Vísir - 24.02.1960, Blaðsíða 1
12
síður
12
síður
M. árg.
Miðvikudaginn 24. febrúar 1960
44. tbl.
’Þetta er fljótvifkasta kvikmyndavél í heimi, því að hún tekur
hvorki meira né minna en 1,600,000 myndir á sekúndu og filmu
stærðin er 35 mm. Þegar myndin er sýnd með 16 mynda hraða
á sekúndu, liægir hún liverja hreyfingu 100,000 sinnum. Er
vélin fyrst og fremst gerð til að taka myndir af gasbólum í
ýmsum vökvum.
IV1ill|óna%|éit Bsiendinga vegna
lækkunar á fiskmjélsverði.
£Þf>g'ú ggBtdiw'faýföigr íMíbb'
þ$ó$ÍB* stáriiBÞsÉÍ&fgíi.
iækka verðið enn ti9 muna á næsta ári.
Gífurlegt verðfall hefur orðið á fiskmjöli á heimsmarkaðin-
um. Perú undirbýður allar þjóðir, selur fiskmjöl fyrir ailt að
40 prósent lægra verð en aðrir. Verðfallið kostar íslendinga tugi
milljóna króna, því þrátt fyrir sérstök gæði þorskamjölsins er
ekki annað fyrirsjáanlegt en að bað seljist við allt að 20 prósent
lægra verði en verið hefur til þessa.
íkveikjuæði barna orðið
mikið vandamál.
Þrjár kvaðningar slökkviliðs í gær.
Slökkviliðið í Reykjavík var
þvívegis kvatt á vettvang í gær.
Ekki var lun mikla eldsvoða að
ræða og ekki .tjón að ráði.
Mest tjón mun hafa orðið í
heyi sem kviknaði í nálægt
mótum Réttarholtsvegar og
Miklubrautar. Logaði glatt í
heyinu þegar að var komið og
urðu á því talsverðar skemmdir
áður en lauk.
Vestur á Ægisíðu mun hafa
verið kveikt í sinu, en eldur-
inn síðan komist í garðgrindur
og valdið á þeim skemmdum.
Hafa mikil brögð verið að því
að krakkar hafa kveikt í sinu
víðsvegar í bæjarlandinu, og
enda þótt tjón hafi yfirleitt
ekki hlotizt af þessu tilæki, a.
m. k. ekki þá nema í fáum til-
fellum, hefur þetta valdið bæði
lögreglu og slökkviliði óþæg-
indum og gæti haft hættulegar
afleiðing'ar í för með sér
ef eldsvoða bæri samtímis að
höndum.
Annars er íkveikjuæði krakka
orðið hið mesta vandamál í
bænum og kostar bæinn orðið
.stórfé fyrir utan margháttað
eignatjón sem einstaklingar
hafa þráfaldlega orðið fyrir.
Síðasta dæmið um þetta er það
að krakkar kveiktu í sorptunn-
um að Barmahlíð 8 í gær. Þar
komst eldurinn í þilklæðningú
við tunnurnar og varð að kalla
á slökkviliðið til að kæfa eld-
inn. Ei’ fyllsta ástæða til þess
að foreldrar áminni þörn sín
um það að svala athafnaþrá
sinni og leikþörf á einhverjum
öðrum vettvangi heldur með
því að kveikja í. Það getur
verið gaman að fleiru en eldi.
I»ær voru sainíals
255 ára.
Nýlega eru tvær svertingja-
drottingar dauðar í Nígeríu,
báðar háaldraðar.
Önnur þeirra, Eto Ekong Esu
Nyok, kvaðst vera 130 ára, en
hin, Maryan Ayilase, var talin
125 ára.
Það eru ekki aðeins íslend-
ingar, sem verða hart úti í
sanikeppninni við Perú. Norð-
menn, Danir, Bretar og Þjóð-
verjar verða undir í kapphlaup-
inu við Perú á fiskmjölsmark-
aðinum.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Vísir fékk hjá Jóni Héðinssyni
skrifstofustjóra, eru nú tiltölu-
lega litlar birgðir af þorskmjöli
í landinu. Frá því í september
1958 gátum við selt þorskmjöl-
ið fyrir hærra verð en aðrir, en
nú hefir það lækkað um 20
prósent.
Karfamjölsbirgðir eru einnig
litlar, en af síldarmjöli mun
vera búið að selja þrjá fjórðu
hluta af framleiðslu síðasta árs.
Það sem verðfallinu veldur
er gífurleg aukning á fisk-
mjölsframleiðslu Perúmanna.
Þeir hafa stóraukið skipaflota
sinn og tekið upp nýjustu að-
ferðir við veiðar á einhverjum
allra auðugustu miðum í heiini,
sem liggja fyrir ströndum Perú.
Framleiðsla þeirra hefir á fáum
árum aukizt upp í 300 þúsund
lestir, og þeir hafa möguleika
til enn meiri framléiðslu.
Verð á fiskimjöli er miðað
við proteineiningar í tonni
af mjöli. Verð á Evrópu-
markaði var xun 20 shilling-
ar, en boð Perúmanna er 14
shillingar og nú hafa þeir
nýlega gert samninga fyrir
árið 1961, þar sem þeir selja
framleiðslu sína fyrir 11
shillinga pr. einingu í tonni.
Eisenhower til
í dag.
Vísitalan 100 st.
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar í
Reykjavík í byrjun febrúar
1960 og reyndist hún vera 100
stig eða óbreytt frá grunntölu
vísitölunnar 1. marz 1959.
Stórviðri með fannkomu
og eldsvoium vestra.
Þar hafa 42 farizt í eldsvoð-
uni á fáum dögum.
Stórviðri með fannkomu mik-
illi gekk yfir sléttufylki Banda-
ríkjanna á sunnudag og á
mánudag.
Var veðrið einna verst í
Kansas-fylki, þar sem veður-
hæð komst upp í 80 km. á
klukkustund, en auk þess
kingdi þar niður 30 sentimetra
snjó á fáeinum klukkustund-
um. Eru allir helztu vegir þar
í fylkinu og grannfylkjunum á
Hver vill kaupa iljéflaeyfuria?
Frakkar setfa feessa alræmdu fanganýleudu á upplioð.
Djöflaeyjan, sem í raun-
inni er aðeins smáblettur á
landakortinu, á nú að seljast
á uppboði, sem franska rík-
isstjórnin ætlar að halda að
sumri.
Djöflaeyjan hefur senni-
legasta eitt versta :;mann-
orð”, sem nokkur blettur
hefur á sig fengið, og þegar
hún verður seld, inun Ijúka
108 ára sögu hennar, sem
byggst hefur á þjáningum
Þúsunda afbrotamanna, er
dæmdir hafa verið til kvala-
fulls dauðdaga, sögu þrung-
inni frásögnum af sjúkdóm-
um og þjáningum og ótrú-
legustu flóttatilraunum.
Öll þessi nýlenda Frakka,
sem kunnug er vegna þessa
litla en alræmda hluta henn-
ar, verður nú sett á uppboð,
Frh, á 7. síðu.
kafi í snjó og algerlega ófærir.
Þá hafa brunar orðið mjög
tíðir í Bandaríkjunum vegna
kuldakastsins, og í gærkvöldi
höfðu 42 menn farizt í eldsvoða
hingað og þangað. Þar af biðu
17 menn bana í gistihúsbruna
í Omaha í Nebraska-fylki, þrír
slökkviliðsmenn biðu bana við
slökkvistörf í St. Louis og þrjú
börn brunnu inni á heimili sínu
í Arkansasfylki.
Vegna mikillar fannkomu
suður um öll Bandaríkinn eru
samgöngur þar með erfiðasta
móti.
í morgun var norðaustan-
átt um land allt, 3—5 vind-
stíg. Éljaveður á annesjum
nyrðra, en bjart svðra. Frost
2—4 stig við ströndina, en
7—rl2 stig í innsveitum.
Veðurhorfur: Norðaustan
gola og bjartviðri og frost
4—7 stig. j
Var vel faar.að í
Brazlilu.
Eisenhower forseta var vel
fagnað í Brazilíu, hinni nýju
borg inni í landi í Brazilíu,
sem á að verðá höfuðborg
landsins.
Kubichek forseti tók þar á
móti honum og ræddust þeir
við einslega. Er talið, að við-
ræður þeirra kunni að vera
hinar mikilvægustu allra við-
ræðna, sem Eisenhower tekur
þátt í, í allri Suður-Ameríku-
ferðinni.
Eisenhower flýgur í dag til
Rio de Janeiro, mestu borgar
landsins, — og enn höfuðborgar
þess.— Kubichek flaug þangað
á undan honum og ekur með
honum frá flugstöð við Rioflóa
til borgarinnar. — Kubichek
kvað svo að orði, að með komu
Eisenhowers til Brazilíu hefði
sú borg Hlotið einskonar vígslu
sem höfuðborg.
Loðna við
Eyjar.
Afli hjá Vestmannaeyjabát-
um var yfirleitt tregur í gær,
sem ef til vill er ekki að undra,
því að mikið er af loðnu á mið-
unum og er þá tilgangslaust að
beita með síld, sagði fréttarit-
ari Vísis í Vestmannaeyjum í
morgun.
Tveir bátar veiddu töluvert
magn af loðnu í gær, Guðbjörg
var með 100 tunnur og Fanney
hafði einnig ágætan afla. Al-
mennt er beitt loðnu í dag, og
fara allir bátar á sjó, því að
veður var ágætt í morgun.
ír" í Sovét
n
Moskva. — Prófessor Igor
Kurchatov, sem hefir verið
þekktur undir nafninu „faðir“
rússnesku atóm- og vetnis-
sprengjanna, lézt úr hjartabil-
un sl. sunnudag, skv. frásögn
Tass. Hann var með Krúsév, er
hann fór í heimsókn sína til
Bretlands 1956. Krúsév varð
58 ára.
'