Vísir - 22.02.1960, Qupperneq 6
^tSIB
Mánudaginn 22. febrúar 1969
T18IB
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00,
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vlireisnaríögin í framkvæntd.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
um viðreisn efnahagslífsins
er nú orðið að lögum. Ríkis-
stjórnin og sérfræðingar
hennar höfðu undirbúið
þetta frumvarp af mikiili
kostgæfni. Hver liður þess
var vandlega athugaður og
áhrif hans metin, áður en
endanleg ákvörðun var tek-
in. Ríkisstjórnin lagði því til
það eitt, sem hún, að mjög
vandlega athuguðu máli,
taldi óhjákvæmilegt, ef koma
ætti í veg fyrir fjárhagslegt
hrun.
Stuðningsflokkar ríkisstjórnar-
innar á Alþingi hafa einróma
fallizt á þetta sjónarmið, og
þingmenn þeirra eru allir á
einu máli um það, að nú hafi
verið síðustu forvöð að taka
upp gerbreytta stefnu í efna-
hagsmálum þjóðarinnar. —
Ábyrgum stjórnmálamömr-
um er það ljóst, eins og
fjölda mörgum öðrum, að
allar þær efnahagsráðstafan-
ir, sem gripið hefir verið til
undanfarin ár, hafa verið að
meira eða minna leyti kák,
sem engan varanlegan grund-
völl gátu skapað fyrir þjóðar-
búskapinn.
Þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar vita þetta mæta vel líka.
Framsóknarmönnum er vit-
anlega Ijóst, að ekki var hægt
að halda áfram á þeirri leið,
sem farin hafði verið. Þeir
fengu fyrir því ótvíræða
sönnun í vinstri stjórninni
og þeim afleiðingum, sem
ráðstafanir hennar höfðu í
för með sér.
Flestif Framsóknarmenn viður-
kenna að gagngerðrar breyt-
ingar sé þörf, og þegar farið
er að ræða við þá um leiðirn-
ar, komast þeir ekki hjá að
samþykkja sjónarmið stjórn-
arflokkanna í öllum megin
atriðum.
En hvers vegna geta Framsókn-
armenn þá ekki fallist á ráð-
stafanir, sem þeir í raun og
veru, telja nauðsynlegar?
Astæðan er sú, að engar ráð-
stafanir má gera, hversu lífs-
nauðsynlegar sem þær
kunna að vera þjóðinni, ef
þær eru með einhverjum
hætti óhagkvæmar fyrir
Framsóknarflokkinn. Þá
verður að gera einhverjar
hliðarráðstafanir, sem
tryggja það, að það sem ó-
vinsælt reynist, lendi á öðr-
um flokkum!
Þetta sjónarmið Framsóknar-
manna þekkja allir flokkar
sem með þeim hafa starfað,
enda eru allir andstæðingar
• þeirra sammála um, að ó-
heilli flokkur í samstarfi sé
ekki til. Enginn flokkur ræg-
ir samstarfsflokka sína eins
og Framsóknarflokkurinn.
Jafnvel kommúnistar veigra
sé við að beita sumum þeim
aðferðm við samstarfsmenn
sína sem Framsókn notar
kinnroðalaust.
Bretar hyggja á ný átök
í bifreiðaiðnaðinuei.
Fimm stærstu framíieiðendurnir leggja
200 miiij. punda í fjárfestingu.
Bílaiðnaðurinn í Bretlandi
hefir blómgazt undanfarin ár,
og nú um þessar mundir er
verið að stíga enn eitt skrefið
til þess að auka framleiðsluna,
og hin árlega viðbót verður að
þessu sinni 200.000 nýir bílar
á ári.
Það eru einkum ford-verk-
smiðjurnar brezku, sem nú
hyggja á mikla aukningu í
starfsemi sinni, og ætlunin er
að reisa nýjar verksmiðjur á
Merseybökkum sunnan við Li-
verpool. Kostnaðurinn við
stofnsetninguna verður nærri
25 millj. stpd. Samt er þetta
ekki nema einn liðurinn í hinu
sameiginlegu átaki hinna
„fimm stóru“ í brezkum bíla-
iðnaði, þ. e. B. M. C., Vauxhall,
Rootes og Standard-Triumph.
Þessi fimm fyrirtæki hyggjast
verja ekki minna en 200 millj.
punda nú á næstunni til fram-
leiðsluaukningar. f þetta verður
ráðizt íi trausti þess að eftir-
spurn eftir brezkum bílum haldi
áfram að vaxa í sama mæli og
undanfarið.
Helztu keppinautar brezka
bifreiðaiðnaðarins eru Þýzka-
Þjó&Jt verSar sjátf sð dæma.
• Kommúnistum er auðvitað eins
og öðrum ljóst hvert óbreytt
stefna í efnahagsmálum
mundi bera þjóðina. Hún er
vísasta leiðin að þvi marki,
sem kommúnistar keppa að.
Þess vegna þarf engan að
undra þótt svokallað Alþýðu-
bandalag berjist gegn við-
reisnartillögum. Þetta ætti að
vera orðið öllum hugsandi
mönnum Ijóst, eftir þriggja
áratuga baráttu íslenzkra
kommúnista til þess að
leggja efnahagskerfið í rúst-
ir.
Hvert sinn sem kommúnistum
tekst að knýja fram kaup-
hækkun, er Þjéðviljinn lát-
inn hamra á því, að þessi
„stórkostlega kjarabót“ hafi
fengist fyrir ötula baráttu
verklýðsforingjanna í komm-
únistaflokknum. En- kaup-
hækkun er því áðeins kjara-
bót, að henni sé ekki áftur
, velt yfir á launþegann í
hækkuðu vefði þeirra nauð-
synja, sem hann þarf að
kaupa.
Kommúnistar þóttust vinna
mikinn sigur fyrir alþýðuna
í verkföllunum miklu 1955.
AHir aðrir sáu og vissu að
þau verkföll voru ósigur
hinna vinnandi stétta og allr-
ar þjóðarinnar.
Kommúnistar hafa þrátt fyrir
þessa „sigra“ sína, látið mál-
gagn sitt, Þjóðviljann, segja
almenningi að kaupmáttur
launanna sé lægri nú en
1947. Hvernig stendur á
þessu? Meginástæðan er
verkföllin 1955.
Þetta er staðrey.nd sem verka-
menn og aðrar launastéttir
ættu að íhuga vel, áður en
þær láta kommúnista æsa sig
til verkfalla aftur.
Það er skylda allra þjóðhollra
manna að bíða og sjá hvern-
ig viðreisnarlögin reynast, áð
ur en farið er að dæma þau
og stofna til æsinga gegn
þeim.
Aðalfundur í
„ísland-Noregur“.
Aðalfundur félags ísland—
Noregur var haldinn í Háskól-
anum 15. febr. 1960 og fóru
þar fram venjuleg aðalfundar-
störf.
f stjórn félagsiris voru kjörn-
ir Hákon Bjarnason skógrækt-
ai'stjóri formaður. Kristmann
Guðmundsson rithöfundur,
Gunnar Dal skáld, Eggert Guð-
mundsson listmálari og Hanrves
Jónsson fyrrv. alþingismaður.
Varamenn voru kjömir Guð-
mundur Marteinsson verkfræð-
ingur, Ásmundur Guðmunds-
son fyrrv. biskup og Árni Böðv-
arsson cand mag.
Ritari félagsins er Guimar
Dal og gjaldkeri Hannes Jóns-
son.
Tilgangur þessa félags er að
stuðla að kynningu og sam-
vinnu íslendinga og Norð-
manna.
Það eru vinsamleg tilmæli
stjórnarinnar að þeir sem vilji
styðja og styrka tilgang félags-
ins gerist félagar og tilkynni
þátttöku sína einhverjum úr
stjórn félagsins.
fand, Frakkland og Ítalía. Ekki
|era Bretar of lítið úr því, sem
ér að gerast í þessum málum
á meginlandinu, því að á meðan
forezki iðnaðurinn hefir vaxið
úm 50% hefir sá þýzki vaxið
um 157% og sá franski um
f.43%.
Úlafur Thors
minnist H.
C. Hansens.
i Vegna fráfalls H. C. Hansen,
forsætisráðherra, flutti Ólafur
Thors, forsætisráðherra, eftir-
farandi kveðjuorð í hádegisút-
varpið á laugardaginn:
,Aðeins rúm fimm ár eru lið-
jn frá því, að forsætisráðherra
pana, Hans Hedtoft, féll frá á
bezta aldursskeiði, rúmlega
jfimmtugur. Sá mæti og mikil-
•jhæfi maður var öllum harm-
idauði, sem hann þekktu.
: Enn hefur dauðinn kvatt dyra
^hjá Dönum og kallað brott for-
sætisráðherra þeirra, H. C. Han-
sen, sem andaðist í gærkvöldi á
bezta aldurskeiði, tæplega
fimmtiu og fjögurra ára gam-
all.
Eg hafði litil persónuleg
kynni af hinum látna forsætis-
ráðherra, en nóg til þess að vita,
að hann hafði hlotið óvenju
fjölhæfar og ágætar gáfur í
vöggugjöf. Og af afspurn veit
ég einnig', að hann var drengur
góður og sérlega farsæll í starfi,
enda naut hann trausts og virð-
ingar þjóðar sinnar.
Eg flyt okkar dönsku vina-
þjóð dýpstu samúðarkveðjur, er
hún á nú á bak að sjá einum
sinna ágætustu sona. Veit ég,
að ég mæli þar fyrir munn allra
íslendinga, sem þakka einlæg-
-an vinarhug hans til íslenzku
þjóðarinnar.
A þessari stundu hugsum við
öll hlýtt til þjóðar hans og ætt-
jarðar og ekki þó sízt til ekkju
hans og ástvina allra og biðjum
þeim öllum blessunar.“
, ★ Rúmlega tvítug frönsk
stúlka réð sér bana í sl. viku
með því að stökkva ofan af
Sigurbcganum í París, en
hann er tæpl. 50 m. á hæð.
Ferró" opnar sýníngu í nýjum
sýnsngarskála í París.
Fyrsta daginn komu 1500 gestir.
Þori'i liðinn —
Góa byrjuð.
S.l. laugardag \'ar Þorraþræll
og í gær konudagur Góa er geng-
in í garð. Vanalega er „frost á
Fróni“ á Þorranum, oft snjóar
mikið og hríðarveður geisa. Ekki
verður sagt að vetrarhörkur hafi
verið á Þorranum að þessu sinni
miklu frekar veðursæld og snjó-
létt lengst af, en þó norðanátt og
allmikið frost seinustu vikuna.
„Þurr skyldi Þorri“ stendur í vís-
unni gömlu. Skyldi nú Góa verða
þeysöm (þíðviðrasöm) eins og
j segir í næsta visu orði? Og verði
Einmánuður svo votur átti vel að
vora, samkvæmt niðurlagi henn-
ar. En sjaldan viðrar svo sem í
vísunni gömlu segir, og viss-
ara að búast við vorhreti eða vor-
hretum. En með komu Góu dró
úr frosti hér sunnanlands a. m.
k. og fór að snjóa, en rétt fyrir
komu hennar var alauð jörð,
jafnvel um miðbik landsins, á há-
lendinu inni á milli jöklanna,
var að kalla snjólaust fyrir
nokkru, og víst þarf engan að
undra, þótt Góa sveipi allt landið
hvítum feldi. En meðal annarra
orða, i dag er Pétursmessa og
tungl lægst á lofti og á morgiui
tungl næst jörðu. Hlaupársdagur
er á fimmtudag í þessari viku og
nýtt tungl á föstudag (Góutungl-
ið).
I.
Langafasta.
| Næstkomandi .sunnudag, er
vika er af Góu, hefst langafasta,
sjö vikna fasta. — Næstkomandi
mánudag 29., febrúar (það er
hlaupár i ár sem fyrr var getið)
er svonefndur Bollndagxir og
munu þær venjur, sem löngu eru
komnar á hér í bæjum og kaup-
stöðum a. m. k. um ,,flengingar“,
bollugjafir og bolluát, hingað
komnar frá Danmörku, en þriðju
dagur næstkomandi er þjóðlegri
— hann er Hvíti Týsdagur og
þann dag sprengikvöld, og mið-
vikudag í næstu viku er Ösku-
dagrir og frídagur i skólum.
Fyrirspurn.
I Það hefur verið óskað eftir að
svarað væri fyrirspui'n um það í
Bergmáli hvort ungverskir flótta-
menn, sem hér haía fengið hæli
og setzt hér að séu undanþegnir
því að greiða útsvör og tekju-
skatt Tilefnið er upplýsingar í
viðtali í blaði, við ungversk
mæðgin, sem gátu keypt sér íbúð
fyrir 185 þúsund kr. og greitt í
henni 145 þúsnnd krónur á 3 ár-
um. Þótti fyrirspyrjanda slíkt
furðulegt, þótt fólkið segist hafa
lifað mjög spart -ema það væri
undanþegið tci.juskatti og út-
svari.
( Bergmál lofaði að geta fyrir-
spurnarinnar, en benti fyrir-
spyrjandanmn annars á, að rétt-
ara hefði verið af honum,aðsnúa
sér til blaðs þess, sem viðtalið
I birti, og óska þar nánari upplýs-
inga, en samkvæmt þeim uppl.,
sem Bergmál hefur, eru lagðir
skattar og útsvör á Ungverjanna
eins og aðra.
Nýr myndlistarskáli var opn-
aður í París, 12. þ. m., og fyrsti
listamaðurinn, sem boðið var
að halda þar sýningu, var ís-
lenzki listmáíárinn Guðmund-
ur Guðmundsson FERRÓ. Hann
sýnir þar 28 málvwk, öll rnáluð
á s.1, ári, og 35 teikningar.
Sýningarsalúr þessi nefnist
jGalerie Chirvan Albert Achdij-
jan. Stofandinn, Albert Achdij-
an, sem einnig hefir stofnað
verðlaunasjóð, er við hann er
kenndur, er upprunninn í Ar-
meníu, en. borgari í Líbanon.
Hann koxn fyrst . til Parísar
j 1922. Áxið .1947 stofnaði hanu
1 Armensfca.'safnið í Paris til. að
kynna list föðurlands síns þar,
en einkum hefir hann látið sig
skipta vefnaðarlist austurlenzka
og annarra þjóða.
! Sýning Ferrós í þessum nýja
sýningarsal í París hefir verið
mjög vel sótt, og komu meira
j en 1500 'manns daginn sem ppn-
að var. Sýmingin stendur til 1.
marz. Eerró hefir í hyggju a3
haida sýningu í Reykjavík í
vor.