Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 23. desember 1959 VZSIB un hennar: hræðsluna. Eg er yiss um að að því mun koma, að ég missi baeði lííið og vitið í baráttunni við þessa forynju: IIrceðsluna.“ Eg komst að því seinna, af Jiendingu að heita mátti, að enn fleira af undarlegum hugrenn- ingum hreyfðu sér í huga hans. jEIann hafði ýmsar hjátrúar- blandnar hugmyndir um dval- arstað sinn, — en þaðan liafði hann ekki hreyft sig árum sam- an, — talaði meðal annai’s um að þessi gamla höll orkaði á sig, svo sem væri hún með nokkrum hætti lifandi vera, að sér fyndist hún halda sér í greip sinni, þessir gráu veggir, þessir smáu tuirnar, hallarsík- ið, sem höllin speglaðist í höfðu mótað hann með ein- hverjum ólýsanlegum 'hætti jeftir sér, orðið svo að segja þluti af honum sjálfum. Hann játaði þó, en raunar jneð semingi, að aðrar og miklu skiljanlegri orsakir væru til þess þunglyndis sem hann bar, en það var sjúkdómur systur hans og væntanlegur idauði hennai', en systirin vai’ honum mjög samrýmd, og hafði verið hinn eini félagi hans svo árum skipti, og engan annan ættingja átti Irann á lífi. „Þeg- ar hún deyr,“ sagði hann beizk- lega, „verð ég einn eftir af þessari gömlu ætt, Usherætt- inni, sem mun deyja út með mér. í sömu svifurn gekk lafði Madeline (svo hét hún), gegn- um salinn þai- sem við sátum, en vegna þess að skuggsýnt var, en salurinn stór, sá hún mig ekki né kom að heilsa mér. Mér varð ákaflega bilt við að sjá hana, þó ég sæi enga á- stæðu til þess. Mér fannst ég- stirðna upp, meðan ég horfði á hana hverfa út um dymar, en ekki hafði hurðin fyrr lokazt að baki hennar, en mér varð litið spyrjandi á bróður hennar •— en hann hafði hulið andlitið 1 höndum sér, og hinar hold- dregnu hendur hans voru enn hvítari en annars, og um greip- arnar hnigu mörg og þung tár. Enginn Iæknir hafði skilið, hvað gekk að lafði Madeline, hún tærðist upp, dauf og hljóð, og stundum fékk hún köst sem minntu á flogaveiki. Fram að þessu hafði hún verið á fótum við og við, en þetta kvöld lagð- ist hún banaleguna og mér skildist þegai', að ég mundi ekki sjá hana framar á lífi. Nokkrir dagar liðu, svo að hvorugur okkar minntist á hana en þó vorum við alltaf saman, og ég var að reyna að hafa of- an af fyrir vini mínum. Við vorum að teikna og mála og lesa saman eða ég var að hlusta, eins og í draumi þó, á hljóðfæra leik hans. En því betur sem ég kynntist honum því betur sá ég hversu vonlaust verk það mundi vera, að létta þessum sálarsorta, sem í honum bjó, og var svo bundimi persónuleik hans, að hann vai'ð ekki frá honum skilinn, og' brá sívax- andi hryggð á alla hluti nær og fjær. Hún mun fyjgja mér alla ævi, endurminningin um þessai' al- vöruþrungnu stundir er ég dvaldist einn með húsráðanda Usherhallarinnar. Samt mundi mér veitast erfitt að svara því hvernig var háttað þeim rami- sóknum og æfingum, við höfð- um með höndum, en hann stýrði þeim og leiðbeindi mér. Það hvíldi yfir því öllu vofu- legur bjarmi af hástermndu hugsæi. Lögin, sem hann samdi um leið og hann lék þau, munu ætíð hljóma fyrir eyrum mér. Mér er í minni hin annarlegu útfærsla hans á hinum trjdlta síðasta valsi von Webers. Mál- verkunum sem hann vann að og breyttust undir hendi hans í eitthvað ólýsanlegt, sem hrelldi mig því meira sem ég vissi minna um það hverig á því stóð að þau gerðu það, — þessum málverkum á ég engin orð til að lýsa hversu lifandi sem þau annars standa mér fyr- ir hugsjónum. Ef nokkur maður hefur nokkru simii mál- að hugmynd, þá var það Rod- erick Usher. Samt ætla ég af veikum mætti að reyna að segja frá einni af þessum hugmyndum hans sem hann lét birtast á lérefti. Það var Lítil mynd af afar löngum neðanjarðargöngum, ferstrend- um, veggirnir lágir, sléttir, hvít- ir og hvergi nokkur misfella eða skreyting. Svo virtist sem lægju þeir mjög djúpt í jörð. Hvergi sáust neinar dyr, né varð vart við neinn ljósgjafa, en samt var allt laugað björtu Ijósi, ólýsanlegu annarlegu. Og svo var það eitt kvöld, er hann hafði skýrt mér frá því formálalaust að systir sín væri skilin við, að hann sagðist aetla að láta líkið standa uppi í hálf- an mánuð áður en það yrði MedíintiV Ff'ltwtfs wslcnshru stúrhunpntnnn« óila í/i&iliplauiniun iínum uin (and aiit Cjle&ilec^ra jóía ocj, mjáró og jjaltla uúiíiptin a liinit íiÉna ári. jarðsett í kirkjugarði í einni af hinum mörgu hvelfingum imi- an útveggja hallarmnar. Ástæð- unmn til þessara ákvörðunar dirfðist ég ekki mótmæla. Þær voru hinn óvenjulegi sjúkdóm- ur systurinnar, nærgöngular og áfjáðar spurningar af hálfu læknanna, og ekki sizt það, að ættargrafreiturinn var mjög langt í burtu. Ég get ekki neit- að þvi, að með tilliti til and- litssvipsins á þessum skugga- lega manni heimilislækninum, sem ég mætti í stiganum dag- inn sem ég kom, hafði ég enga löngun til að mótmæla því sem fannst vera skaðlaus og að engu leyti óeðlileg varkárni. Samkvæmt beiðni Ushers hjálpaði ég honrnn til að undir- búa þessa bráðabirgðargreftr- un. Þegar búið var að kistu- leggja, bárum við tveir einir kistuna niður í hvelfinguna, þai' sem hún átti að hvila. Hvelfingin, sem við settmn hana í (það var svo langt síð- an hún hafði verið opnuð, að við sjálft lá að slokknaði á blys- unum okkar, og gátum við lít- ið séð), var þröng, rakafull, og' koldimm, og djúpt grafin niður undir höllinni beint niður af herberginu sem ég svaf í. Það var auðséð, að á fyrri öldum hafði hún verið notuð fyrir dýflissu, en seinna til að geyma þar púðurbirgðir, eða önnur mjög eldfim efni, því nokkuð af gólfinu, og öll göngin sem að henni lágu, voru vandlega þiljuð koparflögum. Hurðin, sem var úr járni, virtist gerð svona með tilliti til eldhættu. Það urgaði dimmt í hjönanum þegar hún vár opnuð. Þegar við höfðmn Iagt af okkur þessa sorgarbyrgði á þessum hi-yllilega stað, lyftum við lokinu af henni til hálfs, og litum framan í þá sem þar lá. Fyrst af öllu tók ég eftir hve gagnlík systkinin voru, og Usher, sem líklega hefur séð hvað ég var að hugsa, sagði eitthvað um það í hálfum lrljóð um, að þau hefðu verið tvíbur- ar, og eitthvert því nær óskilj- anlegt samband milli þeirra. En ekki horfum við lengi á lík- ið, því að okkur sótti lotningai’- blandinn ótti. Veikindin, sem höfðu lagt hana í gröfina svona unga að aldri, höfðu skilið eft- ir á vöngum hennar daufan roða, svo sem venja er til um flogaveiki, og þetta grunsam- lega bros, sem er svo óttalegt á dauðs manns andliti. Við sett- um lokið á, og skrúfuðum -það fast, lokuðum vel járnhurðinni og fórum aftur upp í þessa auðu sali, sem voru nærri því jafn skuggalegir og ömurlegir og grafhvelfingin og kjallara- göngin. Eftir að nokkrir beizkir sorg- ardagar voru liðnir, varð sýni- leg breyting á vini mínum, því, að honum var enn brugð- ið. Hann sinnti ekki lengur neinu verki. Hann ráfaði eirð- arlaus milli herbergjanna, til- gangslaust, hröðum, ójöfnum skrefum. Fölviim á andlitinu vaf órðinn, ef Unnt vai', enn nábleikari, — en ljóminn í aug- unum var slokknaðm'. Það brá ekki lengur fyrir þessari hæsi í röddinni, en í staðinn vai' kominn í hana skjálfti, eins og af hinni mestu skelfingu. Stund um fannst mér sem hann byggi yfir einhverju hræðilegu leynd- 1 armáli, sem hamr skorti kjark til að gera uppskátt. En stund- um þótti mér líklegra að þetta væri ekki annað en brjálsemi, því hann gat staðið tímanum saman og horft fram fyrir sig eins og hann væri að hlusta eftir einhverju semlivergi væri til nema í ímyndun hans. Það var engin furða þó að þetta hefði áhrif á mig. Mér fannst þessi skelfing læðast að mér, •hægt og bítandi. Þó náðu þessar tilfinningar ekki fullu taki á mér fyrr en á sjöunda eða áttunda degi eftir að við bárum líkkistu lafði Madeline niðm' í hvelfinguna undir höllinni. Eg var háttað- ur, en gat ekki sofnað — hver klukkustundin af annarri leið. Eg barðist við að hrinda þessu frá mér. Að lokum tókst mér að telja mér trú um, að þetta stafaði að mestu, ef ekki öllu, leyti af því, hvað húsgögnin væru dökk og skuggaleg, vegg- tjöldin svartleit og slitin, auk þess sem þau voru byrjuð að blakta til og frá fyrir vaxandi stormi, og þau slógust óþægi- lega við höíðagaflinn á rúminu, En ég gat ekki staðið á móti þessu. Hrollur fór um mig all- an, og að síðustu fannst mér sem farg hvíldi á brjósti mínu af gersamlega ástæðúLausri hræðslu. Þá gerði ég ýtrustu tilraun til að hrinda þessu af mér, settist upp í rúminu, horfði út í koldimmt myrkrið í herberginu, og fór að hlusta —• ég veit ekki hvers vegna, nenia ég hafi verið knúimr til þess áf ósjálfráðmn hvötum — á ein- hver lág og ógreinileg liljóð, sem heyrðust með löngu Jnilli- bili þegar storminn lægði í svip, ég gat ekki greint úr hvaða átt. Þá þyrmdi yfir mig ofsalegii hræðslu, óskiljanlegri og óþol- andi, og ég flýtti mér í fötin, (því ég vissi að ég mundi ekld geta sofnað fi'amar á þessari nótt), og reyndi að losa mig úr þessu aumlega ástandi með því að ganga hratt um gólf fram og aftur. En ekki hafði ég lengi geng- ið, þegar ég.heyrði létt fótatak í stiga skammt frá. Eg þekkti. þegar að þetta var Usher. f næsta vetfangi barði hann létt högg á dyrnar hjá mér, og kom inn með lampa í hendinni. Hann var jafn náfölur og hann va.r vanur að vera, en í aug- un var kominn einhver brjál- semiskenndur gleðiglampi — tryllingur, sem hann hafði þó taumhald á. Mér hnykkti við að sjá hann, en þó þótti mér allt betra en einveran, sem svo * lengi hafði kvalið mig að mér var léttir að komu hans. „Og þú hefur ekki séð það?“ sagði hann snögglega, eftir að hafa starað fram fyrir sig þegj- andi dálitla stund. — „Þú hef- ur ekki séð það? en bíddu við„ þú skalt sjá þa.“ Um leið og hann sagði þetta, dró hann nærri niður í lampanum, skund aði út að einum glugganum, og opnaði hann upp á gátt fyrir storminum. Það lá við að ofsinn í veðr- inu felldi okkur um koll. ÞettS var mikil óveðursnótt, en heill- andi í ógn sinni og fegurð. Það var auðséð að hvirfilvindur var að ná sér á strik í námunda við höllina, því vindáttin var stöð- ugt að breytast snöggt og ofsa- lega, og skýin (það var svo lág- skýjað, að skýin virtust snerta Frh. i pls. S. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.