Vísir - 24.10.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 24.10.1959, Blaðsíða 6
¥l»3& Laugardaginn 24. október 1959 D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísír kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. • 0 Orlagadagur á morgun Kjördagurinn er#á morgun, og slíkur dagur er ævinlega örlagaríkur í lífi einstaklinga og þjóða. Hann getur ráðið auðnu manna og gerir það vitanlega á margan hátt. En hann ræður ekki aðeins framtíð stjórn- málamanna og þeirra, sem fremst standa í bardaganum. Hann hefur áhrif á líf og starf allra manna í landinu, og þess vegna er það ekki að ástæðulausu, að kjós- endur eru hvattir til að hugsa sig um vandlega, áður en þeir ráðstafa atkvæði sínu. Vinstri stjórnin, sem svo hefur venð kolluð, boð- aði mönrmm mikmn fögnuð, þegar hún var stofnuð fyrir hálfu fjórða ári. Þjóðin var orðin þreytt á verð- bólgunni, og þess vegna létu ýmsir blekkjast af fögrum loforðum vinstri flokkanna. Það er aðeins mannlegt að vilja láta losa sig við allan kvíða varðandi framtíðina í eitt skipti fyrir öll. Hinsvegar fór svo sem margir spáðu, að loforð ein og löngun í völd nægði ekki til að sjá þjóðmm farborða, koma þjóðarskútunm yfir grynnmgar verðbólgunnar og sigla henni heilli í höfn. Valdatími vinstri stjórnarinjiar varð Islendingum dýr reynslutími, en hann getur emnig orðið þeim dýr- mætur, ef þeir kunna að læra af reynslunm. Hún á Eið kenna þeim að menn skulu trúa varlega, þegar þeim er boðið gull og græmr skógar, sem þeir eiga að hljóta fyrirhafnarlaust. Hún á einnig að kenna þeim, að þeir sem lofa mestu, sví’kja jafnan mest. Fagurgalmn og skrumið verður létt vegarnesti fyrir þjóð, sem hefur alla tíð crðið að vinna hörðum höndum og aldrei fengið neitt án fyrirhafnar — hvorki frá valdhöfum né óblíðri náttúru. Vmstri flokkarmr eru reiðubúmr til að taka hönd- um saman og mynda nýja vesaldarstjórn. Þeir tilkynna þjóðmni það ekki, en þeir eru samt viðbúmr, ef þeir halda, að þetta sé óhætt. Það verður þjóðm að hafa hugíast, ef hún vill ekki vakna við það einn góðan veðurdag, að kraftamenmrnir og kraftaverkasmiðirmr frá 1956 sé aftur búnir að hreiða um sig umhverfis Arnarhól. Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að lofa eins miklu og hmir flokkarmr, en þjóðin veit af reynslu, að hann efmr meira en þeir. Þess vegna er honum emum treystandi til að fara með stjórn landsins, þegar tímar eru viðsjálir og erfiðleikar framundan. Hann heitir líka á stéttirnar að sameinast og leggja niður bræðravíg. Þess vegna eiga menn að veita honum tæki- fænð, sem gefst á morgun til að mynda samhentan þingmeirihluta, sem stendur að baki öruggri ríkis- stjórn, er hefur heill allra í huga — ekki aðeins ör- fárra. Listi Sjál fstæðisflokksins er hvarvetna D-Eisti. KIRKJA DG TRUMAL : Fel tnái þitt Drottni, Hugirnir eru í uppnámi um þessa helgi. Um ekkert er meira hugsað eða rætt en kosijingarn- ar, sem fram eiga að fara um allt land á morgun og mánudag. Starfslið flokkanna vinna kapp- samlega og draga ekki af sér. Einhugur og sigurvilji ríkja í öllum herbúðum. Þetta er skilj- anlegt, því að allir hugsandi menn hljóta að gera sér grein fyrir, hve mikilvæg þau tíðindi geta orðið fyrir alla þjóðina, sem gerast um helgina. Hagur þjóðarinnar og afkoma hvers einstaklings á mikið undir at- burðum þessara daga. Og það er í rauninni aðdáunar vert, hve flokksliðin eru einhuga og leggja fram mikið og einbeitt starf fyrir sigur síns málefnis. En það er hætt við að sunnu- dagurinn og kirkjan gleymist hjá mörgum á morgun. Allir flokkar eru sammála um það, að mikið sé í húfi. Tím- arnir eru varhugaverðir. Stór- málin, sem leysa þarf í náinni framtíð og til frambúðar, eru mörg vandasöm meðferðar og mjög viðkvæm. í raun og veru vita allir, að til þess að þau verði leyst giftusamlega þarf einhug, . samstilltan vilja og samstillt starf, ekki aðeins inn- an hinna einstöku stjórnmála- flokka, heldur einnig milli þeirra og milli stéttanna, það þarf einhug þjóðarinnar allrar. Hvar er slíkt sameiningarafl, er gæti gert hina íslenzku þjóð samstillta og sterka heild, er stefni markvíst og einbeitt þá braut, sem liggur til farsælla lausna á vandamálunum og heilbrigðs og hamingjusams þjóðlífs á íslandi? Það er ekki eins fjarlægt og márgur skvldi ætla. En það er gleymt afl, og menn ganga fram hjá því og gefa því ekki gaum, fremur en það væri ekki til. Það gleymist á morgun og á mánudag, því er ver, og það er að vonum, því að hefir þjóðinni sézt yfir það, en það býr með henni og bíður, bíður síns tíma. Vonandi á þjóð- in eftir að vakna, og verði það sem fyrst, óg uppgötva að með henni er fólgin heilnæm orku- lind til heilbrigðs, gróandi þjóð- lifs. Enn er það geymt, þetta heilbrigða afl, þótt nú sé það gleymt um sinn. Þetta afl er kirkjan. Ég á ekki við það, að kirkjan muni útrýma skoðanamun eða steypa saman stjórnmálastefnum í eina heild. Ég á við það, að því sterk- ari sem kirkjan er í landinu, því meira á þjóðin sameiginlegt, því styrkari fótum stendur þjóðin á sameiginlegum grundvelli sið- ferðis og trúar. Rétt og rangt eru hugtök, sem kristin kirkja afmarkar skýrt og skorinort,- svo að það verður ekki á ein- staklinga færi að ákveða sjálf- um sér réttinn hverju sinni að eigin geðþótta, því að Guð hef- ur talað, opinberað vilja sinn, réttlætið, og hann talar enn svo opinskátt og nærgöngult til samvizku kristins manns, að undan því verður ekki komizt. Það væri minna um pólitísk hneyksli til að afhjúoa í kosn- ingahríðinni, ef þjóðin ætti dýpri rætur í kristinni kirkju. Það er heill hverri þjóð, að eiga sterka kirkju, því að þang- 1 að sækir hún trúarstyrk og sið- | ferðisþrek, sem gerir hana ein- 1 huga þjóð, stefnufasta, einbeitta i djarfa. Og hve sterk yrði kirkj- an, ef jafnstór hópur manna og jafn einbeittur ynni að fram- gangi málefna hennar, og nú vinnur fyrir stjórnmálin. íslenzka þjóða, fel málefni þitt Drottni. Hann mun vel fyr- ir sjá. Þjóðin streymir á kjör- staðina, en hún þarf einnig að streyma í kirkjurnar. Hver maður, sem gerir sér grein fyr- ir því, að oss sé búinn mikill vandi í náinni framtíð og vá geti verið fyrir dyrum, ef eigi leysast giftusamlega hin meiri- háttar stjórnmál vor, ætti að finna köllun og skyldu til þess að leita í Guðs hús á morgun og fela málefni þjóðar sinnar Drottni. Mætti hin íslenzka þjóð sam- einast öll í einni bæn á morgun: Verði gróandi þjóðlíf með þverr andi tár, sem þroskast á Guðs- ríkis braut. I. Á. Fjögurra Eanda fundur hafinn. Fundur œðstu manna Fjór- veldanna hefur ekki enn verið ákveðinn — en allt í einu er hafinn fjögra landa fundur, sem lítið sem ekkert heyrðist um fyrirfram. Þetta er sem sé fundur fjög- urra minnstu ríkja álfunnar — sem samtals eru að flatarmáili 700 ferkílómetrar, en þau eru Lichtenstein, Andorra, San Ma- rino og Monaco. — Rætt er um ferðamái. Fjölsóttir stjérnmála- fundír á Vestfjörðum. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í gœr. Sjálfstæðisflokkurinn hélt stjórnmálafund í Sjálfstæðis- j húsinu Uppsalir í gærkvöldi. j Frummælendur voru fimm ( efstu menn D-listans. Auk i þeirra talaði Ásberg Sigurðsson framkvæmdastjóri. Fundurinn vra vel sóttur og frambjóðend- um fagnað. Þetta var fjórtándi stjórnmálafundur Sjálfstæðis- manna í Vestfjarðakjördæmi. Hafa sótt fundina samtals á annað þúsund manns. — Arn. Bevan vara- formaður. Aneurian Bevan hefur ver- ið kiörinn varaformaður Verka- lýðsflokksins í stað Griffiths, sem áður hafði boðað, að hann gæfi ekki kost á sér til endur- kjörs. Aneurian Bevan er formæl- andi flokksins um utanríkismál og var nánasti starfsmaður Gaitskells í kosningabarátt- unni. Spár um, að Bevan mundi nú, eftir kosningahrakfarirnar, taka sér forustu hinna róttæk- ari manna í flokknum, hafa þannig ekki ræzt. Friðnn miða — framtíð lands. Allri þjóðinni mun nú kunnugt orðið um framtak þeirra manna, sem hafa beitt sér fyrir, að gert , var merkið með einkunnarorðun- ! um FRIÐUN MIÐUN — FRAM- | TÍÐ LANDS, er seld verða báða I kosningadagana. „Hreinar tekjur af sölu merkisins gangi til að búa sem bezt úr garði hið nýja varð- skip, sem þjóðin nú á i smíðum“. Eins og fyrst var getið í Visi var helzt í ráði, að kaupa þyrlu, en á varðskipinu er sérstaklega útbúinn pallur fyrir flugvél af j þessari gerð, og veit Bergmál j ekki betur, en að ætlunin sé að I framkvæma þá hugmynd, og renni merkin út, og setjist upp, sem vafalaust er, mun mega gera ráð fyrir, að það fé, sem þannig fæst, nægi til þyrlukaupanna. Landhelgisgæzla — slysavarnir. Ekki þarf að eyða mörgum orð- um að því, hvert gagn verður að því við landhelgisgæzluna, að hafa not þyrlu, sem hefur bæki- stöð á þílfari varðskips. Það mun augljóst öllum t. d„ að engin gerð flugvéia önnur hentar eins vel til staðarákvarðana skipa, sem grunuð eru um landhelgis- brot. — En svo er hitt, að þyrlur geta komið að hinum mestu not- um til að ná til manna, sem af völdum slysa eru í háska, ef til vill hraktra eða meiddra, og bjarga þeim. Forustum. og vel- unnarar slysavarna hér, hafa lengi séð þörfina á að fá þyrlu til að grípa til, í þessum tilgangi. Mörgum mun raunar finnast furðulegt, að slíkt hjálpartæki skuli ekki þegar vera fyrir hendi, en við skulum ekki fjölyrða um það, heldur vera þess minnug öll — ung og gömul — að nú er mikið tækifæri framundan, til ó- metanlegs stuðnings bæði land- helgisgæzlu og slysavörnum. Aukin hvatning. Aukin hvatning ætti svo öllum að vera í því, að hér gefst þjóð- inni tækifæri til að sýna einhug í stórmáli, baráttu smáþjóðar fyrir að geta notið þess réttar, að ráða yfir landi sínu og fiski- miðum, en en þetta er stórmál, í raun réttri mál málanna, þar sem um er að ræða efnahagslega af- komu þjóðarinnar í nútíð og framtíð, sjálfstæði hennar og til- veru. Baráttunni fyrir alþjóða- viðurkenningu á rétti íslands til 12 mílna landhelgi er ekki lokið, né heldur því stríði, sem Islandi raunverulega hefur verið sagt á hendur með ofbeldisframkomu Breta innan vébanda hinnar nýjú landhelgi, og jafnvel innan hinna gömlu marka. Það renna margar stoðir undir það, að þjóðin bregð- ist svo vel við, að hver einasti ís- lendingur beri með sönnum þjóð- armetnaði merkið, sem er tákn réttlætiskröfu þjóðarinnar um fiskveiðilögsögu — og meira en það. — 1. Rússar og tækni- aðstoð S.þ. Rússar hafa kvartað' yfir því, að Sameinuðu þjóðirnar gangi framhjá þeim, er ráðnir séu tæknilegir sérfræðingar til starfa út um heim. Af þeim, sem nú séu við slík störf, séu 1100 frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Hollandi, en aðeins 40 frá Sovétríkjun- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.