Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 23. desember 1959 VÍSIR 7 Mörg hundruð svör bárust með ráðningu á jólakrossgátu Vísis, sem birtist í jólablaðinu, og var stöðugur straumur bréfa með ráðningum á skrifstofu blaðsins. Allflestar ráðningarn- ar voru réttar, en margar þó, sem í voru ein eða tvær villur, en það nægði til þess að þær komust ekki í úrslit. f gærmorgun var svo dregið um það, hver skyldi hljóta verð launin. Upp kornu þrjú nöfn, og hlaut fyrstu verðlaun Heið- ar Marteinsson, Hraunteig 26, Reykjavík, önnur verðlaun Guðlaug Magnúsdóttir, Jaðri, Höfnum, Gullbringusvslu, og þriðju verðlaun Jafet Ólafsson, Mévahlíð 14, Reykjavík. Mörgum er ef til vill dálítil forvitni á því að hitta þau að máli, sem verðlaunin hlutu, og „heyra í þeim hljóðið“, ekki vegna þess að þau muni í vand- ræðum með að koma aurunum fyrir kattarnef núna fyrir jól- in, heldur máske frekar spyrja þau dálítið um leikni þeirra í krossgáturáðningu, og hvort ekki megi eitthvað af þeim læra, því víst er að þó sumir fussi og sveii þegar á krossgát- ur er minnzt, þá eru þær þó að mörgu leyti bjálfandi fvrir hug ann, og stuðla að aukinni leikni í málinu og meirí orðaforða. Þess vegna var það, að ég hugð- ist ræða við þetta hamingju- sama fólk. Auðvitað byrjaði viðtalsferð- in á því að hitta Heiðar, sem vann hin glæsilegu fyrstu verð- laun. Mér var sagt að hann ynni hjá SÍS í Austurstræti. og þess vegria var það að ég labb- aði af stað niður Bankastræti áleiðis þangað. Eg hafði varla sefið mér tóm til að fara nokkuð niðúr í bæ- inn þessa dagana, og var þess vegna ekki farinn að venjast jólaösinni í miðbænum. Eg varð að snúa mér frá vinstri til hægri, stanza og ganga til hlið- ar, smeygia mér á ská milli ; kerlinga, karla, barna og gam- almanna. allir með pakka off ' pinlda í fanginu, tevmandi j krakka. ýmist hágrátandi eða galandi — Mamma, kauptu harida mér bíl —. Eg var því orðinn hálf þreytt ur á látunum. þegar ég var kominn niður Bakarabrekkuna, og hugðist hvíla mig andartak með því að skreppa inn á pylsu- barinn þar og fá mér smánær- ingarbita. Ekki tók þar betra- við. Þar varð ég.að troða mér innan um skvísur og gæja, pæjur og froska, etandi tuggu- gúmmí og pulsur, drekkandi hyrnupiss og kók og kjaftandi ' látlaust. út um vinstra munn- vikið. Eitt af því fyrst.a, sem ég gat greint i öúu masinu var há og skerandi rödd, sem hróp- aði skýrt og greinilega: — Eg , ætla að fá eina pilsu með simmedi. — Eina pilsu me ; simmedi. —- Röddin kom frá á að giska sev ára snáða. sem stóð við afereiðsluborðið og teygði hendina uop á bað, og héit krampakenndu taki utan . um tikall. ,,Já, bíddu rólegur vinur. Það kemur bráðlega að því.“ „Já.“ — „Eina pilsu me simmedi.“ - Og loks kom að því að dreng- úrinn fékk afgreiðslu. Um það bil,. sem afgreiðsluskvísan ætl- aði að fara að rétta honum óskagripinn, heyrðist ámátlegt sírennuvæl fyrir utan og allir þustu út að glugga. Snáðinn gleymdi alveg pylsunni og smeygði sér milli fótanna á fólkinu út að glugga. Það væri aldeilis óhæfa að láta slökkvi- liðið þeysast framhjá án þess að horfa á það spana í gegn um I umferðina. Eg hélt áfram niður í SÍS. Hgiðar Marteinsson vinnur í kjallaranum á lagernum. Mér var vísað út í bakdyragang, og þar tróðst ég framhjá kössum og pökkum þar til kom að nið- urgangi. Þar hinkraði ég við þangað til Heiðar kom upp. „Jæja, þai- kom að því að ég ; hafði heppnina með mér.“ „Gerirðu þetta oft?“ „Þetta? Já, senda krossgátur, meinarðu. O-nei, ekki hef ég gert mikið af því, og þó .... “ Eg var í Vestmannaeyjum, og jvar þar á sjónum. Það gefur manni engan frítíma til áhuga- ' mála.“ „Ertu þá Vestmannaeying- ur?“ „Nei, Reykvíkingur í húð og hár, en fór til Vm. til að stunda sjóinn.“ „Háseti?" „Nei. Stýrimaður. Hef 120 tonna réttindi. „Og nú ætlar þú alveg að hætta því, eða hvað? Er ekki mikið meira upp úr því að hafa en þessu?“ „Jú, það er nú ekki sambæri- legt. Eg var samt orðinn hálf- þrej'ttur á sjónum.“ „Ertu kannske að læra eitt- hvað meira hérna?“ „Já. Eg er.nú að lesa. Hvern- ig sem það fer.“ „Hvað lestu?“ ungs og myndarlegs sjómanns. En svo fór samt. Þar hitti hún hann Jón. Jón Borgarsson fullu nafni, og þau felldu hugi sam- an. Þau voru síðan pússuð í það heilaga, og eiga nú sex ára son. „Og hvernig kunnið þér við yður þarna syðra?“ „Alveg prýðilega. Það er ó- sköp svipað umhorfs hérna núna, eins og þegar ég kom hér fyrst. Nú er nóg að gera í síld- inni, og allir vinna í henni, sem vettlingi valda.“ „Glímið þér oft við ltrossgát- ur?“ „Já, það geri ég. Eg hef raun- ar tvisvar unnið verðlaun áð- ur. . . .“ —v— „Halló!“ „Já, halló!“ „Er þetta í Mávahlíð 14?“ ,, J a. fii.i . ©gj kruss 66 Krossgáiur «« ..piilsur mcA sinimedí* Heiðar Marteinsson hefur lítinn frítíma. „Þú hefur að sjálfsögðu á- nægju af að ráða þær?“ „Já, mér þykir gaman að þvi. Maður hefur bara aldrei tíma til neins. Það er svo sjaldan að maður hefur frístundir til að sinna áhugamálum, nema þá helzt upp á síðkastið.“ „Nú, er það alveg öfugt hjá þér. Þú virðist hafa minna að gera núna í jólaösinni?“ „Já. Ja, eg á nú ekki bein- línis við það. Eg hef sko verið í annari vinnu, og þar var ekki fyrir að fara frítímanum." „Hvers konar atvinna var það?“ „Eg hef verið á sjónum und- anfarið.“ „Nú. Þú ert þá nýbyrjaður hér?“ „Jár ég er ekki búinn að vera hérna nema í nokkrar vikur. I „Eg veit ekki hvort maður á að vera að nefna það opinber- lega, ef það skyidi svo ekki heppnast. Eg er í loftsiglinga- fræði.“ „A-ha. Tilvonandi flugmað- ur?“ „Það er ómögulegt að reikna það út. Við skulum vona það.“ „Ert þú ekki fjölskyldumað- ur?“ „Jú. Það er að segja ég er giftur, en barnlaus." „Svo við vendum kvæði okk- ar í kross og ræðum dálitið um krossgátur. Ertu með dellu?“ „Nei, ég er ekki með dellu," segir Heiðar og hló við, „en ég hef gaman af að ráðá þær, og geri það alltaf, þegar ég næ í þær. Þær eru þjálfandi fyrir hugann, og hvílandi. Annars hefur maður svo lítinn tíma í svoleiðis útúrdúra," „Nei, ég skil það mætavel, þegar þú ert búinn að segja mér um þína hagi. Það fer að sjálfsögðu mikill tími í nám- ið . . “ „Já. Annars var hún frekar auðveld, þessi.“ j „Eg reikna með að aurarnir fyrir gátuna fari beint í jóla- giafir, þótt upphæðin sé ekki há?“ „Já, þú mátt bóka það . .. . “ ’ Önnur verðlaun voru suður í Höfnum, svo ég varð að not- ast við símann til að tala þang- að. j Guðlaug Magnúsdóttir er 24 ára húsfreyja í Höfnum. Hún fór þangað frá Reykjavík fyrir nokkrum árum siðan, til að ' stunda þar vinnu eins og fleira fólk. Ekki grunaði hana þá, að þar biðu hennar örlög í mynd Jaffi býður öllum gleðileg jól. „Er Jafet Ólafsson heima?“ „Hann Jaífi? Já, augnablik." — Jaffi! Jaffi! J-A-F-F-I! Síminn! — „Halló!“ „Er það Jafet Ólafsson?“ „Já.“ „Þú hefur unnið þriðju verð- laun í krossgátukeppninni.“ „Já.“ „Hvað ertu gamall, Jaffi?“ „Átta ára.“ „Finnst þér ekki gott að fá hundrað kail til að kaupa jóla- gjafir fyrir?“ „Jú.“ „Hlakkarðu ekki til jólanna?“ „Jú.“ „Ertu oft að ráða krossgát- ur?“ „Sjaldan.“ „Áttu systir?“ „Bróðir. 15 ára.“ „Komdu nú niður á af- greiðslu Vísis, Jaffi minn, og náðu þér í hundrað kallinn, svo þú getir farið að kaupa jóla- gjafir fyrir hann.“ „Já. Bless.“ „Bless, Jaffi.“ „Heyrðu!“ I „Já.“ i „Gleðileg jól.“ „Gleðileg jól, Jaffi.“ ÞGrstelnn sýs!uma5ur — ÍFrh. af bls 7t menningarhlutverki. Hann hef- ur ekki aðeins fengizt við þýð- ingar erlendra snilldarverka og skrifað ágætar fræðibækur, • heldur hefur hann unnið ís- lenzkri menningu það gagn að forða frá glötun ýmsum göml- um skræðum, sem flestum fannst litt um í æsku hans og uppvaxtarárum, en síðar kom- ið í ljós að af þeim skræðum sumum hverjum voru naumast til önnur eintök í landinu. — Kom svo að Þorsteinn eignaðist verðmætara bókasafn.heldur en nú mun vera í eign nokkurs ís- lenzks manns annars. Eru í safni hans svo verðmætir hlut- ir, að ráðamenn þJjóðarirlnar ættu ekki að skoða hug sinn um að kaupa það og geyma, sem eins konar varasjóð Landsbóka- safnsins. Að lokum þetta: Þorsteinn er sjálfur hafsjór af fróðleik og megi honum endast aldur til að skrá sagnir og minningar sem ella færu I glatkistuna. _______ Þ J- i ísi. myndðlstarsýningln í Póllandi. Islenzk myndlistarsýnlng var | opnuð £ Karká í Póllandi 5. nóvember sl. Hafa nú borizt ! umsagnir blaða þar í borg um sýninguna. I „Gazeta Krakowska“ segir L. Przybylski m.a.: „Við höf- um til þessa varla vitað neitt um íslenzka málaralist. Við gátum aðeins átt von á að finna þar ýmis einkenni svipuð þeim, er við höfum vanizt í skandi- navískri list, sem við köllum . svo, (sænskri og norskri). Það- sem eg á við, er annars vegar symbolisminn og expression- isminn hjá Munch og hinsvegar naturilismi Vigelands (runninn af rótum dulhyggju). En íslenzka sýningin leiddi einmitt hið gagnstæða r ljós, og kom það mjög á óvænt. í stað þess að finna einkenni þau, sem áður getur, stóðum við and- spænis þróttmikilli málaralist, er fer sínar eigin brautir og þótt undarlegt megi virðast, mjög svipaðar þeim, sem við þekkjum úr okkar list.“ Guðlaugur Davíðsson, múrarameistari, Gretdsgötu 33 B, er fimmtugur í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.