Vísir - 24.10.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 24.10.1959, Blaðsíða 7
Laugardaginn 24. október 1959 VfSIK t Dagur Sameinuðu þjóð- iina í dag. $i.-iia!lettinn sýnir I Einn frægasti ballett í heimi sýnir nútíma ballett. Hinn þekkti U.S.A.-ballett er væníanlegur hingað til Reykja- víkur í næstu viku og sýna hér í Þjóðleikhúsinu og verður fyrsta sýningin 1. nóv. n. k. Ballettflokkurinn hefur verið á sýningarferð í Evrópu núna að undanförnu og sýndu þeir m. a. á Edinborgarhátíðinni í haust. Undanfarnar vikur hefur flokk urinn sýnt á Norðurlöndum. Fyrir nokkru bárust hingað dómar gagnrýnenda ytra; eru þeir á einn veg, að sýningar USA-ballettsins sé einn stærsti listaviðburður, sem sögur fara af. Enda er hér um að ræða úr- vals listafólk. Stjórnandi ball- ettsins er Jerome Robbins, en hann samdi einnig dansana við söngleikinn WEST SIDE STORY, sem frægt er orðið. í flokknum er 40 manns. Sýningar hér verða aðeins fjórar svo óhætt er að fullyrða að færri fái miða en vilja. —- Myndin er tekin á æfingu ballettsins. Ætla að flytja síld frá Eyjum til Reykjavíkur. Klettur h. f. vill kaupa síldina á 100 kr. málið. Ef um meiri síldveiði verður að ræða í höfninni í Vestmanna eyjum eða við Eyjar er í athug- un að flytja síltlina til bræðslu í Reykjavík. Ágúst Helgason útgerðarmað- ur í Vestmannaeyjum, eigandi m.b. Guðbjargar, sem fékk 260 tunnur af smásíld í Friðarhöfn- inni, hefur fengið tilboð frá Kletti h.f. um að kaupa síldina á 100 kr. málið komna á bíl í Reykjavíkurhöfn, en flutning frá Eyjum verða útgerðarmenn sjálfir að kosta. Ef um talsvert magn er að ræða sagði Ágúst, borgar sig að flytja síldina til bræðslu í Rvík. Þetta kann að virðast einkenni- leg ráðstöfun, og svipuð því að seilast um hurð til lokunar, því til er fullkomin síldarbræðsla í ( Eyjum, en stjórnendur hennar hafa neitað að taka meiri síld | til bræðslu, en þær 220 tunnur sem þeir tóku við um daginn. Þétta er ekki í fyrsta skipti, I sem smábátaeigendur í Vest- ! mannaeyjum hafa verið tii- neyddir að flytja afla sinn til Reykjavíkur vegna þess að fiskvinnslustövarnar í Eyjum hafa neitað að kaupa aflann. ! Seinni hluta vertíðar í vor sem | leið og í allt sumar hafa hinir minni bátar úr Eyjum selt salt- fisk' til kaupeÞda í Reykjavík. þar sem fiskkaupendur í Eyjum viidu ekki kaupa af þeim afl- ann. í gær var enn leitað. Frá fréttaritara Vísis. Húsavík í gærkvöldi. Leitarflugvél af Keflavíkur flugvelli flaug síðdegis í gær yfir svæði það, sem helzt var að vænta að eitthvað fyndist ur m.b. Maí, en ekki var vitað um árangur. { Gengið var á fjörur á aust- anverðu Tjörnesi, en án árang- urs. Þeir sem voru á m.b. Maí , voru Kristján Jónsson, 51 árs, kvæntur, og lætur eftir sig 5 börn og Aðalbjörn Baldursson, 26 ára, og lætur eftir sig konu og eitt barn. Hann var skip- Jstjóri á Þorbirni frá Grindavík sl. sumar. Merkur fræðimaður látinn. Sú fregn hefir borizt frá Háskólanum í Tiibingen, að prófessor Felix Genzmer hafi Iátizt hinn 19. ágúst s.l. á 82. aldursári. Próf. Genzner var í mög ár prófessor í lögfræði í Túbingen og mikill fræðimaður á því sviði. En þó var hann miklu kunnari fyrir rannsóknir sínar i germönskum og íslenzkum fræðum, sem hann helgaði krafta sína fram á síðasta ævi- I ár. Hann þýddi Eddukvæðin á jþýzka tungu, og þykir þýðing hans bera af öðrum bæði að J nakvæmni og listfengi. Einnig þýddi hann á þýzku hin germ- önsku fornkvæði Heliand, Bjólfskviðu og Niflungaljóð, (og þykja þær þýðingar hans sömuleiðis afburða snjallar. — Prófessor Genzmer var mörg- um íslendingum kunnur af fræðistörfum sínum. Hann var mikill unnandi íslenzkra forn- í dag, 24. októbei-, „Dagur sameinuðu þjóðanna“, og jafn- franit 14 afmælisdagur sam- 1 takanna. Fjöldi þjóða í samtök- 1 unum er nú kominn upp í 82,! — þjóðir, sem leiíast við að vinna saman að sameiginleg- um áhugamálum, friði og fjár- hagslegum og félagslegum framförum alls mannkyns. Dagur Sameinuðu þjóðanna er ekki til þess eins að bera lof á stofnunina, heldur er hann ! einnig dagur til þess að strengja sín heit í trúnni á, að hægt í sé að skapa heim, þar sem allir 1 gsta lifað saman sem góðir grannar og til þess að endur- nýja trú sína á, að þetta mark- mið sé ómaksins vert. Hvað því viðvíkur, hvort þöi’f sé fyrir Sameinuðu þjóð- irnar, má vitna í orð aðalfor- stjórans, er hann sagði: ,,Við þörfnumst samtakanna eins og ástandið er nú til þess að notfæra okkur þá samninga- möguleika, er þau veita okkur. Við þörfnumst þeirra sem fram- kvæmdagðila. Við þörfnumst þeirra vegna þess uppbyggj- andi hlutverks, er þau hafa upp á að bjóða við alþjóðlegar tilraunir til að leysa hagsmuna- deilumál. Og við þörfnumst þeirra sem grundvallar og um- gjarðar um hið erfiða og sein- láta verk að skapa grundvöll til að fyrirbyggja árekstrá milli þjóða í framtíinni, sem byggist á öðru og meira en þjóðerniskennd einni — og ef til vill verður ofar öllu þjóð- erni. Ekkert alþjóðasamstarf sem hingað til hefur verið reynt, hefur í þessu efni reynst hald- betra. Þess vegna verður að halda starfinu áfram. Ef vér hygðumst afnema Sameinuðu þjóðirnar fyrir sakir örðugleika og mistaka, þá gætum vér eins sagt skilið við vonir mannanna um friðsamlega sambúð þjóða í milli, sambúð, þar sem sann- leikur, réttlæti og skynsemi hefðu möguleika til að. ríkja “ bókmenta og íslenzkrar menn- ! ingar og átti drjúgan þátt í að ( kynna hvort tveggja í heima- landi sínu. (Frá Háskóla íslands). Hafta,paradí$in‘ rauda ísbnd er að einangrasl frá Vesturlöndum. Flest Iönd Evrópu eru að gefa verzlun og gjaldeyris- sölu algerlega frjálsa. Menn mega kaupa vörurnar þar sem þær eru beztar og ódýrastar. Þei'r eru ekki dregn- ir fvrir lög og dóm þótt þeir noti nokkrar krónur í gjaldevri, sem þeir eiga sjálfir. Verðlaginu innan- lands er ekki haldið uppi með víðtækum hámarks- ákvæðum, sem koma í veg fyrir alla verðlækkun og eðlilega verðlagsmyndun. Innflutningur er frjáls. Gjald- eyrissala cr frjáls. Verðlagning er frjáls. Þannig er í flestum löndurn Vestur-Evrópu í dag, annarsstaðar en á íslandi. ..... Þar er enn lifað í hinni rauðu hafta„paradís“, sem vinstri stjórnin undir forustu kommúnista stofnsetti fyrir fjórum árum. Af því að þjóðin er farin að rumska og hrista haftahlekkina, gala kommúnistar nú út um byggðir Iandsins, að íhaldið ætli að fremja þann glæp gagnvart þjóðinni, að leysa af henni viðskiptahlekk- ina. Kommúnistar striíast nú við að telja fólkinu trú um, að því iíði bezt í hlekkjunum, því að þá séu tryggð viðskipíin austan við járntjaldið. ísland cr að einangrast frá Vesturlöndum vegna hafta og ófrelsis í öllum viðskiptum. Enginn erlendur banki skrá r r.ú gengi íslenzku krónunnar. Þetta er það, scm kcmmúnistar hafa róið að öllum árum. ís- land er nú ekki lengur hlutgengur aðiii í viðskipta- samtökum frjálsra þjóða. Sjálfstæcisflokkurinn vi'll leiða þjóðina út úr hinni rauðu hafta-„paradís“ og endurreisa traust erlendra þjóða á viðskiptum og gjaldeyri landsins um leið og landsmenn fái að njóta þeirra hlunninda, sem frjáls vcrzlun veitir þe'.m. Listi Sfálístæðisfiokkslns er Hvarvetna D-Eisti. Árílandi fulltrúaráðs- og tnínaðarinaiinafundur vcrSur haldian í Sjálfstæfiishúsinu kl. 4,45 í dag. — Á fundinum verður rsett um undirbuning kosninganna cn Siarfið a kjördag. Áríðandi aS a!!ir fidltmar cg trúnaðarmenn mæ"; stundvíslega. JF'iS’ lSÉB'ttstirtíð Sjjtí MstœðLsíélagattiMS t Sijfta vtJ»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.