Vísir - 17.10.1959, Page 9

Vísir - 17.10.1959, Page 9
Laugardaginn 17. október 1959 VlSIB Ævintýri á 20. öldinni Framh. af 4. síðu. Tafmagn, sem aldrei brást, skól- ar, góð og ábyggileg póst- og símaþjónusta, góðir vegir og fleira og fleira, sem þau sökn- uðu nú sárt. Það litla, sem Christensen hafði lagt fyrir, var nú brátt á þrotum. Læknishjálp var dýr og þegar hann gat farið að stauiast um, tóku þau sig upp og fluttust til næsta fiskiþorps, þar sem ódýrara var að búa. Þau tóku sér far með járnbraut- arlestinni og höfðu komið öll- um eigum sínum fyrir í einu kofforti. í klefa með þeim vin- gjarnlegur, ungur Brasilíumað- ur. Þegar þau stigu út úr lest- inni í áfangastað, var ungi mað- urinn svo vingjarnlegur að bjóða þeim að halda á koffort- inu, og þáðu þau það með þökkum, þar sem Chrisensen var enginn maður til að rogast með hina þungu byrði. Skömmu seinna sáu þau hvar ungi mað- urinn með koffortið hvarf í mannþröngina, og sáu hvorki hann né koffortið eftir það. Þarna stóðu þau nú uppi alls- laus á götunni. í koffortinu var aleigan, úr Christensens, öll þeirra beztu föt — allt. Þau áttu ekki annað eftir en það, sem þau stóðu í. Það var konan, sem hug- hreysti mann sinn í það sinn sem oftar. En þarna í litla fiskimanna- bænum kynntust þau nýrri hlið á Brasilíumönnum. Þau voru búin að tryggja sér kofa að búa í. Það var skammt liðið á kvöld- ið þegar barið var að dyrum í nýju húsakynnunum. Nábú- arnir höfðu fengið veður af ó- happi því, sem hjónin höfðu orðið fyrir. Úti fyrir stóð kona með körfu á handleggnum. í körftmni var fiskur. Önnur kona sendi son sinn með hrís- grjón og matarolíu og um morg- uninn eftir kom þriðja send- ingin. Það var kaffi og brauð. Um hádegið var enn barið að dyrum á kofanum. Þar var kominn læknir. Einhver hafði sent eftir lækninum í næsta bæ — þau fengu aldrei að vita hver það var. í tvo mánuði stundaði lækn- irinn Christensen af mestu kost- gæfni og fékkst ekki til að taka eyri fyrir. Mest allan mat fengu hjónin gefins frá þorpsbúum og þannig tókst þeim að draga fram lífið, unz Christensen var aftur orðinn vinnufær. Upp frá því hefur Christen- sen aldrei mátt heyra Brasilíu- mönnum hallhælt. Þeir geta verið harðsnúnir í viðskiptum, segir hann, en þegar til kast- anna kemur, hafa þeir hjartað á réttum stað. Um þær mundir, sem Chri- stensen gat farið að vinna aft- ur eftir veikindin, höfðu fimm bátar bætzt við í danska fiski- bátaflotann. Þeir höfðu samn- ing við aðra niðursuðuverk- smiðju, en það var sama sagan þar. Áður en árið var liðið, vildu allir mennirir fara heim aftur. Það var þó hægara sagt en gert, því að þeir áttu allir mikið inni hjá niðursuðuverk- smiðjunum. í Brasilíu hafa Vinnuveitendur nefnilega þann sið, að borga ógjarnan upp inn- eignir viðskiptamanna sinna, því að þá missa þeir tangar- haldið á þeim. Það var formaður á sænsk- um báti, sem fyrstur missti þol- inmæðina og fór án þess að fá uppgert. Hann tapaði fleiri þús- und krónum á vanskilum nið- ursuðuverksmiéjunnar. Bátur hans var mannaður Dönum, og fylgdu þeir skipstjóra sínum, þó að þeir yrðu að sjá á eftir aurunum. Var nú lagt af stað úr höfn einni suður í landi. Óhjákvæmilegt var að taka vatn einhversstaðar á leiðinni, og urðu þeir að koma við í Ríó þeirra erinda. Þar var báturinn settur fastur. Tveir varðmenn gráir fyrir járnum, komu um borð til þess að tryggja það að Svíinn stryki ekki á bátnum. Tóku þeir hlut úr vélinni, svo að hún- yrði ógangfær. I Formaðurinn, sem var orð- inn vanur því að umgangast opinbera embættismenn í Bras- ilíu, hugðist nú „orðna“ hlut- unum að sið þarlendra. Tók hann upp viskýflösku og hellti duglega í glösin. Varðmennirn- ir þáðu þessar góðgerðir með þökkum, og varð nú brátt glatt á hjalla, og fannst bátsverjum vel horfa sitt mál. En áður en varði, voru viskýbirgðirnar þrotnar, án þess að tekizt hefði að „orðna“ hlutunum. Létu varðmenn nú illa yfir þunnum „trakteringum“. Þið verðið þá að ná í meira, sagði bátsfor- maður og fékk þeim handfylli af góðum og gildum brasilísk- um peningum og það þá sækja meira vín. Þeir létu ekki segja sér það tvisvar og skunduðu í land. En hinir þorstlátu Brasilíu- menn þekktu ekki til forsjálni Norðurlandabúa og grunaði ekki, að nægir varahlutir væru til um borð. Voru nú höfð skjót handtök, nýr hlutur settur í vélina, í stað hins, sem verðirnir höfðu tekið með sér, og stefna tekin á haf út. — Jafnskjótt og það spurðist, að báturinn væri allur á bak og burt voru orrustuflugvélar og tundurspillar sendir út að leita hans. En suðurhafið er stórt og báíurinn var lítill. Hinir fráneygðu leitarmenn fundu hann ekki. | Allir hinir bátarnir urðu eft- ir í Brasilíu og sjómennirnir j tóku sér far heim með öðrum farkostum. Þeir gátu ekki fellt sig við þjóðhætti í Brasilíu, og það hefur flestum Norðurlanda- mönnum reynzt erfitt. I Christensen er eini Norður- landamaðurinn af fiskibátaflot- anum, sem eftir varð. Hann fluttist norður til Bahia, því að hann kunni betur við negrana þar heldur en fólkið suður frá. Son sinn sendu Chrisensen- hjónin heim til Danmerkur. Christensen segist vinna sér inn álíka mikið þarna í Bahia eins og’ hann gerði heima í Danmörku, en það er ódýrara að lifa þarna sem hann býr nú. Hann hefur getað lagt svolítið fyrir og býr þó í litlu húsi, sem hann á. Hann er í þjónustu ríks manns, sem á bátinn, sem hann rær á. Að vísu er hann skráður matsveinn á bátinn, en ekki for- maður. Þó er hann í rauninni formaður á bátnum, en þannig er mál með vexti, að enginn getur fengið skipstjórnarrétt- indi í Brasilíu nema hann sé borinn þar og barnfæddur. Þess vegna er hinn raunverulegi kokkur skráður skipstjóri, og skipstjórinn kokkur. Christen- sen hendir gaman að þessu, og ekki er kokkurinn síður ánægð- ur þegar hann setur hina skraut- legu skipstjórahúfu á sittsvarta höfuð, þegar siglt er inn eða út úr höfninni. Að vísu verður hann að hafa Christesen hjá sér við stýrið, því hann verður að geta litið af því við og við til að heilsa þeim, sem fram hjá fara, því að hann vill að allir þekki sig — skipstjórann sjálf- an, aflakónginn í verstöðinni. Það er stundum sóðalegt í |lúkarnum eftir máltíðir. Kokk- skipstjórinn býr að vísu til á- gætis mat, en honum lætur illa að þurfa að hreyfa sig mikið eftir góða máltíð. Oft bölvaði Christensen, þegar hann kom niður og sá, að ekki hafði verið tekið af borðinu hvað þá held ur þvegin upp matarílátin og borðbúnaðurinn,' en hann er löngu hættur því og vill held- ur vinna til að gera þessi nauð- synjaverk sjálfur, en standa í skömmum — það er hvort sem er vita gagnslaust. Nú tekur Christensen því sem að höndum ber og lætur hverj- um degi nægja sína þjáningu að hætti viturra manna suður þar. Það er ekki hægt að gera Brasilíumenn að Dönum, held- ur verða Danir að gerast Bras- ilíumenn, ef þeir ætla að verða gamlir í landinu því. Loftpressur til leigu Framkvæmi allskonar múrbrot og sprengingar. m tSBatnköllaft 3Cojiieúng> <§>tœkkuri GEVAFOTOJ J.ÆK3ARTORGI Klöpp Sími 2-45-86. s. annat' óoýar L... Dalai Lama Alla daga sat Dalai Lama við hið stranga nám. Hann lærði ekki aðeins reglur hins flókna trúarkerfis út í æsar heldur einnig sögu þjóðar sinnar og sögu mannkynsiins. — í þessum stranga skóla þroskaðist hann fljótt.....Þegar hann var 14 ára varð hann fær um að taka skyldustörfin á herðar sínar. Hann átti í löngum rökræðum við hina fróðu munka, og að þeim loknum stóðst hann prófið og var þá talin hæfur til að stjórna Tíbet. Hinn ungi Dalai Lama var af öllum talinn vitur og lærður og enginn efaðist um hæfileika hans til að stjórna landinu af viturleik....Tíbet er einangrað lánd og í rauninni fór það framhjá Tíbetbúum, að kommúnistar höfðu tekið völd í Kína. Það var ekki fyrr en ár- ið 1950, þegar Kínverjar stóðu með alvæpni við landamæri Tíbet, að þeir áttuðu sig á því, hvernig komið var. Tíbetar hafa um aldaraðir verið frábitnir hernaði og áður en þeir gátu áttað sig og skipulagt varnir, voru kommúnistar búnir að taka landið herskildi. 'k Jeq n;;æq essacj .legacj höndum var Dalai Lama, sem nú var orðinn 16 ára, veitt vald til að gera það, sem honum þótti nauðsynlegt til að bjarga þjóðinni. Til þess að forða því að stjórnin félli í hendur komm- únistum tók hún það til ráða að flýja land. Án nýtízku vopna og mikils herafla var það von- laust að verja landið gegn kín- versku hermönnunum með ný- tízku vopn frá Rússlandi, þar sem þeir höfðu líka fengið her- mennsku þjálfun. Hann hafnaði ‘ svo öllum tilmælum Kínverja um að semja við þá. --- Svo var það að lokum í maí 1951, að kommúnistar komu með samninga, sem Dalai Lama var neyddur til að ganga að. Þeir áttu að tryggja, að Kínverjar hefðu engin afskipti af innan- ríkismálum Tíbeta og Dalai Lama átti eftir sem áður að vera æðsti maður þjóðarinnar í andlegum og veraldlegum efn- um. Kína átti aðeins að stjórna utanríkismálum Tíbets. Fulltrú- ar Dalai Lama fóru til Peiping til þess að undirrita samning- inn.....Ekki leið á löngu þar til Kínverjar brutu samninga á Tíbetum. Þeir reyndu að svipta Dalai Lama völdum og hneppa þjóðina í fjötra. Þetta kom illa við hina sjálfstæðu Tíbeta og sem þeir hófu að mynda samtök til að hrinda af sér fjötrum og ófrelsi því, er kommúnistar hnepptu þá í. Þjóðin hélt bar- áttuþreki sínu þrátt fyrir ógn* anir kommúnistanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.