Vísir - 29.12.1959, Side 4

Vísir - 29.12.1959, Side 4
Þriðjudaginn 29. desember 1959 VÍSIB vfsxxi D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Visir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Bruitavörður á öllum • r Öryggi samkomuhúsa tekið til gagngerðrar endurskoðunar. „SEúðursögur". Langt er nú orðið síðan alþjóð taldi sig hafa pata af því, að j ekki væri allt með felldu um I athafnir Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags og Olíufé- I lagsins h.f., dótturfyrir- tækja SÍS, á Keflavíkur- flugvelli. Þessi grunur ,] styrktist smám saman og j varð að vissu, og enda þótt ; því fari fjarri, að lokið sé ! rannsókn þessa mesta brask- ! og svikamáls í sögu landsins, er nú berlegt, að enn fleiri ! kurl munu koma til grafar. j Á íslenzkan mælikvarða er mál þetta ofboðslegt, og á venjulegan Norðurlanda- •G mælikvarða mundi hér vera j talið um stórsvik að ræða, og vestan hafs mundi mál þetta áreiðanlega komast á forsíð- ur stói'blaða og tímarita. Vitanlega er of snemmt að leggja endanlega dóm á þann verknað, sem hér hef- ur verið framinn. Og skyn- samlegast virðist að bíða þess, sem rannsókn kann að leiða í ljós og svo bíða sjálfs dómsúrskurðarins. En mál þetta ei', einnig á þessu stigi, j ákaflega lærdómsríkt. Því j hefur til dæmis verið haldið fram í fúlustu alvöru í Tím- j anum, að mál þetta væi'i hé- gómlegt, eiginlega ekki um annað að í-æða en brúsa af frostlegi, sem ekki hefði 1 vei'ið greiddur lögboðinn tollur af. Betur að svo væri. í júlímánuði síðastliðnum birti Timinn mikia frétt á áber- andi stað um skýrslu, sem Helgi Þoi-steinsson, stjórn- j arformaður HÍS og Olíufé- r lagsins, hafði gefið á aðal- fundi SÍS. Þar var meðal annars svo að orði komizt: „Stjórn Oliufélagsins veit ekki til, að rannsókn þessi hafi leitt í ljós neitt misferli í viðskiptum félaganna á Keflavíkurflugvelli. — Eg sé ekki ástæðu til að ræða hér slúðursögur, er gengið hafa um mál þetta,-né árásir, sem félögin hafa orðið fyrir í blöðum af þessu tilefni.“ Hvað finnst almenningi um slika yfii’lýsingu formanns stjórnar þessara dótturfélaga SÍS? Það er upplýst, að á ár- unum 1953—58 hafi umrædd olíufélög stundað glæfraleg gjaldeyrissvik. Stofnaðurvar sérstakur leynireikningur vestan hafs, og lagðir inn á hann samtals 216 þúsund dollarar. Á tímabiiinu frá 1953 til maí 1957 voru lagðir inn á leynireikninginn 4 þúsund dollarar á hverjum mánuði, og stjórnarformaður HÍS og Olíufélagsins hefir ekki minnsta hugboð um þetta!! Til hvers er stjórn- arformaður mikilla félaga- samtaka? Á hann ekkert að vita um fjárrreiður þeirra félaga, þar sem hann hefir æðstu völd? Enginn ætlast til, að stjói'nai’formaður sé með nefið í hvers manns koppi og viti um hvei'ja smá-upphæð, sem fer um hendur undirmanna hans, en þegar upphæðirnar skipta milljónum, fer að vei'ða erf- itt að telja mönnum trú um, að slíkt andvaraleysi sé eðli- legt. Það er ástæða til að gleðjast yfir því, að sá háttur hefur nú verið tekimi upp í öllum sam- komuhúsum bæjarins, að brima verðir eru þar á verði á öllum jólatrésskemmtunum, sem haldnar eru í ár, og nnm svo verða framvegis, skv. frásögn slökkviliðsstjóra, Jóns Sigurðs- sonar. Hingað til hefur mjög verið ábótavant öllu eftirliti með samkomuhúsum bæjai'ins, og hefur sérstaklega sviðið í aug- um sá sofandaháttur, sem ríkt hefur í sambandi við bai’na- skemmtanir um jólin, þegar fjöldi ungbarna kemur saman til skemmtunar, en hættan lúr- ir í hverju horni, og ekkert hef- ur vei’ið að gei’t til að bægja henni frá. Nú hefur mikið breyzt til batnaðar um þessi jól, að slökkviliðsstjóri fyrirskipaði, sem hann getur gert skv. reglu- gerð, að brunavörður skuli vera á vei'ði á öllum barnaskemmt- unum nú um jólaleytið. Nokkru ^fyrir jól lét slökkviliðsstjói’i framkvæma rannsókn á öllum samkomuhúsum bæjai'ins, og ivoru gerðar athugasemdir við ýmis atriði, sem ekki þóttu nægilega örugg, og var um það Geta ísiendingar hneykslast? séð að lagfærð yi'ðu, eftir þvi, sem hægt var fyrir jól. Síðan mun verða eftir því gengið að aðrar stæri'i lagfæringar og bætur á húsum verði fram- kvæmdar hið fyrsta. Fylgzt hefur verið með því, að þær lagfæringar, sem tími vannst til að gerðar yrðu nú fyrir jólin, yi'ðu framkvæmdar, en bi’unaverðir athuga útgöngu dyr í hverju húsi, skoða hand- slökkvitæki og önnur öryggis- tæki áður en skemmtun hefst, taka síðan við lykli að útgöngu dyrum hjá dyraverði hússins, og hafa gætur á að allt fari fram samkvæmt settum regl- um. Fyrir nokkru birtist greina- flokkur í Vísi um það hættuá- stand, sem rikt hefur í þessu málum undanfarið, bent á ýmis ati’iði, sem hætta stafar af, og gi’eint frá hvað gera þyrfti til bóta. Hvort það er þessum gi'einaflokki að þakka að ráða- menn hafa tekið á sig rögg nú um þessi jól til að bæta úr á- standinu eða ekki, þá ber að virða það vel og er það von allra hugsandi manna að fastar verði tekið á þessum sjálfsogðu öi’yggismálum í framtíðinni, öllum til hagsmuna. Reglubundið Grænlandsflug fyrirhugað hjá F.í. Féiatjiö sa*tiir unt letjii til n.ifídjnrjix Á stundum getur það hvarflað að mönnum, hvort hin ís- ; lenzka þjóð sé orðin svo • vön hneykslum, hvers kyns | misferli, fáránlegum em- hættaveitingum og gerfi- mennsku á möi'gum sviðum, að hún sé búin að missa hæfileikann til þess að hneyklast. Og manni verður spurn: Er allt hægt á ís- landi? Vitaskuld eru þessi gjaldeyris- svik alvarleg vegna hinna fjölmörgu félaga samvinnu- 1 samtakanna í landinu. Hér hefir trúnaður við óbreyttá félaga samvinnusamtakanna 1 verið brotinn á hinn frek- legasta hátt. En um leið ] snertir málið þjóðina alla. Þetta er sannarlega mál j allra landsmanna, ekki að- eins HIS og Olíufélagsins h.f. og forystumanna þess. Þetta mál snertir ekki aðeins framkvæmdastjóra oliufélag- anna og stjórnarformenn þeirra, hvort sem þeir heita Vilhjálmur Þór eða Helgi Þorsteinsson. Þjóðin á heimt- ingu á, að mál þetta verði rannsakað ofan í kjölinn, og þeir látnir sæta ábyrgð, sem sekir í-eynast. Og það þarf að ganga þannig frá þessu máli, að slíkt og þvílíkt geti ekki endurtekið sig. Það er unnið markvisst að því að slæva heilbrigt almenn- ingsálit í þessu landi. Við slíkri viðleitni verður að sporna, og í því efni vei’ða allir sæmilegir menn að taka höndum samam Flugfélag íslands hyggst taka upp reglubundið áætlun- arflug til Grænlands. Um mai’gra ára skeið, hefur Flugfélag íslands annast mjög umfangsmikil leiguflug til Grænlands fyrir ýmis fyrir- tæki, sem þar hafa atvinnu- rekstur. Þessi flugþjónusta hef- ur aukizt ár frá ári og verið sérlega farsæl. Farnar hafa ver ið hátt á sjöunda hundi’að ferð- ir án þess að nokkurt óhapp hafi komið fyrir. Nú hefur Flugfélag íslands ákveðið að hef ja reglubundið á- ætlunarflug til Grænlands og hefur þegar sótt um leyfi til þess, til danskra og íslenzkra stjórnarvalda. | Tvö síðastliðin sumur hefur Flugfélag íslands annast reglu- bundin leiguflug frá Reykjavík til Kulusuk og Syðri-Straum- fjarðar einu sinni í viku fyrir danska aðila, auk annarra leigu ferða. Þá fór ,,Sólfaxi“ fimm ferðir frá Reykjavík til austur- ]strandar Grænlands s.l. sumar, fullskipaður ferðafólki, islenzku og ei'Iendu, og komust færri með en vildu. Gefur þetta jnokkra hugmynd um, að hér á landi er mikill áhugi fyrir. Grænlandsfei'ðum. Auk þess berast félaginu stöðugt fyi'ir- spurnir fi'á fei’ðaski’ifstofum og _einstaklingum erlendis. um flugför til Grænlands. Fyrii- um 10 árum fóru flug- véLar Flugfélags íslands fyrstu Gi’ænlandsferðirnar. Síðan hafa þær verið þar tíðir gestir, flutt fólk og varning til ýmissa staða. Þessir flutningar hafa, sem fyrr segir vaxið ár frá ári, og er nú svo komið, að Flugfé- lag íslands telur sig geta leyst verkefni sín í Grænlandsflug- inu betur og hagkvæmar bæði fyrir sig og viðskiptavini sína, á þann hátt, að stofnað vei'ði nú til reglubundinna áætlunar- flugferða til hinna helztu staða þar, jafnhliða einhverju leigu- flugi. Önnur ástæða þess, að Flug- félag íslands hefur fyrir sitt leyti ákveðið að stofna til áætl- unarflugs til Grænlands er sú, að samkeppni um flugflutning- ana þangað fer stöðugt harðn- andi. Flugfélag íslands hefur nú um tíu ára skeið leyst Gi'æn- lándsflug af hendi á þann hátt,' að aflað hefur íslenzkri flug- liðastétt aðdáunar þeirra manna erlendra, sem aðstæður þekkja. Flugfélag íslands sækir um leyfi til áætlunarflugs á flug- leiðunum Reykjavík—Kulusuk —Syðri-Straumfjöi'ður fram og aftur og einnig um flugleiðina milli Reykjavikur og Narssars- suaq. Ef umbeðin leyfi til þessa fyi’irhugaða áætlunarflugs til Grænlands fást, sem fastlega- má vænta, er ráðgert að hefja vikulegar ferðir milli Reykja-, víkur og Kulusuk og Syðri- Straumfjarðai' í byrjun máí* mánaðar næsta árs. Ekki hefur ennþá verið ákveðið, hve tíðar fei'ðir milli Reykjavíkur og Narssarssuaq verða. Vegna landfræðilegrar legu íslands, liggur flug héðan til Grænlands mjög vel við, ekki sízt, þegar sú staðreynd er höfð í huga, að vegna hinna tíðu veðrabreytinga á veturna, þarf að sæta lagi með flug til sumra staða þar. Flugfélagið gerir sér vonir um að reynsla þess í Grænlandsflugi verði talin veigamikið atriði, þegar gert vei’ður út um það, hvort félagið fær umbeðin réttindi til fyrrgreindra áætlunarferða. — Rétt er að minna á að. á s.l, ári héfur margt verið ritað um flutninga til Grænlands og á hvern hátt þeir yrðu hagkvæm- ast leystir af hendi. í þeim um- ræðum hefur blöðum í Dan- mörku, svo og í öðrum löndum orðið tíðrætt um hinn mei'ki- lega þátt Flugfélags fslands í . flugflutningunum til Græn- lands og hefur félagið undan- tekningarlaust verið lofað fyr- ir, hve vel það leysti verkefni sín í Grænlandsflutningum af hendi og ennfremur hve frá- bærilega vel flugliðar þess eru sta.rfi sínu vaxnir. j Flug til Grænlands krefst gagngerrar þekkingar á aðstæð j um ásamt árvekni og góðri þjálfun. Löng og happadrjúg reynsla Flugfélags fslands i Grænlandsflugi ætti að vera bezta trygging þess, að félagið leysi vei'kefni sín á þeim vett- vangi vel og öx'ugglega af hendi. Flugeldar - Fi'h. af 1. síðu. náði eldurinn samt ekki neinu haldi í vörubirgðunum og tek- izt hafði að slökkva að rnestu eða öllu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Hinsvegar urðu all verulegar skemmdir á vöi'un- um bæði af eldi, vatni og reyk. f fyrrinótt var slökkviliðið kvatt að Óðinsgötu 1. Þar hafði verið kveikt í kassa, sem stóð fyrir utan húsgagnaverzlunina. Varð hitinn af eldinum svo mikill að stór rúða í verzlun- inni sprakk. Þar var búið að kæfa eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. f gærkvöldi munaði litlu að eldsvoði hlytist af rakettuskoti, er skotið var inn um glugga á Rauðalæk 30. Sprengdi Rak- ettan stóra rúðu í húsinu og kveikti síðan í gardínu fyrir glugganum. En fólk kom strax til og slökkti eldinn áður en hann náði frekari útbreiðslu. Rómarför Mac- millans í Marz. Macmillan heimsœkir Ítalíu snemma nœsta vors. Þetta var tilkynnt í London í gær, að loknum viðræðum hans og Segnis forsætisráðherra er bauð honum til Rómar. Áð- ur var það tilgáta fréttamanna, að hann færi fyrr, vegna fyrir* hugaðra annarra funda, en nú hefur sem sagt verið opinber- lega tilkynnt, að hann fari f marzbyrjun. A.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.