Vísir - 20.01.1960, Page 4
VÍSIR
Miðvikudaginn 20. janúar 198t
Tannlækningar í skókinu
En eftirlif með tönmumn
þarf að hef jast fyrr.
Skólatannlækningar
Það er mjög/útbreiddur mis-
skilningur meðal foreldra að
ekkert þurfi að líta eftir tönn-
um fyrr en þau koma í barna-
skóla. Allt frá 2—3 ára aldri
ætti barnið að fara til reglu-
legs eftirlits hjá tannlækni.
Ekki eingöngu vegna barna-
tannanna, sem mjög nauðsyn-
• legt er að haldið sé við, heldur
einnig til þess að barnið verði
síður hrætt við tannlækninn.
Sex ára jaxlinn.
Fyrstu fullorðinsjaxlarnir
getn komið upp, þegar barnið
er 5 ára, þó að aigengast sé
að þeir komi í ljós í 6 ára börn-
um. Þegar barnið kemur í
barnaskóla eru þessir jaxlar oft
orðnir svo skemmdir, að ómögu-
legt er að gera við þá og verð-
ur að draga þá alla fjóra úr
fleiri eii einu barni í hverium
7 ára bekk hér í Reykjavík.
Þetta er mjög bagalegt, þar eð
slíkt veldur því að barnið getur
ekki tuggið fæðuna nægilega
og getur fengið tannskekkju.
Er því mjög nauðsynlegt að
fvlgzt sé með þessum jöxlum
stráx þegar þeir koma og
treysta ekki að gert verði við
það getur verið of seint.
Skólabörnin í
Revkjavík.
En hvernig er nú ástand
tanna barna hér í Reykjavík?
Þegar börnin koma í barnaskól-
ana 7 ára gömul eru að meðal-
tali þrjár fullorðinstennur
skemmdar í hver.iu barni eða
þriðia hver fullorðinstönn, sem
komin er í ljós. Á hverju ári
bætast. nýjar tennur við og um
leið fleiri staðir, sem skemmast.
Þegar börnin svo útskrifast úr
barnaskólunum eru sum farin
að nota falskar tennur, þar eð
taka hefur orðið úr þeim allar
fuilörðinstennurnar.
Það sem aðallega veldur
þessum miklu tannskemmdum
er án efa hin mikla neysla sæl-
gætis og gosdrykkja, því að
mjög auðvelt er fyrir börnin að
ná í þessa hluti, þar eð kapp-
kostað hefur verið að koma upp
veitingastöðum, sem selja slíka
hluti sem næst skólum og hafa
yfirvöldin verið full skeytingar-
laus við úthlutun leyfa fyrir
slíka starfssemi.
Hirðing tanna.
Sú staðreynd að aðeins 13%
barna bursti tennurnar er miög
uggvekjandi. Tannburstunin er
svo mikilvæg til minkunar tann
skemmda, að full ástæða er að
hefjast handa til að hækka þá
hlutfallstölu, bæði með því að
kenna nemendum tannburstun
í skólum bæjarins og krefiast
þess að börnin komi með hrein-
ar hendur og burstaðar tennur
í skólann á hverjum degi. Kenn-
ararnir gætu haft eftirlit með
því hvort þessu væri fylgt.
Lítið samræmi.
Reykjavíkurbær eyðir. á ári
hverju um einni milljón krópa
til tannlækninga og koma bá
um 100 kr. á hvert barn. E’’
þetta alltof lítil uonhæð, ef
börn á barnaskólaaldri ættu að
njóta fullkominnar þjónustu.
Er mjög nauðsynlegt, að þet.ta
fé sé sem réttast notað og vinna
þeirra tannlækna, sem nú starf.a
hér í bæ að skólatannlækning-
um sé vel skipulögð og sam-
ræmd. Þannig að sömu aldurs-
flokkar í öllum barnaskólum
njóti þessarar þjónustu, svo nð
foreldrar megi ganga út fyá
bví sem vísu að börn þeirra
fái fullkomið eftirlit með tönn-
unum á vissum aldri óháð í
hvaða hverfi þau búa.
Með núverandi fyrirkomulagi
er von að foreldrar ruglist í
því hvenær þau megi treysta
því að yfirvöld bæjarins siái
um eftirlit á tönnum barna
þeirra, Sérstaklega þegar flutt
er milli hverfa t.d. úr hverfi
þar sem börn njóta þjónustu
öll árin, sem þau eru í barna-
skóla og í annað þar sem lítil
eða engin þjóusta er veitt. Get-
ur þetta valdið því, að of seint
er að gera við tönn loksins þeg-
ar foreldrar átta sig á því að
barnið nýtur erigrar þjónustu
í viðkomandi skóla.
Nú starfa níu tannlæknar
við tannlækningar skólabarna
hér í bæ, en það eru alltof fáir
til þess að komizt sé yfir að
gera við tennur í þeim rúmlega
8000 skólabörnum, sem nú eru
í skólum bæiarins. Er því nauð-
synlegt, að foreldrar fylgist
með hvort börn þeirra njóti
þessarar þjónustu, meðan mis-
jafnt er eftir hverfum hvaða
aldursflokkar njóta hennar.
Hvað þarf að gera?
Meiri áherzlu þyrfti að leggja
á fræðslustarfssemi til að koma
í veg fyrir tannskemmdir, en
nú er gert mætti í þeim efn-
um mikið læra af hinum Norð-
urlöndunum, þar sem mikil
reynsla hefur fengizt. Þyrfti að
fá tannlækni til þess_ að sjá um
þessi mál og skipuleggja þau
frá grunni. Gera þyrfti fram-
tíðaráætlua og fylgjast síðan
stöðugt með þeim miklu fram-
förum, sem nú eru að verða á
sviði tannnlækninga, aðallega
hvað tækjum viðvíkur, til auk-
inna afkasta og til ag draga úr
sársaukans. En sum þau tæki
sem nú eru notuð í skólum
bæjarins. þvrftu nauðsynlega
endurnýjunar með til þess að
fylgjast með þeim kröfum, sem
gerðar eru nú til dags til slíkra
tækja.
Þegar bai'nið kemur í barna-
skólann, fær það oft fyrstu
kynni sin af tannlækningum.
Er því nauðsvnlegt að vandað
sé sem mest. til þessara kynnna
og ekkert til sparað að minnka
sársaukann.
FORELDRAR.
Látið aldrei undir höfuð
leggjast að kymia yður á
hverjum vetri, hverrar tann-
lækningarþjónustu barn yð-
ar verður aðnjótandi á veg-
um skólanna.
Ef barnið fær enga viðgerð
þann vetur, er nauðsynlegt
fyrir yður að láta tannlækni
skoða tennur barnsins og
gera við þær, sem með þarf.
Látið barnið hafa mjólk og
gróft brauð með sér í skól-
ann.
Frá Tannlækningafélaginu.
Blindir Svíar starfrækja
sápuverksmiðju.
Blsndrafélag Svíþjóðar hagnast á verk-
smiðjurekstri.
Það er ekkert að óttast hjá tannlækninum.
„Enginn býr til eins góða
sápu og við,“ sagði fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunnar,
„og athuganir rannsóknarstofu
okkar sanna það.“
Þessi vifiurkennig var gefin
verksmiðjufólki blindrafélags
Svíþjóðar í sl. viku. Margir
undrast það, að hinir blindu eru
ekki aðeins látnir framkvæma
einstaka störf. Þeir vinna nær
allt, sem þarf. Verksmiðjufólk-
ið blinda er þrjátíu og eitt tals-
jins. Elzi máður verksmiðjunnar
er 66 ár gamall, og vinnur með
’peim næst-elzta, 65 ára, en þeir
riafa umsjón með rafmagns-
rræi’ivélum.
Annað verksmiðjufólk hugar
ið suðupottum, blöndurum eða
iðrum tækjum verksmiðjunnar.
Vélarnar eru eins og gerist og
gengur, nema að fyrir hefir
/erið kömið nokkrum sjálfsögð-
um öryggistækjum, svo sem
iljóðmerkjum, ef eitthvað ber
it af. Þá eru einnig settar upp
•nælaskífur, sem hægt er að lesa
á með fingurgómunum.
Tramleiddar
17 vörutegundir.
Yngst verksmiðjufólksins er
14 ára kona, en framleiðsla
■>essa fólks var á sl. ári tæp 23
bús. tonn af sápu, þvottaefnum,
/axi og fægiefnum. Auglýsinga-
)ési frá fyrirtækinu skýrir frá
!7 vörutegundum, sem fram-
iddar eru.
Hið blinda fólk þarf samt að
á aðstoð til að koma vörunni á
narkað. Þess vegna eru fimmt-
tn manns þar í vinnu, sem hafa
'ujla sjón, en það eru sölumenn,
skrifstofufólk, tæknifræðingar,
vörubílstjórar og framkvæmda-
!stjórnin, Törnstrand.
Sölumennirnrir selja að lang-
mestu leyti aðeins til sjúkra-
húsa, skóla, framleiðslufyrir-
tækja og annarra svipaðra fyrir-
tækja. Það yrði allt of dýrt fyrir
verksmiðjuna að fara út í smó-
sölu, sagði Törnstrand.
Þar að auki, sagði hann,
mundi þurfa að setja upp mikið
af sjálfvirkum tækjum, og það
mundi koma í veg fyrir aðal-
tilgang fyrirtækis okkar. Carl
Hedquist, hinn blindi formaður
blindrafélagsins, sem á verk-
smiðjuna, sagði að aðalatriðið
væri „að sjá hinum blindu fyrir
atvinnu og sanna það, að verk-
smiðja með svo mörgum ör-
yrkjum gæti starfað á traustum
fjárhagsgrundvelli.“
Hedquist lagði og á það á-
herzlu, að verksmiðjan væri
ekki hjálparstöð á nokkurn
hátt. Blinda fólkið er í félagi
efnaverksmiðjufólks og fær
svipuð laun. Verksmiðjan fær
enga fjárhagslega aðstoð og
verður að sjá algerlega fyrir sér
sjálf.
Venjulega er dálítill hagnað-
ur, sem settur er aftur í fyrir-
tækið. Hagnaöur er ekki notað-
ur til þess að greiða fyrir bóka-
söfn eða vinnumiðlun félagsins,
sem fær hehning fjárins frá rík-
inu og helming frá einstakling-
um.
f blindrafélaginu eru 2500 fé-
lagar, en Hedquist áætlar að
um 10.000 blindir séu í Svíþjóð.
Árið 1945 keypti fyrirtækið
tvær ■ litlar sápuverksmiðjur.
Hið tveggja hæða steinhús, sem
verksmiðjan er nú í, var byggt
fyrir tveim árum síÖan. (Úr N.
Y. Tímes), 1
UMF Mýrahrepps
50 ára.
U.M.F. Mýrahrepps 50 ára.
U.M.F. Mýrahrepps í Dýra-
firði minntist 50 ára afmæis
síns 29. des s.l. með samsæti í
Núnsskóla. Félavið var stofnað
í nóv. 1909 oð Mýrum í Dýra,-
firði udt» úr bindindisfélagi
Mvrhrenpinga er stofnað valf
1902 og hafði starfað vel til
1909 að bví var breytt í Ung-
mennafélag.
Fyrstu stjórn Ungmennafé-
lagsins skipuðu: Björn Guð-
mundsson, kennari og síðar
skólastióri að Núpi, formaður;
Jón Friðriksson, búfræðingur
að Mvrum, ritari: off Torfi Her-
mannsson, trésmiður frá
Fremstuhúsum, gialdkeri.
U.M.F. Mýrahreops varð
brátt fiölmennt og starfaði mik
ið. einkum fvrstu árin. Beitti
sér m. a. fyrir auknum heimil-
isiðnaði í hreppnum og varð
vel ágengt.
í samsætinu flutti forseti U.
M.F.Í., séra Eiríkur J. Eiríks-
son skólastióri að Núpi þakkir
og árnaðaróskir til félagsins
fvrir starf og dáðir. Margar
fleiri ræður voru haldnar og-
saga félagsins rakin. Núverandi
formaður U.M.F. Mýrahrepps
er Siffurður Guðmundsson
Núnsskóla.
Margir af eldri starfsmönn-
um og félögum félagsins voru
kiörnir heiðursfélagar í tilefni:
50 ára afmælisins. — Arn.
Hvað hafa þær... ?
Frh. af 8. síðu.
tilliti, eða á þessu sviði. Sú.
kvikmynd var tekin af Fox.
Svona getur
Soffía.
Það er ómögulegt að gera
sér það í hugarlund að Holly-
woodstjarna fleygði sér í vatn,.
klædd kjóldrqslu með band-
spotta um mittið. En Soffía?
Með hár, sem líktist þangi, í
blautum kjól, sem klesstist við
líkamann, var' Soffía dásam-
leg. Menn göptu af hrifningu.
— En kvenfólkið? Öllum kom
saman um, að hún bæri af öll-
um öðrum stjörnum í þessura.
klæðnaði. Soffía var dásam-
legri þannig en nokkru sinni
áður.
Það gildir ekki framar að
sveipa um sig kápu úr minka-
skinni og skreyta sig með gim-
steinum. Nú er búningur, sem
líkist búningi frumkvenna jarð-
arinnar í miklum metum. —
Þannig lifir hið upprunalega —
hinir upprunalegu kyntöfrar —
og brjótast fram þrátt fyrir
mörg þúsund ára menningu með
margs konar prjál. Mönnunum
geðjast vel að hinu frumstæða
— jafnvel þótt villtar konur sé
um að ræða. Ekki er annað
s,’áanlegt en svo sé.
En fyrst og fremst mun það
vera þetta, sem gerir karlmenn-
ina hrifna: Þessar konur eru.
öðruvísi en hinar. Þá hei'ur mál-
farið töluverð áhrif. Erlendar
leikkonur ná ekki algerlega.
hinum innlenda hreim, þar sem
þær eru gestir utan heima-
landsins. Þær eru einnig nokkru.
dularfyllri en innlendar kon-
ur. Framkoma þeirra og siðir
öðruvísi. Hið ókunna vekur for-
vitni karlmannanna.
Grasið er ætíð grænna hinum
meðin við girðinguna.