Vísir - 20.01.1960, Page 6

Vísir - 20.01.1960, Page 6
6 VÍSIR Miðvikudaginn 20. janúar I9B0 D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Friðarviiji Rússa. Þjóðviljinn slær því að vonum stórt upp, að Sovétríkin séu að afvopnast, eins og blaðið kallar það. Krúsév kvað hafa i lagt það til við æðsta ráðið, ,,að beiðni ríkisstjórnar og miðstjórnar kommúnista- j flokksins(!!) að fækkað yrði í herliði Sovétríkjanna um þriðjung, eða úr 3.6 milljón- um manna í 2.4-milljónir“. Einræðásherrann • kvað hafa farið um það fögrum orðum, að Sovétríkin vildu með þessu sýna friðarvilja sinn og auðvelda samkomulag á afvopnunarráðstefnunni í Genf, sem haldin verður á næstunni. íslenzkir kommúnistar hugsa sér auðvitað að nota fregn- ina af þessum skrípaleik til ; þess að reyna að sannfæra ] fólk um friðarvilja trú- : bræðra sinna þar eystra. Er 1 því rétt að athuga fleira af því, sem Þjóðviljinn hefur eftir einræðisherranum. Itök hans fyrir þessari fækkun í hernum voru þau, að vegna liinnar öru framþróunar í iðnaði og tækni og kunnáttu ! sovézkra vísindamanna og iðnaðarmaima í að smíða „vopn, sem ekki eiga sína líka,“ þyrfti færri hermenn 1 en áður, enda séu nú í smíð- um önnur ennþá stórvirkari drápstæki, „svo öflug, að þiÚE y'rði vart trúað.“ Þjóðviljanum hefir ekki þótt henta, að taka upp þau um- mæli, sem útvarpið hafði eftir einræðisherranum um þessi vopn, en þau voru á þá leið, að hann hefði nú yfir að ráða kjarnorkuvopnum, sem gætu gereytt öllum ó- vinum Sovétríkjanna, hvar sem þeir væru á hnettinum. En svo bætti hann við, að Sov- étríkin væru nú svo sem ekki að hafa í hótunum við neinn! Nei, þau vildu bara frið, en gætu samt gengið af „auð- valdsskipulaginu“ dauðu, ef einhver reyndi að egna þau upp! Kommúnistar verða að afsaka, þótt ýmsir efist um friðar- vilja manns, sem talar svona. Reynslan fram að þessu hef- ur líka sýnt, að friður á máli kommúnista þýðir það, að þeir skuli ekki gera árás með- an þeir fái það sem þeir heimta. Þetta kallaði Hitler frið líka. Hann kærði sig ekkert um að fara í stríð meðan látið var undan kröf- um hans, en þegar hann sá fram á, að ekki yrði látið und an lengur, reyndi hann að láta vopnin skera úr. Hann sagði líka að sín vopn væru svo öflug, að hann gæti eytt sínum, hvar sem þeir væru, en þó fór nú sem fór. Eins öflugir og áiur. Ýmsar ástæður kunna að liggja til þess, að Rússar fækka nú í hernum um hríð. Ýmsirhafa t. d. haldið því fram, að þá vanti fólk til landbúnaðar- starfa og séu neyddir til að bæta úr þeirri vöntun. í öðru lagi er ofur auðvelt að gera svona tilfærslu án þess að veikja herinn nokkurn skapaðan hlut. Verið getur að einhver hluti þessa mann- ; afla verði settur í ,,iðnaðinn“, eins og kommúnistar kalla hergagnaframleiðsluna, þeg- ar þeim ■ þykir það henta betur. Allir þessir menn gætu eftir sem áður verið látnir starfa í þágu hersins með einhverj- um hætti, þótt þeir séu ekki lengur skráðir hermenn. Um þetta er enga örugga vit- neskju hægt að fá, cnda skiptir mestu máli, að við De Gaulle ætlar að lesa Massu pistilinn. Rtíðstefnn uni l/.sir stentlur fyrir dtjrunt t JPurts. Massu hershöfðingi «' Alsír liefur verið kvaddur til Parísar út af viðtali, sem kunnur þýzk- ur fréttaritari hefur átt við hann og birt, en í því á hann að hafa sagt, að ef til vill hafi verið rangt af hernum að ryðja De Gaulle braut með byltingu hersins 1958. Massu neitar, að hann hafi sagt þetta, en fréttaritarinn staðhæfir, að hann hafi aldrei haft rangt eftir neinum, en hann er kunnur maður og hefur áður rætt við fremstu menn þjóða. Ekki hefur heyrst, að Massu hafi verið kvaddur á hans fund, én hermálaráðherrann mun ræða við Massu í dag. Ráðstefna De Gaulle um Alsír hefst á föstudag. — Borg- arstjórar í Alsír hafa gert sam- þykkt um, að íbúar landsins vilji vera franskir þegnar á- fram, og grípa til vopna, ef þörf krefui'. Landnemar í Alsír munu vera um 1 milljón. — Kryðjuverk í Alsír hafa færst í aukana í seinni tíð, einkum gegn hvítum mönnum, sem krefjast aðgerða af herstjórn- Massu kom til Parísar í gær. inni. Kenyaráðstefnan í London óvirk með öllu. Ráðstefna um Kenya er haf- ■ sónulega tilraun til þess in í London. Fyrstu fundir; jafna misklíðina í gær. voru haldnir • fyrradag, ;enj fulltrúar blökkumanna neituðu að koma á fund. I gær fór á sömu leið. að Brezka stjórnin neitar að fallast á, að aðalráðunautir þeirra sitji fundina, vegna þess, að grunur er um, að hann hafi verið viðriðinn Mau-Mau- hreyfinguna og er það orsök deilunar. Mikið var rejmt til að ná samkomulagi í gær og fyrra- dag, en vitanlega vorilaust um nokkurn árangur af ráðstefn- unni, ef fulltrúar blökkumanna sitja hana ekki. McLeod ný- lendumálaráðherra gerði per- Það er um framtíð Kenya, sem á að ræða á þessari ráð- stefnu — landi þar sem 50,000 hvítir menn búa — og hafa þar öllu ráðið til þessa — og fimm milljónir blökkumanna, sem áreiðanlegá stjórna þar í fram- tíðinni -—■ spurningin er í raun- inni aðeins um það hve hratt skuli sækja að markinu. Marg- ir hinna hvítu landnema ætla að fara úr landi, fái blakkir þar alger yfirráð. Til umræðu er fyrirkomulag um hlutdeild blakkra, hvítra og indverskra manna í stjórn landsins. — Blakkir menn yrðu þar að sjálfsögðu í miklum meiri hluta. Skákþing Reykjavíkur 1960 hefst á sunnudag. höfum orð sjálfs einræðis- herrans fyrir því, að hin öfl- ugn vopn, sem upp hafi ver- ið fundin, geri meira en að vega á móti þessari fækkun og Sovétríkin séu fær í allan sjó eftir sem áður! Allir vita, að því fleiri og stór- virkari dráps- og eyðingar- tæki sem eru fundin upp, því minna máli skiptir um mann-! fjölda herjanna. Auk þess | væri hægt um vik, að kalla; mennina inn aftur, ef í odda! skærist og' þeirra væri talin. þörf. Rússar myndu a. m. k.1 fá nægan fyrirvara til þess, því að þeir þurfa ekki að óttast svo skyndilega árás af, hendi lýðræðisríkjanna, að þeir fengju ekkert ráðrúm til herútboðs. Þetta vita þeir mæta vel sjálfir, og þess vegna geta þeir í þessu efni látið eins og þá lystir. Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 24. þ.m. kl. 2 e.h. í Þjóðleikhúskjallaranum. Teflt verður um titilinn Skákmeist- ari Reykjavíkur 1960. Teflt verður í flokkum, Meistara-, fyrsta- og öðrum flokki. I öðr- rnn flokki verður teflt eftir sviss neska kerfinu og einni.g í fyrsta flokki, ef þátttaka verður mik- il. Búist er við mikilli þátttöku í meistaraflokki og ef svo verð- ur verða tefldar undanrásir í tveimur eða fleiri riðlum. Síð- an tefla efstu menn úr hverjum riðli til úrslita um titilinn. Miklar líkur eru til þess, að Friðrik Ólafsson verði meðál þátttakenda í úrslitakeppninrii, en hann hefur ekki tekið þátt í skákmóti hérlendis síðan 1957. Meðal anriara þátttakenda í Meistaraflokki sem þegar hafa tilkynnt þátttöku sína má nefna Benóný Benediktsson, Eggert Gilfer, Ólaf Magriússon, Braga Þorbergsson. Bjarna Magnús- son, Halldór Jónsson og hina ungu og upprennandi skák- menn Jónas Þorvaldsson, Björn Þorsteinsson og Guðmund Lár- usson. Innritun þátttakenda lýkur á fimmtudagskvöldið 21 þ.m. Bikar sá er teflt hefur verið um undanfarin ár og gefinn var af Þorsteini Gíslasyni vannst til eignar á síðasta skákþingi. Nú verður teflt um nýjan, mjög fallegan bikar sem Trygg- ingarmiðstöðin h.f. hefur gefið. Til þess að vinna hann til eign- ar þarf að vinna hann þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Sigurvegarar á næstu skákþing- um fá einnig eftirlíkingu af bikai'num til eignar hverju sinni. Bikarar þessir eru nú til sýn- is í glugga Bókabúðar Lárus- ar Blöndals í Vesturveri. Sauðfjáríjölgunin. 1 Árbók landbúnaðins segir, að ær hafi verið 42.000 fleiri 1959 en 1958 en gemlirtgar um 37 þúsund færri. Vegna þessar- ar miklu fjölgunar ánna sé lik- legt, að lömb á fjalli hafi ver- ið 20— 30 þús. fleiri síðastliðið sumar en 1958 og sé gert ráð fyrir frekar minni en meiri heild- arslátrun s.l. haust en 1958, ætti fjölgun vetrarfóðaðs f jár að hafa orðið allt að 30 þúsundum meiri s.l. haust en haustið 1958. Þá fjölgaði fénu um 5 þúsund, og ætti fjölgnun sauðfjárins s.l. haust því að vera um 35 þúsund, segir i Árbókinni (vanhöld á lömbum og fjáskaðar í sumar- hretunum gætu þó lækkað töl- una'niður í 25.000) Sauðfé á fóðnun. Það var samkvæmt framtali alls tæp 775 þúsund í fyrraveturl „Líklegt er því, að framkomi við talingu fjárins i vetur um 80.000 Ær verða með allra flesta móti, líklega um um 680.000. Lömb á fjalli ættu að verða um 800 þús. næsta sumar. — Fjölgun sauð- fjárins að þessu sinni hefurorðið öll eða þvi nær öll norðar Snæ- fellsness að vestan og Öxarheið- ar að austan. Framtalið. „Eftir athugunum, sem gerðar hafa verið á nákvæmni framtals- ins 1957, mætti ætla að sauðféð í vetur yrði 7.5—8% fleira en fram verður talið eða allt að 860 þúsund". Hve margt? Sérfróðir menn og ó-fróðir velta fyrir sér ýmsu um fjölgun sauðfjár hér á landi og er í því sambandi rætt um að bera á bit- haga, i byggðum og á afrétti, og um aukna ræktun. Lítill vafi er á, að sauðijártalan á eftir að kom ast yfir milljónarmarkið, ef eng- in áföll verða af sauðfjárpestum eða öðru, en annars virðist það meira atriði en margir gera sér grein fyrir, hve mikið mætti auka sauðfjáreignina, við aukna ræktun lands til fóðuröflunar og beitar. Öll hin — Kona úr hópi lesenda Vísis hef- ur beðið um, að minna á það í þessum dálki, þegar rætt sé um ósæmilega framkomu unglinga í miðbænum og annarsstaðar, að menn ættu ekki að gera það á þann veg, að það megi skilja sem dóm um unglingana eöa æskuna yfirfleitt. Það mætti líká minnást allra binna’, sem eru í miklum meirihluta, er hégða sér vel, eru sér og sínum til sóma. Þau eigi annað og betra skilið en að fá á sig óorð vegna ærsla- lýðs. — 1 Eisenhower forseti fer til Moskvu í júní. Dvelst þar 10 daga og segir Tass-frétta- stofan hann aufúsugest. Tilkynnt er í Washington} að Eisenhower forseti fari til■ Moskvu 10. júní í~ hina fyrir- huguðu heimsókn sína til Sov- étríkjanna. Hann mun dveljast þar í 10 daga, en ekki hefur verið lát- ið neitt uppi um ferðalag hans þar. Tassfréttastofan hefur sagt frá væntanlegri heimsókn hans, m. a. með þeim ummælum, að Eisenhower eigi víst, að íbúar Sovétríkjanna muni fagna hon- um vel. Krúsév hefur nýlega verið afhent kvíga af ágætu kyni, og er hún gjöf frá Eisenhower. Enn fremur sendi landbúnaðar- og verzlunarráðherra Bandaríkj anna kvígu til Sovétríkjanna að, gjöf.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.