Vísir - 22.12.1959, Síða 9

Vísir - 22.12.1959, Síða 9
J>riÖjudaginn 22. desember 1959 VfSIfl 1 * á * Jólamarkaðnum * í * ár Ógleymanleg persóna. Ernst Schnabel: Hetja til hinztu stundar. — Jónas Rafnar, læknir, þýddi. — Kvöldvökuútgáfan, Akur- eyri 1959. — Prentsmiðja Björns Jónssonar. Heimsstyjöldin síðari skilur eftir á sviði sögunnar margar ógleymanlegar persónur á sviði stjórnmála og vígvalla og einn- ig persónur, sem urðu þátttak- endur í harmleik styrjaldarinn- ar og urðu fórnir á altari grimmdar og mannúðarleysis. Anna Frank, gyðingastúlkan, er sérstæðust allra þeirra mörgu Gyðinga, sem urðu fyrir grimmdaræði nazismans. Saga hennar nálgast í mörgu að líkj- ast hetjusögum frá fyrri tím- um, hetju- eða helgisögum. Hún er því nútímaleg helgi- saga. Saga Önnu hefur farið sigurför víða um heim og orð- ið hugnæm bókelsku fólki og einnig hefur hún orðið við- fangsefni leikara á sviðum þekktra leikhúsa þar á meðal Þjóðleikhússins hér 1 Reykja- vík. Dagbók Önnu Frank kom út fyrir nokkrum árum hér á landi og varð metsölubók. En bók sú, sem hér um ræðir, er ævisaga Önnu rituð eftir heimildum, sem Schnabel safnaði, bæði eftir fólki, sem þekkti Önnu og ýmsum gögnum sem dagbók- in hefur ekki. Þess vegna er mynd Önnu fyllri í þessari bók, heldur en kemur fram í dag- j bókinni. Eg held, að allir, sem yndi hafa haft af dagbókinni og' séð hafa leikritið hafi enn þá meiri ánægju að lesa Hetju til hinstu stundar. Því bókin er í alla staði hin skemmtilegasta og skilningur höfundarins á persónuleika Önnu og grimm- um örlögum mótar hann skýrt og hiklaust. Kristbjörg Kjeld leikkona, sem fór með hlutverk Önnu Frank á sviði Þjóðleikhússins ritar formála fyrir bókinni. Hún segir: „En eins og svo margt annað athyglisvert og átakanlegt, hverfur það ekki úr huganum aftur, og þess vegna halda menn áfram að spyrja. Hvað tók við er lög- reglan ruddist inn í bakhýsið 4. ágúst 1944 og hvernig var barnið Anna Frank í raun og veru, þegar hún, ásamt for- eldrum og þjáningarsystkinum, hóf dvölina í bakhýsinu? — Þýzkur rithöfundur, Ernst Schnbel, hefur tekizt á hend- ur í þessari bók, sem nú kem- ur út í íslenzkri þýðingu, að svara þessum spurningum. — Hann hefur safnað saman og kynnt sér ummæli og skoðanir þeirra, sem þekktu Önnu Frank í uppvextinum og deildu síðar með henni hinum hryllilegustu kjörum í þýzkum fangabúðun- um. . . . “ Jónas Rafnar læknir þýðir bókina. Er þýðing hans með sama snilldarbragnum og fyrri bækur sem hann hefur þýtt. Er bókin á sérstaklega hreinu cg fögru máli. Eykur það mjög gildi bókarinnar, hve þýðingin er vel leyst af hendi. Bókin er rnjög vel gefin út og er að- standendum til mikils sóma að öllu leyti. Þess er rétt að geta að þessi bók hefur vakið mikla athygli utan lands og selzt í stórum upplögum. Veit eg að íslenzk- ur almenningur metur hana ekki síður, enda er hún þess virði í alla staði að vera lesin og athuguð af gaumgæfni. Jón Gíslason. Veðurspá til áramóta — en vitanlega án allrar ábyrgðar. Veðrið skiptir svo miklu í margbreyttum störfum íslend- inga að fjölda starfandi fólks er það keppikefli að vita sem gleggst um það. Þetta skal nú gert í stórum dráttum að skygnast um hvers má vænta um veðrið til næstu áramóta. í dag höfum við sunnudag- inn 6. desember. Er þá iiðin ein vika af jólaföstu. Ekki er að efa að næsta vika verður góðviðrasöm, eða fyrrihluta Jón Krabbe — Framh. af 4. síðu af því skýrir viðhorfið til lið- inna atburða, en fyrst og fremst er það þýðingarmikið til þess að skilja rás sögunnar og við- horf sem ekki komu fram, vegna ónógra gagna. Árið 1915 voru tilkvaddir þrír menn til samninga við konung í Höfn. Voru það Einar Arnórsson, Sveinn Björnsson og Guðmundur Hannesson. — Gekk þeim málaleitun öll vel í Höfn og komu á samkomulagi. Sneru þeir síðan heim til Is- lands. Þeir sendu konungi skeyti um undirtektir málanna heima. Undir skeytið rituðu þeir föðurnöfn sín í stafrófsröð. Þetta varð til þess að hinn hyggni og ella mjög varfærni maður, Krieger konungsritari, skildi niðurlag' símskeytisins sem tillögu frá tveim hinum síðarnefndu um skipun þess fyrsta sem ráðherra, og á þess- um grunvelli lagði Krieger máiið fjvir koung, og skipaði síðan Einar Arnórsson ráðherra. Svona gat það farið á þeim ár- um i Höfn. Reyndar varð Einar Arnórsson hinn nýtásti ráð- herra og var valið því heppi- legt. En hitt 'er annað mál, að hér var um mistök að ræða að nokkru, enda gefur Krabbe það ótvírætt. í skyn, að Sveinn Björnsson var líklegastur tii ráðherra í þetta skipti. Krabbe minnist oft á Knud Berlín og ritsmíðar hans um ísland og íslenzka réttarstöðu. Kemur þar greinilega í 1 jós, hve Krabbe er íslenzkur að hugsun allri og fylgdi eindregið mál- stað íslands, þótt hann æli aldur sinn allan á danskri grund. Einnig minnist hann á afmælisrit Ríkisdagsins danska og leiðinlegar missagnir, sem þar eru. Væri full þörf að ein- hver fræðimaður tæki þá bók til meðferðar og leiðrétti þær rangfærslur, sem þar eru bornar á borð. Bókinni er skipt í nokkra meginkafla eftir tímabilum. Þeir eru 1899—1903, Inngang- ur. íslenzka stjórnardeildin í Höfn, 1903—1918, Heimastjórn, 1918—1939, Sambandslögin, 1939—1944, Siðari heimsstyrj- öldin, 1940—1944, Skilnaður- inn við Dani, 1944—1953, Sögu- lok. Auk þess eru prentuð mörg fylgiskjöl og nafnaskrá. Eins og framangreind upptaln- ing sýnir er efni vel skipað niður og bókin spennir yfir rúma öld. Sagari er slungin sögu og sigrum íslands á mesta framfaratímabili í sögu þess. Pétur Benediktsson þýddi bókina úr dönsku. Virðist mér þýðingin mjög góð. Málið er I létt cg frásögn öll ljós' og skýr. Bókin er vel skipulögð og lýs- ingar hennar ljósar, en sérstak- jólaföstunnar, en þegar vikunni næstu sleppir, er óhægra að segja ákveðið um veðrið. Mætti búast við breytilegri veðráttu og vænta snjókomu að ein- hverju leyti. Er ekki óliklegt að jólin verði hvít. Það mun þó ekki standa lengi, því frostlítið verður allt til áramóta, og líklega einnig fyrstu daga nýja ársins, 1960. j Stórstraumurinn á gamlárs- dag gæti valdið skaða og skemmdum. Er líklegt að stormasamt verði um áramótin. Síldveiðarnar. Öll sólarmerki eru um ágæta síldveiði fram að áramótum og máske lengur. Mun það koma í ljós, að reikna má með annari síldarvertíð sunnanlands ekki ógjöfulli en norðanlands. í framtíðinni verða Grindavík, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjar aðal sildar- bæirnir sunnanlands. Gætu orðið einskonar Siglufirðir á Suðurlandi. Nauðsynlegt er að geta flutt út sem mest af Suð- urlands-'1^ ísvarinni og hrað- 1:j. tii. — þann hátt rúlla pen- ir.rr—nir. örast og Suðurlands- síldin ummyndast í harðan gjaldeyri á nokkrum dögum; segjum hálfum mánuði eftir að skriður er kominn á. Með þeirri reynslu og tækni, sem við nú höfum fengið við síldveiðar sunnanlands ættu síldveiðarnar þar að verða ein öruggasta auðsuppspretta og styrkasta stoð sjávarútvegs- ins. Arn. lega þegar hann lýsir stjórn- málamönnum. — Lesandinn kynnist hér fáguðum lýsingum á mönnum og málefnum, mönn- um, sem allir hafa áhuga á að kynnast. Þessi bók er því bók sem allir ættu að lesa. Eg tel hana hiklaust með merkari bókum, sem komið hefur út á síðustu árum, bæði sem ævi- sögu og þátt úr sögu íslands. Jón Gíslason. TÖKUM AÐ OKKUR að hreinsa og bóna bíla fyrir jói. Opið frá kl. 8—22. BÍLSKÚRINN, HRINGBRAUT 107 keyrt upp í sundið. WSLT0N GÓLFTEPPI gegnum ofið, vandað og sterkt teppi, stærð 3X4 m. til sölu, i W verð kr. 3800,00. Hringbraut 445, 3. h. Almannatryggingarnar í Reykjavík Bætur verða ekki greiddar milli jóla og nýárs og er þvi óskað eftir, að bótaþegar vitji bóta hið allra fyrsta og eigi síðar en 24. þ.m. • TRYGGINGARSTOFNUN RÍKISINS. ÍBIÍÐ ÓSKAST Mig vantar 2ja til 3ja herbergja íbúð, fyrst í janúar fyrir barnlaus hjón. Ingvar Vilkjálmsson Sími 1-5709. K 0 NI Höggdeyfar Þessir viðurkenndu stillanlegu höggdeyfar fást venjulega hjá okkur í margar .gerðir bifreiða. Útvegum KONI liöggdeyfa í allar gerðir bifreiða. SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. Jóla-telpnakjólar seldir ódýrt fyrir jólin. Einnig telpnakápur. KÁPUSALAN, Laugaveg 11, efstu hæð. — Sími 1-59-82. PÍANÓ - PÍANETTA Albert Finger píanóverksmiðjan er stofnuð 1887, enda hljóðfærin vísindalega byggð, falleg og vönduð. Hljóðfæri frá vei'ksmiðjunni eru fyrirliggjandi. Einnig notuð píanetta. Helgi Hallgrímsson, Ránargötu 8, sími 11671. TILKYNNINC j frá Hitaveitu Reykjavíkur Ef alvarlegar bilanir koma fyrir um hátíðarnar, verður kvörtunum veitt viðtaka í \ f síma 153 59 ki. 10-14 HITAVEITA REYKJAVÍKUR.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.