Vísir - 14.01.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 14.01.1960, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 14. janúar 1960 VISIE 7 3 eg skal reyna að baka ekki fyrir- „Jæja, herra Stewart höfn.“ Augnrað lians varð enn hvassara. „Eg hef ekki sagt að þér væruð til óþæginda." „Nei — en hinsvegar fannst mér eg ekki verða vör hinnar ein- lægu ensku gestrisni hjá yður. Enda getur maður varla búist við því á Bali.“ Hann fór frá glugganum og færði sig nær Sherlie, og nú sá hún að augun í honum voru græn en ekki svört, eins og henni hafði sýnst fyrst. „Greig minntist á aldur yðar í bréfinu og eg ímynda mér að seytján ára stúlkur væru ekki nema börn,“ sagði hann, „en þér hafið líklega þroskast og fullorðnast á öllum þessum ferðalögum. En eg mælist til þess við yður að þér ætlið yður af, og haldið yður ekki þrekmeiri en þér eruð. Þér eruð að vísu á Suðurhafs- eyjum, og þar er fólk talið latt, en stundum hafa karlmennirnir samt nóg að hugsa.“ Svo bætti hann við í vingjarnlegri tón og horfði forvitnislega á hana: „Svo að þér eruð dóttir Júlíusaar Windgate? Hvers vegna í ósköpunum hefur hann gert boð eftir yður?“ „Finnst yður undarlegt að föður langi til að hafa dóttur sína nærri sér?“ „Nei, ekki almennt talað. En hann hlýtur að hafa vitað að lúxusgistihús á Bali er ekki réttur samastaður handa yður. Á Santa Lucia kynnist þér verstu tegund af fólki — ríkum land- eyðum og allskonar sníkjudýrum. Þér verðið að vera notaleg við karlmenn, sem bjóða yður í staupinu og taka með þögn og þolin- mæði öllu því, sem kvenfólkið þeirra segir við yður. Þér megið ekki leyfa yður að gleyma að faðir yðar er stjómandi gistihússins og háður gestum sínum. Hann hlýtur að vera brenglaður að vilja hafa dóttur sína á öðrum eins stað.“ Hún rétti ósjálfrátt úr sér. „Eg er ekkert barn, og eg hef alltaf orðið að bjarga mér sjálf. Og þér megið ekki áfellast föður minn, eg hef ekki séð hann í átta ár, og hann hefur vafalaust ekki hug- mynd um hvernig eg lít út núna.“ Hún þagnaði og leit á hann. „Þér þekkið föður minn — segið þér mér eitthvað af honum.“ Hann yppti öxlum og sneri sér hálfvegis undan. „Eg veit baxa aí hanum, það er allt og sumt. Hér syðra þekkja allir nöfn hvers aannars. Og það var klausa um Júlíus Windgate í blöðunum þegar hann giftist fyrir einu ári.“ „Hafið þér kynnst konunni hans — Dolores?" „Nei,“ sagði hann fálega, „eg fer í klúbbinn í Panleng, en hingað til hefur mér tekist að forðast Santa Lucia. Eg kann ekki við allt tildrið á baðfjörunum og fólk sem liggur eins og skötur og sólbakar sig og duflar. Ef nokkur vitglóra er í honum föður yðar þá lætur hann yður ekki verða hér nema stutt, en sendir yður svo til Englands aftur. Annaðhvort eigið þér ekki heima hérna eða þér verðið spillingunni að bráð.“ „Eg ætla mér að láta mér líka vel hérna," sagði hún hálf vandræðalega, „hann kennir mér venjuleg gistihússtörf og eg ætla að reyna að duga vel.“ Hann andvarpaði þreytulega. „Þér eruð ekkert nema bjart- sýnin og hafið enga lífsreynslu. Borðið þá nú. nokkrar brauð- sneiðar og drekkið kaffið yðar — þér getið ekki lifað á viljanum eingöngu.“ Hann tók burt smádúkinn, sem var breiddur yfir brauðið. „Þetta var eiginlega. ætlað mér, en þegar eg sá svona lappalanga unga stúlku í stólnum mínum missti eg alveg matar- lystina. Setjist þér nú og fáið yður bita. Viljið þér rjóma?“ „Já, þökk fyrir.“ Hann setti sykur og rjóma í kaffið sitt og svolgraði þvi í sig sjóðheitu. Svo tók hann brauðsneið, hallaði sér upp að þilinu og horfði á stúlkuna þegjandi. Hún borðað dálítið og drakk mest af kaffinu sínu, en nú fannst henni hún verða að rjúfa þögnina. „Mér líst vel á það sem eg hef séð af húsinu yðar, en það er leitt að ekki skuli sjást héðan út á sjó,“ sagði hún. „Það er hægt að sjá sjóinn ofan af þakinu. Eg byggði ekki nið- ur við sjó, því að mér fannst sanngjarnt að balínesarnir fengi að hafa strandlengjuna í friði. Eg man hvernig Panleng leit út fyrrum, hún hefur ekki grætt neitt á hvítu menningunni." „Þér hafið ekki mikið álit á hvítu fólki, heyrist mér?“ „Eg er hvítur sjálfur." „Já, — en samt ekki eins og aðrir hvítir menn.“ „Hvers vegna finnst yður það?“ spurði hann forvitinn og það var að heyra að hann hefði gaman af þessu. „Eg hef heyrt það af yðar eigin vörum. Yður fellur illa við föður minn, af því að hann hefur atvinnu af því að hýsa ríkt skemmtiferðafólk, og yður líkar illa við skemmtiferðafólkið af því að það hagar sér frjálslegar hér en það þorir að gera heima.'* „Þér eruð komnar á þann æruverða aldur er maður lætur allt slarka,“ sagði hann hæðilega, „eg verð að segja að þér eruð tals- vert óprúttin, af seytján ára stúlku að vera. Hvernig hafið þér orðið svona?“ Sherlie var ekki í skapi til að svara því. Hún sat kyrr og horfði á hann er hann var að kveikja sér í vindlingi. Fingur hans voru magrir og sólbrúnir — smáhrukkur í augnakrókunum og murin- urinn mjór eins og strik og einbeittur. Maðurinn hlaut að vera kominn yfir þrítugt, svo að það var eðlilegt að honum finndist hún ekki vera á marga fiska. Hann er talsverö ráðgáta hugsaði Sherlie með sér, en það eru allir karlmenn. Vinir bróður hennar og allir karlmennirnir sem hún hafði kynnst á skípinu höfðu hagað sér eins og þeir væru kunningjar hennar og verndarar í senn. Hún hafði ekki tekið sér það nærri, sá dagur mundi koma að þeir færu að líta hana öðrum augum. Auk þess fannst henni léttara að umgangast konur — allar nema Sylviu. En þessi maður var öðru vísi en allir hinir — óútreiknanlegur — já, það var hann. „Þegar-Greig skipstjóri sagði mér frá yður, hélt eg að þér væruð eldri og dvelduð hér á Bali við náttúrufræðirannsóknir. Eg skil ekki hvernig maður eins og þér unir sér hér í Mullabeh,“ sagði hún með barnslegri hreinskilni. „Ekki það?“ svaraði hann þurrlega. „Væri eg í yðar sporum mundi eg ekki reyna að skilja það heldur. í þessu horni veraldar- innar borgar sig ekki að vera forvitinn, sérstaklega ekki ef mað- ur er ungur og ekki orðvar.“ Hann kipraði saman varirnar og varð þegjandalegur. „Koffortið yðar er í herberginu yðar — aðrar dyr til hægri, og baðklefinn er beint á móti. Musi kemur með árbítinn til yðar klukkan sjö í fyrramálið og bróðir hans ekur yður til Panleng. Eg sé ýður ekki aftur — góða nótt!“ KVÖLDVÖKUNNI R. Burroughs - TARZAN - 3170 Tarzan hóf nú hina hættu- , legu ferð niður af tindinum. í ,M«Ma hafði ekki Jengi farið er hann kom á einstig sem lá niður eftir fjallinu. Hann þóttist heppÍHn að hafa koan- ist undan en við næstu bugðu á bexgiriu mætti hon- um óvæntur óvinur. Hann stóð til auglitis við óhugnan- lega skepnu, hellna bjöminn. Breta var einu sinni boðið í skozka veizlu í Lundúnum. Hver ræðan rak aðra og vom Skotar hafnir til skýjanna. Þegar leið að lokum og gestirnir höfðu bragðað á þjóðardrykk Skotlands, svo að farið var á þeim að sjá, spratt einn al* skeggjaður Skoti upp og bar fram þessa skál, sem er kunn. „Eg drekk til okkur Skotum, sem fáir rnenn líkjast!" Þá spratt Bretinn upp og hrópaði: „Guði sé lof.fyrir það!“ , ★ Útfararstjóri í Aberdeen aug* lýsti nokkrar kistur fyrir hálf* virði. Næsta dag voru framixi sex sjálfsmorð! ★ „Nonni, þú verður að gefa mér stærri bitann af brjóstsykr- inum. Mamma segir, að við megum ekki vera eigingjörn." ★ „Nei,“ sagði búðareigandinn. „Við getum ekki tekið glym* skrattann yðar aftur. Þér hafið haft hann í heilt ár. Er nokkuð að honum?“ „Já,“ sagði Skotinn, „nálin er brotin.“ Tk Skotinn var að rífast við vagnstjórann um það, hvort fargjaldið væri eitt eða tvö penny. Að lokum varð jvagn- stjórinn svo reiður, að hann tók ferðatösku Skotans og henti henni út úr vagninum í sömu svifum og þeir fóru yfir brú. Hún skall í vatnið með miklum hávaða. „Er það ekki nóg maður,‘* gargaði Sandy, „að þé reynið að hafa af mér peninga, þó að þér drekkið ekki drengnum mínum í þokkabót?“ Eldavél (RaSha) notuð eldavél óskast keypt. Uppl. í síma 11903. 7MIUÁ. Á-comaA itcÁ, nauÁt'; HAPPDJiÆTTI HASKOLANS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.