Vísir - 14.10.1959, Qupperneq 10
10
VtSIB
Miðvikudaginn 14. október 1959
r~ —
■ ÍÍB: Hermina
ts, JAJ.V B lack:
SL L m M ’' • ■' lilFIII ★ il|
. B U/li U « m II ir 111 j
17
>■ Þau komu alveg mátulega í hádegisverðinn, og Caria varð
xólegri en hún hafði verið lengi, er hún hitti Mary, sem alltaf
rvar jafn örugg og í sama jafnvæginu. Mary virtist aldrei þreytast
undir hinni miklu ábyrgð er hvíldi á henni — hún var alltaf eins.
— Mér sýnist á þér að þú munir hafa gott af hreinu lofti,
væna mín, sagði hún við hina yngri vinstúlku'sína."-^ Eg get
•ekki skilið hvernig nokkur getur haldið fullum sönsum, að
lifa í þessu iðukasti, sem þú ert í.
Roger Barrington klappaði dóttur sinni á kinnina. — Svo þér
sýnist þá líka að hún sé þreytuleg, Mary? sagði hann. — Eg held
að þú ættir að fá langa hvíld, Caria.
— Mér finnst lúalegt að vera alltaf að tala um hve eg sé
■guggin og þreytuleg, pabbi. Mér finnst það nærri því smekkleysi.
Jafnvel þó dóttir þín sé farin að eldast, að vera sífelt að minna
hana á það.
Meðan þau voru að borða spurði Mary í mesta sakleysi: —
Heyrðu, Caria — þekkir þú Frayne majór?
— Já. Rödd Cariu var róleg og hiklaus, en það reyndi á hana
að svara. — Allir þekkja hann.
— Basil Frayne? Barrington hnyklaði brúnirnar. — Eg þoli
ekki þann kóna. En hann er einhverskonar vinur þinn, Caria.
Eg frétti að hann hefði slasast í bílnum sínum.
— Hann liggur hérna. Carlton læknir kom með hann hingað,
og konan hans hefur útvegað honum einkaherbergi hérna í
sjúkrahúsinu. Hann heimtar tvær duglegustu hjúkrunarkonurnar
okkar en eg sagði honum að við gætum ekki misst þær til einka-
hjúkrunar. — Það hefur hjúkrunarkonunum ekki líkað, sagði
Barrington hlæjandi.
Mary hló. — Það er eg hrædd um, já. En hann fer nú heim í
næstu viku og konan hans er að gera ýmiskonar ráðstafanir
vegna þess.
Roger hleypti brúnum. — Hún Sonia fagra?
Caria leit á föður sinn. — Þú sagðir þetta svo neyðarlega,
pabbi. Líkar þér illa við hana Soniu?
— Þú veist ofurvel að eg þoli hana ekki — og manninn hennar
•ekki heldur, svaraði hann og beit á jaxlinn.
— En hún er nú ákaflega skrautleg, finnst ykkur ekki, sagði
Mary.
— Hm! Það eru persknesku kettirnir líka, en eg hef aldrei
getað fellt mig við þetta dýrakyn, sagði hann þurr. — Og eg
-vildi nauður láta það kvendi læsa klónum í mig.
Cariu þótti vænt um að þau fóru að tala um annað. Hún hafði
aldrei gert sér ljóst hve mikla andúð faðir hennar hafði á Frayne-
hjónunum — og hún hafði beyg af sjötta skilningarvitinu hans.
Hafði hann nokkurntíma haft grun um það, sem hún reyndi
sem bezt að leyna fyrir honum?
Roger hélt áfram leiðinni eftir matinn og lofaði að líta inn í
bakaleiðinni. Caria var ein meðan Mary var á stofuganginum
síðdegis.
Caria fór út í garðinn. Veðrið var yndislegt, vor í loftinu, út-
•sprungnar páskaliljur bæði í beðunum og á víð og dreif í gras-
inu undir trjánum, sem voru orðin græn af nýju laufi.
Þessi hluti garðsins var aðeins ætlaður starfsfólkinu. Caria
varp öndinni og settist á einn bekkinn. Hjúkrun var eina starfið,
sem hana hafði langað til að stunda, og hún var farin að finna,
að líf h'ennar var engum til gagns.
Henni varð litið á hina nýju álmu sj úkrahússins og datt í hug
hvort Basil mundi liggja þar, eða gluggarnir hans vita þangað
sem hún sat. Hún vildi fyrir alla muni forðast að sjá hann. Svo
tók hugurinn aðra rás. Hvað skyldi Ross hafa fyrir stafni núna
um helgina? Var hann alltaf sívinnandi?
Hún stóð upp, gekk yfir grasflötina og upp á stíginn heim að
sjálfu sjúkrahúsinu. Þegar hún kom að bugðunni á veginum kom
bíll á hægri ferð. Hún leit á hann og fékk hjarslátt þegar hún
þekkti manninn við stýrið.
Ross sá hana í sömu svifum, stöðvaði bílinn og kom út og
heilsaöi henni.
— Nú er eg hissa, sagði hann. — Þetta var sannarlega óvænt.
— Eg segi sama.... Hún rétti honum höndina. — Eg hélt að
læknar tækju sér fri á laugardögum — en það er liklega komið
undir því hver læknirinn er.
Þessa stundina sameina eg starfið og friið, svaraði hann. — Eg
hef hugsaö mér að fá tebolla hjá Mary.
Caria brosti. — Eg er í heimsókn hjá henni núna urn helgina.
— Hoppið þér inn! sagði hann og opnaði bílinn.
Hún fór inn í bílinn og hann settist við stýrið og ók þennan
stutta spöl, sem var upp að sjúkrahúsinu.
Hann hafði jafnað sig eftir þessa.óvæntu samfundi. Þó hún
væri vinstúlka Mary hafði hún liklega einhverja aðra ástæðu
til að koma hingað. En það var ekki sem heppilegast að hún
skyldi korna í dag. Hann ætti kannske að gefa henni bendingu.
Nei, þaö skyldi hann aldrei gera. Hann hafði í rauninni trúað
því, sem hún hafði sagt honum, en nú var hún komin hingað, og
það benti ekki á að henni væri alveg sama um hvernig Frayne
majór reiddi af.
— Eg hef ekki séð Mary langalengi, sagði hún við hann.
— Nei, hún hefur lítinn tíma aflögu til að sjá fólk. Eg verð að
aka í kring, að aðaldyrunum — svo að eg hef líklega farið með
yður á afvegu.
Hún leit snöggt á hann. Það var erfitt að átta sig á þessum
manni. Fyrir fáeinum sekúndum hafði hann heilsað henni,
eins og það gleddi hann að sjá hana, og nú var hann svo kulda-
legur og þurr á manninn sem hugsast gat. Hvað gekk að honum?
— Það kemur í sama stað niður, sagði hún og reyndi að hlæja.
' Þegar bíllinn nam staðar sáu þau að annar bíll kom á eftir
þeim og nam staðar þegar Ross var að hjálpa Cariu út. Og nú
stóð hún augliti til auglits við Soniu Frayne!
J — Halló, Ross! Eg var orðin hrædd um að eg kæmi of seint.
Maður má ekki láta mikla menn bíða.... Sonia var glæsileg að
j vanda. Hún var með hanzka á hendinni sem hún rétti fram.
Þegar hún sá hver Caria var hleypti hún brúnum. — Hvað er
nú þetta? sagði hún. — Eg hafði ekki hugmynd um að þið þekkt-
j' ust. Hvað eruð þér að gera héma, Caria? Eða er það kannske
of mikil frekja af mér að spyrja?
Og Caria, sem stóð á milli þeirra, vissi allt í einu hvað þau
héldu bæði, og skildi nú hver ástæðan til að Ross hafði breyst
svona skyndilega. Þau héldu að hún væri komin til að heim-
sækja Basil.
Hún fann að hún hitnaði í kinnunum er Sonia leit á hana.
Það var Ross sem hljóp undir bagga með henni. Hann sagði
rólega: — Ungfrú Barrington er í heimsókn hjá ungfrú Summers
núna um helgina.
— Hjá Summers hjúkrunarkonu? Sonia hleypti enn brúnum.
— Góða Caria, eruð þér farin að heimsækja sjúkrahús um helgar?
— Við Mary erum gamlar vinstúlkur úr hjúkrunarkvennaskól-
anum, svaraði Caria stutt. — Venjulega er maður í góðu næði
og friði hjá henni um helgar, en eg virðist ekki ætla að verða
svo heppin í þetta sinn.... Úr því að Sonia var ónotaleg, var
réttast að hún væri það líka, hugsaði hún með sér.
. gpaiið yður Maup á ioiUi maigra. verzTaxia!
WRUtíftl W,!
vl- ■ 6Í$) - Austursti'aeti'
A
KVÖLDVðKUNNI
s". i - m mmm
E. R. Burroughs
THE F’EESEeyÉE segaepep
TAEZAN MEt LAKE THEOÚGH
AMUSEP IWP MOCKING EYES.
FINALLV V%iiF0KE*y0U GENTLE-
MEN SEEM UNCOMFOE.TABLE—"
- TARZAN -
3111
Endurnýjarinn virti Tarz-
an og félaga hans fyrir sér
: háðslegur á svip og kenndi
^ kátínu í andliti hans. Að
lokum mælti hann: „Herrar
mínir, svo virðist sem yður
líði ekki vel. Verðir, leysið
böndin af þeim. Það er ekki
kurteisi að leika gesti svona
harðlega. Og svo munu vinir
minir sjá um að þeir fresti
"ANt? BESIPES/ HE GKINNEC?
"X'M SUEE MY PETS WILL PETEK
ANY OF THEIE PLANS FOS.
t?EF’AI2TUEE! *
öllum ráðagerðum að fara
héðan brott.“ Hann hló við
er hann hafði þetta mælt.
Zsa Zsa Gabor er alltaf gló-
andi og alltaf að reyna eitthvað
nýtt. Nú er hún orðin ráðgjafi
í hjúskaparmálum hjá stóru
sjónvarpsfélagi og sýnir sig þá
minnst einu sinni í viku með
svör upp á spurningar, sem
hafa komið.
Síðast var það kona, sem
hafði spurt hana: „Hvað á eg
að gera? Manninum mínum
geðjast ekki að því ilmvatni,
sem eg nota. Á eg að skipta um
ilmvatn?“
,,Nei,“ var svarið. „Skiptið
um mann.“
★
Já, ekki er hægt að neita því,
Gary Cooper er kominn á gler-
augnaaldurinn. Og nú notar
hann gleraugun ekki aðeins til
lestur heldur og á götu og í
kaffihúsum.
Þá var það blaðamaður, sem
spurði hann einu sinni: „Þorið
þér að vera með gleraugu á
götunni? Eruð þér ekki hrædd-
ur um að þér missið einhverja
af aðdáendum yðar?“
„Hm,“ svaraði Gary. „Það er
hugsanlegt — en nú hitti eg
aftur heilan hóp af fólki, sem
eg hefi ekki séð árum saman.“
★
Karen og Jutta voru á gangi
í Breiðgötu og tóku þá eftir
því, að sjóliði elti þær lengi.
Það var Jutta, sem skipti sér
af þessu.
Hún sneri sér við, leit ákveð-
in á piltinn og sagði:
„Heyrið þér mig! Annaðhvort
hættið þér nú við að elta okkur
á röndum r—. eða þér farið og
sækið yður einhvern félaga!“
★
Á fótalæknaþingi, sem hald-
ið er árlega í Washington, var
það upplýst að 80 hundraðs-
hlutar af öllum Ameríkönum,
sem hafa náð fullorðins aldri,
þjást af veikleika í fótum.
Þetta er þróun, sem hefir
vaxið hraðfara. Börn fæðast
með hrausta og eðlilega fætur,
en þeim hrakar fljótt af því að
þeir eru ekki notaðir nægilega.
Dr. John Sharp, sem er pró-
fessor við Temple háskólann
í Fíladelfíu, kom með athyglis-
verða fullyrðingu. Hann sagði,
að þetta væri lifnaðarháttum
Ameríkana að kenna.
Við erum ekki lengur fólk
sem starfar. Okkur þykir svo
indælt að sitja þægilega og
hugsa um hlutina. Og það byrj-
ar með því, að börnin ganga
ekki í skólann lengur. Þau eru
flutt í fjöldavögnum.
Frú Úlafía...
Framh. af 3. síðu.
Jónasson, ráðuneytisstjóri, sem
verið hefur gjaldkeri nefndar-
innar undanfarin ár. Varamenn
eru Sigurður Kristinsson og VaL
gerður Einarsdóttir. Öll störf
sóknarnefndar eru unnin end-
urgjaldslaust. Safnaðarfundir
fara frarn í dómkirkjunni, en
fundi sína heldur sóknarnefnd-
in annars á skrifstofu Rauða
Kross íslands, Thorvaldsens-
| stræti 6, eins oft og þörf gerist.
i