Vísir - 14.01.1960, Blaðsíða 4
i
VÍSIR
Fimmtudaginn 14. janúar 1-960
WSIR.
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði,
kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Borgaraiegir brestir.
Oft berast furðusögur austan
úr ríkjum kommúnista um
I það, hversu dásamlegt
mannlífið sé þar eystra og
eftirsóknarvert að búa þar.
Fer þó harla lítið fyrir því
að framámenn kommúnista í
öðrum löndum vilji njóta
sælunnar þar. Ekki varð t. d.
um neina verulega sókn aust-
ur að ræða á sl. ári, þegar
einn helzti menntamaður í
, Sovétríkjunum gerði það
heyrin kunnugt, að þar
eystra gætu menn ekki orðið
geðveikir, því að til þess
skorti allar forsendur, sem
nóg væri til af í borgaralegu
þjóðfélagi. Er helzt svo að
sjá, að foringjar kommún-
ista vilji heldur hætta á
• sturlun fyrir vestan járn-
tjaldið en hafa tryggingu
fyrir að halda heilum geðs-
munum fyrir austan það.
Þetta er skiljanlegt á marga
lund, og verður ef til vill
enn skiljanlegra, þegar menn
hafa í huga nýjasta boðskap-
inn, semi borizt hefir að aust-
: an, en'Jíiuan barst þaðan fyr-
ir fáeijuJ^ dögum. Þá var
nefnilegá tilkynnt austur í
Moskvu, að nú mundi verðá
hafin miskunnarlaus her-
ferð gegn hyskni, leti og
annarri þvílikri ómennsku.
Kom þetta mörgum á óvart,
því að menn höfðu ekki gert
ráð fyrir, að svo borgarlegir
brestir fyrirfyndust í hinu
fullkomna þjóðfélagi þar
eystra. En ékki mun til neins
að deila við dómarann um
þetta — hver er sínum hnút-
um kunnugastur.
Þegar allt kemur til alls,' verð-
ur víst niðurstaðan sú, að
kommúnistum hefir ekki
tekizt að skapa neitt fyrir-
myndar þjóðfélag, hvað svo
sem þeir annars rembast við
að syngja því lof. Þeir eru
sjálfir sífellt að leggja fram
' sannanir fyrir því, að það er
' harla ófullkomið, eins og
önnur mannanna verk, og
þar við bætist, að almenn-
ingur hefir engin tök á að
bæta það, því að hver sá, sem
kveður upp úr með það, að
ekki sé allt í lagi í sælurík-
inu, er þegar stimplaður
svikari og allir slíkir eru
jafnan réttdræpir.
Bezta lýsingu fékk alheimur
hinsvegar á ágæti kommún-
istisks þjóðfélags, þegar
Nikita Krúsév hélt ræðuna
frægu fyrir fáeinum árum og
gaf þar lýsinguna á atferli
og sálarástandi Stalíns sál-
uga. Krúsév lýsti nefnilega
þessum guði kommúnista
svo, að hann hefði verið
haldinn þeim kvilla, sem
prófessorinn sovézki til-
kynnti á sl. ári, að fyrir-
fyndist ekki þar eystra.
Hann sagði, að Stalín hefði
verið vitskertur, og þó var
það enn verra, sem hann
bætti við: Að sá viskerti
hefði ekki verið meinlaus
barnavinur, eins og mönnum
hefir verið ætlað að trúa,
heldur óður múgmorðingi.
Þegar öllu er á botninn hvolft,
er sennilega bézt að hafa á-
fram sína borgaralegu bresti,
en láta kommúnistum eftir
sitt „fyrirmyndar" þjóðfé-
lagi. Frjálsir kjósndur geta
tekið saman höndum um að
bætá það, sem aflaga fer í
því þjóðféiagi, sem tryggir
einstaklingnum viss réttindi,
en slíkt er vonlaust, þar sem
yfirstéttin vill ekki vita af
neinu nema þegjandi og
skelfdum þrælum. Þeir segj-
ast að vísu ekki hafa neinn
Klepp þarna fyrir austan, en
þeir hafa þá sitthvað annað,
sem við teljum lítt til fyrir-
myndar. Það var sagt um
Stalín, að hann hefði gert
Sovétríkin að fangabúðum.
Arftakar hans munu vera
að reyna að breyta þeim i
„fyrirmyndar" fangelsi.
Hvað verður næst fyrir?
Bréfritari sá, sem skrifaði blöð-
unum pistil um daginn varð-
andi eyðileggingu Hafmeyj-
arinnar, fer ekki leynt með
það, sem hann telur hafa
verið sér og félögum sínum
mest hvatning til að vinna
verkið. Það er með öðrum
■ orðum áróðurinn gegn
! „hlutnum“, sem félag mynd-
listarmanna kallaði svo
smekklega þetta listaverk,
. er hefir ráðið örlögum þess.
í>að er ill öld, sem gengin er í
garð hér- á landi, ef þetta er
aðeins byrjunin, því að hvaða
trygging er fyrir því, að ein-
staklingar taki sér ekki fram
um að reka erindi „menn-
ingarinnar“ gegn allskonar
hlutum, sem á vegi þeirra
verða. Sízt skyldu menn
hafa ætlað, að hvatning af
þessu tagi, þótt óbein væri,
kæmi úr hópi listamanna, en
þar sem margir í þeim hópi
eru sjálftitlaðir listamenn,:
sem búa ekki yfir snefli af
umburðarlyndi gagnvart
neirtu nema eigin „hlutum“,
*
U ranus —
Frh. af 1. síðu.
að hjá þeim, og hvort þeir ósk-
uðu aðstoðar. Með ljósmerkj-
um svöruðu þeir að allt væri í
lagi, og þeir óskuðu ekki að-
stoðar.“
Gátu þið nokkurs orðið vís-
ari um, hvað komið hefði fvrir
togarann, svo að senditækin
biluðu?“
„Nei, ekki vannst tírni til að
spyrja nánar um það, enda
voru benzínbirgðir á þrot-
um og við þurftum að halda
heim aftur. — Eg sá þó að
eitthvað hafði komið fyrir raf-
magnskerfi skipsins, því að rad-
arinn var ekki í gangi. Þá vant-
aði einnig Ijós á framsiglu. og
ekkert ljós var í brúnni. Ljós
var samt í aitursiglu og á
nokkrum öðrum stöðum.“
„Nokkur önnur merki um að
eitthvað hafi komið fyrir?“
„Ekki var það sjáanlegt. Við
sáum ekki að neglt hefði verið
fyrir glugga, sem oftast er gert,
ef rúður brotna í sjógangi.
Þó er ekki ólíklegt að sjór
hafi komizt í lofskeytaklefann
og eyðilagt senditækin.“
„Eyðileggjast þau strax, ef
sjór kemst að þeim?“
„Það er hætt við því, því að
sjórinn leiðir rafstrauminn og
orsakar skammhlaup í tækjun-
um. Mig minnir að loftskejda-
klefinn á Úranusi sé — ásamt
„bestikkinu — fyrir aftan
stjórnklefann, og jafnvel aðeins
lægri. Þarf þá ekki mikið að
koma fyrir, til að allt fyllist af
sjó.“
„Er ekki neyðarsendir í þess-
um skipum?“
„Jú. Hann á að vera til. en
það er nú svona, að hann er
oftast geymdur í loftskeyta-
Útsvör Akureyrínga
2OV2 millj. króna.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Fjárhagsáætlun Akureyrar-
kaupstaðar fyrir árið 1960 hef-
ur verið lögð fram og var hún
til 1. umræðu á bæjarstjórnar-
fundi í gær. Niðurstöðutölur
hennar eru rúmlega 25 milljón-
ir króna.
Helztu liðir tekjumegin eru
útsvörin, sem eru áætluð 20,-
510.700 krónur og þar næst
fasteignaskattur sem nemur
1.600 þús. kr.
Stærstu útgjaldaliðir eru sem
hér segir: Til félagsmála 6.500
þús. kr., til gatnagerðar og
skipulags 3.360 þús. kr„ fram-
lag til framkvæmdasjóðs 3
millj. kr. (í því er innifalið
hálfrar milljónar króna fram-
lag til nýrrar dráttarbrautar og
100 þús. kr. framlag til skíða-
hótelsins í Hlíðarfjalli). Til
menntamála 2.117.500 kr„ til
ýmissa bygginga þ. á m. til elli-
heimilis, barnaskóla, viðbótar-
byggingar við slökkvistöðina og
byggingar við íþróttavöllinn
1.800 þús. kr. til löggæzlu 963
þús, • kr„ til hreinlætismála
1395 þús. kr. og heilbrigðis-
mála 413 þús. kr.
verður þetta skiljanlegra.
Þrátt fyrir það ber að hvetja
almenning til að láta ekki
þessu efna eða sinna áróðri
óvandaðra manna. .
klefanum — gjarnan stungið
undir borðið, þar sem tækin
eru — og þá fer hann um leið
og hin tækin.“
„Væri ekki eðlilegra að
geyma slík tæki annarsstaðar
í skipinu?"
„Jú, víst er það, og þau á-
kvseði voru líka gildandi um
tíma — á stríðsárunum — en
svo slaknar á öllum kröfum og
aðgerðum, og svona er þetta
víðast nú, því miður. Það kom
svipað atvik fyrir hjá Ægi í
fyrravetur, þegar hann fékk
brotsjó á sig við Rauðunúpa á
leið til Akureyrar. Þá fóru
tækin. og neyðarsendirinn um
leið. Það kom þó ekki að sök,
því stutt var til hafnar.“
„Það virðist því ekki vanþörf
á að endurskoða þessar regl-
ur?“
„Nei, síður en svo. Sömuleið-
is, ef eldur kemur upp í loft-
skeytaklefa, þá er það sama
uppi á teningnum.“
Stillt veður og
vægt frost.
Kl. 8 í morgun var stillt
veður um allt land. Snjó-
koma var í Látravík, en úr-
komulaust víðast annars
staðar á landinu. Frostlaust
var við sió frammi, en frost
í innsveitum.
Mest frost í Möðrudal 15
stig, á Egilsstöðum 9 og Ak-
ureyri 6.
í Reykjavík var ANA og 2
vindstig og eins stigs frost.
Yfir Norðaustur-Grænlandi
og hafinu suðaustur af ís-
landi og austur til Noregs er
háþrýstisvæði.
Horfur í Rvík og nágrenni:
Austan gola. Léttskýjað og
frost 1—3 stig.
Póstur, sími og út-
varp gegn Hreyfii.
Skáklið Hreyfils, sigursælt á
Danagrund og með Finnum,
harðskeytt móti bankamönnum
íslenzkum, laut í lægra haldi
fyrir sameinuðu liði frá pósti,
síma og útvarpi í skemmtilegri
keppni í fyrrakvöld í búð Breið-
firðinga.
Teflt var á þrjátíu borðum
og féllu vinningar jafnt og til
skiptis í síharðnandi sókn til
enda keppninnar og er upp var
staðið frá síðustu skák hafði
sameiginlegt lið ríkisstofnanna
einn vinning yfir: 1514 gegn
14%.
Sesar í síð-
asta sinn.
Þjóðieikhúsið sýnir sjónleik-
inn Júlíus Sesar eftir William
Shakespeare í næstsiðasta sinn
í kvöld, en síðasta sýning verð-
ur á sunnudagskvöld.
Þeim leikhúsgestum, er hafa
í hyggju að sjá þetta meistara-
verk hins mikla leikskálds, er
ráðlagt að tryggja sér aðgöngu-
miða- í tíma.
Athyglisvert bréf um flugsam-
göngur við Færeyjar hefur bor-
izt Bergmáli:
Ráðningar færeyskra
sjómanna og verkafólks.
„Svo sem vænta má, er þessa
dagana mjög rætt og ritað um
hversu rætast muni úr með ráðn-
ingu færeyskra sjómanna og
verkafólks til starfa á þessari
vertið, en árstiðabundnar ráðn-
ingar færeysks verkafólks í
hunraða tali er fyrir löngu orð-
inn fastur liður i þjóðarbúskap
Islendinga, og er áætlað, að þörf
sé að þessu sinni fyrir a. m. k.
900—1000 manns. Skal hér ekki
fjölyrt sérstaklega um ráðning-
ar þessar sem slikar eða vanda-
mál í þvi sambandi, heldur drep-
ið lítillega á þá hlið þessa máls
sem snýr að flutningum fólks
þessa hingað.
Sjóleiðis.
Svo sem kunnugt er, er ekki
um flugsamgöngur við Færeyj-
ar að ræða, svo að fólk þetta
ferðast allt sjóleiðis. Einu reglu-
bundnu ferðirnar milli Færeyja
og Islands eru ferðir Sameinaða
gufusikipafélagsins danska (þ. e.
Drottning Alexandrine), en ferð-
ir mjög strjálar. Hefur því verið
gripið til þess að láta m. s. Gull-
foss koma við í Færeyjum í á-
ætlunarferðum frá Khöfn og
Leith ef vel hefur staðið á ferð-
um, eða strandferðaskip hafa
verið tekin úr áætlunarferðum
til þessara flutninga. Loks hefur
verið gripið til þess örþrifaráðs
að senda togara til Færeyja til
þess að sækja sjómenn. Þarf
ekki vitnanna við um það, hví-
líkt óyndisúrræði það er, að
þurfa að nota dýr atvinnutæki,
sem togarana til þessara fólks-
flutninga og tefja þá frá veiðum
dögum saman. Þess má geta, að
einn togari hefur farizt við Fær-
eyjar við sjómannaflutninga,
annar stórskemmdist þar fyrr í
vetur og enn einn hefur nú tafizt
þar og beðið eftinr framvindan
ráðningarmálanna , marga-daga.
Flugleiðis.
Það er því ekki að ófyrirsynju
þótt spurt sé hvers vegna ekki
sé stofnað til flugferða til Fær-
eyja. Fyrir um þrem árum — að
mig minnir — gátu dagblöðin
þess, að íslenzk Dakota-flugvél
frá Flugfélagi Islands hefði í til-
raunaskyni lent á flugvelli í
Færeyjum, sem gerður var og
notaður á stríðsárunum. Þess
var getið, að með sáralitlum
framkvæmdum og tilkostnaði
væri innan handar að gera völl-
inn hæfan til farþegaflugs. Flug-
völlur þessi er sjálfsagt ekki upp
á það fullkomnasta í tæknilegu
tilliti og hvað öryggi snertir, og
þvi váfalaust ekki ólíkur flestum
íslenzkum flugvöllum hér úti á
landsbyggðinni, þar sem ekki er
um nein slík tæki að ræða, svo
sem kunnugt er.
Beint til verstöðvanna.
Flugfélag Islands hefur ný-
lega sótt um leyfi frá dönsku
stjórninni til áætlunarferða til
Grænlands, og er slikt framtak
ánægjuefni. En ekki virðist síð-
ur ástæða til þess að stofna til
flugsamgangna til Færeyja
vegna hinna miklu og'nánu sam
skipta þjóðanna. Svo vel vill til,
að flugvellir eru í nánd við
helztu verstöðvar landsins, þ. e.
í Vestmannaeyjum, Hornafirði,
Keflavík og Hellissandi, og því
ekkert til fyrirstöðu að fljúga
b«nt frá Færeyjum' til verstöðv-
Frh. & btXi 5. .