Vísir - 18.11.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 18.11.1959, Blaðsíða 6
▼ 1*1* WISIM. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. ▼íiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eöa 12 blaösíöur. Ritstjóri ug ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3 Rltstjórnarsltrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. 80 ára í dag: Ingimuitdur Guintundsson, IAtlahœ á \ratnslvtgsuströnd. Leynifundurinn í London. ■Það fer varla hjá því, að mörgum finnist Bretum hafa farizt heldur óhönduglega fundarboðunin um land- hegismálið. Þetta átti að vera hið mesta laumuspil hjá þeim —- enginn átti að fá að vita um ráðstefnuna nema hinir útvöldu, sem þeir töldu, að þeir mundu geta fengið til að standa með sér gegn 12 mílna landhelginni. Og svo mikil átti leyndin að vera, að hæstvirtum fundarmönnum var ekki heimilt að halda fundi á venjulegum, virðu- legum fundarstöðum, sem tíðast eru notaðir fyrir op- inberar ráðstefnuh þar í heimsborginni, heldur var þeim holað niður einhvers staðar.þar sem gera mátti ráð fyrir að enginn tæki eftir þeim o gsíður kæmist því upp um athafnir þeirra. Brezk stjórarvöld virðast einn- ig hafa orðið ókvæða við, þegar fréttamenn gerðust svo djarfir að spyrjast fyrir um það, hvernig á þessari ráðstefnu stæði, og hvers vegna nauðsynlegt væri tal- ið, að hún færi svo leynt. Slík viðbrögð minna óþyrmi- lega á það, þegar upp kemst um þá, sem vita að þeir eru að brjóta af sér — ef til vill ekki landslög en þó að minnsta kosti gegn venju- legu, almennu siðgæði, og það hefir einmitt komið fram, að brezkur almenn- ingur býr yfir siðgæðis- kennd, sem Bretastjórn er gersneydd. Það eru menn, sem vita, að þeirra málstaður er að kalla vonlaus, sem hegða sér þannig, fara eins og þjófur á nóttu. Það er harla gott fyrir íslendinga, að upp um þetta skuli hafa komizt með þeim hætti, sem ber vitni. Það sýnir Islendingum, að jafnvel brezka stjórnin er nú í rauninni orðin vonlítil um sigur málstaðar síns, enda þótt hún reyni að „keep a stiff upper lip“, eins og Bretinn segir, þegar von- leysið blasir við honum. St.jórn Macmillans hefir gert sig hlægilega með þessu laumuspili sínu. Þátttaka Bandarikjanita. Það fer varla hjá því að ís- lendingar taki áérstaklega eftir því, að Bandarikjunum hefir verið boðið að taka þátt í myrkraráðstefnu þessari, og að hún hefir sent fulltrúa sinn til Lundúna. íslendingar vissu, að Bret- ar mundu reyna að gera þeima allt til óþurftar, svo að ráðstefnan kemur ekki beinlínis á óvart, en þeir áttu ekki von á því, að Bandarík- in mundu vilja sitja leyni- fund gegn íslendingum. Samvinna íslendinga og Banda- ríkjanna hefir verið góð alla tíð meðan hún hefir staðið, ef frá eru taldir smávægi- legir árekstrar, sem alltaf geta komið fyrir. En íslend- ingar hafa vafalaust ekki gert ráð fyrir, að þeir mættu eiga á slíku von sem að Bandaríkjamenn mættu til leynifundar hjá helztu andstæðingum mesta lífs- hagsmunamáls þeirra. íslendingar fylgjast að sjálf- sögðu með því, sem gerist á ráðstefnunni í Lundúnum, því að varla fer það mjög leynt, þótt ætlunin væri sú í fyrstu. íslendingar eru vit- anlega við hinu versta bún- ir af hálfu Breta, en þeir munu ekki gera ráð fyrir að óreyndu, að Bandaríkja- menn láti Breta segja sér fyrir verkum í þessu máli. — öðrum fremur.,Nær væri þeim að reyna að koma vit- inu fyrir Breta, því að ekki mun af veita. Áttræður er í dag Ingimund- ur Guðmundsson, bóndi, Litla- bæ. Langur og farsæll lífsferill gefur ástæðu til, að hans sé minnzt á þessum merka degi. — Ingimundur hefur um dag- ana lagt gjörva hönd á margt, og jafnan gengið til starfs af stökum áhuga og kostgæfni. Búskapurinn hefur að sjálf- sögðu verið hans aðalstarf, sem stöðugt krefst síns tíma. En eins og löngum tíðkaðist þar syðra, tók Ingimundur snemma að stunda sjóróðra. Hefur hann gegnt formennsku á opnum skipum allt frá tvítugsaldri og fram á síðustu ár, svo að sjó- mennskan hefur einnig verið snar þáttur í lífi hans. Ingi- mundur er góður fulltrúi þeirr- ar kynslóðar sem sótti sjóinn á vetrum á opnum skipum, og færði þaðan heim björg í bú. Þótti gott að vera í skiprúmi hjá honum, því þar naut við sama traustleika, sem ein- kennt hefir dagfar hans allt. Þá hefur Ingimundur fengizt við smíðar, einkum bátasmíði, og hafa bátar hans verið eftir- sóttir, enda reynzt hin traust- ustu skip. — Margt handtakið hefur hann unnið við smíðar fyrir sveitunga sína, og ætla ég rétt vera að launin fyrir þau störf hafi ekki alltaf verið mikið umfram þakklæti og hlýj ar óskir, a. m. k. fyrr á árum, þegar kostur fólks var þrengri en nú. Ingimundur fæddist á Bakka, Nýtt ráðuneyti stofnað. Ríkisstjórnin hefur ákveðið aö koma á fót efnahagsmála- ráðuneyti í þeim málum. Er ætlunin að koma með þessu móti í fastara og hagkvæmara horf þeim athugunum efna- hagsmála, sem um undanfarin ái hafa verið unnar á vegum ríkisstjórnarinnar. Jónas H. Haralz, hagfræðingur, verður ráðuneytisstjóri hins nýja ráðu- neytis. Jafnframt þessu em- bætti mun hann þó fyrst um j sinn eins og að undanförnu j gegna störfum sem ráðuneytis- j stjóri viðskiptamála ráðuneyt- (isins. Forsætisráðuneytið, 16. nóvember 1959. Guílið tækifæri. Þegar ráðstefnan um réttar- reglur á hafinu var hald- in í Genf og aftur um 1. september á síðasta ári gafst Bandaríkjamönnum gullið tækifæri til að eignast vin- áttu íslendinga. Þeir þurftu ekki annað en að reyna að koma vitinu fyrir Breta, benda þeim á, að lögleysur og ofbeldi mundi ekki borga sig, þótt þeir gætu frekar raðið við íslendinga en Sov- ' étríkin. Þetta gullna tækifæri létu Bandaríkjamenn sér úr greipum ganga. Þeir tóku meira að segja ótrúlegum stakkaskiptum í skoðunum í Genf, svo að vakti furðu og gremju hér. Síðar hefðu þeir getað bætt nokkuð fyrir það með því að leiða Bretum fyrir sjónir, að meiri heimsku - gætu þeir ekki gert sig seka um en að hóta að beita flota sínum gegn íslandi. Nú fréttum við, að þeir sitji Héraðslæknir skipaður. Frétt frá ríkisráðsritara. — Á fundi ríkisráðs í Reykja- vík í dag skipaði forseti ís- lands Ilögna Björnsson héraðs- lækni í Siglufjarðarhéraði frá 1. október 1960 að telja, sam- kvæmt tillögu heilbrigðismála- ! ráðherra. j Auk þess voru staðfestar ýmsar afgreiðslur, er farið iram u'/*i fundar. leynifund í Lundúnum. Þeir eiga enn gullið tækifæri — að tala máli lítilmagnans og fá Breta til að sjá að sér. aðeins nokkur skref frá Litla- bæ, og hefur alla tíð átt heima á þessum sömu slóðum. Hann hefur ekki gert víðreist um dagana. En þó má minnast þess, að konu sinni, Abigael Hall- dórsdóttur, ættaðri úr Önund- arfirði, kynntist hann norður í Skagafirði, og leikur ekki vafi á að förin þangað hafi verið hin mesta happaför. Þau gengu að eigast árið 1910, og eru börn þeirra tvö, Guðrún og Stefán; tvo systursyni Ingimundar ólu þau hjónin upp. Þau Abigael og Ingimundur eiga vistlegt heimili, sem gott er að koma á. Það munu vinir þeirra hjóna enn finna í dag, því margir þeirra munu án efa sækja þau heim á þessum merkisdegi í lífi húsbóndans. Þó að Ingimundur hafi alla tíð unnið störf sín af elju og dugnaði, eins og þeir vita bezt, sem hann gerst þekkja, er hann enn hinn léttasti á fæti og verð- ur drjúgt úr verki. Á hann vonandi mörg spor ógengin til farsælla starfa þar syðra — á þeim slóðum, sem honum hafa frá fyrstu tið verið hjartfólgn- astar, og með sanni má segja að hann hafi bundizt ævar- andi tryggðaböndum. Þar hef- ur hann um langa ævi áunnið sér traust allra, enda reynzt nýtur og friðsæll þegn byggðar sinnar. E. K. Miniiingar frá Islandsferð. „Minningar frá íslandsferð-' inni 1954“ nefnist ný bók eftir \ estur-íslendinginn Pál. S. i Pálsson, sem mörgum er að góðu kunnur hér og vestra. j Þessi ferðasaga er yfir 90 bls. Hún er vel rituð og ber vitni mikilli tryggð og ást í ís- lands garð og alls, sem íslenzkt er. — Höfundurinn er maður athugull, vel lesinn og fróður, og vitnar títt í gömlu og góðu skáldin, og sjálfur yrkir hann, smekklega, og ber það ættjarð- arást vitni, eins og sjá má t.d. af þessu erindi úr kvæði, sem hann hefur ort við burtförina: Eg er farfugl, finn nú vel flugið nálgast stranga. Hræðist þó ei hríð né él hafs um vegu langa. Þú hefir fengið þrótt og dug þreyttum vængjum mínum. Nú er eg orðinn fær í flug fjöllum hærri þinum. Bókin á skilið að verða keypt og lesin og sérlega velkomin ætti hún að vera löndum okkar vestra. — Mér finnst hún til- valin til að senda gömlum kunningjum og skyldfólki vestra sem jólakveðju að heim- an. Prentsmiðjan Leiftur gaf ; bókina út. Frágangur er vand- [ aður. — 1. Miðvikudaginn 18. nóvember 1959 „Geðillur lesandi skrifar: „Ég ætla að biðja þig að til- kynna öllum hlutaðeigandi aðil- um, að nú ætla ég að fremja lögbrot. Heiðarlegt lögbrot að mínu áliti. m.a. vegna þess að ég segi frá því fyrirfram, og gef ráðamönnum frest til þess að koma í veg fyrir að mér takist það, eð abreyta aðstæðum þann- ig að ég þurfi þess ekk með. Ég- segi umferðarljósnum í Ingólfsstræti stríð á hendur. Hvenær, sem ég kemst upp með það, ætla ég að aka yfir gatna- mótin á rauðu, ef mér finnst á- stæða til, og ef ég held að eng- inn lögregluþjónn sjái til mín. Kolvitlaus ljósapera. Mér er nefnilega ekki nokkur leið að skilja að það sé rétt, eða samkvæmt lögu.m, að ein helvít- is ljósapera, sem alltaf er kolvit- laus og veit ekkert í sinn haus um umferðina, fái að ráða mín- um gerðum. Ég þykist hafa. meira vit i kollinum en ónýt pera. Hún hefur ekki hundsvit á um- ferðinni, og það eina, sem hún gerir, er að tefja fyrir henni og gera mig ómælandi fyrir geð- vonzku á vinnustað. Eg ek um hundruð gatnamóta hér í bænum á hvei’jum degi, þar sem ekkert umferðaljós er, og hefi komist furðanlega klakklapst í gegn um þá raun, á eigin ábyrgð, og andskotinn hirði það að ég láti band- sjóðandi snarvitlausa og kolónýta ljósaperu segja mér fyir verkum lengur. Svo ráðið þið hvað þið gerið. „Geðillur“ Slátrun sauðfjár og nautpenings á þessu hausti er með mesta móti og stafar að verulegu leyti af völdum tiðarfarsins i sumar, sbr. fréttaklausu í blaðinu i dag. Þar er vikið að því, að kýr séu orðnar svo margar sunnanlands nú orðið, að eðlilega sé miklu fleiri kúm fargað á hausti hverju nú endurnýjunar vegna en áður, en einnig kemur hér til greina nú að menn hafa minni og verri hey en vanalega. Að þvi er sauðféð varðar gæti og verið að byrja að koma fram, að bændur séu farnir að sjá bet- ur afleiðingar offjölgunar sauð- fjárins. Það er orðið áherandi rýrara en það var fyrst eftir niðurskurðinn, er hagarnir höfðu fengið hvíld frá beit. Fjárbænd- ur í gamla daga skildu vel og sennilega betur en bændur al- mennt nú á dögum, að sauðkind- in þarf mikið rými — og að sauð- kindin velur úr grösin. Henni er ekki sama hvað hún leggur sér til munns. Þar sem kindur eru að staðaldri á beit geta verið spildur, þar sem kafgi’as er — ósnertar, af þvi að það eru ekki grösin, sem kindui’nar vilja. Á síðari tímum er vaxandi skilning- ur á því, að góðs arð af skepn- um er ekki að vænta nema með góðri meðferð. Sjá því margir að betri arð gefur að hafa færri skepnur og fara vel með þær, en margar og geta ekki gert þeim til góða sem skyldi. En er ekki einn liðurinn i góðri meðferð, að sauðkindin hafi nóg af því sem hún þarfnast í sumarhög- unum? — I. pj borgar sig að anglýsa í víst

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.