Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Þriðjudaginn 22. desember 19£9 • • • \hvian dot'nell: B P E N N A N D 1 e«o O O s A K A M Á L A S 16 „Já, lögreglustjóri Það er það. Eð'a var það, að minnsta kosti.“ „Fyrst þér hafið tryggingarskjalið, ætti þér þá aö kæra fyrir vátryggingarfélaginu?“ „Nei, Eg get ekki gert kröfu. Perlubandið er ekki í mínum höndum. En eg held því fram að eg eigi perlubandiö, það er ráð- legging lögfræðingsins míns.“ Hr. Pharaoh brosti. „Lögreglan getur unnið ein að þessu.“ Bompard stóð upp. „Þakka yður mikillega fyrir, hr. Pharaoh. Nú held eg að við gefum yður leyfi til að njóta hvíldar í sólinni.“. Hr. Pharaoh tók í hönd hr. Bompard og einnig tókst hann í hendur við hinn glæsilega unga hann og fór svo aftur út á svalirnar. „Jæja,“ sagði hann og brosti. — „Þeir voru töfrandi og þetta var auðvelt.“ „Þessi, sem var nærri búinn að ganga ofan á mig, hlýtur að hafa tapað vinnu sinni sem kvikmyndastjarna," sagði Francine. Hr. Pharaoh starði á hana. „Hamingjan góða, tókuð þér ekki eftir því að hann gekk út á svaliriiar?“ Hr. Pharaoh hristi höfuðið. „Þér megið ekki einbeita yður svona fast. Þér eigið bara að sitja héma í sólunni og láta alla vöðva hvíla sig.“ Bampard stanzaði andartak efst upp í stiganum. „Hver var á svölunum?" „Ljóshærð stúlka.“ „Eg hefði átt að vita það. Þaö eru alltaf ljóshærðar stúlkur á svölunum í Napoleonsgistihúsinu.“ „Hún er svo falleg,“ sagði Coyninugham og andvarpaði. „Og það er í annað sinn sem eg sé hana í dag.“ Bompard leit á hann. „Hún er svo falleg,“ sagði Coyningham og andvarpaði. „Og Eg ætlaði að reyna að ná í hana, en þá kom annar náungi og gerði kröfu til hennar.“ „Lofið mér að gefa yður viðvörun," sagði Bompard. „Þér getið ekki „náð í“ ljóshærðar stúlkur meðan þér eruð í lögreglunni.“ „Að hugsa hér,“ sagði Coyningham,“ aö hafa stefnumót fyrir morgunverð! Svoleiðis stúlka hefur mig alltaf langað að ná í.“ Dante fór inn í bíl hennar orðalaust og Francine var þögul er hún ók bílnum upp sneiðinginn hjá Californie og upp á tind hæðarinnar. Hún kveikti sér í vindlingi og smellurinn í kveikj- aranum var hið eina hljóð, sem heyrðist í skóglendinu. Dante leit niður og á flóann er hann rnælti: „Svo þér fenguð honum perlubandið?“ Þegar hún talaði var rödd hennar róleg. „Dante, munduð þér stelá frá barni?“ ,,Frá barni. Nei. Hvers vegna?“ „Þetta er það eina sem hann á, Dante, Sheba-perlubandið. Hahp á ekkert annað.“ „nfamma mia!“ Hann hló mjúklega er hann lét þessa frétt úp hinn mikla hr. Pharaoh jafna sig í huga sínum. „Mamma nfia! Eg verð að fara í kvikmyndahús aftur!“ „Þaö er gagnslaust að láta þetta brenna gat í huga sinn.“ ;„Það hefur brunnið allan morguninn,“ sagði Dante. „En þá fór hugur minn að starfa aftur.“ Hann brosti. „Hann fór að telja af nýju og eg lagði saman og komst að því að eg gat fengið upp úr því, töluverða upphæð.“ Hann leit á hana háðslega. „Það er að segja, nema þér felið Madame Olgu i þessari kvikmynda- sögu, sem þér lifið þarna í Napoeleons-gistihúsinu.“ „Madame Olga kemur ekkert við kvikmyndasögunni — hvað eru þér að hugsa um?“ Hann sagði henni frá því, hægt og gætilega, hann hafði hugsað sér það yfir níu eða tíu bollum af svörtu kaffi, á löngu og heitu s.íðdegi. „Allt sem eg þarf að fá,“ s'agði h.ann „er svolítil heppni og þá verður þetta allt eins og sæ.tasta hunang ef þér viljið gera það, sem eg bið um.“ Hún kveikti í öðrum vindlingi tii að hugsa sig um. Þá heyrðu þau fyrir neðan, í fyrstu rólega eins og suðu í ágúst-bíflugu, en síðan hávært og reiðilegt eins og tíger urraði og bíll æddi upp sneiðiriginn. Ekkert heyrðist í þungu gullnu Ijósi kvöldsins nema öskur vélarinnar í bílnum. Dante sat kyrr eins og þaninn strengur og hlustaði, hún fann að hann titraði er bilinn kom upp á hæðina, fnæsandi og urr- andi í rökkrinu. Hún var sjálf gagntekin er þau biðu eftir að hið reiö'a tígrisdýr kæmi æðandi að. þeim út úr húminu. Og svo kom urrandi tígrisdýrið í sjónmál í ljósaskiptunum, blár reyk- u.rinn gaus aftur úr þvi, og er þaö skaust fram hjá, leit hún á númerið, sem var skráð með stórum hvitum tölustöfum og hún sá ökumanninn lúta yfir stýrið. „Hver er í vagninum?“ „Mondrago. Hann er að reyna vagninn. Eg vissi að hann var i Cannes. Hann er að æfa sig fyrir aksturinní Milano í næstu viku, á þriðjudaginn." „Og þetta er það eina, sem yður langar til, alltaf, er ekki svo Dante?“ „Jú.“ „Jæja, gott. Eg ætia að' gera það, en eg hefði ekki gert þaö nema af því að þessi kappakstursvagn kom hingað upp. Eg sá hvernig yður varð við. Mér varð líka mikið um það — það var eins og rautt tígrisdýr kæmi út úr húminu.“ Hún hikaði andar- tak. „En eg geri það aðeins á einn veg. Að þér komið yður undir stýri að Monza og látið þetta allt að baki yðar eins og reykinn úr útblásturspípunni. Allt, sem þér þarfnist, er að fá einn góðan kappakstur og þá mun enginn spyrjast fyrir um það hyað' þér hafið gert þangað til. Þér kannske drepið yður á því, en þér deyið þá hreinn að minnsta kosti.“ „Gott og vel. Ef þetta verður úr, sem eg ráðgeri, þá hefi eg nóg til þess að fá mér einn eða tvo kappakstursbíla, og nægilegó til þess að aka þeim þangað til mér tekst eða ekki.“ Dante hlo óstyrkur. „Eg get ekið — Þaö vitiö þér.“ „Eg veit þaö. En eg vil hafa loforð yðar fyrir því.“ Hann rétti henni höndina og hún fann hvernig taugarnar í lófa hans tiruðu. Hún henti á burt vindlingnum sínum en setti bílinn í gang. „Hvað eru þér að hugsa um?“ ,,Karlmenn,“' sagði hún. „Perluband og kappakstursbíl.“ Hún setti bílinn skyndilega í gang og hann rann af stað. Vélin malaði þægilega er þau runnu niður á við i fjólubláu húmi kveldsins. Coyningham var að bjóða Bompard góða nótt er bíllinn kom ofan hæðina og inn í umferðastrauminn 1 aðalstræti Cannes. Hann hikaði viö meðan hann athugaöi hversu kunnáttusamlega Francine rann inn í vagnastrauminn og þó tók hann eftir far- þega hennar og ávarpaði Bonpard. „Það er sú ljóshærða aftur!“ Bompard leit á hann. „Sú ljóshærða af svölunumi Og hún er með náunganum, sem hitti hana í morgun." „Þekkið þér hann?“ i „Nei. En eg þekki andlitið' á honuin og eg veit hvaða gistihúsi 4 KVðLDVÖKUNNI i" I. = c-l = ^ NHMhjf Það var mikil keppni í París, og Francoise Decate var kjorin ágætust ung stúlka til að reka heimili. Þessi bláeygða og dökkhærða stúlka lét keppinautana langt að baki sér því að hún mat- reiddi góða máltíð' fyrir 4 og kostaði máltíðdn aðeins 15 danskar krónur. Og svo eru hér spurningar sem hún svar- aði: „Hvað kostar rafmagn í kíló- vatt stund? Hvernig nær mað- ur varalit úr fötum sínum? Hvað mikla mjólk á unglingúr að drekka á dag? Ef opnuð er niðursuðudós og blásturshljóð heyrist þá — er þá eitthvað að því. sem í dósinni er? Fyrst gafst Laurence Oliviér upp og nú er það Basil Rath- bone. Hann var mótstöðumað- ur sjónvarpsins, en keraur nú heim frá Bandaríkjunum (þar sem hann hefir átt heima í 20 ár) til þess að taka þátt í röð af sjónvarpsútsendingum. — Hann á líklega að byrja með því að leika sitt gamla glæsta hlutverk Sherlock Holmes. Það hlýtur að vera undarlegt fyrir hann að minnast þess sem hann sagðd fyrir fám árum: „Sjónvarpið — þetta óvel- komna barn leiklistarinnar, sem hefir stolið bæði frá kvik- myndum og sjónleikjum, en hefir aldrei sjálft skapað neitt!“ Margir hafa orðið að kingjá fyrrverandi orðum sínum! m R. Burroughs - TARZAIM 3160 “TrlE TíSEK. HAS SF'OTTCP’ USý TWE APE-MAM SKIMt.'/. . "'SST VCUK PiSTOLS ÍSEAP V ! ' TMe NATUEALISTS OSEYEP BUT SCON CKIEP OUT IN ÞESFAIK.— TWEIfl WEAPONS WEKE STILL WATEK-SOA1CEI7! Tígrisdýrið er búið að tilbúin, sagði Tarzan. — En j finna okkur. Hafið vopmn byssur þeirra og skotfæri voru enn blaut cg Tarzan var nú einn með tbogann gegn dýrinu. Rugguhesturinn vinsæii Þetta skemmtileg leik- fang er nú aftur fáanlegt hjá okkur. Stór og sterkur rugguhestur 1 ýmsum fal- legum litum er uppáhalds- gjöf barnsins. — Fæst a'ð- eins í verzlunum okkar. VerzBiiTiisi R Í M Njálsgötu 23, sími 17692. Laugavegi 64, sími 12770.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.