Vísir - 01.04.1960, Síða 7

Vísir - 01.04.1960, Síða 7
Föstudaginn 1. apríl 1960 . VÍSIR Minningarorð: ... *' Karl O. Bjarnason, f. varaslökkviiiðsstjóri. Á björtum vordegi bar hann að garði; þá sá ég hann í.fyrsta sinn. Þau systir mín og hann, sem þá voru trúlofuð, komu í sveitina sunnan úr Reykjavík í heimsókn til okkar að Hvítár- bakka. Mér er í barnsminni bjartur svipurinn, vingjarnlegt viðmót. Auk þess fylgdi hon- um eitthvað notalega framand- legt, líkast ilmi annarlegra skóga, fágun fjölbýlisins. Mér var innanbrjósts sem hefði ég allt í einu eignast eldri bróður, sem ég var í senn bæði stoltur af og þó feiminn við. Seinna átti ég eftir að kynn- ast honum betur_ Fyrsta vetur minn í skóla var ég daglegur gestur við borð þeirra hjóna, systur minnar og hans. Glaður í bragði, gamansamur í orði gerði hann mér dulum sveita- drengnum lundina létta. Á Laugavegi 37 var gott að vera gestur. Og árin liðu. En á stúdents- árum mínum var ekki nema steinsnar milli Útgarðs og Karlsskála og yfir gras að ganga og gróinn völl. Og stund um var litið inn á Slökkvistöð- ina og voru þá jafnan orðræð- ur uppi, skipzt á skoðunum, slegið lir og í. Þótt eitt væri ævistarfið, voru áhugamálin mörg. Eg varð þess var, hversu vel hann rækti starf sitt, hver tiltrú honum var sýnd, hversu fær hann var talinn til flestra hluta, þeirra er hugkvæmni og handlagni þarf til. Tímar liðu fram, og tækifær- um til samfunda fækkaði, er ég fluttist á önnur landshorn. En jafnan þá er ég þurfti, brást hann sem bróðir við. Dreng- skapur var honum í blóð bor- inn. Mér er þökk í hug fyrir stuðning hans allan, þótt stund- um kæmi fyrir ekki. Það var ekki hans sök. — Jafnan heyrði ég af honum látið sem liðs- manni hinum bezta á sínu sviði, viðbragsfljótum og ótrauðum til vasklegrar framgöngu í bar- áttunni við bruna og eld, enda löngum fyrírliði í sveit dáð- rakkra drengja. En fyrr en várir líður að lok- um. Æska og .morgunroði lífs- ins eru hverfui og hádegissól er í skammdegi skjót að hníga til viðar. Margt verður þeim að meini, sem meta skvlduna mest, þótt yfirvofandi hætta sé fyrir hendi. Við skyldustarf sitt komst hann í þá karlmennsku- raun, sem rekja mátti mein hans til. Viðnámsþrótturinn þvarr unz yfir. lauk. Yfir minningu Karls Bjarna- sonar skín arbjarmi æsku- kyima og um hana leikur aft- anroði athafnadags, sem nú er að kvöldi liðinn. En upprís á eilífðarmorgni sú hin bjarta sól, sem alla kveður á ný til þjónust-u, þá er lífinu unnu, starf sitt stunduðu og féllu í valinn vaskir menn og batnandi. Þorgr. V. Sigurðsson Staðastað. Aðalfundur F. í. S. Aðalfundur Fél. ísl. sínia- manna, var haldinn dagana 28. jan. og 17. marz s.l. Milli fundanna fó.r fram kosn ing félagsstjórnar og annarra trúnaðarmanna. Framkvæmdastjórn félagsins skipa nú: Andrés Þormar, for- maður, Agnar Stefánsson, vara form., Sæmundur Símonarson, gjaldkeri og Vilhjálmur Vil- hjálmsson, ritari. | Fél. ísl. símamanna átti 45 ára afmæli 27. febr. s.l. Hefur félagið gefið út blað, Símablað- ið, frá byrjun. Félagsmenn eru hátt á sjötta hundrað. Starfsemi félagsins hefur verið margþætt undanfarið. Það starfrækir þrjá sumarbú- Jstaði, öflugan lánasjóð, styrkt- arsjóð og pöntunarfélag, einnig byggingarsamvinnufélag' sem byggt hefur um 140 íbúðir, þá rekur félagið mötuneyti í lands símahúsinu í Reykjavík. Á aðalfundinum, sem var hinn fjölmennasti í sögu félags- ins, var. samþykkt að stofna sjóð til styrktar félagsmönnum í vinnudeilum. En samtök opin- berra starfsmanna, vinna nú að því að fá úr gildi numin lög, um bann við verkfalli opin- berra starfsmanna. Breytt fyrirkomulag á innheimtu símans. Di’eifist nieira en áður hefír verið. Eins og áður hefir verið skýrt frá breyttist innheimtufyrir- komulag símaafnotagjaldanna i Reykjavík 1. apríl næstkom- andi, þannig að notendur með símanúmerin 10000 til 16499 greiða fullt ársfjórðungsgjald í apríl, en þeir sem hafa númer- in 16500 til 24999 greiða eins | mánaðar afnotagjald í apríl, en venjulegt ársfjórðungsgjald í maí og síðan á ársfjórðungs: fresti. Þeir, sem hafa símanúm- erin 32000 til 36499 greiða tveggja mánaða afnotagjald í apríl, en venjulegt ársfjórð- ungsgjald i júní, og síðan á árs-! fjórðungs fresti. Frá 1. apríl verða símanotendur í Reykja- vík ekki krafðir mánaðarlega um greiðslur fyrir símskeyti og símtöl á meðan upphæðin er j undir 100 krónum, heldur með ársf j órðungsreikningi. Athygli simanotenda við sjálfvirkm stöðvarnar skal vak-. in á eftirfarandi: 1. Aprílreikningi fylgir. réikningur fyrir umframsímtöl,! sem töluð voru á tímabilinu, desember, janúar, febrúar og reiknast á 55 aura hvert samtal, en umframsímtöl, sem eru töl- uð 1. marz og síðar, kosta 70 aura. 2. Lækkun símtalafjöldans, sem er fólginn í fastagjaldinu, niður í 600 símtöl á ársfjórð- ungi, kemur fyrst til fram- kvæmda á símtölum, sem eru töluð eftir 30. júní. 3. Vegna hins sérstaka fyrir- komulags á símasambandinu mili Hafnarfjarðar og Reykja- víkur, verður símtalafjöldinn, sem fólginn er í fastagjaldinu í Hafnarfirði, reiknaður sem svarar 850 símtölum á ársfjórð- ungi fyrir þa.u símtöl, sem töluð eru á tímabilinu 1. marz til 30. júní á þessu ári, en lækkar 1. júlí ofan í 600 símtöl á ársfjórð- ungi, samtímis því að gjaldið fyrir símtöiin milli Hafnar- fjarðar og Reykjayíkur verður reiknað eftir tíhialéngd niður í eina mínútu.’Þar , sem helming- ur símtala frá heimilissimum i Hafnarfirði: til Reykjavikur hefir reynst vara skemur en 1 AðaSf. félags ísl. stórkaupmanna. Félag íslenzkra stórkaup- manna hélt nýlega aðalfund sinn. Formaður félagsins, Krist án G. Gíslason stórkaupmaður skýrði frá starfsemi félagsins á undanförnu ári, og sagði m. a. frá áformum um húsbyggingu við austurhluta hafnarinnar, þar sem félagsmönnum mun gcfast kostur að fá skrifstofu- og vörugeymsluhúsnæði. Formaður minntist og á að- gerðir stjórnarinnar í efnahags- málum, og sagði það álit sitt að hlutur verzlunarstéttarinn- ar væri þar langsamlega þyngstur. Þá var því og fagn- að, að nýlega hefur tekizt að ná merkilegum áfanga í því að gera Verzlunarsparisjóðinn, óskabarn stéttarinnar að Verzl- unarbanka með gjaldeyrisrétt- indum. Lagðir voru fram reikningar félagsins, svo og hinna ýmsu sjóða þess. Hina nýkjörnu stjórn félagsins skipa þeir Kristján G. Gíslason, marmað- ur Sveinn Björnsson, Vilhjáhn- ur H. Vilhjálmsson, Friðrik Sig urbjörnsson og Hilmar Fenger. í stjórn Verzlunarráðsins voru kjörnir Kristján G. Gísla- son, Egill Guttormsson, Eggert Kristjánsson og Hilmar Fenger. mínútu, en meðaltimi símtal- anan um 2 minútur, felur hið nýja fyrirkomulag í sér tals- verða gjaldalækkun. Samskon- ar fyrirkomulag verður þá einn- ig tekið upp á sjálfvirku síma- sambandi milli Hafnarfjarðar ^og Keflavíkur. | Reykjávík 29. márz 1960. ,,í Iistflugi“, segir majór Liardon, frá Sviss ,,er hárnákvæm tímátaka bráðnauðsynleg“. Höggþétt og hristingsþétt 100% þrýstingsprófað. Hugvits- samlegur kassi verndaður með fjórum einkaleyfum, 17 steinar. f Til sölu hjá fremstu ') úraverzlunum í um heim allan. Rætt um fiskeftirlit. Futidur í báðum deilduim Alþingis í gær. f efri deild var í gær á dág-Veðurfarsathuganir sýna, að skrá frv. um fiskeflirlit, samið hér fer hlýnandi. Verður því að að tilhlutan sjávarútvegsmála- álykta, að kornrækt fari vax- ráðuneytisins. jandi, ef fjárhagsaðstoð fæst fra Sjávarútvegsmálaráðh. Emil hinu opinbei’a. Jónsson gerði grein fyrir mál-1 Nýtízku vélar kosta 200— inu í stuttri ræðu. Hann kvað 500 þús. kr. og naujfeynlegt að meðferð og vinnslu íslenzka fiskjarins vera í mjög mörgu ábótavant og tjón íslendingá af þeim sökum gífurlegt. Væri óhjákvæmilegt að herða á eftir- liti og taka upp strangara mat á íslenzkum fiski. T. d. yrði að taka upp flokk- um og gæðamat, og greiða fyrir i fiskinn eftir því. Fram til þessa jhefir verið greitt fyrir fiskinn án tillits til gæða, sama verð fyrir allan fisk, og væru sjó- menn og útgerðarmenn ekki nægjlega vandvirkir og sam- vizkusamir fyrir bragðið. Nú á að gera tilraun til að bæta úr þessu ófremdarástandi. Frv. var samþykkt til 2. umr. og sjávarútvegsmáalnefndar. Þá var á dagskrá Efri deildar frv. um framlag og aðstoð vegna kornræktar. Bjartmar Guðmundsson (S.) hafði framsögu fyrir hönd land- búnaðarnefndar. Hann kvað m. a. svo að orði: Alitið er að kornrækt hafi verið mikil hérlendis fyrr á tímum. En smám saman leggst hún niður vegna kólnandi lofts- lags. Tilraunir Sveins á Egils- stöðum og Klemenzar á Sáms- stöðum sýna, að mögulegt er að fá uppskeru, sem er hlutfallsl. engu lakari en t. d. í Noregi. ríkið styðji að kaupum. Landbúnaðarnefnd leggur til að frv. verði samþykkt. Neðri deild. Fundur var stuttur í Neðri deild. Til umræðu voru breytingar á ábúðarlögum. Ekki er um að ræða breytingar í grundvallar- atriðum, en vegna breyttra bú* skaparhátta. Jt skipaVtgcrð RIKISINS Skjaldbreið vestur um land til Akur- eyrar hinn 7. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun tii Tálknafjarðar, áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð — og til Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á mið- vikudag. ,

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.