Vísir - 27.11.1959, Page 3
Föstudaginn 27. nóvember 1959
VlSIR
3
kom hún.
Northern Ligths; leelandic
Poems translated by Jako-
bina Johnson. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs. Reykjavík
1959.
Já, loks kom hún, bókin sem
okkur er búið að vanta svo óra-
lengi, bókin sem svo væri fögur
og hugðnæm jafnt að útliti sem
innihaldi, að öllum væri boðleg
gjöf og öllum sæmd að gefa,
bókin sem hvarvetna hlyti að
vekja hlýjan hug til okkar
kalda lands (ef slíkt má enn
verða, væri svo látlaus að eng-
um væri yfirlæti að gefa, og svo
ódýr að flestir hefðu efni á að
gefa, bókin sem sýndi rétta
mynd af elztu og æðstu íþrótt
íslenzkrar þjóðar, íþrótt sem
enn er ekki með.öllu glötuð, þó
að fáa eigi hún- nú. merkisbera
meðal ungu kynslóðarinnar. Já,
draumurinn er loks orðinn að
veruleika, pg við þökkum öll-
um þeim, er að þyí unnu að
hann rættist.
í þeirri alfræðibók enskri.1
sem getur mikíu fleiri íslend-
inga en nokkur önnur, eða á
annað hundrað, er þannig
greint frá Jakobinu Johnson:
Icelandic poetess who for the j
greater part of her 'iife has resi-
ded in Canada and the U.S.A. I
Her orginal verse is rich in
beauty, and she has wpn ren-
own by her sénsitiye. translati-
ons of Icelandic ppetry into
English.
Frásögnin er skrumlaus og
látlaus, eins og vera bar. En1
sú kona, sem þetta varð um
sagt, vrar sannarlega til þess
fallin að koma nú víðar frnm
fyrir okkar hönd erlendis en
hún hefur áður gert. Nú fær
hún víðáttumeira áheyrnar-
svæði en Norður-Amerí ku eina
saman.
f þessa litlu bók hefur Jako-
bína valið perlur einar, og
þarna er engin þýðingin mis-
heppnuð, enda má vel vera að
aldrei hafi henni rnisheppnast
þýðing. Surriar eru þær blátt
áfram snilldarlegar, nákvæmar
að efni og blæ. Náfngreind
skáld eru hér þrjátíu og hæst-
ur er þar með kvæðatöluna
Steingrímur Thorsteinsson blíð-
skáldið, eins og Guðmundur
Finnbogason kallaði hann.
Hann er hér með níu kvæði, en
þeir þrjú. sem næstir komast
honum. Ekki fer illa á þessu,
því aldrei áttu íslenzkar bók-
menntir þann fulltrúa, sem
elskulegri v'æri, engan líklegri
til að laða að okkur góða hugi.
En þess mun okkur alla tíð
þörf að góðir hugir laðist að
okkur. Meðal þess er Matthías
á hér, er að sjálfsögðu „For-
sjónin“. Að sögn Einars Kvar-
ans var það þýðing Jakobínu á
því kvæði, sem fyrst vakti
athygli á henni í amerískum
bókmenntaheimi.
Um eitt kvæðanna er það
merkilegt, að það er þýðing á
þýðingu. Jónas Hallgrímsson
þýddi smákvæði eitt eftir Heine
á þann hátt, að hann gerði það
algerlega að sínu, og breytti
enda hætti, og þó má með
nokkrum rétti segja að þýðing
hans væri nákvæm. Carl Ros-
enberg hreifst svo af þýðingu
Jónasar að hann þýddi hana á
dönsku af núkilli prýði. En
„Stóð ég úti í tunglsljósi“ er
þannig á frummálinu:
Durch den wald jm Monden-
scheine
Sah ich júngst die Elfen reu-
. ten;.. ,
Ihre Hörner hört’ ich klingen,
Ihre Glöckchen hört’ ich lauten..
I
Ihre weissen Rösslein trugen.
Gúldnes Hirschgeweih und i
flogen
Rasch dahin; wie wilde
Schwáne.
Kam is durch die Luft gezogen.
Láchelnd, nickte mir die
Kön'gin,
Lachelnd, im vorúberreuten.
Galt das meiner neuen Liebe, ’
Oder soll es Tod bedeuten?
Engum getur dulist það, að
bókaútgáfa Menningarsjóðs er
nú rekin af- meiri víðsýni en við
höfum annars þekkt hér í lang-
ar tíðir. Líklega að í íslenzkri
útgáfustarfsemi hafi ekki fyr,
gætt slíkra hugsjóna siðan Oad-
ur Björnsson hóf sitt útgáfu-
starf í Kaupmannahöfn. En
Oddur var félítill maður og
þjóðina skorti menningu til
að koma honum til liðs eftir!
því sem hann verðskuldaði. Það
var ógæfan. En Menning^rsjóð- ^
ur hefur fjárhagslegt bolmagn
til þess að vinna hlutverk sitt.
Hann ætti að geta áorkað miklu
ef vel er á haldið, og með þess-
ari litlu bók er sannarlega
stefnt í rétta átt.
» Sn. J. !
I
I
Ps. í grein minni í Vísi 23.
þ.m. um bók Sigurðar Haralz
eru þessar prentvillur, sem ég
vildi biðja menn að leiðrétta:
„augljóst að sá skáld“, les: sá
er skáld; „forkaupsréttar að
bók sinni“, les: að næstu bók
sinni; „gæfu rithöfundarins“,
les: gáfu rithöfundarins.
Átta úrvalsbækur frá
Bókfellsútgáfunni.
Leggur mesta áherzlu á
útgáfu innlencfra fræða.
Bókfellsútgáfan gefur á þessu
ári út átta bækur, úrvalsrit,
flcst eftir kunna íslenzka höf-
unda.
Bókfellsútgáfan hefur hátt á
annan tug ára gert sér far um
að gefa lesendum kost á góðu
lestrarefni og lang mesta á-
herzlu lagt á hversk. þjóðlegan
fróðleik, ævisögur, ferðasögur
en einnig nokkuð af skáldsög-
um, þótt þær séu ekki í meiri
hluta.
Þá má geta þess að Bókfells-
útgáfan hefur líka kostað kapps
um að gefa ungu lesendunum
kost á góðum og skemmtileg-
um bókum, sem eru við þeirra
hæfi, en jafnframt holt lestr-
arefni. Hefur fyrirtækið, svo að
segja frá upphafi gefið út tvo
bókaflokka, sem ætlaðir eru
annar drengjum, hinn telpum.
Bókaflokkur drengjanna nefn-
ist Bláu bækurnar, og er sú 17.
þeirra nýkomin út. Hún heitir
„Steinar ,sendiboði keisarans“,
spennandi drengjasaga og
skemmtileg. Telpubækurnar
nefnast hinsvegar Rauðu bæk-
umar og kemur sú 15. þeirra
út einhvern næstu daga. Hún
heitir „Klara og stelpan sem
strauk“, full af skemmtilegum
ævintýrum.
Jólabók Bókfellsútgáfunnar
í ár og um leið stærsta og dýr-
asta bók hennar, er bók Valtýs
Stefánssonar ritstjóra „Menn
og minningar", en hennar hef-
ur áður verið getið hér í blað-
inu. Þetta er fimmta bók Val-
týs, sem Bókfellútgáfan hefur
gefið út. AÍlt stórar bækur og
allar. hafa þær náð geysi vin-
sældum lesenda. í þessari síð-
ustu bók hans eru 50 þættir,
mest viðtöl við kunna íslend-
inga, en. einnig nokkrar endur-
minningar höfundar. Þeir sem
lesið hafa bókina telja hana,
beztu bók Valtýs.
Bókfellsútgáían er með tvær (
sjálfsævisögur í takinu. sernj
hver urn sig verður mörg bindi. j
Útgáfa annarrar hófst í fyrra. |
en það eru endurminningar
Oskars Clausen. Fyrsta bindið
hét ,,Með góðu fólki“, en það
sem kom út í haust ..Á fullri j
ferð“. Þar segir frá æsku og
uppvaxtarárum höfundar, verzl
un á Snæfellsnesi og víðar um
aldaniótin síðustu og ýmsum
at.vinnuháttum vestur þar. Þar
segir og frá mönnum og atburð-
um og loks segir frá fyrstu af-
skiptum höfundar af stjórnmál-
um. Óscar er mikill fræðaþulur
og kann þá list að ségja sögur. (
Hin sjálfsævisagan er „ísold
hin svarta" eftir Kristmann
skáld Guðmundsson. Þar segir
höfundur frá bernsku sinni og
æsku allt til þess er hann flyzt (
fyrst utan, 22ja ára gamall. (
Mörgum, sem lesið hafa svörtu
ísold telja hana einhverja
beztu bók Kristmanns. Gert er I
ráð fyrir að sjálfsævisaga þessi
verði í þrem bindum.
Fyrir tveimur árum hóf
Bókfellsútgáfan útgáfu á sendi-
bréfum merkra íslendinga und-
ir umsjá og ritstjórn Finns Sig-
mundssonar landsbókavarðar.
Þá kom út fyrsta bindið „Skrif-
arinn á Stapa“, en nú er ann-
að bindið að koma út og heitir
„Biskupinn í Görðum“. Þetta
er bréfasafn Árna Helgasonar
stiptprófasts, og biskups að
nafnbót, til Bjarna amtmanns
Þorsteinssonar. í bréfum hans
ber margt á góma, menn og
málefni, sem þá bar hæst í
íslenzku þjóðlifi og er skemmti-
legt að kvnnast dómi svo gáf-
aðs samtíðarmanns á því sem
þá vakti helzt umtal og styrr
hér á landi.
Bók, sem væntanleg er á næst
unni og mörgum verður kær-
komin er safn af ferðasögum
eftir dr. Helga Pjeturss, sem
Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri
hefur valið og búið undir prent-
un. Þetta verður stór bók og
tekið upp í hana allt það helzta
sem dr. Helgi skrifaði um ferð-
ir sínar fyrr og síðar. Þar verð-
ferðasaga fians til Grænlands
birt í heild, þá. aðrar ferða-
sögur hans til útlanda m. a. um
England og Þýzkaland og loks
um ferðir hans á íslandi. Vand-
að verður í hvívetna til útgáf-
unnar og bókin skreytt með
fallegum vignettum eftir Hall-
dór Pétursson listmálara.
Eina bók sendi Bókfellsútgáf-
an á markaðinn í vetur sem
leið, en það var Vísnakver
Fornólfs, sem gefin er út í til-
efni 100 ára afmælis Jóns Þor-
kelssonar. Þar eru birt, auk
kvæða þeirra sem eru í fyrri
útgáfunni, ýms ný kvæði sem
komið hafa í leitirnar síðan.
Þar eru ennfremur minningar-
greinar um dr. Jón eftir þá
Hannes Þorsteinsson og Pál
Sveinsson, auk sjálfsævisögu
brots eftir Jón sjálfan.
í viðtali sem Birgir Kjaran
alþm. framkvæmdastjóri Bók-
fellsútgáfunnar átti með blaða-
mönnum í gær, sagði hann að
frágangur Bókfellsbóka hefði
aldrei verið jafngóður sem nú,
og sennilega hafi fyrirtækið
aldrei verið með jafngóðar
bækur sem í ár..
KONUR
Breyti höttum.
Sel ódýra hatta.
Sunnuhvoll
við Háteigsveg.
Sími 11904.
Átta nýjar bækur frá Bóka-
forlagi Odds Björnssonar
— fjöíbreyttar og vandaBar að efni og
frágangi.
Vísi hafa borizt átta bækur,
sem Bókaforlag Odds Björns-
sonar hefur gefið út, og nú eru
komnar á bókainarkaðinn.
Verður .þeirra gefið hér .að
nokkru, til þess að menn gefi
áttað sig á, hvað hér er upp á
að bjóða, en efni þeirra er fjöl-
breytt, .og .áreiðanlega við
margra hæfi.
Hrakhólar og
höfuðból. .
Höfundur þessarar bókar er
Magnús Björnsson á Syðra-
Hóli en hann er m; a. lands-
kunnur fyrir bók sina Manna-
ferðir og fomar slóðir, sem kom
út 1957, og vakti mikla athygli
og verðskuldaða viðurkenn-
ingu. Hin nýja bók hefur að
geyma 11 þætti um fólk og fyr-
irbæri, flest frá öldinni sem
leið. Við lestur hennar komast
menn í kynni við hofmóðuga
höfðingja og hrakhólalýð og
olnbogabörn , ættarlauka og
aukvisa. Hver á sína sögu. —
Bókin er 278 blaðsíður
Fórn snillingsins.
Saga eftir A. J. Cronin, sem
óþarft er orðið að kynna fyrir
íslendingum. Þess skal aðeins
getið nú, að Fórn snillingsins er
ein’ af nýjustu bókum þessa á-
gæta skáldsagnahöfundar, sem
löngu er heimsfrægur orðinn
fyrir skáldsögur, sem margar
hafa orðið metsölubækur. Bók-
in er 294 bls. Þýðandi er Magn-
ús Magnússon.
Nýju fötin keisarans.
Hér er um að ræða safn
greina og fyrirlestra, sem Sig-
urður A. Magnússon hefur sam
ið á undangengnum 10 árum.
Sumar hafa verið birtar áður,
aðrar ekki. Greinarnar fjaila
m. a. um innlendar og erlend-
ar bókmenntir. Efni bókarinn-
ar er mjög fjölbreytt. Sigurður
er löngu landskunnur sem rit-
höfundur og gagnrýnandi. Bók-
in er 290 bls.
Pílagrímsför og
ferðaþættir.
Höfundur er Þorbjörg Árna-
dóttir. Þættirnir eru: Frá Bláu
ströndinni. Rómaborg, Flórens,
Assisi, Caprj, Diema, Milanó,
Fenevjum, Pai'ís, Kaliforníu,
Panama, New York og Noregi.
Hefur hún gert víðreist, þessi
gáfaða og prýðilega ritfæra
kona — ekki aðeins úti í heimi,
en í síðari kafla bókarinnar eru
þessir kaflar: Landið okkar,
Mýwatnsheiði, Bárðardalur,
Sellönd, Myndir í Ásbyrgi, Á
ferð og flugi. Tólf ljósmynda-
siður prýða bókina. Auk þess
hefur listakonan Toni Patten
gert teikningar við hvern kafla.
Bókin er 172 bls.
Draumurmn. .
Skáldsaga eftir Hafstein Sig-
urbjarnarson. Eftir hann hefur
áður komið .Kjördóttirin á
Bjarnarlæk“ (í fyrra). Draum-
urinn er framhald fyrri bókar-
innar, sem vakti mjög mikla at-
hygli. Mun marga fýsa að
kynnast höfundinum betur af
þessari bók. Hún er 224 bls.
Flogið yfir
flæðarmáli. .
Ný bók eftir þann vinsæla
höfund, Ármann Kr. Einarsson.
Saga handa börnum og ungling
um, sem ánægja er að mæla
með sem öllum bókum Ár-
manns. Teikningar eftir Hall-
dór Pétursson. 192 bls.
Systir læknisins.
Saga eftir Tngibjörgu Sig-
urðardóttir. Ekki hef ég haft
kynni áður af þessum höfundi,
og gefst nú tækifæri mér og
öðrum, að fá þau af þessari
bók. Hún er 138 bls.
Ljóð af lausum blöðum.
Höfundur Ármann Dalmanns
son, 174 bls. Yrkisefnin eru
margbreytileg. Hér eru ekki
nein atómljóð á ferð — allt í
gamla, góða stílnum. Hér er
höfundur, sem vill bæta og
fegra og — vandar búnað ljóða.
Bókaforlag Odds Björnsson-
ar var stofnaö 1897 og er eitt
mesta bókaforlag landsins. Það
lætur aðeins vandaðar bækur
frá sér fara, að efni og bún-
ing. — 1. .