Vísir - 28.04.1960, Side 4
4
V í S I R
Fimmtudaginn 28. apríl 1960
wf sm
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
,, Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 i áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vaxandi skilningur almennings.
Eins og alþjóð er kunnugt,
hömuðust kommúnistar mjög
gegn þeim ráðstöfunum, sem
ríkisstjórnin lagði til að
gerðar yrðu til viðreisnar
efnahagslífinu. Raunar var á-
róður kommúnista hafinn
áður en tillögur stjórnar-
innar voru komnar fram.
Þeir hentu á lofti hverja sögu
og hverja flugufregn, sem
gekk um það, sem gera átti,
og boðuðu illa tíma og erf-
iða, sem mundu enda með
skelfingu fyrir allan almenn-
ing. Fóru kommúnistar svo
geyst í öndverðu, að menn
gerðu ráð fyrir, að þeir
mundu ekki hika við að grípa
til hvaða óyndisúrræðis sem
væri til að láta illt af sér
leiða.
En það hefir orðið minna úr
höggi kommúnista, en ýmsir
munu hafa gert ráð fyrir.
Það er ekki ólíklegt, að
margir hafi búizt við verk-
föllum. þegar í stað — óbil-
gjörnum kröfum og síðan
vinnustöðvunum á sem flest-
um stöðum. Raunin hefir
hinsvegar orðið sú, enn að
minnsta kosti, að kommún-
istar hafa ekki treyst sér út
í slík átök. Það hefir sem sé
komið á daginn, eins og svo
oft áður, að það er mikill
vindur í kommúnistum — en
þá brestur oft kjarkinn nema
sérstaklega standi á.
Ástæðan fyrir því, að komm-
únistar treýsta sér ekki enn
til að efna til verkfalla, hvað
svo sem þeir gera síðar, er
sú, að þeir eru hræddir við
skynsemi almennings og
skilning alþýðu manna á því,
að við urðum að gera eitt-
hvað. Hver heilvita maður
sá, að það var eitthvað bbgið
við efnahagsmálin hjá okk-
ur, þegar við urðum að gefa
með hverjum ugga, sem við
seldum úr landi. Það breytir
engu, þótt kommúnistar
berji hausnum við Kreml-
múra og haldi því fram, að
við hefðum ekkert átt að
gera, því að allt mundi lag-
ast af sjálfsdáðum, ef við
biðum bara eftir breyting-
unni.
Það er þetta, sem heldur aftur
af kommúnistum og veldur
því einnig, að þeir eru eig-
inlega alveg hættir að tala
um „holskeflu dýrtíðarinn-
ar“, sem verðlagsbreytingin
mun einhvern tíma hafa ver-
ið kallað í blaði þeirra eða
nýjasta fylgiriti þess, Tím-
anum. Almenningur er nefni-
lega svo minnugur, að honum
hefir ekki gleymt, hvernig
kommúnistar héldu því fram
hér um árið, að allt væri í
bezta lagi, enda þótt skattar,
er námu milljarði, væru
lagðir á þjóðina.
Almenningur metur það við nú-
verandi stjórn, að hún sagði
þjóðinni sannleikann. Hún
sagði, að erfiðleikar væru
framundan. Menn skyldu
einmitt gera sér þess fulla
grein að svo langt væri
hún komin út í fenið, að
ekki væri hægt að koma lagi
á málin án sársauka og út-
gjalda. Vinstri stjórnin bauð
hinsvegar gull og græna
skóga, enga erfiðleika, enga
kjaraskerðingu, bara sælu-
ríki. Þess vegna urðu menn
fyrir vonbrigðum af henni,
því að hún sveik allt, sem
hún hafði lofað mönnum.
Það er meðal annars þessi
munur á núverandi stjórn og
hinni hárauðu stjórn Her-
manns Jónassonar, sem ger-
ir að verkum, að áróðurinn
sækist kommúnistum þung-
lega. Þeir eru menn í vanda,
og þeir gera sér fulla grein
fyrir því. Þess vegna er eng-
inn kraftur eða sannfæring
í upphrópunum þeirra gegn
stjórninni.
* • i• J, V
Áfengisveitingastöðum
fjölgar ískyggilega.
Landssambandið gegn áfengisbölinu
heldur fund.
ÞaB, sem mestu varðar.
Það er ýmislegt, sem vert er að
hafa í huga í sambandi við
viðreisnaráætlun ríkisstjórn-
arinnar. Fyrst og fremst eiga
menn að hafa hugfast, að
þær ráðstafanir, sem við höf-
um gert að undanförnu, hafa
aðeins að nafninu til verið
til að „lækna“ ástandið. Þær
hafa aðeins verið gerðar til
að skjóta óþægilegri lækn-
ingu á frest. Þess vegna hafa
þær heldur ekki verið nein
lausn á vandanum — hann
’■ hefur alltaf yerið fyrir hendi
^ og farið jafnan versnandi.
Þetta er ekki nein sérstök ís-
lenzk reynsla. Þetta er það,
sem allar þjóðir hafa fengið
að kynnast, þegar þær hafa
haft stjórnir, sem hafa að
eins viljað velta vanda líð-
andi stundar yfir á framtíð-
ina.
En það er líka reynsla annarra
þjóða, að þegar menn hafa
tekið rögg á sig og reynt að
grafa fyrir rætur meinsins —
eins og nú er gert hér —-
hefir þjóðunum tekizt að
koma-lagi á búskap sinn og
Þau 26 félög og félagasam-
bönd, sem eru í þessu lands-
sambandi, þar á meðal sum
fjölmennustu landssambönd
þjóðarinnar, kjósa öll tvo menn
hvert í fulltrúaráð sambands-
ins. Annar maðurinn er vara-
fulltrúi. Þetta fulltrúaráð hélt
fund á Fríkirkjuvegi 11 í
Reykjavík 2. apríl 1960 kl. 3—6.
Formáður landssambandsins,
Pétur Sigurðsson ritstjóri, setti
fundinn og bauð fulltrúa vel-
komna, og tilnefndi Björn
Magnússon prófessor sem fund-
arstjóra og Kristin Gíslason
kennara ritara fundarins.
Formaður gerði grein fyrir
helztu störfum sambandsins
frá því er núverandi stjórn
þess var kosin, sem er að mestu
leyti sú sem áður var. Ástæða
þykir þó ekki til að tilgreina
þessi störf frekar fyrr en að
loknu kjörtímabili í sambandi
við þing landssambandsins.
Milli 30 og 40 fulltrúar komu
til fundar. Mjög góður einhug-
ur og áhugi ríkti á fundinum,
og var þátttaka fulltrúanna öll
í bezta lagi. Eftirfarandi tillög-
ur voru einróma samþykktar á
fundinum:
1. Fundur fulltrúaráðs lands-
sambandsins gegn áfengisböl-
inu, haldinn í Reykjavík laug-
ardaginn 2. apríl 1960, heitir á
aðildarfélög sín að ljá lið sitt
! til þess að vaxandi fari áhugi
manna á bindindi og góðum
siðum í landinu, og að sterkt
almenningsálit geti skapast
gegn drykkjusiðunum.
2. Fundurinn telur ískyggi-
legt hversu áfengisveitinga-
stöðunum fjölgar, og sér þar
hina gömlu áfengisknæpu ryðja
sér til rúms á ný, aðeins nokkuð
dulbúna. Fundurinn skorar því
jr
IsE. verkaiýðs-
Eeiðtogar vestra.
Magnús Ástmarsson, Jón
Sigurðsson og Magnús Jóhann-
esson eru á ferðalagi í Banda-
ríkjunum.
Hafa þeir fengið tækifæri til
að ræða við ýmsa forystumenn
verkalýðsfélaga í • Bandaríkj-
unum. Þá munu þeir hitta
stjórnmálamenn úr fulltrúa- og
öldungadeild Bandaríkjaþings
og heimsækja þinghúsið í
Washington. Síðar ferðast þeir
um Bandaríkin og heimsækja
stærstu borgir Bandaríkjanna.
Loks munu þeir heimsækja að-
albækistöðvar bandaríska flug-
hersins svo og eldflaugastöðina
á Cape Canaveral.
bæta um leið hag alþýðu
manna.
Þetta varðar mestu, og þetta
verða menn að leggja sér á
minni. Þeir erfiðleikar, sem
stafa af sjálfum efnahags-
ráðstöfununum, eru aðeins
tímabundnir — en komi þæi
ekki að haldi eða verði þær
eyðilagðar með einhverjum
hætti, munu yfir okkur
koma varanlegir erfiðleikar.:'i
á ríkisstjórnina að láa fram fara
endurskoðun á þeim ákvæðum
áfengislaganna, sem opna ein-
staklingum leið til þess að gera
áfengissölu að gróðavegi. Gegn
slíku verði einhvei-jar takmark-
anir að fást ákveðnar í áfengis-
löggjöfinni.
3. Fundurinn vítir þá aðgerð
ríkisstj. að leyfa framleng-
ingu á áfengisveitingatím-
anum að kvöldi dags, án þess
að áfengislögin eða reglugerð
um sölu og veitingar áfengis
heimili slíkt, og krefst þess, að
slíkt leyfi verði afturkallað.
4. Fundurinn heitir á alla
landsmenn að loka ekki augum
fyrir þeim voða, sem. vaxandi
áfengisveitingar og hinir nýju
drykkjusiðir eru að búa þjóð-
inni, ekki sízt hinni uppvax-
andi kynslóð í landinu. Menn
geri sér það ljóst, að þjóðin
hefir nú annars fremur þörf,
en að æskulýð landsins séu
opnaðar sem flestar gáttir til
áfengisneyzlu og allskonar ó-
reglu sem henni fylgir.
5. Fundurinn felur stjórn
sambandsins að vinna að því,
að borin verði á ný fram á Al-
þingi þingsályktunartillaga um
bann við vínveitingum á kostn-
að ríkis og ríkisstofnana.
Jafnframt heitir fundurinn
stuðningi sínum við slíka til-
lögu með því að leitast við að
fá sambandsfélögin til þess að
gangast fyrir undirskriftasöfn-
un meðal alþingiskjósenda.
„Borgari" skrifar:
Vorsvipurinn.
Það er að koma vorsvipur á
bæinn og yfir því fagnar vonandi
hver maður í hjarta sínu. Það er
farið að lifna í blóma- og trjá-
görðunum, og það enda . fyrir
nokkru, að minnsta kosti fóru
^ græn blöð laukanna víða snemma
!að gægjast upp úr moldinni, og
skrautleg blóm getur nú þegar
sumsstaðar að líta. Vonandi kem-
ur nú ekkert kuldakast til þess
að kyrkja þennan unga gróður.
Túnin eru líka sem óðast að
I klæðast sínum græna vorfeldi og
| sauðburður byrjaður. Ég sá
I fyrstu tvílembingana snemma í
[vikunni á túni hér inn með Suð-
urlandsbraut og það var ánægju-
leg sjón, alveg nýkomnir í þenn-
* an heim, enn titrandi á litlu löpp-
unum, skimandi í allar áttir og
með undrun í augum. Daginn eft-
ir voru þeir orðnir sprækir. Ég
sá þá nefnilega fyrst út um
glugga í strætisvagni og gat ekki
stillt mig um að labba heim úr
vinnunni daginn eftir, ef ske
kynni að ég kæmi auga á þá
aftur. Og vitanlega voru þeir á
' sínum stað, litlu svörtu lamb-
ketlingarnir, og meira að segja
búnir að fá tvo eða þrjá hvíta
| félaga. — Ef samkomulagið
I milli hvítra og svartra væri nú
allstaðar jafngott og hjá lömb-
unum okkar á vorin! Því er verr
að svo er ekki hjá mannskeppn-
unum. En það er önnur saga.
►
G.- E. Ljungberg, verkfræð-
ingur, sem kominn er hingað
til lands á vegum IMSÍ til að
rannsaka og gera tillögur um
rannsóknarstarfsemi á íslandi,
hélt fyrirlestur í gær í Fram-
sóknarhúsinu og lýsti skipu-
lagi á rannsóknarstofnunum í
Svíþjóð og öðrum Norðurlönd-
um. Þá ræddi hann nokkuð um
athuganir sínar hérlendis og
niðurstöður þeirra. -— Annars
raun þann síðar semja skýrslu
um þær fyrir IMSÍ.
i
I>að, sem vantar —
En það, sem vantar er, að við,
sem bæinn byggjum, gerum
meira að því, að setja bjartari
blæ á bæinn með snyrtilegri um-
gengni umhverfis húsin og
umfram allt með því að mála
húsin, veltur á því, oft og tíðum,
að menn hafi efni á að ráðast í
slíkt, en stundum er því ekki til
að dreifa, og það ætti að minnsta
kosti að vera hægt að ætlast til
þess, að hið opinbera, bær og
‘(ríki, gefi hér gott fordæmi. Hinn
grái litur ómálaðra steinhúsa
setur drungalegan og leiðan svip
á bæinn, en smekklega máluð
hús gleðja augað og hressa hug-
ann.
Ég vona, að það verði ekki
tekið illa upp, þótt ég bendi á,
að í miðbænum er veglegt hús,
sem mikil þörf er á að hressa
upp á hið ytra, en það er Ing-
ólfshvoll, — og er ekki tími
kominn til fyrir löngu að mála
húsin í Höðahverfi? Eg nefni
þessi tvö dæmi — af því að
í hvorugu tilfellinu er um hús
að ræða í eigu einstaklinga.
„Borgari“
Fiskihátíð
í Bergen.
Norsk fiskveiðasýning verður
hahlin í Bergen dagana 25. ág-
úst til 11. september.
| Sýnd verða nýtízku veiði-
,tæki, vélar, skip og siglinga-
tæki auk fjölbreyttrar fiskfram-
, leiðslu. Búist er við gestum
víðsvegar að. Norðmenn veiða
árlega 2 millj. lesta af fiski,
sem gefa þeim kringum 700
millj. norskar krónur.
Bezt að augiýsa í VÍSI