Vísir - 19.10.1959, Síða 10

Vísir - 19.10.1959, Síða 10
1Q vf sia Mánudaginri 29. október Í9£9" / ~ —; : . Hermina Black: (þjvlilr f "“KÆFIII ★ AR • tl/LI II 8 11 • B. /111 21 — Eg er nefnilega viss um að hann segir nei, ef eg bið hann.... Roger hleypti brúnum. — Það er nú gjaldþrotsyfirlýsing, Caria, — annars ertu vön að fá þvi framgengt sem þú villt. 1 — Nærri því alltaf, já! En villtu spyrja hvort hann vilji koma í afmælið mitt í næstu viku.... Hún leit aftur á Ross. — Það verður fámennt samkvæmi — en Mary hefur lofað að koma. — Vitanlega verðið þér að koma, sagði Koger innilega. — Þér getið ekki neitað barninu um að koma í afmæli hennar, þó hún sé óþægðarangi og þver.... En undir niðri var hann hissa á þessu tiltæki. Fyrir fáum dögum hafði Caria sagt, að hún vildi ekki hafa aðra í afmælinu sínu en þá sem hún kærði sig um: Mary og pabba sinn en „alls enga óviðkomandi“. Og þarna var hún að bjóða manni, sem hún svo að segja ekki þekkti! Kannske gerði hún það vegna Mary? Þegar honurn datt það i hug likaði •■honum alls ekki sú tilhugsun. — Við verðum fjögur, sagði Caria glaðlega. — Eins og eg sagði yður kemur Mary, og þið eigið svo margt sameiginlegt. — Það verður þægileg tilbreyting frá yfirborðstilverunni minni.... Hún fcrosti framan í hann og það var þrá í augunum. í stað þess að afþakka strax, eins og hann hafði ætlað sér, sagði hann, tals- vert óeðlilega: — Þaö væri afar gaman. En eg verð að gera þann fyrirvara. að ef eitthvað óvænt kæmi fyrir...-. — Það megið þér ekki. Ekki á afmælinu rnínu, sagði Caria áfjáð. — Hvað svo sem kæmi fyrir verðið þér að minnsta kosti að líta, inn. Er það ekki, pabbi? — Eg vona að yður takist það, sagði Roger garnli vinalega. — Þetta er þá aftalað mál, sagði hún. — Þér verðið að skrifa það bak við eyrað. En hann tók upp lítið vasakver og skrifaði þar, en hún gægðist til hans yfir glasið sitt á meðan. En nú mættust augu þeirra ekki, því að hann horfði á húsbóndann. Caria sát og. horfði á þá og naut að skoða Ross í næði. Þá hringdi síminn. Hún svaraði og með höndina á trektinni sneri hún sér ag föður sínum. — Það er frá ráöuneytinu. Á eg að biðja um að láta stilla símann inn til þín? — Já, þökk fyrir. Ef þér viljið afsaka mig fáeinar mínútur, læknir. Eg hugsa að þetta verði ekki langt samtal. — Nei, nú verð eg að.fara að komast af stað, sagði Ross. — Þér bíðið að minnsta kosti þangað til eg kem aftur, sagði JRoger. Hann gekk út og lokaði eftir sér. Caria sagði eftir augnabliks hik: — Þér hélduð að eg hefði farið til Melchester til að heimsækja Basil Frayne, var það ekki. Hann hrökk við. — Mér kemur ekkert við í hvaða erindum þér fóruð þangað, ungfrú Barrington. — Verið þér ekki að gera yður hlægilegan. Það kemur yður mikið við! svaraði hún. — Ef eg hefði verið svo mikið flón hefði eg átt skilið allt það ljóta, sem þér haldið um mig. Þegar hann svaraði ekki horfði hún beint á hann, kafrjóð i kinnum: — Munið þér ekki hvað eg sagði yður um sjálfa mig og Basil? Sonia hefur vafalaust sagt yður sína utgáfu af þeirri sögu, og.... hún er vinur yðar. Hann svaraði ekki enn, af því að hann vissi ekki hvað hann ætti að segja, en hún hélt áfram og bar óðan á: — Gerið það íyrir mig að trúa mér...... Það sem eg sagði var satt! Hún rétti hendurnar fram biðjandi: — Mig lángar svo til að þér trúið mér. Þetta kom svo óvænt og hún varð allt í ei'riu.svp, bar'nslég áð hann gat ekki reiðst her.ni. Hann tók í höad hennar og leit á hana: — Eg trúi yður, en þérmegið ekki spyrja mig hvers vegna! Röddin sem hafði verið svo hlý í fyrstu orðunum varð allt í einu hörð: — Og svo skulum viö ekki pexa meira um þetta. Þaö eina sem máli skiptir er að Sonia kcmist aldrei að því hver var með manninum hennar, — bæði mín og yðar vegna. — Eg skil. Nei, hún skal ekki komast að því ef ég má ráða..... Caria dró að sér höndina, hitinn var farinn úr henni. Það lá við að henni létti er faðir hennar kom inn aftur, og þá. kvaddi Ross Carlton. Roger fylgdi honum út að lyítunni, kom inn aftur og blandaði sér nýtt glas. — Hvaða uppátæki var nú þetta, barnið mitt? Ertu aö reyna að koma Mary og Carlton lækni saman?- — Nei, mér dettur það ekki í hug! Caria beit á vörina þegar hún sá hvernig faðir hennar horfði á hana. Svo sagði hún dá- lítið ógætilega: — Eg ætlast til að þú hugsir um Mary, góður- inn minn. Eg hef áhuga á að kynnast unga manninum. — Hvað ertu að segja? Roger varð hissa þó hann væri ýmsu vanur af hinni óútreiknanlegu dóttur sinni. — Þetta kalla eg fljóta afgreiðslu. Þú hefur ekki séð hann nema tvisvar áður. I — já, góði pabbi, en hann var svo ótrúlega ósvífinn við mig í fyrsta skiptið, aö það gerði út af við mig. I Caria leit á sig i speglinum. Hún sá granna stúlku í dökkum gullívafskjól, sem gerði augnlitinn enn fjólublárri. Um hálsinn hafði hún þrefalda perlufesti. Faðir hennar var kominn inn í dagstofuna. — Heyrðu, við erurn einstaklega stundvís, sagði hann. — Er Mary kornin? — Já, hún er að dubba sig upp. Caria leit á klukkuna. — Carl- ton læknir kemur ekki fyrir en klukkan átta. — Hann kemur þá ekki hingað? Var það ímyndun eða horfði faðir hennar öðru vísi á hana en hann var vanur? Sér til ergilsis fann hún að roðinn í kinnum hennar varð meiri. — Nei, eg bað hann um að hitta okkur á Cerino, svaraði hún eins létt og henin var unt. — Hann hefði eins vel getað.... Roger þagnaði þegar hurðin laukst upp. — Halló! — nei, hver er nú þetta? Mary hló þegar hún rétti honum höndina. — Caria heimtaði að eg væri ekki i hjúkrunarslopp, og af því að þetta er hennar dagur þá.... — Já, eg„er mjög ánægður með þennan kjól.... Þó Roger hefði þekkt Mary lengi mundi hann ekki til að hafa séð hana í samkvæmiskjól fyrr, og oftar en einu sinni . uin kvöldið fannst honum eins og hann hefði kynnst alveg nýrri manneskju. Hún var einkar þokkaleg í svarta kjólnum, og Roger Barrington var ekki sá eini, sem tók eftir meðfæddu liðunum á dökka hárinu og fallega enninu á Mary, með dökku augna- brúnunum, sem mynduðu boga eins og fuglsvængir yfir skær- um augunum. Þau komu nokkuð snennna í hinn fræga veitingastað við Piccadilly, sem Caria hafði ákveöið að þau skyldu snæða í, og settust í vínkrána og fengu sér hressingu. Hugsum okkur ef hann kemur ekki, hugsaði Caria með sér. Læknar hafa álltaf afsökun fyrir því að þeir efni ekki loforð um að koma i samkvæmi: óvænt sjúkratilfelli eða kall frá sjúkrahúsinu. Hún var hárviss um að ef hann bæri fyrir sig afsökun og kæmi ekki, þá væri það vegna þess að hann langaði ekki til að koma. Og þá hafði það, sem hún þóttist geta lesið úr augum hans, alls ekki verið þar. Hún hafði valið borð sem var beint á móti inngöngudyrunum, og þó hún væri að reyna að stilla sig um það, var hún alltaf að lita fram að dyrunum. 4 KVÖL9VGKUNNI Lotte Lehmann, óperusöng- kona, sem. fyrir löngu hefir kvatt leiksviðið, var nýlega í samkvæmi og talaði þar við- unga söngkonu. Þegar leið á samtalið sagði unga söngkon- an: „Það hlýtuf að vera hræði- legt fyrir mikla söngkonu eins. og þér eruð, að skilja að maður hefir misst rödaina.“ „Nei,“ svaraði Lotte Leh- mann. ,,En það hefði verið hræðilegt, hefði mér ekki skil- izt það.“ k Það var dýrmætt málverk £ listasafninu í Grenoble og fyrir framan það stóð lítill gamall maður. í annari hendinni hélt hann á pensli en í hinni á lita— spjaldi. Safnvörður kom auga á gamla manninn í þeim svif- ^ um er hann var tekinn að mála á eitt hornið á myndinni — en. þetta var frægt málverk eftir Bonnard. Safnvöðurinn stökk fram og rak upp öskur og þó að litli maðurinn niótmæltí hógværelga þýddi það ekkert, hann var dreginn á nálæga lög- reglustöð. | Þetta setti lögregluna í ó- þægilegan vanda því að sá, seirit skemmdarverkið ætlaði að vinna á málverkinu, var Bon- nard sjálfur. Bonnard var nefnilega svo farið að hann var aldrei ánægður með málverkin sín og þegar hann komst í færi við þau hafði hann það fyrir sið að endurbæta þau dálítið. ★ . „Ef eg hefi græna- grein í hjarta mínu kemur sönfugl- inn.“ Kínvefskt máítæki. • * ’ Pabbinn kallar á dóttutr sína, sem er á gelgjuskeiði. Ungui: aðdáandi bíður Henriar í dag-. stofunni: „Arinélise! Það ev „eitthvað kofnið áð-'heimsækja þíg!“ E. R. Burroughs TARZAM 3115 "yOUK WOfAEN HAVE EEEN CHOSEN PCE fAWSKIASE,'’' CONCLU7EÞ THE PEESEEVEE. "THEY WILL BE PKIViLESEP1 TO KAISE F'.NE _SONS FC2. THE ICYANITES." "guakps! PE/AOVE THE PKISONERSTO THEIR. QUARTER.S. SLEEP WELL—4 „Konur yðar hafa verið L teknar til þess að ala þjóð- flokki mínum börn. Verðir, þeirra. Sofið vel, því á á ökrum mínum, eins lengi farið með fangana til híbýla morgun byrjið þið að þræla og yður endist eðlilegt líf.“ Austurbæjarhió: Serenade. Þessi ameríska mynd með- hinn nýlátna söngvara Mario Lanza í aðalhlutverkinu, hefur vakið mikla athygli, og hér seni annarsstaðar munu aðdáendur hans og aðrir flykkjast til acS sjá hana og heyra. Hin volduga og sérkennilega rödd hans nýt-. u sín ágætlega í myndinni, sera er að mörgu leyti vel gerð, en leikarar skila hlutverkum sín- um ali misjafnlega. Mario Lanza var mikill en umdeildur söngvari, en leikhæfileikarnir ekki í neinu hlutfalli við söng- hæfilcikana. Tvær konur leika aðalhlutverk nióti honum, Joan Fontaine, sem skilar vel sínu h’.utverki, en hin, Sarita Mon- tiel, sem er forkunnar fögur, bregzt oft, er mikið á reynir. Vinmnt Piice leikur vel aó vanda, og ýmsir, sem fara með mirini hlutverk, ski’a þeinr sæmilega. — Myndin er frá. Warner Bros. — Hún mun verða mikiö sótt og er margra hluta verð góðrar áðsóknar, þótt á henni séu áberandi gall- ar. —1.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.