Vísir - 19.10.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 19.10.1959, Blaðsíða 9
VlSIB Mánudaginn 19. október 1959 r Veiðar á Arnarvatnsheiði Framh. aí 3. sí?Su. tvö vita menn ekki í sambandi við veiðiferðir á Arnarvatns- heiði, a. m. k. ekki á Borgfirð- ingum eða Mýramönnum. — En þú segir, að oft hafi stappað nærri slysum í önnur skipti. — Eg held það að minnsta kosti, 'þótt aldrei hafi farið í hámæli né í annála fært. Sjálf ur tei ég mig oft hafa komizt i hættu og ekki vitað í augna- blikinu, hvort bátinn myndi bera að landi eða ekki. Stund- um eru þessar fleytur sökkhlaðn ar, bæði af netum og silungi, og í minnstu vindgáru gjálpar inn fyrir borðstokkana. Um eina ferð afa míns, Stef- áns í Kalmanstungu, heyrði ég, þar sem talið var, að hann hafi verið hætt kominn í veiðiför. Það mun hafa verið á árunum 1870—80. Þá var hann í grasa- og silungsveiðiför norður á Arn- arvatnsheiði og fór á báti út á eitt vatnanna þar. Hann ofhlóð bátinn svo að hann sá ekkert annað úrræði til þess að fleyta' hónum í land heldur en að fara; sjálfur út og draga bátinn til' lands. Vatnið náði Stefáni í axlir, en hann var manna hæst- ur. Aðrir, honum lægri menn, hefðu ekki getað leikið þetta eftir. Loðsilungur. . — Eru vötnin á Tvídægru og Arnarvatnsheiði annars ekki yf- irleitt djúp? — Nei, það er nú lánið, að þau eru flest grunn, flest þeirra meira að segja væð, og vafa- laust hefur orðið færra um slys á heiðinni af þeim sökum. En leðja er í botninum á flestum þeirra og erfitt að vaða þau. Sum vötnin eru aftur á móti djúp, eins og svokallað Kleppa- vatn og Gunnarssonavatn. í því síðarnefnda átti að hafa veiðzt loðsilungur. Hann var eitraður og varð veiðimönnum að bana. Síðan hefur verið hin mesta ó- trú á því vatni og menn hikað við að veiða í því. — Er veiði yfirleitt góð í vötn unum? — Misjöfn mjög, fer líka nokkuð eftir stærð þeirra og gróðri kringum þau. Stærstu vötnin eru yfirleitt beztu veiði- vötnin eins og Arnarvatn stóra og Úlfsvatn. En jafnvel í hin- um minni vötnum er stundum afbragðs veiði, einkum, ef þau hafa verið friðuð um nokkur ár og ofveiði ekki stunduð í þeim. Eg get sagt þér sem dæmi úm veiði í einu meðalstóru vatni, Reykjavatni, sem er aust- arlega á leiðinni og liggur syðst þeirra allra, að vorið 1923 veidd um við bræður, Stefán og ég, 8 eða 9 hestburði af silungi í vatninu, en ferðin tók alls 3 sólarhringa. Einstæð veiðiferð. — Það hefur verið góð ferð. — Já, og var meira að segja farin í og með í öðrum tilgangi heldur en að veiða. Þetta var smalaferð um leið, en Kalmans- tunga á land alla leið austur að Langjökli norðan Eiríksjökuls og það er um 70 kílómetrar að heiman. Fé okkar leitar oft á vorin inn með jöklum og aust- ur í Fljótsdrög, sem liggja vest- anvert við norðurenda Langjök- uls. Við Stefán fórum aðallega þeirra erinda að leita að fé og að ómörkuðum lömbum á þessu svæði, en sendum jafnframt mann með lest austur að Reykja vatni, því við ætluðum að veiða silung um leið. Lestarmaðurinn kom með fjóra hesta undir á- burð og við veiddum á þá alla eftir eina nótt. Þá sendum við manninn niður með veiðina og eftir fleiri hestum og vorum búnir að veiða upp á þá aftur, þegar hann kom til baka. Ferð- in varaði í þrjá sólarhringa, en þá lögðum við saman nótt og dag og sváfum lítið sem ekki. Þann tíma, sem við ekki vor- um að veiðum, vorum við 1 smalamennsku. — Er veiði jafnan stunduð af mörgum bæjum? — Ekki nú orðið. Héðan sunnan heiðar er netaveiði hætt að mestu, en þó aðeins borið við af efstu bæjum byggð- arinnar. En á meðan veiðin var í algleymingi, eins og t. d. um síðustu aldamót og þar á eftir, var alltaf legið við á heiðinni bæði haust og vor og veiði helzt ekki hætt fyrr en búið var að veiða á klyfjahestana, sem kom- ið var með. Stangaveiði í stað neta. — En stangaveiði? — Hún hefur helzt verið stunduð þar síðustu árin. Kaup- staðabúar, einkum Reykvíking- ar, leita oft fram á Arnarvatns- heiði, bæði til veiða og eins til að njóta öræfakyrrðar í hinni einstæðu náttúrufegurð. Þarna er náttúran ósnortin og fátt um manninn, enda varla unnt að koma við vélknúnum farartækj- um um þetta land. Hestarnir eina farartækið, sem um er að ræða. En stangaveiði er víða á- gæt, eins og t. d. í Reykjavatni, Fiskivatni og Kleppavatni. í því síðasttalda hef ég veitt hest- burð af silungi á stöng á 2 klukkustundum. Veiddi á maðk. En þá er þetta líka hætt að vera sport. Samtali okkar Kristófers í Kalmanstungu er lokið. En þessi sextuga borgfirzka kempa, sem býr á stærstu og landmestu jörð Borgarfjarðarhéraðs, hefur frá mörgu fleiru að segja en veiði, slysum og slarkferðum á Arnarvatnsheiði. Hann ber Arn- arvatnsheiði að vísu mjög fyrir bi-jósti og öræfalönd öll, hvar sem þau eru á landinu. Hann telur, að ofbeit landsins sé í aðsigi, en engin ein kynslóð eigi rétt á slíku. Við verðum að spyrna við fótum og hefja rækt- un auðnarinnar í stórum stíl. Skyld^n býður okkur að sigr- ast á uppblæstrinum á nýjan leik, sækja plöntur og fræ út í heim og dreifa þeim og á- burði úr flugvél yfir uppblást- urssvæðin og auðnirnar. Þá mun okkur vel vegna og ekkert þurfa að óttast, þótt fénu í landinu fjölgi. Þ. J. Bandarískir og kanadískir sérfræðingar hafa til athug- unar smíði kjarnorkuknúins kafbáts fyrir Kanada. f Iþróttir úr öllum áttum umkvörtun — Frh. af 4. s. um, þar sem þeir hefðu senni- lega ekki dugað í mörg hlaup. Verzlunin, sem skóna hafði, taldi sig ekki geta endurgreitt andvirðið né leiðrétt kaup- in, og varð maðurinn að leita á náðir Neytendasamtakanna til þess að fá hlut sinn réttan. Þess ir skór munu hafa kostað um 270 krónur. Nú er það dýrt spaug að vera að ,,experimenta“ á þennan hátt með skó, sem engin reynsla er fyrir. Sumir kunna að reynast vel, aðrir ekki. — Hins vegar er nú aðallega um að ræða þýzka skó, af tveimur tegund- um, Adidas og Puma. Þeir eru viðurkenndir um allan heim, og meira að segja Rússar telja þá ómissandi. Þessir skór fengust hér siðast áður en yfirfærslugjaldið kom til sögunnar. Kostuðu þeir á sjötta hundrað krónur, og eru nú gersamlega ókaupandi. Það sem veldur því, er að gaddaskór (og önnur áhöld til íþrótta) munu vera í svokölluðum „lúx- usflokki“. — Það má vera að sumir telji íþróttaiðkanir „lúx- us“, en varla er hægt að heim- færa það upp á þá menn sem æfa klukkustundum saman árið um kring. Þegar þeir svo fara að keppa á vorin, þá er ekki um annað að ræða en að fá ein- hvern til að kaupa skóna fyrir sig erl., með ærinni fyrirhöfn eða vera algerlega án þeirra og notast þá .við skó sem kannske dettá sundur eftir 2—3 vikur. Svo hefur verið með þá skó sem fengizt hafa hér í sumar, að gaddarnir hafa ýmist viljað brotna eða beyglast, (ef frátald ir eru finnskir skór, sem seldust upp snemma í vor). Sjá allir menn hve dýrt spaug það er að endurnýja kannske á nokkurra vikna fresti skó sem kosta hundruð króna. Vonandi kemur að því, að tollar verða felldir niður á þess- um vörum, eða þá stillt svo í hóf, að hin fámenni hópur manna, sem reynir að halda uppi orði íslands, þurfi ekki að rýja sig inn að skinninu til þess að ná í brúklega skó. 400 M. GRINDAHL. — Framh. af 4. síðu. er kannske í nokkurs konar öldudal, svipað og 1956. En hann mun hafa fullan hug á því að standa sig næsta ár. Helztu keppinautar Davis vestra eru blökkumaðui’inn Josh Culbre- ath, sem mun nú 28 ára, og ung- ur maður að nafni Dick Ho- ward. Á móti því, sem banda- ríska frjálsíþróttaráðið gekkst fyrir í sumar, vann Howard Davis, sem aftur vann Culbre- ath. En utan Bandaríkjanna getur enginn ógnað Davis, nema Potgieter. Þótt Culbreath sé all- góður, er munur á honum og Davis að jafnaði, enda mun þekktasta afrek blökkumanns- ins vera heimsmet það er hann setti í 440 yarda grhl. árið 1957, en það var 50.5 sek. Þessir tveir menn, þ. e. Davis og Potgieter, eru því sennileg- ustu mennirnir til að bítast um sætin í 400 m gr.hl. í Róm að ári, en þó má ekki gleyma ein- um manni, og það er Banda- ríkjamaðurinn Edward Sout- i hern, sem hlaut annað sætið í Melbourne. Hann náði bezt 50.1 sek. það ár. Hins vegar hefur hann aðallega fengizt við 400 m hlaup síðan, og hefur náð ná- lægt 46 sek. sléttum í sumar. Ef til vill snýr hann sér aftur að grindahlaupinu næsta ár, og hver getur sagt nema hann komist aftur á pall. Eini Ev- rópumaðurinn, sem nokkuð gæti látið að sér kveða í slikri keppni, er Martin Lauer, en hann mun ekki hafa neinn hug á því, að því bezt er vitað. 7) Kommúnistum tókst ekki að brjóta niður vilja Tíbeta með hótunum og hófu þeir því hermdarverkastarfsemi. I hér- uðum sem lágu að landamær- um Kína réðust þeir á bæi og klaustur, brutu, brenndu og stálu, myrtu munka og borg- ara, tolr.u landið af bændum og gerðu að samyrkjubúum að rússneskri og kínverskri fyrir- mynd. Tíbetar veittu mót- spyrnu eins og þeir gátu og það var ekki fyrr en 1959 að kom- múnistar létu til skarar skríða. Þeir gáfu Dalai Lama skipun um að stöðva mótspyrnu fólks- ins. Hann sagði: „Ef kínverskir kommúnistar fara með hernaði og drápum í Tíbet verður að kæra hina seku og senda þá heim til Kína.“ — Þetta líkaði kommúnistum ekki og í marz 1959 skipuðu þeir Dalai Lama að koma einum síns liðs til bækistöðva sinna,------Með- ( an Dalai Lama og ráðgjafar hans voru að íhuga hvað þeir ættu til bragðs að taka, gerðu kommúnistar loftárás á ' höll Dalai Lama. Sprengjur sprungu í hallargarðinum og sáu þeir þá hvert stefndi. Var tekin á- kvörðun að Dalai Lama skyldi flýja land sitt. 8) Ráðgjafarnir vissu að ef kommúnistar tækju Dalai -Lama höndum væri Tíbet glat- að. Þá gætu kommúnistar gefið fyrirskipanir í nafni hans. Ef hann færi á brott myndi hann vera Tíbetum lifandi tákn og von um frelsi. Það var með trega að Dalai Lama yfirgaf land sitt.----Hann hafði ætlað sér að flýja úr. höllinni um nótt, en um daginn gerði sand- storm. Fóru allir í dulargerfi og komust burt óséðir í sand- bylnum sem huldi þá fyrir ó- vinunum.---------Sandbylurinn stóð ekki lengi, en nógu lengi til þess að þeir komust frá höll- inni. Kommúnistar urðu fljótt varir við flóttann og sendu her- lið og flugvélar til að leita þeirra. Dalai Lama og fylgdar- menn hans földu sig á sveita- bæjum um daga en ferðuðust um nætur. (Niðurl.). j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.