Vísir


Vísir - 19.10.1959, Qupperneq 3

Vísir - 19.10.1959, Qupperneq 3
3 Tinudagir.n 19. októ'uer 1959 V í S IB Veiöar oy veiöiferöir © i Pær bafa kostaB þrjú mannslíf á 70 áruis?, en Siysln eru færri en vs5 mætti búas'. Viðtal við Kristófer Ölafsson, bónda í Kalmanstungu. Það er í rauninni merkilegt, hvað fátt hefur orðið um slys í veiðiferðum Borgfirðinga á Arnarvatnsheiði, því oft hefur verið teflt á tæpasta vaðið og vafalaust hafa menn þagað yfir sumum svaðilferð’.mum han<rað norður. Eitthvað á þessa leið komst Kristófer Ólafsson, bóndi í Kal- mánstungu, að orði við frétta- mánn Vísis um réttaleytið í haust. Daginn áður hafði Kristó- fer komið, ásamt dóttur sinni rúmlega tvítugri, úr veiðiför af heiðinni og lenti þá í hrakn- ingum, þótt ekki hlytist slys af. Fóru þau feðgin til veiða í vatni þvíj sem Stóralón heitir, nokkru eftir miðjan september í haust. Þangað er um eða yfir 3ja klukkustunda reið frá Kalmans* tungu ef greitt er farið, Ekki verður komizt þangað á bílum. Við Stóralón er gamalt bát- skrifli, lekur og úr sér geng- inn, en þó notaður til veiðanna. Á þessum báti fóru þau Kristó- fer og dóttír hans að vitja neta, sem áður var búið að leggja. Veður var leiðinlegt, suðvestan stormur með krapa og snjó- hryðjum, og eftir að bátinn tók að þyngja sökum hleðslu, gekk illa og seint að róa honum til iands. Vegur dýpra — dregur þyngra. En vatnið er grunnt eins og mörg önnur veiðivötn á Arnár- vátnsheiði og það vissi Kristó- íer. Því var það, að þegar hon- um t'ók að leiðast þófið og þótti róðurinn lítt ganga, hugðist hann flýta fyrir ferðinni með því að fara út úr bátnum og draga hann til lands. Kristófer er karlmenni að burðum, tví- efldur og auk þess stór vexti, svo að bæði gat hann vaðið dýpra vatn en flestir aðrir og auk þess dregið meiri þunga en venjulegir menn. Nú sóttist líka ferðin betur t. T&*'. vr * :*xí Kristófer. en áður, en allt í einu kom þar sem hola eða pyttur var í botn- inum, Kristófer rann til og var í þann veginn að missa jafn- vægið þegar Ólöf dóttir hans — sem sá að hverju stefndi — greip til hans og gat varið hann falli. Engu að siður blotnaði Kristófer upp til axla og var ekki þurr þráður á honum, þeg- ar hann kom til lands. Ekki hafði hann þurr föt til skipt- anna, en fór úr sokkunum og vatt þá og hellti úr stígvélun- um. Þetta kom samt að litlu gagni, því það rann jafnharðan úr rennblautum fötunum niður í stígvélin. — En sprett var úr ( spori á klárunum heim að Kal- manstungu um kvöldið. — Þetta gerði mér ekkert til, ( sagði Kristófer. — Þarna var j engin hætta á ferðum, jafnvel( þótt ég hefði kollsteypzt í vatn- ið. Nær lá slysi á þessari sömu fleytu á svokölluðu Úlfsvatni, sem er annað stærsta vatnið á Arnarvatnsheiði, um aldamótin síðustu. Á þessu sést, að bátur- inn er orðinn gamall. Bátnum hvolfdi. — Hvernig vildi það til? — Úlfsvatn er auk þess að vera annað stærsta vatnið á heiðinni einnig í röð þeirra veiðisælustu. Þangað hefur því oftar verið leitað til fanga held- ur en í önnur vötn, sem Borg- firðingar eiga veiði í. Og ein- hverju sinni var það um alda- mótin síðustu, að tveir menn voru sendir til veiða í Úlfs- vatni, vinnumaður frá Kalmans tungu, Davíð Sigurðsson að nafni, en hinn var Jóhann Benjamínsson bóndi á Hallkels- stöðum. Ekki segir af ferðum þeirra fyrr en kom norður á heiði. En þegar þangað kom fóru þeir út á vatn í garraveðri á þessari litlu kænu og munaði minnstu að sú ferð yrði þeirra síðasta i þessu lífi. En happið elti þá samt í öllu óláninu. — Hvernig? — Bátnum hvolfdi undir þeim, ekki langt frá hólma, sem er sunnanvert í vatninu og stóð vindur á hólmann. Þótt Úlfs- vatn sé ekki djúpt vatn, er það þó óvætt með öllu og er í röð hinna dýpri vatna á heiðinni. Báðir voru þeir félagar ósyndir og hvorugur náði niðri, þegar óhappið vildi til. Jóhannes var í skinnsokkum og svo vel hert að, að vatn rann ekki niður í þá, a. m. k. ekki fyrst í stað. Þarna myndaðist því loft, sem varð til þess að fæturnir leituðu upp. Þá greip Jóhannes til þess ráðs að busla með höndunum til að reyna að halda höfðinu upp úr vatninu, og með þess- um hætti náði hann hólmanum um síðir og komst þar í land. Davíð, félagi Jóhannesar, náði taki á bátnum og gat hald- ið sér í hann unz bátinn rak upp í hólmann. — Hvernig komust þeir úr hólmanum? — Þarna sannaðist það, að ó- feigum verður ekki í hel kom- ið, því svo heppilega vildi til, að árarnir rak líka upp í hólm- ann. Og eftir að báðir menn- irnir voru komnir þangað á- samt farkosti og árum, var ekki annað en róa til lands. Mun það hafa gengið slysalaust. En bátskænan er enn til og enn í notkun eins og ég sagði áðan. Sviplegt slys. j — Hafa fleiri óhöpp orðið við Úlfsvatn? | -— Þess er skemmst að minn- ast, að þar drukknuðu. tveir ágætir Iivitsíðihgar, Bergþór i bóndi í Fljótstungu og tengda- sonur hans, fyrir fáum árum. Það var sviplegt slys og sorg- legt. Það skeði að vorlagi og Kalmanstunga, er innsti bær í Borgarfjarðar-héraði. Þar hefur löngum verið stórbýlt, en þó vafalaust aldrei sem nú. Landslag er þar stórbrotið og jöklasýn með afbrigðum fögur. til byggða á áætluðum tíma var sent norður á heiði að hyggja að þeim. Fannst báturinn þá rekinn á hvoifi, en mennirnir fundust hvergi. Þótti þá ‘ sýnt hver örlögu þeirra hefðu orðið, leiðangur var gerður út að leita þeirra og fundust líkin þá í vatninu. Enginn veit, hvernig slys þetta bar að höndum, en báturinn hefur legið óhreyfður síðan. Veiði hefur heldur ekki verið stunduð í vatninu eftir þetta, a. m. k. ekki sem neinu nemur. — Hafa áður orðið slys í sam- bandi við silungsveiðar á Arn- arvatnsheiði? — Miklu sjaldnar en ætla mætti. Þessir bátar, sem eru við heiðarvötnin, eru smákænur, flestar afgamlar orðnar, lekar og fúnar — sannkallaðar mann- drápskollur. Ekkert má fyrir þær koma svo þeim hvolfi ekki, og það veit ég, að oft hefur ver- ið teflt á tæpasta vaðið. Mér þykir heldur ekki ósennilegt, að ekki hafi heldur verið skýrt (frá öllum atburðum, sem fyrir komu. Menn hafa ekki viljað vekja ugg og kvíða á heimilum sínum og heldur kosið að þegja. I Mannraun — manntjón. En manntjón við veiðiferð á Arnarvatnsheiði hefur ekki orð- j ið í mannaminnum nema einu j sinni áður. Það varð í Arnar-| vatni hinu stóra, stærsta vatn-( inu á Arnarvatnsheiði, vorið | 1890. Þá voru tveir menn send-( ir til veiða norður að Arnar-( vatni, annar héðan frá Kal- manstungu, Jón Jónsson, upp- eldissonur afa míns, og hinn frá j Húsafelli, Ólafur Hannesson frændi minn, báðir ungir menn og vaskir. — Er vitað, hvernig slys þetta vildi til? — Þeir fóru út á vatnið í norðan bálviðri, sem brast á skömmu eftir að þeir komu norður á heiði. Báturinn, sem þeir fóru á, var lítil og völt fleyta. Bátnum hvolfdi undir þeim alllangt frá landi og á svo miklu dýpi, að þeir botnuðu ekki. Báðir voru mennirnir ó- syndir. — Bjargaðist hvorugur? — Jú, annar. Jón drukknaði, en Ólafur komst af. — Með hvaða hætti? — Ólafur mun hafa sokkið, ef til vill oftar en einu sinni, en eitt sinn, er honum skaut upp, náði hann til bátsins og hélt í hann dauðahaldi, unz bát- inn bar, löngu seinna, að landi. Þá var Ólafur orðinn svo dof- inn af kulda, að hann átti erfitt með að komast upp á vatns- bakkann. Skríða varð hann til hestanna, því ekki var hann íær til gangs sökum dofa í fótum. Flagnaði bæði skinn og hold frá beinum á þeirri ferð til hests ins, og illa gekk að komast á bak, en tókst þó um síðir. Margra klukkustunda ferð var til byggða, og að þessu sinni harðviðri af norðri með talsverðu frosti, en Ólafur hins vegar gegnblautur og allur dof- inn af kulda. Þótti það með ó- líkindum, að hann skyldi hafa komizt lifandi úr þessari raun. Sagt var, að hann hafi orðið að velta sér af baki, þegar hann kom niður að Kalmanstungu. Ólafur var lengi að jafna sig eftir þessa ferð og lá rúmfastur nokkrar vikur. Vatnið í axlir. Um önnur dauðaslys en þessi Framh. á bls. 9.* Þessi hrörlegi kofi er gamallt sæluhús við Arnarvatn stóra og Ireitir því tígulegu nafni ,,Heiðskjálf“. Áður var þessi kofi í þjóðbraut á meðan Grímstunguheiði og Arnarvatnsheiði voru Var Bergþór að veiða í afmæl- fjölfarnar leiðir miííi Norður- og Suðurlands. Hin síðari ár isveizlu konu sinnar, sem stóð veitti kofinn aðallega skjól veiðimönnum sem stunduðu veiðar á sjötugu er þetta var. í Arnarvatni stóra. I Þegar mennirnir komu ekki Gróðurlendi er mikið á Arnarvatnsheiði og útsýn þaðan er mikil og fögur, einkum þó til Eiríksjökuls.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.