Vísir - 24.02.1960, Blaðsíða 6
vtSIB
Miðvikudaginn 24. febrúar 1960
WKSK2R
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00,
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 2,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Anna Guðjohnsen.
Hætta þei'r á verkföil?
Um það verður ekki sagt á
þessu stigi, hvort kommún-
istar treysta sér til að æsa
til verkfalla til að reyna að
eyðileggja fyrirætlanir ríkis-
stjórnarinnar á sviði efna-
hagsmálanna. Það hefir vit-
anlega ekki farið framhjá
neinum, að kommúnistar
hafa sagzt vera á móti þess-
um aðgerðum. Andstaða
þeirra hefir þó verið mjög
erfið og óhæg, þar sem þeir
geta með engu móti af sér
skafið, að þeir hafa einnig
gerzt höfundur gengislækk-
unar, þótt hún væri skírð
fínna náfni. Og óhætt er að
slá því föstu, að kommún-
istar hefðu leikið *ma geng-
islækkunarfeluleikinn oftar,
ef þeir hefðu ætlað að hanga
áfram í ríkisstjórn og það
ekki verið unnt með öðru
móti.
Það hefir verið áberandi í bar-
áttu stjórnarandstöðunnar
gegn efnahagsmálatillögun-
um, að hún hefir ekki haft
upp á neitt annað betra að
bjóða í staðinn fyrir þær.
Aðalatriði „baráttunnar"
hefir verið, að þessir flokkar
hafa verið á móti tillögun-
um. Framssóknarmenn hafa
þó ekki verið gallharðdr gegn
þeim, þeir hafa bara sagt,
að of langt væri gengið með
þeim. Kann að vera, að geng-
ið sé á einhverja Framsókn-
arhagsmuni með því að
ganga svo langt, og er þá
skiljanlegri andstaða Fram-
sóknarmanna — en almenn-
ingur mun vart líta það sömu
augum og þeir sérhagsmuna-
menn.
Kommúnistar hafa yfirleitt ekki
sagt annað en að allt væri í
lagi, ekkert þyrfti að gera.
Þeirra aðalpostuli við þann
áróður hefir verið Lúðvík
Jósepsson, sem m. a. hefir
bent á, að miklar vörubirgðir
væru á landinu, svo að allt
!
mundi íærast i bezta lag,
þegar búið væri að koma
þeim í verð. Gallinn er bara
sá, að það er þegar búið að
slá gjaldeyri út á þessar
auknu birgðir, svo að þær
eru búnar að gera það gagn,
sem þeim var ætlað. Og það
er óhætt að gera ráð fyrir,
að Lúðvík Jósepsson hafi
vitað þetta. Hafi hann ekki
gert það, er hann eiginlega
óleyfilega hirðulaus um
þekkingu sína á þeim mál-
um, sem hann þykist manna
dómbærastur um.
En hvað er það, sem menn kalla
yfir sig, ef svo ólíklega
skyldi fara, að kommúnist-
um tækist að reka verka-
lýðsfélögin út í verkföll, sem
gerðu ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar að engu? Hverjum
dettur í hug, að með því
væru íslendingum tryggð
betri kjör en að undanförnu?
Einar Olgeirsson hefir sagt,
að kjör verkamanna sé verri
nú en 1947. Á þessu tímabili
háðu kommúnistar tvö stór-
verkföll, sem einmitt hafa
orðið til að rýra efnahag
þjóðarinnar og fyrst og
fremst verkamanna. Er lík-
legt, þegar á þetta er litið,
að nýtt verkfall mundi færa
verkamönnum kjarabót?
Verkföll mundu enn rýra hlut
verkamannsins, ekki bæta
hann. Frá sjónarmiði komm-
únista er það hinsvegar harla
gott. Það er auðveldara að
véla óánægðan verkalýð til
fylgis við kommúnista og
ginna til að trúa blekkingum
þeirra, en þá verkamann,
sem eru ánægðir með hlut-
skipti sitt. Og þar sem hægt
er að gera í senn tvennt með
nógu miklum verkföllum —
rýra kjör hinna lægst laun-
uðu og annarra og hindra að
jafnvægi verði náð með til-
lögum ríkisstjórnarinnar <—
leikur ekki vafi á. að hinir
forhertustu og óþjóðhollustu
í hópi kommúnista vilja ekki
bíða degi lengur en óum-
fiýjanlegt er með' að hefja
vinnudeilur.
Hinn 13. þ. m. lézt hér í bæ
Anna Sigríður Guðjohnsen,
Bókhlíðustíg 8, á 75. aldursári,
og var hún til grafar borin í
gamla kirkjugarðinum nú fyrir
helgina, og hvílir þar við hlið
móður sinnar og systur.
Anna var fædd í Vopnafirði
12. júlí 1885, dóttir hjónanna
Einars Guðjóhnsen, héraðslækn-
is, og Ragnheiðar, síðari konu
hans, f. Stephensen. Er Einar
héraðslæknir féll frá á bezta
aldri, flutti ekkja hans með
börn þeirra til foreldra sinna í
Vatnsfjörð, en þar var séra
Stefán Stephensen þá prestur
og til dauðadags, en um alda-
mótin, er prestshjónin létust,
flutti ekkjan með dæturnar
þrjár til Reykjavíkur, þar sem
þær voru búsettar til æviloka á
Bókhlöðustíg 8. — Síðust þeirra
lifði Anna og nú ein frá árinu
1951, er Ragnheiður systir
hennar lézt.
Anna var glæsileg kona sýn-
um, hún var söngvin vel og ætt-
fróð og minnug svo af bar, svo
sem móðir hennar hafði verið,
en hennar móðurafi var Páll
Melsted, hinn mikli sagnfræð-
ingiu', svo að þau fræði voru
þeim í blóð borin.
Anna var um langt árabil
starfandi í dómkirkjukómum
í Reykjavík, og einn af berandi
kröftum. Var það og fögur
kveðja, er henni mundi kær, er
dómkirkjukór og organisti
kvaddi hana með hugljúfum
tónum. — Ættingjum og vin-
um mun hún ávallt verða hug-
stæð sakir hjartahlýju sinnar
og þess viðmóts, sem gerði hana
eftirminnilega. Mörgu yngra
frændfólki sínu var hún sem
hlýjasta móðir, sem gott var
að leita til og finna frið hjá.
— Slíkar minningar þeirra er
eftir lifa eru skráðum eftir-
mælum betri.
B. M.
Manuel Prado, Perúforseti,
er nú í opinberri heimsókn
í Frakklandi. Með Fökkum
og Perúmönnum er sérstak-
lega vingott.
"• Douglas MacArthur, fyrrv.
yfirhershöfffingi' er nú á
hatavegi.
Hann veiktist á áttræðisaf-
mæli sínu á dögunum.
Frá Alþingi:
Verðlagsgrundvöllur land-
bUnaðarins ákveðinn.
Landbúna5arráðherra svarar
fyrirspurmim í Efri deild.
Hræðast andúð aimennings.
En hvað er það þá, sem komið
getur í veg fyrir verkfalla-
brask kommúnista? Það er
fyrst og fremst ótti þeirra
við almenning og ekki sízt
hið óbreytta lið í verkalýðs-
félögunum, sem heldur aft-
ur -af i>eim.
Kommúnistar hljóta að vita, að
; almeraiingur er ekki alveg
skyni skroppinn, og þeir
liljóta einnig að vita, e£ þeir
£ eru ekki alveg blindir og
lokaðir inni i sjálfum sér; að'
almenningi finnst nú kominn
tími til að við íslendingar
vendum okkar kvæði í kross
í efnahagsmálunum. Til
skamms tíma höfum við velt
öllum vanda yfir á framtíð-
ina, -en nú er ætlunin að
framkvæma hreingerningu
og hleypa inn nýju loftL Al-
menningur vill að þetta sé
gert á hinu stóra, sameigin-
lega heimili þjóðarinnar eins
Bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar um framleiðsluráð land-
búnaðarins o. fl. voru til 1. umr.
í E.d. í gær.
Landbúnaðarráðherra Ing-
ólfur Jónsson (S) lýsti frum-
varpinu með örfáum orðum.
Ásgeir Bjarnason (F) kvaddi
sér því næst hljóðs og spurði
ráðherra hvort samkomulag
hefði orðið um verðlagsgrund-
völl fyrir landbúnaðarvörur ár-
ið 1960, sömuleiðis hvort vænt-
anlegar verðhækkanir á vörun-
um yrðu lagðar beint á neyt-
endur eða gripið yrði til niður-
greiðslna.
Landbúnaðarráðh. svaraði:
Ohætt er að segja frá því að
samkomulag hafi náðst um
verðlagsgrundvöllinn þótt ekk-
ert hafi cnn verið tilkynnt op-
inberlega um það. Mun einn
fundur verðlagsnefndar eftir.
Tilkymiing kemur sennilega á
morgun éða þar næsta dag.
Þá mun ríkisstjórnin strax
geta fjallað um verðlagið:
Hvort vöruver'ðið skuli greitt
niðm- eða ekki. Það er sem
og hjá hverjum einstökum,
sem viðhefir sæmilegt
hreinlæti.
Það er þessi vilji almennings,
sem getur varla hafa faiið
framhjá kommúnistum, og
þess vegna er sennilegt, að
hversu mjög sem þeir hat-
ast við núverandi ríkisstjórn,
óttast þeir jafnvel enn meira
andúð almennings og að j
verkföllin verði andvana
fædd vegna fyrirlitningar al-'
þýðu rnanna á þeim, sem
vilja æsa til þeirra. i
sagt mál allra ríkisstjórnarinn-
ar.
Þá var frumvarpinu vísað til
2. umr. o glandbúnaðarnefndar
með 17 samhlj. atkv.
Loks gerði Karl Kristjánsson
(F) grein fyrir frv. til laga
„um, að ríkissjóður taki á sig,
greiðslu á erlendum lánum, sem;
hvila á Ræktunarsjóði íslands
og Byggingarsjóði sveitabæja.“
Umræður urðu engar um
málið, sem vísað var til 2. umr.
og fjárhagsn. með 12 samhlj.
atkv.
, Neði deild.
f N.D. ræddi Gunnar Gisla-
son (S) frumvarp frá landbún-
aðarnefnd „um vamir gegn út-,
breiðslu kartöfluhnúðorma,
æxlaveiki í káljurtum og út-
■ rýmingu þeirra“. Það var 1. um-
ræða. Málinu var visað til 2.
umr. og landbúnaðarn. með 25
;,samhlj. atkv.
Ný frumvörp.
í E.D. voru í gær lögð fram
tvö frumvörp.
Annað flutt af Jóni Árnasyni
(S) og Ásgeiri Bjarnasyni (F).
Er þar lagt til að Borgarfjarðar-
umdæmi sem dýralæknishéraði
verði skipt í þrennt. Nær það
nú yfir Borgarfjarðarsýslu,
Akraneskaupstað, Mýrasýslu
og Snæfellsnes- og Hnappa-
dalssýslu en verði Borgarfjarð-
ar-, Mýrasýslu- og Snæfellsnes-
umdæmi.
Hitt. frúmvarpið var .frá Al-
freð Gíslasyni lækni og fjallaði
,,um meðferð drykkjumanna“.
Er þvi ætlað að bæta úr göllum
eldri laga um sama efni.
Landhelgisdeila n.
„Ekki hefur verið skrifað ýkja
mikið um landhelgisdeiluna í
blöðin á undangengnum vikum
— frá því á fyrra ári mun mega
segja. Mun það stafa af ýmsum
orsökum. Önnur mál, einkum
efnahagsmálin, hafa verið mjög
rædd — og allt stórtíðindalaust
í landhelginni, þ.e. ekki komið
til alvarlegra ái'ekstra, sem jafn-
an verða til þess, að málin eru
tekin fyrir á nýjan leik. Þá er
þess að geta, að undangenginn
tími hefur verið — a.m.k. af
Islendinga hálfu, hávaðalaus
undirbúningstími, en væntanlega
vel notaðui', undir ráðstefnuna
nýju um réttarreglur á hafinu,
sem haldinn verður í Genf, og
hefst 17. n.m. Og vafalaust er
það til bóta, að allt hefur verið
æsingalaust og rólegt. Hér er
líka um mál að ræða, sem þjóð-
in hefur borið gæfu til, að sam-
einast um. Um það hefur verið
þjóðareining og vonandi verður
svo áfram.
Undanhald?
Lítið hefur enn verið skrifað í
íslenzk blöð um þá ák\'örðun
brezkra togaraeigenda, að hætta
veiðum innan 12 milna mark-
anna meðan Genfarráðstefnan
stendur, en þar hafa þeir sem
kunnugt er stundað ólöglegar
veiðar við herskipavemd, og hef-
ur verið skýrt frá því á Bretlandi
af opinberum talsmanni, að sú
gæzla hafi kostað brezka skatt-
greiðendur hálfa milljón stpd.
Vert er að vekja athygli á því,
að birt er leiðrétting á ummæl-
um blaðs í London, er voru þess
efnis, að brezka stjóroin myndi
kveðja burt togarana — það væri
mál togaraeigenda, en gerðu þeir
það færu herskipin lika. Kom
svo tilkynning togaraeigenda í
kjölfar þessarar leiðréttingai'.
Hér gera menn sér að sjálfsögðu
ljóst, að það sem hér Skiptir
máli er, að Bretar telja heppilegt
að kveðja burt herskipin nú,
hvort sem frumkvæðið hefur ver
ið hjá stjórninni (sem liklegast
er) eða togaraeigendum, og
kannske báðir fegnir að fá þetta
tækifæri til að „breyta um
stefnu" fyrir Genfarráðstefnuna,
því það liggur alveg ljóst fyrir
— er beinlínis tekið fram, að hér
sé um ráðstöfun að ræða ,4 anda
sáttfýsi og samstarfs", til brott-
kvaðningar herskipanna meðan
Genfarráðstefnan stendur. Að
sjálfsögðu ber að fagna þvi, að
togararnir fara burt og herskip-
in. Það er gott, svo langt sem það
nær, og það er í reyndinni viður-
kenning á þvi, að aðgerðir þess-
ar hafi ekl i verið heppilegar.
Hér er með öðrum orðum ver-
ið að greiða fyrir þvi, að sam-
komulag geti náðzt í Genf, sem
Bretar gætu sætt sig við, og nú
þykir N-ænlegra að vinna frið-
samlega. Reynt er að láta líta
svo út, að hér hafi verið um
tilslökun að ræða, framrétta
hönd, eða hvað menn vilja kalla
það, en það sem raunverulega
hefur skeð, er það, að breytt hef-
ur verið um aðferð, og um und-
anhaldið er það að segja, að það
er til bráðabirgða.
Friðsamlegur vettvaugur.
Málið hefur fluzt eða er að
Ðytjast á friðsamlegan vettvang.
Með þessar staðreyndir í huga
geta Islendingar beftiö átrfcta,
æsingalaust, rólega, • i Irausti
þoss, að réttlætið sigri. — lindan-
haldið verði. meíra en „gneðan
ráðstefnan stendur't. og 4>revlí
herskip og togarar eigi ekki aft-