Vísir - 14.10.1959, Qupperneq 4
VISIB
Miðvikudaginn 14. október 195f
Heiðraður fyrir vaskleik
- en strauk samt.
Það er afrek að strjúka úr Utiendssiga-
hersveit Frakka.
Útlendingaliersveitin franska
liykir eittlivert hið harðsnún-
asta lið sem vopn ber. í hana
safnast ævintýramenn frá ýms-
um þjóðum og þjálfun öll ein-
kennist af ótrúlegri hörku og
jafnvel hinu mesta mannúðár-
leysi.
Um fortíð manna mun ekki
fengist, þyki þeir vel til her-
mennsku fallnir. Stundum
flækjast í hana ungir menn og
góðir, af einskærri ævintýra-
þrá, og reyna að flýja, en það
reynir enginn oftar en einu
sinni. Flótti hefur sem sé næst-
xim ávallt misheppnast, en nú
í sumar tókst það ungum íra.
Hefur hann sagt sögu sína
blaðamanni og dettur manni í
liug við lestur hennar það, sem
Grímur kvað: Kalinn á hjarta
þaðan slapp eg. Frásögnin fer
hér á eftir nokkuð stytt.
JBastilledagur.
Það var á Bastille-daginn 14.
júlí s.l. í París — þjóðhátíðar-
degi Frakka, þegar allir eru
kátir og fólkið dansar á götun-
um, að hersýningum loknum,
fram á rauða morgun. En einn
var ókátur, frinn Bill Carroll,
1 sem átti eftir nokkrar klukku-
stundir að skila sér í járn-
brautarlest og fara til Mar-
seille með félögum sínum og
þaðan til Alsír, þar sem Út-
lendingahersveitin, sem hann
var í, er oftar en nokkur her-
sveit önnur send gegn upp-
l eistarmönnum. Hann átti eft-
fr að vera enn eitt ár af samn-
ingstíma sínum í herdeildinni.
Eitt ár — en hann var fyrir
löngu búinn að taka ákvörðun
'iim að flýja, og nú virtist eina
iækifærið. Allt var óljóst í
huga hans hvernig hann gæti
iramkvæmt ætlun sína, nema
-eitt: Hann varð með einhveyu
móti að losna við einkennis-
búning sinn og fá önnur föt.
A Montmartre.
Hann ákvað loks að litast
xim í veitingakránum á Mont-
rnartre og vita hvort hann
rækist ekki á einhvern Banda-
ríkjamann, er Hklegur væri til
sð hjálpa honum. Bill átti 5000
franka — það var aleigan.
Fyrir hana yrði hann að kaupa
föt. — Honum fannst áform
sitt snjallt. Alls staðar var boð-
íð upp á drykk — það varð
hann að gera líka. Og allir lof-
sungu hina vösku hermenn Út-
lendingahersveitarinnar. Iíver
stundin leið af annarri. Hann
er loks kominn í Pigalle-hverf-
ið alræmda — og sér þar loks
Ameríkana, sem honum líst á
til að gera sér greiðann mikla.
Hann var sennilega listamaður
— eða vildi vera — einn af
þessum skeggjuðu unglingum,
sem úir og grúir af í vissum
hverfum í París — en gæti
Bill treyst honum? — Það
voru 5000 franka verðlaun
fooðin hverjum þeim, sem lét
yfirvöldunum í té upplýsingar
um liðhlaupa. Hann varð að
hætta á það — fá manninum
5000 frankana sína — í von um,
að hann sviki sig ekki. Ame-
ríkaninn tók þessu vel, lofaði
að ná í föt — og bað hann að
hitta sig á tilteknu götuhorni
eftir hálftíma.
Ameríkaninn kom brátt aftur
með pinkil undir hendinni. Bill
skipti um föt í undirgöngum.
Hvorugur sagði til nafns síns.
Og svo labbaði Ameríkaninn
burt með einkennisbúninginn
og fleygði í skipaskurð.
Laus úr viðjunum.
Bill rétti úr sér. Honum
fannst hann vera laus úr viðj-
um fjögurra ára þrældóms.
Gæti hann nú komist úr landi
yrði hann frjáls maður á ný.
Þannig hófst sagan, sem Bill
sagði fréttamanninum. Þeir
sátu í þægilegum stólum á
heimili Bills í Belfast. Hann
handlék smámyndir frá Alsír
og sýndi fréttamanninum og
hélt áfram frásögninni og brátt
skýrðist myndin, sem hann var
að draga upp.
Sagan hófst í rauninni 1955
— en ræturnar lágu dýpra. Bill
hafði frá barnæsku verið hald-
inn ríkri útþrá. Hann var þrjú
ár í brezka hernum í Þýzka-
landi — kom heim og fór að
vinna í vélsmiðju, en undi ekki
heima vegna eirðarleysis og út-
þrár. Hann hafði lesið um Út-
|lendingahersveitina og séð
kvikmyndir af hemii — og hann
fór að hugsa um ævintýralegt
líf þeirra, sem í henni voru.
[Mánuði síðar —
Mánuði síðar steig hann af
skipsfjöl í Dunkirk og spurðist
Ifyrir urn hvar hann gæti geng-
(ið í Útlendingahersveitina.
Honum var sagt að fara til
Lille. Þar var honum fengið
skjal, sem hann skildi ekki, og
undirritaði. ,,Það var á frönsku,
en hana skildi eg ekki — hefði
getað verið minn eigin dauða-
dómur, sem- eg undirritaði.“
Og svo lá leiðin til Marseille,
þar sem hann var spurður
'spjörunum úr. en honum vgrð
'að ósk sinni. Hann var tekinn,
hann var ungur og hraustur.
Ekki tómir glæpamenn —
J ,,Það er ekki rétt, að í her-
sveitinni séu flestir harðsvíraðir
'glæpamenn — sjálfsagt hafa
margir eitthvað á samvizkunni,
1—- en menn sekir um alvai’lega
^glæpi mundu afhentir lögregl-
*unni.“
Einn af fimm,
J „Það er enginn
. sjálfboðaliðum —
'einn af hverjum
skortur á
en aðeins
fimm um-
^sækjendum er tekinn.“ Svo
strangar kröfur eru gerðar, um
líkamshæð, vöxt, heilsufar o.
fl. — Næst voru hann og aðrir
^sjálfboðaliðar fiuttir á skips-
Éfjöl — „reknir niður í lest sem
gripir, og þá þegaiy' sagði Bill,
„munu sumir hafa farið að
hugleiða nánara út í hvað þeir
voru komnir. Okkur fannst, að
við værum fangar á leið til
fanganýlendu. Vegabréf og
fyrri skilríki önnur höfðu verið
frá okkur tekin.“
Hreyknir —
En hreyknir voru þeir samt,
þegar þeir nokkrum dögum
seinna voru komnir í einkenn-
isbúning hersveitarinnar í Sidi
Bel Abbes. Hárskurð höfðu þeir
fengið svo sem sagt var fyrir
um í herreglum. Og kaup fengu
þeir hálfsmánaðarlega — 1000
franka. — Og nú var fyrir
höndum misserisþjálfun, og að
henni lokinni var hann settur í
Demi-hersveitina, sem eitt sinn
var mjög fræg, en hana stofn-
aði De Gaulle á Englandi á
tíma síðari heimsstyrjaldar.
Hersveitin hafði orðið fyrir
miklu manntjóni í viðureign
uppreistarmanna — og nú voru
teknir í hana allir þeir, sem
komu úr fangabúðum her-
stöðva, eftir að hafa afplánað
ýms agabrot.
Börðust seni
villimenn —
Þetta var sundurleitur hóp-
ur, menn af ýmsu þjóðerni,
Þjóðverjar, Pólverjar, Ung-
verjar, Spánverjar — en að
eins strjálingur af Frökkum —
en „allir börðust þeir sem villi-
menn“, sagði Bill. „Þarna var
sem hver maður legði metnað
sinn í, að sýna meiri dug en
annarra þjóða menn“.
Og ekki hefur Bill legið á
liði sínu, því að eftir tvö ár var
hann sæmdur heiðursmerki
fyrir vasklega frammistöðu.
Það var við Tounod, sem hann
vann til þess. Var sendur í bif-
reið til stuðnings herflokki, sem
átti að uppræta 120 manna
flokk uppreistarmanna, sem
höfðu komið sér fyrir, vopnaðir
vélbyssum í skjóli kletta. Her-
menn Útlendingahersveitarinn-
ar höfðu beðið mikið manntjón.
Margir höfðu fallið, en aðrir
lágu særðir á vígvellinum. Þótt
þar væri ekkert skjól að finna,
fór Bill sex sinnum skríðandi á
maganum til þess að bjarga
særðum mönnum, ásamt bíl-
stjóra sínum, sem fékk kúlu í
höfuðið og beið þegar bana.
Auk þess var Bill nú hækkaður,
settur í æðri flokk sjálfboða-
liða, og sendur í skóla fyrir
undirforingja. „Það var með
ráði gert á æðri stöðum,“ sagði
hann. „En ef þeir hefðu ekki
gert það hefði eg verið út minn
tíma.“
Tilgangurinn var, að búa svo
um hnútana, að hann slyppi
ekki úr hersveitinni að fimm
ára tímanum liðnum. Bill var
nú uggandi um sinn hag, en það
lifnaði yfir honúm, er hann á-
samt 39 öðrum úr skólanum
var valinn til Parísarfarar, til
þess að taka þátt í hergöngu á
Bastille-deginum. Þá ákvað
hann að gera flóttatilraunina —
|„og margir aðrir hugleiddu
slík áform.1 — Útlendingaher-
sveitin hafði aðeins einu sinni
áður tekið þátt í hergöngu á
Bastille-deginum, en svo marg-
ir gerðu tilraun til að flýja, að
í stað þess að velja menn úr
ýmsum herflokkum, voru nú
valdir menn úr undirforingja-
skólanum. Ef til vill hafa yfir-
boðararnir síður grunað menn,
sem höfðu veið sæmdir heiðurs-
merkjum, og áttu undirfoingja-
laun í vændum. En Bill fannst,
að nú eða aldrei fengi hantS
tækifæri til að flýja. |
Á valdatíma
De Gaulles.
Síðan De Gaulle komst til
valda hefur Útlendingaher-
sveitinni í Alsír verið teflt
fram oftar en nokkurn tíma
fyrr. Bill hafði tvívegis særst.
Margir félagar hans voru falln-
ir eða örkumlamenn — og bar-
dagar urðu æ tíðari. „En það
var harðneskjan og aginn í und
irforingjaskólanum, sem gerði
mér vistina að lokum alveg ó-
þolandi. Eg varð að gera tilraun
til að flýja — hverjar sem af-
leiðingarnar yrðu.“
□
í síðari grein er sagt frekara
frá hegningaraðferðum í Út-
endingahersveitinni og' flótta
Bills yfir Frakkland og Belgíu
til Ermarsunds. „Gerið svo vel
og bíðið til hlíðar,“ sagði
belgiski tollvörðurinn kulda-
lega, og Bill hugði, að hann
mundi aldrei komast yfir sund-
ið og heim.
Tanganyika frjáls 1960.
Þegnar iandsins sagSír einhuga um
framtíðina.
Fregn frá Dar es Salaam í
Tanganyika hermir, að 9 millj-
ónir íbúa Tanganyika geri sér
vonir um, að fá sjálfstæði á
næsta ári.
Höfuðleiðtogi þjóðernissinna-
sambandsins, er Julius Nyerere,
og nýtur hann ekki aðeins stuðn
ings sinna blökku meðbræðra,
heldur og annarra þegna lands-
ins af Evrópu- og Asíustofni. í
Tanganyika er í rauninni engin
stjórnarandstaða. Sjálfur segir
Nyerera: „Hver gæti verið and-
stæðingur fulls frelsis?“
Bretar fara með umboðs-
stjórn í Tanganyika. Nyerei’a er
höfuðleiðtogi minnihlutans í
Löggjafarráðinu, — meirihlut-
mn er skipaður fulltrúum til-
nefndum af brezku umboðs-
stjórninni, en þrátt fyrir það
væri engin stjórnarstefna fram-
kvæmanleg í andstöðu við hinn
þjóðkjörna minnihluta, við nú-
verandi aðstæður. Við forystu
Nyerera hefur raunverulega
verið mynduð stjórn, sem býr
sig undir að taka við að ári. Og
fimm af „ráðherrunum“ í hinni
óopinberu stjórn, eru ráðherrar
í hinni opinberu stjórn lands-
ins. Þrír eru af S-Afríkustofni,
einn af Evrópu — og einn af
Asíustofni. Nyerera valdi þessa
menn að beiðni landstjórans,
Sir Richards Turnbull. Og þeg-
ar Tanganyika fær sjálfstæði
að ári mun Nyerera verða for-
sætisráðherra.
Meðal mála, sem Nyerera og
félagar hans hafa á prjónunum,
eru miklar umbætur á sviði
heilbrigðis- og fræðslumála.
Æejt aí auflhjAa í VUi
Þessi mynd sýnir allglöggt hvernig umhorfs er í Handa, einum hinna fjölmörgu bæja, sera
fellibylurinn fór yfir nýlega. Á myndinni sés t fólk, sem er að leita, hvort ekki kunni eittlivað
að leynast óskemmt í rústunum.
t