Vísir - 25.04.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 25.04.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. H’ÍSIK. Mánudaginn 25. apríl 1960 Munið, að heir sem gerast áskrífendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. 4. bóSusetning ráöleg. Landlæknir hefir látið eftir- farandi bréf frá sér l'ara til Jiéraðslækna og alls almenn- ings: Eg vil eigi láta hjá líða að vekja athygli héraðslækna á því, að enn er ekki fengin vissa um, hve lengi ónæmi helzt eftir mænusóttarbólusetningu, þó að bólusett hafi verið þrisvar, eins og gert hefur verið ráð fyrir. Vegna þessa er víða talið ráð- legt að bæta við fjórðu bólu- setningunni, einu eða fáum ár- um eftir hina þriðju. Þar sem nú eru senn liðin 4 ár frá því að bólusetning þessi var hafin hér á landi, þykir rétt, að athugað sé um endur- bólusetningu að minnsta kosti á ölium þeim, sem fyrst voruj bólusettir. Rétt þykir og að benda á, að nú er eingöngu bólusett undir húð (subcutan), og er skammt- urinn 1 millj., hvort sem bólu- efnið er danskt eða amerískt. Sem fyrr mun bóluefni fáan- legt frá Lyfjaverzlun ríkisins, þó ef til vill með nokkrum fyr- irvara, ef um stórar pantanir er að ræða Olafur Thors forsætisráðherra og frú Ingibjörg, kona lians, Ríkissjóður mun ekki taka komu heim frá Bret,andi á laugardaginn. Höfðu þau farið utan þátt í kostnaði vegna þessarar rétt fyrir Páskf verið fyrst} Barís en síðan London- bólusetningar. komu heim með Loftleiðaflugvél. Horfur í sambúíl Frakka og Túnis hraðversnandi. ftouv'yibu hvew'fur heitn í skyndi iíf ierðtwluyi. íslenzkur píanóleikari heiSraður. Þorkell Sigurbjörnsson, Tóm- asarhaga 15, Reykjavík, var heiðraður ásamt 13 öðrum ung- iun, efnilegum tónlistarmönn- um hinn 10. þ. mán. á tónleik- um, sem haldnir voru á vegum tónlistarliáskólans í Illinois. Þorkell nam píanóleik og út- skrifaðist frá háskólanum í Illinois. Þessi ungi, efnilegi píanóleikari var fyrst nemandi próf. M. W. Briggs en varð síð- an nemandi próf. Dean Sanders. " Þörkell lék allegro-kaflann úr píanókonsert í B-dúr (K595) eftir Mozart. Þéss er rétt að geta, að Þor- kell er sonur biskupsins, herra Sigurbjarnar Einarssonar. Rétt áður en ráðstefnu Efna- hagsnefndar S. þ. fyrir Asíu lauk í Bangkok 21. marz s.l. samþykkti hún ályktun, sem miðar að því að efla efnahags- samstarf ríkjanna á þessu svæði. í ályktuninni eru umrædd ríki hvött til að hafa beinna samband sín á milli við fram- ivæmd efnahagsþróunarinnar, t. d. með því að koma á fót nýj- um iðngreinum, nýjum stofn- únum til rannsókna og mennt- Bourbiga forseti Tunis, sem var á ferðalagi um norðvestur- héruð landsins, héít í gær í skyndi til Tunisborgar, sökum þess hve horfur liafa skyndi- lega vernsað á landamærum Tunis og Alsír. Koina fregnir um þetta að kalla í kjölfar fregna um, að unar á vettvangi iðnaðarins og með því að vélvæða smáiðnað- inn. Af öðrum ályktunum sem gerðar voni á ráðstefnunni má nefna áætlunina um „þjóðveg þvert yfir Asíu, sem tengi alla vegi, sem nú eru til milli Tyrk- lands og Singapore. Næsta þing Efnahagsnefnd- arinnar (ECAFE) verður hald- ið í Indlandi samkvæmt boði indversku stjómarinnar. afhent hafi verið í París ný- mótmælaorðsending út af landamæraárekstrum. Tunis og Alsír. Segir þar, að. hersveitir frá Alsír geri tíðar árásir á þorp í Tunis skammt innan landa- mæranna. Ennfremur leggi þær sprengjur í jörðu og hafi margt manna særst af völdum þeirra eða beðið bana, og yfirleitt ríki hið mesta öryggisleysi þar og fólk sé kvíðafullt. Frakkar hafa svarað fyrri mótmælaorðsend- ingum Tunisstjórnar á þá leið, að viðurkenna beri að franskt herlið hafi stundum farið yfir landamærin, en aðeins þar sem þau séu óglögg og ómerkt. — Arásum á þorp var neitað, en ekki að uppreistarmenn frá Alsír hefðu verið eltir inn yfir landamærin. Boðað hefur verið að blöðin i Tunis birti í dag í heild ræðu, sem Bourgida flutti í gær. Þau. koma ekki út vanalega á mánu- dögum. Verður lagður þjóðvegur þvert yfir Asíu? Efnahagsnefnd Sþ. kefir rætt málið. hrii'alcgir Stálu nærri 200 þús. Röðuðu ávísunum snyrtilega á skrifborð fyrirtækisins. Rannsóknarlögreglan hefur, eftir margra mánaða þrotlausa rannsókn, bundið endi á þjófn- aðarferil þriggja ungra manna í Reykjavík. Þótt nægar sannanir séu þeg- ar fyrir hendi að því er Ingólf- arlögreglunni tjáði blaðinu í ur Þorsteinsson hjá Rannsókn- morgun, þá er yfirheyrslum og rannsókn ekki lokið að fullu. Á ferli sínum komu mennirn- ri víða við, en höfðu misjafna veiði, eins og gengur og gerist. Bendir ekkert til að þeir hafi haft nokkra vitneskju um vænt- anlegar eftirtekjur af ferðum sínum. Menn þessir voru á aldrinum 21—22 ára, aðstoðarmenn á bii reiðum Mjólkursamsölunnar. Voru þeir búnir að vinna þar í nokkra mánuði. Höfðu þeir fengið áminningu fyrir að mæta seint og stundum óreglulega, en það stafaði auðvitað af nætur- göltri þeirra ogtímafreku starfi. Alls munu þeir hafa stolið milli 100—200 þúsund krónum og eytt mestu þegar þeir voru teknir. Ekki verður hægt að kalla þá óreglumenn, og ó- kvæntir voru þeir allir, en einn þeirra mun hafa búið með kven- manni. Tveir eiga aldraða móð- ur á lífi. Þótt þeir væru þrír við undir- búning innbrotanna, munú yfir- leitt aðeins tveir hafa farið sam- an í leiðangur. Er því ekki vitað enn, hver hlutur hvers og eins er í þeim 30—40 innbrotum sem bera merki þeirra. Eftir því sem komizt er næst, var það skammbyssa, er varð þjófunum að falli. Við innbrot sitt í skrifstofur og peningaskáp Kristjáns Skagfjörð h/f fundu þeir skammbyssu í skápnum, sem var eign Jóns Guðbjarts- sonar hjá fyrirtækinu. Það var 8 skota Colt-byssa, sem lögregl- an hafði númer og lýsingu á. Lá hún í peningaskápnum. Jón kveður þjófana hafa fundið lyklana að skápnum, svo að þeir þurftu ekki að sprengja hann upp. Náðu þeir um 9000 krón- um, en skildu eftir meira en 100 þúsund í ávísunum, snyrtilega raðaðar og stokkaðar. Peninga- skápurinn er um 40 þúsund króna virði, svo að það var lán í óláni, að þeir skyldu finna lyklana, sem reyndar gleymdust þarna. ---•----- Konur voru slyngari. Siglufirði á miðvikud. Bæjarkeppni í bridge fór fram milli Akureyrar og Siglu- fjarðar um páskana. Var keppt á Hótel Hvanneyri hér á Siglufirði, en frá Akur- eyri komu þrjár meistarasveit- ir, sem háðu keppni við jafn- margar sveitir héðan. Úrslit urðu þau, að Siglfirðingar hlutu 5V2 vinning gegn 3V2, sem féllu í hlut Akureyringa. Jafnframt kom ein fyrsta fl. sveit frá Akureyri, skipuð kon- um einum, spilaði við þrjár 1. flokks sveitir hér og bar sigur af þe,im öllum. Heimasveitirnar voru allar karlasveitir. — ÞRJ. Trllíubátur frá ölafs- firði talinn af. * A honum var einn maður á leið til Grímseyjar. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Síðan á laugardag s.l. hefur verið leitað að trillubát frá Ól- afsfirði, er fór þaðan á föstu- dagskvöld áleiðis til Grímseyj- ar, en hefur ekki komið fram. Báturinn er talinn af. Á bátnum, sem ekki var nema 2 tonn, var einn maður, Axel Pétursson, maður um fimmtugt, búsettur á Ólafsfirði, kvæntur og á 6 börn. Fór hann einn á bát sínum seint á föstudags- kvöld. Félagi hans, sem róið hefur með honum, var veikur og gat hann ekki fengið mann í staðinn fyrir hann. Um það bil hálfri stundu eftir að Axel lagði af staðð, fóru einn eða fleiri bátar frá Ólafsfirði áleið- is til Grímseyjar. Urðu þeir ekki varir við bátinn, og munu ekki hafa getað hugað að hon- um, þar sem trillan var ljóslaus. Logn var og dimmt yfir, en þung undiralda og braut mikið við land. Þegar trillan var ó- komin til Grímseyja á laugar- dagsmorgun, var farið að leita hennar. Leitað hefur verið síð- an bæði af sjó og úr lofti. Einn- ig hefur verið leitað á fjörum. í gær fór leitarflokkur út í Foss- dal, þar sem sennilegast þótti að trillan hefði lent í grunnbroti út af Hvanndalabergi, en þar brýtur langt út. Leitarmenn sáu brak úr báti undir berginu, en komust ekki að til að rannsaka það nánar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.