Vísir - 25.04.1960, Síða 6
6
V í S I R
Mánudaginn 25. apríl 1960
TÍ8IK
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Freysteinn Þorbergsson skák-
meistarí ísiands 1960.
*
Ingvar Asmundsson vann
hraðskákkeppnina.
Nýskipan faatgeisismála.
Sakadómarinn í Reykjavík,
Valdimar Stefánsson, mun
vera nýfarinn utan á vegum
dómsmálaráðuneytisins í því
skyni að kynna sér skipan og
rekstur fangelsa á Norður-
J löndum, en síðar mun hann
J svo undirbúa tillögur og
leggja fram áætlun um fram-
tíðarskipan þessara mála á
íslandi. Mun för sakadómara
heitið til Danmerkur og Sví-
þjóðar, en fróðir menn telja,
að þar séu fangelsismál í
hvað beztu horfi í nálægum
löndum. Er ekki nema gott
eitt um þessa fyrirætlan að
segja, og má vænta þess, að
hlutaðeigandi embættismað-
ur, sem er hinn færasti í
starfi, eins og alkunna er,
leggi á sínum tíma fram
merkar tillögur um þessi
mál.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að brýn þörf er á því,
að koma fangelsismálum
okkar i sæmiletg horf. Að
vísu er mjög ánægjulegt að
geta skírskotað til þess, að
alvarlegir glæpir, svo sem
hrottalegar líkamsárásir og'
morð, séu fátíðir á landi hér,
og þess vegna sé ekki jafn-
mikil þörf á fangelsisbákn-
um hér eins og víða annars
staðar. En þó er það svo, að
aðstaða hins opinbera til
geymslu á föngum er löngu
orðin svo slæm, að til skamm-
ar má teljast. Þó verður ekki
sagt, að við neinn sérstakan
aðila sé að sakast, þessi mál
hafa miklu fremur verið lát-
in sitja á hakanum. Fé úr
ríkissjóði hefir fremur verið
veitt til annarra og hugstæð-
ari bygginga en fangelsa. Nú
er hins vegar svo komið, að
þessi mál þola enga bið, og
hefir oftar en einu sinni ver-
ið að því vikið hér í blaðinu.
Á síðustu fjárlögum var tek-
in upp fjárveiting til þess að
undirbúa nýskipan fangels-
ismála á landi hér, og má því
ætla, að nokkur skriður sé
kominn á þessi mál.
\ð frátöldum „kjallara" lög-
reg'lunnar í Reykjavík og
nokkrum ölvunarbyrgjum
úti á landi, eru ekki aðrar
fangageymslur hérlendis en
fangahúsið á Skólavörðu-
stíg 9 í Reykjavík, og svo
ríkisfangelsið Litla-Hraun.
Fangahúsið við Skólavörðu-
stíg er löngu orðið úrelt,
enda um 90 ár síðan það var
reist. Má raunar segja, að
langt sé síðan það hætti að
vera mannhelt, hafi það
nokkurn tíma verið. það, en
flestum mun virðast, að gera
þá frumkröfu til fangelsis,
að það sé mannhelt. Senni-
lega má þó notast við það
enn um hríð til þess að
geyma menn dag og dag eða
í stuttu varðhaldi, en til ann-
arrar fangageymslu er það
ónothæft.
í gær var tefld síðasta bið-
skákin á Skákþingi Islendinga,
milli Freysteins Þorbergssonar
og Jónasar Þorvaldssonar, sem
lauk með sigri Freystcins, gaf
honum 6V2 vinning og v'arð
Annar í landsliði varð Guð-
mundur Pálmason með 6 v., þá
Gunnar Gunnarsson, Kári Sól-
hann þar með skákmeistari Is-
lands 1960.
mundarson og Guðmundur Lár
usson með 5 hver, Ólafur Magn
ússon og Ingvar Ásmundsson
með 41/2 hvor, Páll G. Jónsson
4, Jónas Þorvaldsson, Halldór
|Jónsson og Bragi Þorbergsson
með 3V2 hver, Haukur Sveins-
j son iy2 og Jón Kristjánsson V2.
I í meistaraflokki urðu efstir
Magnús Sólmundarson og
Eldur
í Flschersundl.
Refsivist á íslandi.
Það er mál manna, að refsivist
á Islandi sé miklum mun
mildari og léttbærari en
frelsisskerðing víða annars
staðar, og er það í sjálfu sér
ánægjulegt. Hugmyndir nú-
tímamanna, að minsta kosti
hér á landi, úm refsingar og
! fangelsi, hafa mjög mildast
og breytzt hina síðustu ára-
tugi. Er það í samræmi við
almenna þróun í mannúðar-
átt.
Hitt er svo aftur annað mál, að
á Litla-Hrauni hafa oft gerzt
þeir hlutir, sem óverjandi
eru. Þar hafa fangar hvað
eftir annað sýnt slíkan yfir-
gang og rosfa, að engu lagi
er líkt, og á stundum hafa
fangaverðir verið komnir í
hálfgerða úlfakreppu vegna
manna þeirra, sem þeir eiga
að gæta. Má og vel vera, að
erfitt sé eða jafnvel ógerlegt
að halda uppi þeim aga og
þeirri reglu á Litla-Hrauni,
sem nauðsynleg verður að
teljast i fangelsi. Hvað sem
hugmyndum manna um
mannúðlega meðferð líður,
getur fangelsi aldrei orðið
sumarhótel, hversu umburð-
arlyndir, sem menn vilja
annars vera.
Litla-Hraun var upphaflega
ekki byggt sem fangelsi, og
því er þar margt ögruvísi en
vera ætti. Fangelsisbygging-
ar lúta að sjálfsögðu allt öðr-
um lögmálum en önnur
íveruhús, þar hlýtur örygg-
issjónarmiðið að skipta
miklu, og fyrirkomulag yfir-
leitt. Vafasamt er, hvort
tekst að breyta Litla-Hrauni
svo, að þar sé unnt að geyma
langvistarfanga. Líklegra er,
að reisa þurfi nýtt fangelsi
hins íslenzka ríkis, þar sem
tekið væri tillit til þess nýj-
asta og hagkvæmasta, sem
nú þekkist í fangelsismálum
erlendis, sniðið eftir íslenzk-
um staðháttum.
Þá er enginn vafi á þvi, að
fangárými hérlendis er allt
of lítið, enda er haft fyrir
gæða sér á.
satt, að fyrir komi, að dæmd-
ir refsivistarfangar verði að
bíða vikum eða mánuðum
saman eftir að fá að „komast
að“ til að afplána refsingu.
Á þessu verður að ráða bót,
og því er þess að vænta, að
utanför sakadómara, sem
vikið var að í upphafi þessa
máls, beri þann árangur, sem
landsstjórnarmenn og allur
almenningur ætlast til.
Sveinn Kristinsson voru með
51/2 vinning hvor, og flytjast
þeir nú í landsiið. Þriðji varð
Guðni Þórðarson með 5 v.,
Sverrir Norðfjörð 4. með 4V2
og Þorsteinn Skúlason 5. með
41/2 vinning.
Hraðskákkeppnina vann
Ingvar Ásmundsson með 14
vinninga, Magnús Sólmundar-
son annar með 13 V2, Haukur
Sveinsson 13, Björn Þorsteinss.
12V2 og Sveinn Kristinsson 11
vinninga.
>*
Isiand vann
Svíss í brldge.
Nú hafa verið spilaðar tvær
umferðir á Olympíubridgemót-
inu í Torino á Ítalíu.
Eiríkur Baldvinsson, farar-
stjóri íslenzku sveitarinnar,
sendi Vísi skeyti að sunnan og
segir þar, að Bretar hafi sigrað
íslendinga í fyrstu umferð með
49 stigum gegn 34, en önnur
úrslit í riðlinum voru: Banda-
ríkin sigruðu Filippseyjar, Finn
land Austurríki, Sviss Brazilíu
og Arabiska sambandslýðveld-
ið sigraði Kanada.
í annarri umferð sigraði ís-
land Sviss með 63 st. gegn 25,
en önnur úrslit voru þessi:
Bandaríkin unnu Austurríki,
Kanada Filippseyjar og Bret-
land sigraði Arabiska sam-
bandslýðveldið, en jafntefli
varð hjá Brazilíu og Finnlandi.
Um það bil sem fréttamaður-
inn ætlaði að spyrja varðstjór-
ann á slökkvistöðinni, kom kall
og varðstjóri var rokinn með
það sama.
Hann hringdi svo litlu seinna
og sagði hvað valdið hefði. Eld-
ur í baksætinu. Það var ekki
mikið, smáreykur. Leigubif-
reið,
Orsökin virtist liggja í aug'-
um uppi. Sígaretta úr ösku-
bakka hafði fallið logandi í sæt-
ið og .. .
Annars bar lítið til tíðinda
hjá slökkviliðinu þessa helgina.
Eitt útkall í gær. Kviknað hafði
í gömlu timburhúsi í Fischer-
I sundi 3. Það var einlyft hús á
kjallara og hafði kviknað í
hæðinni og eldurinn færst upp
í risið. Fljótlega tókst að
slökkva, en skemmdir urðu
, talsverðar.
Til allrar hamingju var hæð-
, in auð, en í kjailara geymdar
Silla og Valda vörur, sem eld-
' inum tókst ekki að ná til og
Vísitalan
er 104 st.
Kauplagsnefnd hefur
reiknað vísitölu framfærslu-
kostnaðar í byrjun apríl
1980 og reyndist hún vera
104 stig eða 3 stigum hærri
en hún var í marzbyrjun
1960. Verðhækkanir síðan 1.
marz 1960 af völdum gengis-
breytingar og vegna hins
nýja söluskatts námu 6.6
vísitölum, en þar á móti kom
2.8 stiga vísitölulækkun
vegna hækkunar fjölskyldu-
bóta frá 1. apríl 1960. Lækk-
un vísitölunnar af þessum
sökum verður alls 8,5 stig,
og hefur bví nú vcrið tekinn
inn í vísitöluna þriðjungur
þeirrar lækkunar.
Hagstofa íslands
22. apríl 1960.
„Það var mjög auðvelt“,
sagði Ronald Colman Male
verkstjóri í London, í gjald-
þrotarétti. Hann fékk 6 lán
til kaupa á bíl — í þremur
útibúum Westminster-bank-
ans og þremur útibúum Mid
land-bankans. Peningarnir
fóru ekki allir í bílakaupin,
— mest fór „í bjór og kven-
fólk.“
Úgerningur...
Frh. af 1. síSu.
ríkið var andvígt bræðingnum
í nefnd, en hitt sat hjá. Jafn-
framt leiðir af auknu fylgi
við bræðningum minnkandi
fylgi við tillögu íslands, þ. e.
að allir sem studdu tillögu ís-
lands í nefnd geri það ekki nú.
Horfir því dapurlega um sam-
, þykkt hennar, en vel er hugs-
anlegt að tillaga Suður-Ame-
ríkuríkjanna fáist samþykkt,
en hún er breytingartillaga við
bræðinginn. Munurinn á henni
j og íslandstillögunni er í höfuð-
! atriðum aðeins sá, að í tillögu
íslands er krafist forréttincla
I strandríkis þegar, sem síðan
|komi til dómsgjörðar seinna,
en samkv. Suður-Ameríkutill.
gangi dómsgjörð áður en for-
réttindi ná fram að ganga svo
að um töf yrði að ræða.
I öðru lagi er hún á breiðara
grundvelli, tekur til fleiri ríkja
en íslandstiilagan. Nauðsyn á
sérréttindum, sem um ræðir í
tillögunni, verður að vera við-
urkennd af sérstakri nefnd,
stofnaðri með fiskverndarsamn
ingnum í Genf 1958.
Fiskveiðar verða að vera
höfuðnauðsyn og grundvallar-
skilyrði til efnahagslegrar þró-
unar strandríkis og til að brauð
fæða þjóð þess. Sérréttind.in
verði aðeins leyfð þegar tak-
marka verður heildarafla. Ef
tillagan verður samþykkt verð-
ur hún til hagsbóta fyrir ísland,
en hætt er v.ið að þjóðir, sem
krefjist sérréttinda bægi öðrum
burt af víðlendum fiskimiðum.
Einnig er talið, að tillaga
Eþíópíu um tæknilega aðstoð
hafi möguleika til samþykktar,
en Ghana mun hafa tekið sina
tillögu aftur, og því koma að^
eins sjö tillögur til atkvæða-
greiðslu. Ólíklegt er talið, að
aðrar tillögur nái samþykkt.
Ekki er kunnusrt um
hversu víðtækt er fylsri ís-
lenzku bre.ytingartillögunn-
ar. sem fram var borin á
föstudaginn. cn ef samþykkt
yrði myncli hún verða til
þess. að margar Vestur-Evr-
ópuþjóðir myndu afturkalla
fylgi sitt við bræðinginn,
sem myndi þá falla.
Endurframlagning bræðings-
tillögimnar nær óbreyttrar
veldur, að hún kemur til at-
kvæðagreiðslu á eftir 10-velda
tillögunni, en vitað er að mikið
þras verðu'- ir ' ídarsköp og
í hvaða röð skuii bera upp til-
lögur. Úrslitavaldið í bví efri
hefur ráðstefnan sjálf. fslenzka
breytingartillagan verður vænt.
anlega borin undir atkv. fyrst.
Blóðsegavarnirnar.
Til þess að fyrirbyggja mis-
skilning vil eg taka fram að
segavörnum er að sjálfsögðu
beitt við sjúklinga á Bæjarspít-
ala Reykjavíkur og á ýmsum
sjúkrahúsum úti á landsbyggð-
inni, en í viðtali okkar Theo-
dórs Skúlasonar læknis við
fréttamenn blaða og útvarps þ.
12. þ. m. var eingöngu rætt um
framhaldsmeðferð fólks með
kransæðasjúkdóma eða blóðsega
í útlimaæðum.
Sig. Samúelsson,
læknir.