Vísir - 29.04.1960, Síða 3

Vísir - 29.04.1960, Síða 3
Föstudaginn 29. apríl 1960 Ví S I R Herra forseti. Fjárhagsnefnd hæstvirtrar deildar hefur haft til meðferð- ar frumvarp um skipan inn- flutnings- og gjaldeyrismála o.fl. og rætt efni þess á þrem fundum. Auk nefndarmanna sat Jónas Haralz ráðuneytis- stjóri þá og á síðasta fundinn kom hæstvirtur viðskiptamála- ráðherra. Gáfu þeir nefndinni ýmsar upplýsingar og skýrðu frumvarpið í heild og einstakar greinar þess. Nefndin hefur ekki orðið sammála um af- greiðslu málsins og munu minni hlutarnir skila sérálitum og gera grein fyrir sínum skoðun- um. í minn hlut hefur komið að skýra afstöðu meirihlutans, sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt með einni smá- vægilegri viðbót. Mannfólkið höfuðstóll þjóðarinnar. Þetta frumvarp fjallar um efnahagsmál. Þó er það aðeins hluti heildarstefnu. Það snert- ir hagsmuni allrar þjóðarinnar og afkomu. Eins og hæstvirtur viðskiptamálaráðherra benti á í ítarlegri og fróðlegri fram- söguræðu, er hann fylgdi frum- varpinu úr hlaði, er það liður í aðgerðum í efnahagsmálum, sem verið er að hrinda í fram- kvæmd og marka kunn þátta- skil í efnahagsmálasögu ís- lendinga. Það er margt, sem mótar efna hag og afkomu þjóðar. Fyrst og fremst landið sjálft og gæði þess. — Þá er það nýting land- kostanna, — tækni og fjármagn sem til ráðstöfunar er, búskap- arhættir eða hagkerfi þjóðar- innar, viðskipti hennar við önn- ur ríki, og svo þjóðin sjálf — mannfólkið, — sem er aðalauð- legð hvers lands og rikis, — höfuðstóll sjálfstæðrar þjóðar. Verzlunarpólitíkin. Þetta frumvarp fjallar um viðskiptin við önnur ríki fyrst og fremst, þ. e. a. s. verzlunar- pólitík hins íslenzka ríkis. En hún er véigamikill þáttur hinn- ar allmennu efnahagsmála- stefnu. Peninga- og verzlunar- pólitík lands eru þeir hemlar, sem úrslitum geta ráðið um þró- un þjóðarbúskapar og einkabú- skapar, eða a.m.k. skorið þróun- armöguleikum þeirra stakkinn. Verzlunarpólitíkin hlýtur að vera hluti af hinni almennu efnahagsmálastefnu. Efnahags- málastefna þessarar stjórnar — viðreisnarstefnan, — er að tryggja þjóðinni næga atvinnu og helzt stöðugt batnandi lífs- kjör. Þessum markmiðum hyggst stjórnin fyrst og fremst ná með aukinni framleiðslu og sem hagkvæmastri sölu á af- urðum landsmanna og innkaup- um á nauðsvnjum þeirra. Takmark þesssar verzlunar- pólitíkur er að gera okkur fært að vera öllum sem óháðastir í viðskiptum, að gera okkur kleift að kaupa nauðsynjar okkar í sem ríkustum mæli, þar sem þær eru beztar, ódýr- astar og hentugastar og með þeim ’nætti að verða aðiljar að sem frjálsustum viðskipaheimi. Aðal áhætta fyr.ir þjóð með til- tölulega ríka þörf fyrir um- fangsmikla utanríkisverzlun, fjölbreyttar innflutningsþarfir, en einhæfa útflutningsfram- leiðslu, er að verða einstökum mörkuðum of háð. Af þessu j höfum við íslendingar bitra reynslu, þegar saltfiskmarkað- urinn brást á kreppuárUnum, þegar ísfiskmarkaður Bretlands lokaðist, þegar síldarmarkaður Svíþjóðar gekk saman, svo að j nokkuð nefnt. — Svo einkenni- ! legt, sem það kann að virðast j fyrirfinnast þeir í hópi stjórn- arandstöðunnar, sem einlæglega trúa því að það sé beint æski- ! legt að gera okkur með jafn- , keypissamningum sem allra háðasta ákveðnum mörkuðum, ■ með sem stærstan hluta fram- leiðslu okkar og að góð lífs- kjör verði yfirleitt einungis tryggð með höftum á öllum sviðum v.iðskipta og fram- leiðslu. Við stuðningsmenn hæstvirtrar ríkisstjórnar erum Með því var lagður frund- völlur að dönsku krónunni, sem ekki kom þó í umferð fyrr en tveim árum síðar. Al-íslenzk mynt kom svo ekki til sögunnar fyrr en með landssjóðsseðlunum, sem gefnir voru út sam- kvæmt lögunum um stofnun Landsbanka íslands Nr. 14 18. sept. 1885. Þar með var stofnað til alíslenzkrar myntar oggjaldeyr is. Síðan hafa orðið margar breytingar á útgáfu íslenzkra peninga, sem hér er ekki tilætl- unin að rekja að öðru en því, að sjálfstætt gengi gagnvart öðrum myntum öðlaðist ísl. krónan ekki fyrr en árið 1922. Fram til þessa hafði gengi henn að hafði hrun á mörkuðum okk- ar og um 50% verðfall á út- flutningsafurðunum. Síðan var þrívegis hert á höftunum fram að stríði eða með lögum frá 1934, 35 og 37. Á ófriðarárun- um var höftum viðhaldið, ekki svo mjög vegna gjaldeyris- skorts, heldur vegna vöruskorts af völdum erfiðra aðflutninga. Að ófriðnum loknum jókst eft- irspurnin eftir erlendum gjald- eyri vegna rangrar gengisskrán ingar svo mjög að árið 1947 var enn hert á höftunum með lögum um Fjárhagsráð, sem er harðsoðnasta haftalöggjöf, sem komið hefur verið á hér á landi, og átti sér enga hliðstæðu skyld ari en áætlunarbúskap járn- tjaldslanda. Eina skiptið á öllu RÆÐA BIRGIS KJARANS I GÆR: FRÍVERZLUN EINA LÝÐRÆÐISLEGA VERZLUNARKERFIÐ MBisúnisítir hreSjast uukinntg tiaita hinsvegar þeirrar skoðunar að I góð lífskjör verði helzt tryggð ! með sem allra víðtækustu at- hafa- og verzlunarfrelsi. Gömul rök duga lítt. Þetta er engin fræðileg deila, heldur mat á staðreyndum og fenginni reynslu. — Það eru vissulega ekki Bright og Cob- den, Marx eða Lenin, sem eiga að gefa okkur forskrift í efna- hagsmálum í dag. Rök gærdags- ins duga ekki nema að takmörk- uðu leyti í dag. En reynslan er þó jafnan lærdómsrík. Þær að- gerðir, sem nú eru fyrirhugað- ' ar í innflutnings- og gjaldeyr- | ismálum þjóðarinnar og felast í þessum lagafrumvarpd, verða ekki skildar til fullnustu nema þær séu skoðaðar í Ijósi lið- innar íslenzkrar verzlunarsögu og hafður sé í huga að vísu ! stuttur en töluvert viðburðarík- ur ferill íslenzku krónunnar og gengis hennar, eða skiptahlut- falls gagnvart öðrum myntum. í þá hálfu þriðju öld, sem íslenzk utanríkisverzlun hef- ur verið ófrjálsust, „skipu- lögðust“, liafa -ífskjörin ver- ið einna lökust í landinu, fá- tæktin mest og framtakið minnst. Hver áfangi til frels- is þýddi auknar framfarir. Áfangastaðirnir voru árin 1789, er hún var gefin al- ( gerlega frjáls, hverjum þeim, er hér vildi reka viðskipti. ^ Að fullum notum kom þetta frelsi þó ekki fyrr enn lands- menn fengu nokkurt fé milli ( handa og bá fyrst og fremst með tilkomu íslenzkrar mvnt ar. Krónan var tekin upp, sem mynnt á íslandi, þegar stofnað var til Norræna myntbandalagsins árið 1873. Birgir Kiaran alþing- ismaður skýrði í gær álit fiárhagsnefnclar N.d. við 2. umræða um frv. um innflutnings- og gjald- eyrismál. ar jafnan fylgt gengi dönsku krónunnar, en frá því í júli 1922 hefur ísl. krónan verið sjálfstæð mynt með eigin gengi. Sjálfstæði íslenzku krónunnar í viðskiptum við aðrar þjóðir er því ekki nema tæpra 40 ára. Þótt aldurinn sé ekki hár hef- ur þó saga þessara ára verið viðburðarík í íslenzkum pen- ingamálum, því á þessu árabili hefur gengi krónunnar verið fellt sex sinnum, eða að meðal- tali sjötta hvert ár og þó má fullyrða að yfirleitt hafi verið forðast í lengstu lög að stíga spor gengisfellinganna. Og ráð- in sem • enn hafa oftast gripið til til þess að komast hjá geng- •isfellingu hafa verið viðskipta- og gjaldeyrishöft í einu eða öðru formi. Þrjá fjórðu af líf- dögum íslenzku krónunnar höf- um við búið við einhverskonar verzlunarhöft. Iiöftin eiga nefnilega senn 30 ára afmæli, því að í okt. 1931 voru gefnar út tvær reglugerðir, sem veittu Landsbankanum og Útvegs- bankanum einkaleyfi til verzi- unar með erlendan gjaldeyri og lögðu hömlur á innflutning nokkurra vörutegunda. Reglu- gerðir þessar voru gefnar út á grundvelli laga frá 8. marz. 1920, sem heimiluðu ríkis- stjórninni að takmarka eða banna innflutning á óþarfa varningi. Höftin frá 1931 áttu að vera vörn Islendinga í fangbrögðum við heimskreppuna, sem orsak- þessu árabili, sem alvarleg til- raun var gerð til þess að létta höftunum af var eftir gengis- fellinguna 1950. Því miður tókst sú tilraun ekki nema að takmörkuðu leyti vegna afla- leysis, erfiðra viðskiptakjára af (völdum Kóreustyrjaldarinnar og sökum þess að engir gjald- , eyrisvarasjóðir voru fyrir hendi til þess að brúa bilið meðan nýtt jafnvægi var að myndast. Eftir að misvægið tók ^ aftur að vaxa í þjóðarbúskapn- um árið 1955 og fram til síð- astliðins árs hefur svo innflutn- ings- og gjaldeyrishöftum verið beitt með stöðugt meiri harð- neskju? Það, sem í raun og veru er athyglisverðast við þessa þrjá- tíu ára gömlu ísl. haftasögu er að höftin hafa aldrei dugað til þess að vernda verðgildi ís- lenzku krónunnar eins og þeim var ætlað. Þrátt fyrir höftin 1931—39 varð að fella. gengi krónunnar árið 1939. Þrátt fyr- ir höftin 1947:—50 varð að fella gengi krónunnar árið 1950 og þrátt fyrir höftin 1956—60 ívarð að fella gengi krónunnar ,árið 1960. Höft í viðskiptum milli landa eru nefnilega engin lækning meinsemdar, því að . þau beinast ekki að sjúkdóms-1 orsökinni, héldur glíma aðeins við ytri einkenni sjúkdómsins. Þau eru hrossalækning, sem get ur skotið vandanum á frest og geta verið forsvaranleg neyðar- úrræði um stundarsakir, en þau leysa ekki vandann varan- lega. Til þess eru önnur úrræði nauðsynleg. Vil ég mjög taka undir þau ummæli hæstvirts viðskiptamálaráðherra, er hann sagði, með leyfi hæstv. forseta: „Að því er gjaldeyris- og inn- j flutningshöftin snertir geta 1 bæði jafnaðarmenn og borgara- legir flokkar verið sammála- um það, og hafa verið það í öðr- um löndum, að þau eru hvorki nauðsynleg né heppileg tæki í stjórn efnahagsmálanna." Og vil ég þó ganga feti framar, þvi ! að ég tel að verzlunarhöft sé ;ekki einungis oftast óheppileg | og gagnslítil tæki til þess að ráða við þau viðfangsefni í þjóðarbúskapnum, sem þeim er ' ætlað að leysa, heldur séu þau þjóðinn.i og atvinnulífi hennar . beint til tjóns, enda var það i enginn óraunsærri maður en ! John Maynard Keynes, trúlega ! nafn kunnasti hagfræðingur 20. aldarinnar og ráðunautur | ríkisstjórna um víða veröld í ’ efnahagsmálum, sem svo komst að orði, með leyfi hæstvirts for- seta: „Allar verzlunarhömlur eru tæki, sem þjóðirnar hafa fundið upp til þess að gera sjálfar sig og aðra fátækari.“ Neikvæður þáttur. Þessi afstaða til haftabúskap- arins kann að koma sumum af yngstu kynslóðinni, sem ekkert þekkir nema höft, ókunnulega fyrir sjónir. Við höfum búið svo lengi við höft, að sumir halda þau eðlilegan þátt borg- aralegs efnahagskerfis. En það er vissulega neikvæður þáttur í íslenzku hugviti, sú mikla frjó semi og gróska, sem reynst heL ur vera fyrir hendi við uppfinn ingu nýrra og nýrra haftaaf- brigða, oftast í nafni hagsbóta til handa alþýðu manna. Slik öfugmæli, sem það nú eru, því að eins og dr Jóhannes Norð- dal hefur svo skýrlega fært sönnur á í greinum í Fjármála- tíðindum Landbankans, þá með leyfi hæstv. forseta: „er hafta- kerfið í raun réttri ein höfuð- orsök óeðlilegar gróðamynd- undar“ og verndar því ekki al- menning gegn „gróðaöflunum.“ heldur tryggja þau einmitt fá- um óeðlilegan hagnað á kostn- að hins almenna neytenda. Við- skiptahömlur eru því mjög ó- æskilegar fyrir allan þorra fólks, þótt hinu sé ekki að neita, að skyndilegar efnahags- breytingar eða jafnvægisskerð- ing í viðskiptum milli landa geti neytt til þvílíkra aðgei'ða sem neyðarráðstafana um stundarsakir, meðan verið er að finna nýjan jafnvægisgrund- völl, Hitt er hagsmunum alþýð- ar algerlega fjandsamlegt, að höftin séu gei'ð að varanlegu á- standi eða bókstaflega innlim- uð í hagkerfi þjóðarinnar til frambúðar, eins og gert hefur verið hér' á landi, og þannig hindruð um árabil niýndun nýs jafnvægis og tildrað upp gervi- búskap, þar sem verðmyndun- arlögmálið er sett úr skorðum og framleiðsla, dreifing og tekjuskipting meðal þegnanna er að mestu keyrð undir alveldi ríkisins. Með nýjum höftum, skipu: lagningu. nefndum og áætlun- arbúskap var engrar lausnar að vænta á vandamálunum, þvi vandamálin halda áfram að vera vandamál, þótt skipt sé um nafn á þeim og vitleysan að vera vitleysa þótt hún sé skipulögð. I stuttu máli, viðskiptin, haftabúskapurinn, eru skað- leg vegna þess að þegar til lengdar lætur hindra þau raunverulega jafnvægismynd Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.