, að Þjóðvarnarflokkurinn geti komið að manni að þessu sinni frekar en áður — en það er í rauninni aðeins um tvær stefnur að ræða. Annars vegar geta menn dreift atkvæðum sínum á vinstri flokkanna, og þá bjóða þeir heim þsirri hættu, að þeir skríði saman og myndi nýja vinstri stjórn. Mönnum er væntanlega í fersku minni gullöldin, sem upp rann fyr- ir þrem árum, þegar þá var mynduð vinstri stjórn. Vilji menn Ua.lla hana yfir sig-í annað sinn, þá kjósa þeir vit- anlega einhvern flokkinn til vinstri. menn eru hinsvegar þeirrar skoðunar, að ástæðulaust sé að gera sjálfan sig, efnahag sinn og allrar þjóðarinnar að tilraunadýri vinstri manna á nýjan leik, þá kemur vitan- lega ekki til greina að menn leggi þessum rauðu flokkum lið. Þá efla menn Sjálfstæð- isflokkinn, og láta sér ekki nægja að greiða honum at- kvæði sitt, heldur reyna að fá sem flesta aðra til að gera það. Menn eiga að berjast undir kjörorðinu: Aldrei aftur vinstri stjórn, og menn eiga að minnast þess, að sigur Sjálfstæðisflokksins er sigur allrar þjóðarinnar. HATTAHRBNSUN Handhreinsum herrahatta og setjum á silkiborða. Efnalaugin Björg Sólvallagötu 74. Barmahlíð 6. GEVAF0T0« LÆKDARTORGI 031 KTSÍÍSfs"” SkjaldbreiÖ fer til Ólafsvíkur, Stykkis- hólms og Flateyjar á fimmtudag. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag. Farseðlar seldir á mið- vikudag. Vantar vana afgreiðslustúlku. Bakaríið Laugaveg 5 Uppl. á staðnum. 8 mm. Vil kaupa góða 8 m/m sýningarvél. Tilboð sendist Vísi merkt: „8 m/m.“ SNIDSKÓLINN Lærið að sníða og sauma yðar eigin fatnað. — Áherzla lögð á einfalda, en örugga aðferð við útreikning á máltöku. Kennsla í máltöku og útreikningi þess. Sniðteikningar Sniðkennsla Máíanir Kerínsla í flokkum fyrir byrjendur og lengra komna. — Dag og kvöldtímar. — Framhaldsnámskeið fyrir fyrr- veranai nemendur. Innritun hafin. Kennsla hefst 8. október, BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR Laugarnesvegi 62. — Sími 34730. HOTEL BORG Stúlka óskast á skrifstofuna. Tungumálakunnátta nauð- synleg. Herbergisþernur vantar. Vinsamlega talið við yfirþernuna. ■i'i&Z&Ji Skrifstofur vorar eru fluttar úr Tryggvagötu 8 í H AFIM ARHVOL við Tryggvagötu II. hæð. Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Innkaupadeild L. /. Ú. Félag íslenzkra Botnvörpuskipaeigenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.