Vísir - 27.11.1959, Page 7

Vísir - 27.11.1959, Page 7
Föstudaginn 27. nóvember 1959 VlSIB Þjóðleikhúsið: Edward sortur mimi eitir Nocl Líinfjl&t/ oej Rohert $í&rl&8j. tcikstgóri tnciriiH Ií ntif/c. Seint er um langan veg aö spyrja sönn tíðindi, svo (. d. ]bað, að fyrir tólf árum hafði komið fram leikrit í Englandi, sem gengið hafði á leiksviði í London í tvö ár samfleytt, og úr því að fréttin hafði borizt, þá skuli það dagfari og náttfari sett á svið Þjóðleikhússins. Þetta ber ekki svo að skilja. að leikritið ,,Edward sonur minn“ eigi ekkert erindi út hingað, að áliti undirritaðs, þetta er dágóður æsileikur, sem hefur nokkra góða kosti. býður Höfundar þessa leikrits eru Afríkumaðurinn Noel Langley og Englendingurinn Robert Morley, sem er sjálfur leikari og lék aðalhlutverkið í þessu leikriíi, bæði í Lonaon og New York. En kunnátta hans og þekking á leikarastarfinu og sviðinu gerir það að verkum, að leikritið er girnileg til fróð- leiks fyrir leikara. Og sú hefur ekki sízt orðið raunin hér og árangur — sérstaklega góður. fágætlega jafngóður leikur. Leikur þeirra Vals Gíslason- Ðr. Larry Parker (Róbert Arnfinnsson) og Evelyn Holt (Regína Þórðardóttir). góðum leikurum upp á tæki- færi, enda mun sú raunin, að þetta er eitt af „uppáhalds- stykkjum“ leikara, og líka sam ið af leikurum, en ekki virki- legum skáldum. Það er m. ö. o. ekki alveg rétt, sem gefið hefur verið í skyn, að hér sé um ekta sorgarleik að ræða. Því er ekki að neita, að regin- djúp er staðfest milli þessa leikrits og ,,Blóðbrullaupsins“, sem Þjóðleikhúsið neyðist nú til að hætta sýningum á (um sama leyti sem L. R. neyðist og til að hætta að sýna hið á- gæta leikrit „Sex persónur leita höfundar“), en „Deleríur og „Tengdasonur“ ætla að ganga endalaust, og mér þykir bara trúlegt, að „Edward“ verði langlífur á sviðinu hér. En ekki kembdi hann hær- urnar eftir leikritinu að dæma. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir einhvers stað- ar. og svo er um margan ung- linginn, þannig fór um „Ed- ward son minn“, leikritinu er víst ætlað að fletta ofan af stjórnlausu eftirlæti og eftir- lætisbörnum. Annars er ekki kafað djúpt í sálfræðilegum skýringum á ýmsu, sem gerðist í- leiknum, svo sem því, að fað- irinn leggur út á glæpabraut til að rísa undir læknishjálp handa syni sínum. Einnig eru endalok Edwards heldur klaufalegur skáldskapur, en svo sem mátulegt fyrir melo- drama. stæði Svein Egilssonar undir' eftirliti Gísla Jónssonar verk- fræðings. Með kærri kveðju. Bindindisfélag ökumanna. Ásbjörn Stefánsson ar og Regínu Þórðardóttur í aðalhlutverkunum, verður þó að teljast það langbezta eftir frumsýningu að dæma. Valur hefur ekki kornið fram á svið- ið svo unglegur i mörg ár. og það hæfir að vísu í uppleiks. en hitt er eins og hafi gleymzt. að Holt ætti eitthvað að eldast á heilum mannsaldri. En leik- ur hans var heill og fjaður- magnaður og ísmeygilegur sem fyrr. Regina Þórðardóttir sýndi enn, að hún er ein af beztu leik konum okkar og dásamlega skemmtilegt að sjá það á ald- arfjórðungsleikafmæli hennar, hve ung hún var í upphafi leiks. Og enginn sýndi rishærri leik en hún í lokin. Þó er leik- tækni hennar með þeim fín- menntaða brag, að hún leiðir hjá sér allar leikbrellur, en mörgum leikurum hættir við að falla fyrir þeirri freistni. Skulu Regínu færðar innileg- ar hamingjuóskir í tilefni af- , mælisins og einlægar þakkir fyrir margar ógleymanlegar stundir á leiksviðinu á liðnum árum. Af öðrum leikurum er sér- stök ástæða til að nefna Rúrik Haraldsson, sem enn vex af leik sinum, og í einu minnsta hlutverki leiksins sýnir Bald- vin Halldórsson á sér nýja hlið, svo sérkennilegt út af fyr- ir sig', að erfitt væri að þekkja leikarann, ef maður vissi ekki hver hann væri. Einnig gerðu þau Margrét Guðmundsdóttir, Klemenz Jónsson, Helgi Skúla- son og Bessi Björnsson litlum hlutverkum sínum mjög góð skil. Og í fáum orðum sagt,, | sést ekki slæmur leikur í þess- um sjónleik. Vlít „alþjóöaþögn um ein- ræöi í Portúgar4. Delgado hershöfðingi, for- setaefni stjórnarandstæðinga í Portúgal, í seinustu forseta- kosningum, dvelst nú á Bret- iandi sem gestur brezkra jafn- aðarmanna. Hann sagði, að stjórnarvöld- in í Portúgal hefðu látið hand- taka 2000 andstæðinga sína, en ofsóknir í Portúgal vektu ekki athygli sem skyldi í öðrum löndum. Vítti hann „alþjóðaþögnina um einræðið í Portúgal“. Um mánaðamótin nóvember desember næstk. Iýkur fyrsta starfsári Byggingaþjónustu Arkitektafélags Islands. Verð- ur hún lokuð í desember, en cpnuð aftur um miðjan janúar 1960 á sama stað, að Laugavegi 18 a. Byggingaþjónusta A. í. hefur verið opin frá því í apríl s.l. vor, við jafna og góða aðsókn og mælzt mjög vel -fyrir hjá al meniningi. Sýningargestir á þessu tímabili eru varlega áætl- aðir um 20 þúsund manns. Hópar iðnskólanemenda sóttu sýninguna í vor og eins nú í haust, og sýndi Byggingaþjón- ustan þeim kvikmyndir við þau tækifæri. Einnig bauð Bygg ingaþjónustan fulltrúum þeim er sátu 21. iðnþing íslendinga í sept. sl. á sýninguna. Kvik- myndir hafa verið sýndar flest miðvikudagskvöld á þessu tímabili, nema hvað hlé varð á þeim sýningum á meðan skipu- lagslikön af Reykjavíkurbæ voru til sýnis. Þeg'ar fyrirtækj- um er hleypt af stokkunum eru alltaf ýmsir byrjunarerfiðleik- ar sem smá yfirsígast, eins er með Byggingaþjónustu A. í. og önnur fyrirtæk i í því efni. I Nokkuð hefur borið á því að skort hafi upplýsingar um ým- j is byggingarefnasýnishorn, sem j á sýningunni eru, en þess er að , vænta að úr því verði bættj strax á næsta ári. I Þegar haft er í huga hve stuttan tíma Byggingaþjónusta A. I. hefur verið starfandi má segja að hún sé búin að ná góðri kjölfestu, eftir þeim mót« tökum að dæma, sem hún hef« ur þegar hlotið bæði hjá al- menningi og byggingarefnafyr- irtækjum Annað stayfsár Bygginga- þjónustu A. f. hefst, eins og áð- ur segir, um miðjan janúar n. k. Hyggst Byggingaþjónustan auka þjónustu sína við almenn- ing á margan hátt Er þar helzt að nefna: betri upplýsingar um byggingarefni, sem á sýning- unni verða, fyrirlestra um byggingariðnað og byggingar- efni, auk þess sem kapppkostað verður að hafa reglulega kvik- myndasýningar um þau mál. Enn fremur er Byggingaþjón- usta A. í. að undirbúa lesstofu fyrir almenning í fundarsal isínum, þar sem greiður að- g'angur verður að bókum og tímaritum um byggingarefni og byggingarlist. Mðfnaruglíngur í slökkvi- liðinu. Hverjir eru slakkviliðsmenn, brunaverðir, stöðvarverðir, varaliðsmenn, aðstoðar- liðsmenn, varðliðsmenn eða ,,brunamenn“? Arnold Holt (Valur Gíslason) og Harry Soames Rúrik Haraldsson). I Svo sem kunnugt er flestum bæjarbúum, eru tvær starfs- mannadeildir innan slökkviliðs Reykjavíkur. I Brunaverðir, sem eru fast- ráðnir starfsmenn, og vinna í vóktum á slökkvistöðinni. :— Brunaverðir eru nú 27 talsins, og hafa með sér félag, er nefn- ist Brunavarðafélag Revkjavík- u.r. Nú stendur fyrir dyrum að ráða* 8 menn til viðbótar í þeirra hóp. Hinn starfsmanna- hópurinn eru svokallaðir slökkviliðsmenn, eða aðstoðar- lið. Þeir munu vera um 40 tals- ins, og eru kallaðir til starfa ef eld ber að höndum, sem álitið er að brunaverðir sjálfir ráði ek'ki við, og þurfi því aukinn mannafla. Þessir menn stunda ýmis störf að aðalatvinnu, iðn- aðarmenn, bifreiðarstjórar, skrifstofumenn o. f 1., og hafa með sér félag er þeir nefna Félag Slökkviliðsmanna. ! í Brunamálasamþykkt fyrir Reykjavik er tekið fram að ' „þeir, sem starfað hafa a.m.k. ; eitt ár í aðsto'ðarliðinu. . . . 'skulu að jafnaði ganga fyrir, þegar ráðnir eru stöðvarverð- ir.“ I Nú, þegar ráða á átta nýja stöðvarverði (brunaverði), hafa nokkrir slökkviliðsmenn sótt um starfann, og telja að þeir eigi nokkurn rétt fram yfir aðra til þess. Bera þeir þar við reynslu sinni við slökkvistörf, sumir í fjölda ára, og svo fyrr- greint ákvæði i Brunamálasam- þykktinni. Að vísu munu þessir umsækendur ekki vera á þeim aldri, sem tilskilin er (22—30 ára), en þeim finnst ekki ó- sanngjarnt að tekið sé nokkurt tillit til starfsaldurs og reynslu þeirra í varaliðinu, enda hafa margir þeirra unnið á sumrum á slökkvistöðinni í afleysingum við sumarfrí. Þess vegna var það að félag þeirra samþykkti nýlega á fundi, að senda bæjarráði bréf, þar sem félagið sem heild mæl- ir með því að tekið sé tillit til reynslu og starfsaldurs þessara rnanna við umsóknir, og var það gert. Nú munu ýmsir bæjarbúar, cg þá ef til vill einnig bæjar- ráðsmenn, vilja ruglast á þess- um tveim starfshópum, bruna- vörðum eða stöðvarvörðum öðru nafni, og hinsvegar slökkviliðsmönnum, eða öðrum nöfnum aðstoðarlið, eða vara- lið. Ög þar sem að brunaverðir eru á annari skoðun hvað við- víkur ráðningu manna í hinar nýju stöður, hafa þeir nú sent bæjarráði bréf, þar sem þeir ,.að gefnu tilefni" benda á að bréfið frá Félagi slökkviliðs- manna sé þeim óviðkómandi. Að vísu hafi félag þeirra enga samþykkt gert varðandS ráðn- ingu nýrra brunavarjða, en Framh. á 11. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.