Vísir - 19.04.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 19.04.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 19. april 1960 Génf, 77 apríl. Þá er. helgin fyrir. Páhna- sunnudag liðin og hún var full löng að mér fannst, því á laug- ardaginn féllu niður fundir og lá þá ekki annað fyrir en að arka um borgina, skoða hana og borgarlífið, og má með einu orði segja, að það er kaffihúsa- og skemmtanalíf, sem á sér stað allsstaðar nema í fátækustu hverfunum, þar hefi eg enn ekki komið. Heimilislíf, á þann hátt sem við þekkjum það á voru landi og Norðurlöndum yfirleitt, er ekki til á sama hátt hér syðra, sti’ax og hlýnar sest fólkið, eldra sem yngra, á kaffihúsin og mat- sölustaðina helzt úti, oft eru börn með foreldrum, en miklu oftar munu þau vera í höndum þjónustufólksins eða þá á dag- heimilum, en nóg um það. A sunnudagsmorgun var Þor- steinn (Thorarensen) búinn að skipuleggja ferð í rússnesku kirkjuna og þar eð eg hafði aldrei í slíka kirkju komið, rak forvitnin mig meira en kirkju- ræknin til þess að slást í förina. Kirkjubyggingin sjálf er í austurlenzkum stíl, líkist mest týrknezku eða arabísku bæna- húsunum og turnarnir því fimm eins og næpur á hvolfi, allir logagylltir. Eins er þegar inn er komið, í stað mynda af spá- manninum Múhameð og Allah táka við stórkostlega fagrar myndir af frelsaranum og móð- ur hans á öllum súlum og veggj um. Lík til að kyssa. Sæti eru engin í guðshúsinu, aðeins fáeinir stólar fyrir gaml- ar konur og uppgjafa karla. Við komum í fyrra lagi og var okkur því leyft að ganga um fram- kirkjuna og skoða hana alla, og allt í einu rákumst við þar á opna líkkistu með líki í, sem okkur var síðar tjáð að væri ný- dáinn erkiprestur kirkjunnar; var líkið duðað nema vinstri höndin, hún stóð upp úr, lík- lega til þess að söfnuðurinn kyssti á hana, a. m. k. sá eg einn aldraðan hal gera það eftir að hann fyrst var búinn að kyssa aílár Kristmyndirnar, og var mér satt að segja nóg boðið allt það kyssirí, sem þarna fór fram, svo eg tali nú ekki um reykels- is og kertafórnir, sem að vísu lýstu nokkuð kirkjuna eða musterið, en gerðu loftið þungt. ■ Þeir, sem komið hafa í ka- þólska kirkju, t. d. Landakots- kirkju, geta gert sér nokkra hugmynd um athönfina sjálfa eða messuna, en aðeins nokkra, því hér var lesið upp úr stórum doðranti í a. m. k. IV2 klukku- stund, og svo var opnuð innri kirkjan, sem virtist aðeins stórt og fagurt altari, og fram úr þessari dýrð var svo biskupinn leiddur af gömlum kirkjuföður jneð skegg ofan á mitti og á eftir kom meðhjálpari eldgam- all með þá allra stærstu biblíu, sem eg hefi augum litið, enda burðarkarlinn aliur í hlykkj- um. Var hún lögð á skrautlegt púlt eða altari og nú tók bisk- upinn við og var það söngl eitt, en Þorsteinn þóttist skilja að þetta var sagan af Esau og Jak- obi, líklega þegar Jakob náði frumburðarréttinum. , Biskupsskrúðinn var hinn skrautlegasti og á höfðinu bar hann sannkallað höfuðfat, sem VlSIB J ’víst nefnist mítur. Var það al- sett dýrum steinum, — Þoi'- steinn taldi glerperlur líklegri — og í laginu eins og stór skyr- kolla, sem eg eitt sinn sá á Svartarstöðum í Norður-Þing- éyjarsýslu, en kolla sú var að- eins úr eik, en höfuðfatið úr flaueli og dýru silki. Kirkju- söngurinn, sem hljómaði milli þess, sem biskupinn sönglaði, er einhver sá fegursti, sem eg ,hefi heyrt í kirkju og voru þó aðeins í kórnum sex ungar stúlkur og tveir karlmenn, en sína „þar vestra“ draga hlassið, en eru sjálfir „Björn að baki Kára“. Þannig stendur okkur mest hætta af bandarísku tillögunni, sem að vísu ekki er sniðin beint gegn okkur íslendingum held- ur engu síður sökum þess, að Bandaríkjamenn vilja ekki missa rétt til þess að fiska sem næst ströndum Canada og Mexicö. Bi'etar hafa ekki komið sjálf- stætt fram með tillögu, en segj- ast fylgja Bandaríkjamönnum, jtrúi Nýja-Sjálands mál sitt. Hældi hann kanadísku till. því með henni hefði í fyrsta sinn verið upp á þv stungið að gera greinarmun á hinni eigin- ilegu landhelgi og fiskveiðiland- helginnar, sem hann og var hlynntur, en þá hljóp hann út- undan sér og var helzt með til- lögu Bandaríkjanna um söguleg réttindi. Fulltrúi Ceylons tók |fram, að um þriggja mílna land- helgi, sem sumir hefðu minnzt á, væri það að segja, að hún hefði verið drepin 1958 og risi ★ JÚLÍUS HAVSTEEN: 4 MÍ í GENF þessar raddir voru hvort tveggja enda auðheyrt á fundinum, að í senn samvaldar og útvaldar. þeir eiga allt sitt undir þeim. Kúbismi og fornaldardýr. Ekki veit eg hve lengi þessi messa stóð, því við Þorsteinn laumuðumst út, þegar söngur- inn hætti og biskupinn tók við að lesa á ný.. Héldum við ofan í listasafn og sáum þar nýtízku málverkasýningu. aðallega kúb- isma og nekt, sem ekki hreif okkur og því haldið á náttúru- gripasafnið stóra og fullkomna. Fyrst gengum við í sal forn- dýranna, risaskemnanna, sem fyrir þúsundum ára lifðu á hnetti okkar löngu áður en fór að bera á mannskepnunn.i. 1 Fannst okkur risafíllinn eða mammútinn voldugastur, en hann var af yngri „generatíón- inni“, þegar líka frumfaðir okk ar allra, „Neanderthalmaður- inn var kominn til sögunnar, og þegar við sáum evrsteypu af höfði hans varð okkur ljóst, að svona hlaut frumherjinn að hafa verið, sem ruddi kyni sínu braut til þeirrar veru, sem nú ætlar sér hvorki meira né minna en að leggja undir sig aðra hnetti. Ekki var síður merkilegt að sjá jarðfræðisafnið, bergteg- undir, steingervinga og steina. en þá þarf helzt að hafa íTxeð sér jarðfræðing. Nú hefi eg lauslega sagt frá því, sem merkast var að sjá yfir helgina, og hverfi nú að okkar mikla fundarhaldi um landhelg ina. „Björn ð baki Kára“. Það leit svo út fyrir helgina, að kanadiska tillagan væri sig- urstranglegust og vissulega á hún miklu fylgi að fagna, en Bretar hamra nú á því bæði ljóst og leynt og hafa gert yfir helgina, að veldi þeirra hið mikla þoli illa eða ekki jafn fjárhagslegt áfall og að togara- floti þeirra verði fyrirvaralaust flæmdur 12 sjómílur burtu frá ströndum annarra rikja og leggja því hið mesta kapp á að „söguleg réttindi“, sem svo eru kölluð, sem auðvitað er rangnefni eitt, verði- til greina tekin um nokkurt árabil og skjóta sér þar á bak við tillögu Bandaríkjanna og láta frændur Bolivía með Banda- ríkjunum. Á venjulegum tima á mánu- dagsmorgun 4. apríl hófst fund- | ur aftur og tók fyrstur til máis fulltrúi Bolivíu og staðhæfði, að engin þeii'ra tillagna fjög- jUrra, sem fram væru komnar, myndu ná 2/3 hluta atkvæða. Sérhvert ríki reyndi að halda ! sem mest fram e.igin hagsmun- jUm með því að skjóta sér bak Jvið þau lagaákvæði og þær reglur, sem því bezt hentaði. Þótt samkomulag almennt væri um 12 sjómílna landhelgi, væri I ekkert samkomulag um undan- þágur eða „söguleg réttindi“. Samt sagði hann, að Bolivía ! mymdi styðja till. Bandaríkj- anna þar eð hún virtist vilja fyrirbyggja fjárhagsleg vand- ræði og auðvelda siglingar milli þjóða. Því næst hóf full- trúi Tyrklands mál sitt, sagði, að erfitt væi’i að gera upp á milli kanadísku tillögunnar og þeirrar bandarísku. Hann væri mjög hlynntur fiskveiðiland- ,helgi og mundi fylgja tillögu, sem veitti strandríkinu heimild til þess að ákveða slík svæði. Kanadiska tillagan veitti enga |Vernd fyrir útlenda sjómenn til að fiska á slíku svæði, en tillaga Bandaríkjanna vildi leyfa þeim það undir vissum kringumstæðum ogumtiltekinn tíma. Virtist hann helzt hallast að henni, en lét ekkert ákveðið uppi og ekki um stærð land- ' helginnar. Fulltrúi Indónesíu, sem var þriðji á mælendaskrá, sagðist ihvorki geta fyigt tillögu Kan- ada né Bandaríkjanna. Sérhvert ríki yrði sjálft að ákveða land- ,helgi sína milli þriggja og tólf Jsjómílna. Indónesía myndi á- skilja sér að leggja fram sér- ' staka tillögu í samráði við j FiVippseyjar. Síðar um daginn töluðu fulltrúar Líberíu og Uruguvai, sem báðir virtust vera mitt á milli tillögu Kan- anda og Bandaríkjanna, en Jfylgjandi 12 mílna breiðri land- , helgi. Fulltrúi Ai-gentínu, sem rak lestina þennan dag, vildi J halda fram forréttindum síns jlands, en sagðist að öðru leyti j hallast mest að tillögu Banda- jríkjanna. 1 Að morgni 5. apríl hóf full- ekki upp aftur. Eins og sakir stæðu, teldi hann kanadisku tillöguna bezta. Næstur tók orð- ið fulltrúi ísraels og talaði skörulega. Segist hann að vísu leggja hið mesta kapp á að frjálsar siglingar um höfin væru sem minst skertar, því nú ættu ísraelsmenn flota sem næmi 250 þús. smál., en engu síður væri hann hlynntur öllum ráðstöfunum, sem mið- uðu að verndun fiskstofnsins. Strönd ísraels væri þakin þorp- um og kotum þar sem fiski- menn byggju, en þeir ættu líka stói’borgir við sjóinn með ágæt- um höfnum svo sem Jaffa, sem m væri með elztu hafnarborgum við Miðjarðarhaf og fræg fyrir það, að þaðan lagði Jónas spá- maður á hafið, en gleymdist að segja, að þarna var fyrstu vör- unni smyglað úr landi, en það var spámaðurinn, sem svo lenti fyrir vikið í hvalnum. Hann tók fram, að sérstakt tillit bæri að taka til þjóða, þar sem eins væri ástatt eins og á Islandi og víðar, þar sem fiskveiðar væru aðalatvinnuvægurinn. Helzt hneigðist hann að Kan- adisku tillögunni. I Fulltrúi Albaníu rak lestina með fremur stuttri í’æðu og taldi tillögu Rússa bezta, því þá gætu ríkin sjálf ákveðið, hvort þau vildu hafa landhelgi sína allt að 12 mílum og hún skerti að engu leyti frjálsar siglingar um höfin. Jafnrétti. í gærmorgun, 6. apríl, tók fulltrúi Arabiska sambandslýð- J veldisins fyrst 'til.máls ög lagði áherzlu á, að það væri stefna ,bæði Asíu- og Afríkuríkjanná, að smáþjóðirnar hefðu jafnan í’étt við þær stóru og tillaga um landhelgi milli 3 og 12 mílna yrði að ná jafnt til allra rikja. Hann réðist nokkuð á flutningsmann bandarísku til- lögunnar, herra Dean, og taldi jræðu hans og tillögu vera lit- aða af pólitík. Fulltrúi Kóreu bar enga til- tillögu fram og tók enga af- stöðu að svo komnu. Sama gegndi um fulltrúa ír- ans, sem váldi 12 mílur óskert- ar og fulltrúa Costa Rica, sem hélt helzt fram 6—)—6. Ekki var fulltrúi Hvíta- Rússlands, sem næstur talaði, myrkur í máli. Réðist hann harkalega á herra Dean, sem aðeins hefði komið fram með pólitíska tillögu, sem gæti gert flota Bandaríkjanna fært að fara sem næst ströndum ann- jarra ríkja. Var hann algerlega mótfallinn sögulegum réttind- um og vildi ekkert nema óskor- aða 12 milna landhelgi. | Belgíu-fulltrúinn talaði næst. Sagði hann að fáar þjóðir nytu sjávarins eða hafsins meira en Belgía og hefðu meiri þörf fyr- ir að senda skip sín á höfin út til fiskveiða, því landið væri svo lítið og strandlengjan svo I stutt. Virtist hann fylgja tillög- U. S. A. j Fulltrúi Ethíópíu (áður Abessinia) sagðist koma sem nýr maður hér á þing í fyrsta sinn fyrir nýtt ríki. Sagðist hann vera andstæður bæði kandaisku og bandarísku tillög- unni og vildi láta hvert ríki ráða sjálft stærð sinnar Iand- helgi. j Fulltrúi Equadors sagðist vilja njóta sérrétinda fyrir sitt ríki, því fiskurinn væri úti um allan sjó. Fulltrúar Guineu og Formósu- China vildu hezt styðja tillögu Bandaríkjanna, einkum For- mósumaðurinn. Um leið og fundur hófst í dag, 7. apríl, var lögð fram tillaga, sem 16 Asíu- og Afríkuríki hafa komið sér saman um á sérfundum, sem þau héldu með sér í gær og fyrradag. Tillaga þessi er mjög svipuð tillögu Rússa, gerir á henni nokkrar lagfæringar og tilslakanir og mjög líklegt, að við atkvæða- greiðslu fallist Rússar á hana. Tillagan er í 7 greinum og í skjótri þýffdngu eru þær þannig: 1. .gr. Sérhvert ríki á rétt á því að færa út landhelgi sína Framh. á 4. síðu. Guðm. í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, og Bjarni BenediktS" son, dómsmálaráðherra, á fundi í Genf. ' <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.