Vísir - 05.03.1960, Blaðsíða 5

Vísir - 05.03.1960, Blaðsíða 5
Laugardaginn 5. marz 1960 VlSIB Skýrsfa (æknis t kaupstaö úti á landi: Opinberir erindrekar ekki við- mælandi af völdum ofurölvunar Smygluðu áfengi ekið i hjól- börum frá skipshKEð. í nýútkomnum Heilbrigðis- skýrslum fyrir árið 1956, er alþjóðleg frásögn læknis í kaupstað úti á landsbyggðinni af drykkjuskap í umdæmi hans, sem fari vaxandi, enda sé smygluðu. áfengi þar ekið í land á hjólbörum. Ennfremur að erindrekar og eftirlitsmenn rikisstofnana, sem þangað hafi komið, hafi ekki verið viðmæl- andi sökmn ofurölvunar á stundum. Frásögn læknisins er orðrétt þannig: ,,Því miður. verður að játa, að áfengisnautn fer heldur vaxandi, helzt á þann hátt, að' .fleiri unglingar hafa það um hönd en áður var. Ekki veit eg, hvort beinlínis má um kenna komu togarans í plássið, en eng- 'in fyrirmynd í reglusemi hefir áhöfn hans verið hingað til, enda annað slagið „ruslkennd“, eins og sagt var um áhafnir á fiskiskipum Vídalíns fyrir alda- mót. Þá sjaldan að togarinn hefir lagt hér upp afla, hefir borið á miklu fylliríi, stundum með slagsmálum og gauragangi. Hefir skipshöfnin oft átt vísar vænar birgðir af póstkröfu- brennivíni á pósthúsinu. Þetta getur verið ósköp skilj- .anlegt, því að ekki verður ann- að séð eftir útvarpsdagskrá sjómannadagsins að dæma, og oft endranær, en að svona eigi sjómenn að vera. Eru þá oft á- berandi í dagskfánni drykkju- vísur um sjómenn almennt, á- samt tilheyrandi kjökurhreimi (dægurlagasöng) í sama dúr, að viðbættu. kynvillugargi (jazz). Við póstkröfubrennivínið bætist svo smyglað vín, og er því ekki að leyna, að sum flutn- ingaskipin eru stundum. æði dropsömí og það svo, að vasar hafa ekki nægt fyrir vöruna, en . orðið að grípa til hins þjóðlega flutningatækis hjólbörunnar. Heyrzt hefir, að sum skipin hafi ætíð sömu víntegundir á boðstólum, svo sem „gin“ og „spíra“. Hafa svo gárungarnir skírt skipin upp, sett ofan- greind heiti í stað fyrri hluta nafns skipsins. Smygl i-eynist óviðráðanlegt úti á landsbyggðinni, enda má skipa upp miklum birgðum víða, svo að enginn viti. Við allt þetta bætist svo rangsnúið al- menningsálit og linkind. Jafn- vel er ekki laust við, að vín- nautn varpi stundum hálfgerð- um ofurmennisljóma á menn, t. d. embættismenn. Heyrist þá stundum, ef embættismaður get- ur unnið verk sín nokkurn veg- inn skammlaust undir áhrifum víns: Hvað gæti þessi maður ekki, ef hann væri reglumaður? Ekki er vitað, hvort orðunefnd hefir komið auga á þetta atriði, en vel mætti hún það, því að miklu meiri kúnst hlýtur það að vera að vinna verk jafnvel fullur sem ófullur. Komið hefir hér fyrir oftar en einu sinni, að erindrekar og eftirlitsmenn á vegum ríkis- stofnana og annarra hafa verið svo ofurölvi, er þeir koma á land, að þeir hafa ekki verið viðmælandi, fyrr en þeir hafa verið búnir að sofa úr sér vím- una. Tóbaksnautn má segja sí- vaxandi. Kaffi heldur velli.“ Fnl Guðriður Ólafsdóttir. prestsekkja frá Húsavík. Atlmgasemd: vft grein fiskimatsstjóra * Bergsteins A. Bergsteinssonar. Samgönguflug Frakka í vexti. Á Frakklandi eru fjögur flugfélög. Þau fluttu samtals 3.475.000 farþega árið sem leið og nem- ur aukningin 12 af hundraði miðað við 1958. Flugfélög þessi heita: Air France, Union Ari- enne des Transports. Tran- sport Ariens, Intercontinent- aux og Air Algerie. Þegar við gáfum blöðunum upplýsingar um skemmdir þær, er urðu á íslenzkum fiski, sem sendur var til Jamaica, vorum við þess. fyllilega vitandi, að slíkar upplýsingar hafa ekki áð- ur verið gefnar blöðunum, þótt aðfinnslur um skemmdir á fiski frá íslandi hafi átt sér stað. Við álitum rétt, að ágallar þeir, sem á urðu, yrðu heyr- um kunnir í þetta skipti, vegna þess að hér var um einstætt og alvarlegt atvik að ræða, það að heilbrigðisyfirvöld lands þe&s, er þennan fisk fékk, dæmdu nokkurn hluta hans ó- hæfan til neyzlu og bönnuðu sölu hans. Þetta hefur aldrei komið fyr- ir áður okkur vitanlega. Hér var ekki að ræða um hinar venjulegu aðfinnslur, svo sem undirvigt, ranga flokkun, brúnan maur, rangar stærðir o.s.frv., sem að vísu skapa kaup- anda tjón, en eru á engan hátt sambærilegar við það, sem hér gerðist. Við ætluðumst til, að blöðin vektu alla þá, sem að fiskfram- leiðslu, verkun fisks og fiskmati standa. til umliugsunar um, hve háskaleg vond meðferð, ó- vönduð verkun og rangt mat em. í greinargerð okkar var ekk ert ofsagt, og það tekið fram í upphafi hennar, að hún væri send með það fyrir augum, að fiskverkunarstöðvar þær, sem saltfisk þurrka, svo og þeir fisk matsmenn er .meta saltfisk til útflutnings, sem káemu þeim að gagni í framtíðinni“. Grein Bergsteins Á. Berg- steinsson fiskmatsstjóri Vísi 3. þ. m — o. -fl. blöðum — hefst með þessari fyrii'sögn: „FISKSKEMMDIR Á JAMA- ICA.. — ENGIN AÐFINNSLA Á FISKINUM VIÐ LÖ. D- UN“. Síðan koma ýmsár hug- leiðingar, sumar okkur með öllu óskiljanlegar, og í lokin gi'ein B.Á.B. segir: „Hins vegar er algerlega sýnilegt öllum, sem athuga gögn þau, er snerta þetta mál, að aðallega hefur fiskurinn skemmzt í óhæfri geymslu kaupanda, eftir að fiskinum er skipað á land í Jamaica“. Áhrif greinarinnar eru ljós: Hér var ekkert að frá hendi okkar eða seljanda. Fiskmatsstjóri vfir þó kunn-. ugt um eftirfarandi:------ 1. Þessi sami kaupandi hafði tekið á móti hvarki meira né minna en 70.000 pökkum af saltfiski -frá fslandi á einu og hálfu ári, án þess að nokkrar skemmdir kæmu fram. 2. Að 204 pakkar reyndust skemmdir í septemberfarmin- um haust, og að 198 pakkar af því voru frá þeim stað, er við undiri'ritaðir töldum að- allega hafa valdið tjóni. 3. Að I nóvembex’farmiinum voru tæþir 500 pakkar frá þess- um sama stað, sem allir í’eynd- ust stórskemmdir. 4. Að þi'iðja sendingin frá um- ræddum stað, sem umskipa átti í Reykjavik til Brazilíu, reyndist svo vanþui'rkaður, að yfirfiskmatið hér og Bergsteinn Á Bergsteinsson sjálfur álitu hann ekki útflutnirigshæfan, hvað þurrkun o.fl.; snei'ti, og létu þurrka hann upp hér það mikið, að hann léttist um rúm 10% að sögn stöðvar þeirrar í Hafnairfirði, er tók hann til þurrkunar. Fiskmatsstjófi, sem yfirmað- ur islenzka fiskmatsins, getuf því ekki borið allar sakir af íslenzka matinu og á hinn er- lenda kaupanda. „Hann hefur lágt fi'arn sem starf til úrbóta? Jón Axel Pétursson, Kristján Einarsson. NB: Þess skal getið, að Vís- ir valdi fyrirsögn á grein B.Á.B. — Ritstj. í gær fór fram jarðarför hennar frá Fossvogskii'kju, en hún lézt hér í bænum. Þeim fækkar nú óðum prest- konunum, sem settu mark sitt og mót á pi'estsheimilin fyrir og eftir síðustu aldamót. í hárri elli er ein þeirra mætu kvenna kvödd, frú Guðríðar Ólafsdótt- ur frá Mýrarhúsum á Seltjai’n- arnesi. Þar heilsaði hún ævi- deginum á fögrum og björtum sumardegi. Júnísólin skein í heiði, er hún fæddist 9. júní 1867 í Mýrarhúsum, dóttir hjónanna Ólafs Guðmundssonar bónda og hreppstjóra í Mýrar- húsum á Seltjarnai'nesi, er var fæddur 7. júlí 1832, dáinn 28. marz 1887 aðeins 54 ára og fyrri konu hans Karitasar Run- ólfsdóttur, er fædd var 13. mai'z 1841, dáin 31. maí 1870. Ættir þeirra læt eg eftir ætt- fræðingum vorum að rekja, enda aukaatriði í þessu sam- bandi. Til góðra átti frú Guði'íður að telja og ávaxtaði vel sitt pund og er það ekki það, sem mestu máli skiptir á ævileiðinni? Ái’ið 1888 giftist frú Guðríður Olafsdóttir sira Jóni Ai-asyni (f. 19. okt. 1863, d. 14. marz 1928, í Húsavík). Tók hann vígslu sama ár og vígðist í þjón- ustu kii'kjunnar, fyrst að Þór- oddsstað í Köldukinn. Árið 1891 varð sr. Jón sókn- ai-prestur í Húsavík og þjónaði hann óslitið því prestakalli til æviloka og varð þannig alls þjónandi prestur á fjórða tug ára. Hann var, eins og kurmugt er, bi'óðursonur síra Matthiasar Jochumsonar, skálds og sóknar- prests síðast á Akureyi'i. Kirkjunni er skylt á þessum útfarai-degi hinnar látnu heið- urskonu, að minnast hennar á verðugan hátt, og er ekki ein- mitt fegursti sveigui'inn sá, sem hin látna kona hefur fléttað inn í líf og starf samferðamann- anna á lífsleiðinni? Hve skjótt fölna hin jarðnesku blómin, sem vér leggjum á kistu ást- vina vorra. Á frú Guðríði Ólafsdóttur sannast á jákvæðan hátt hin fornhelgu orð: Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur (Orðs- kviðirnir 31,10). Kraftur og tign er klæðnaður hennar (31, 25a). Vegna þess að hin látna prestskona var gædd slikxím skínandi dyggðum sem heilög í'itning ræðir um, varð starf hennar innan vébanda safftað- ai'ins unnið fjölmörgum til heilla, blessunar og nytsemdar. Stai'f hennar var unnið. í kyrr- þei eins og starf þeirra kvenna lands vors, sem vipna stai’fið innan vébanda . heimilisins en breiða þó blessun frá sér utan þess. í hópi þeirra kvenna var frú Guðriður Ólafsdóttir, sem vér kvöddum í gær hinztu út fararkveðjunni. Ástvinir henn ar og samferðafólk á lífsleið inni votta henni hjartfólgnar þakkir fyrir samveruna. í hárri elli hvarf hún héðan af jarðU nesku sjónai’sviði. Full 92 ár hafði hún lifað og! hvíldin hefur því vei'ið henni kæi'komin eftir langt og erfitt ævistarf, þótt göfugt sé. Þvi margt hlýtur sá að reyna, er lengi gistir mannheima og fór frú Guðríður Ólafsdóttir ekki varhluta af því, frekar en aðrir. Hinir fjölmörgu niðjar hennar kveðja hana á þessum vetrar- degi um leið og þeir flytja henni liðinni blessunarkveðju. Þeim prestshjónunum vai'í? sex barna auðið. Elztbarna þeirra var Ólafur læknir í Reykjavík, f. 19. nóv. 1889, en lézt 14. janúar 1933,. aðeins 43ja ára gamall, harm- dauði þeirra, sem hann þekktu og nutu læknisstarfa hans. Hann var kvæntur Láru Ingi- björgu (f. 21. apríl 1889) Lár- usdóttur aðstoðarprests í Sauða- nesi Jóhannessonar (f. 4. nóv, 1858, d. 9. sept. 1888). Ánnað barn þeirra, Finnbogi Rútur, f. 31. marz 1891, síðasti vélaviðgerðarmaður í Reykja- vík, einnig látinnn fyrir nokkr- um árum. Kona hans var Maren, Lárusdóttii', systir Láru konut Ólafs læknis. Þriðja barn þeirra prests- hjónanna á Húsavík var Krist> inn (f. 26. júní 1895) kaupmað* ur, sem er látinn. Fjórða barn þeiri'a er Karitas Halldóra (f. 6. desemer 1896). gift Ara Ai’asyni, bankastarfs* manni í Reykjavik. Ari Jónsson, læknir á Egils- stöðum er fimxnta barn þcirra hjóna f. 2. maí 1803), kvæntun 10. ágúst 1927 Sigiíoi Soffíu Þórai’insdóttur pi’ests á Val- þjófsstað, Þói-arinssonar, er lézt árið 1939. Síðasta barn þeirra prests- hjóna er Kati'ín fædd 9. júní 1899. Fæðingardagur hennar ber upp á sama dag og móðin hennar er fædd á. Hjá þessari yngstu dóttur hefur frú Guði'íð- ur Ólafsdóttir lengstum dvalið og notið góðrar aðhlynningaft við sólai-lag æfidagsins. Þessi ofanskráða upptalning, sem er meir til fróðleiks gerð, sýnir, að það þai'f þrek til þess að mæta slíkum ástvinamissí með jafnaðageði og það karl- mennskupi'óf hefir hin burt- farna staðizt með prýði. Þeir eftirlifandi sóknarmenn, sem þékktu prestshjónin per- sónulega á Húsavík og heimili þeirra, geta áreiðanlega betur en höfundur þessarar greinar lýst prestshjónurium og staxfi þein'a. íslenzka þjóðkirkjan er einni prestskonunni fátækari og mega þjónar kirkjunnar vissu- lega minnast þessa missis með söknuði en þó jafnframt hjart- ans þakklæti fyi'ir líf hennar og starf, sem bezt geymist £ hjarta þeirra, sem starfs henn- ar ui'ðu aðnjótandi. Sóknarfóllc- ið á Húsavik minnist frú Guð- ríðar Ólafsdóttur á þessum degi Framh. á 6. síðu. i 3V&t S/SifrrPoPUH (/VO-/RON) .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.