Vísir - 29.04.1960, Side 4

Vísir - 29.04.1960, Side 4
4 V í S I R Föstudaginn 29. apríl 3960 Genf, 16. apríl. Þá er byrjuð dymbilvikan og tannið strax á mánudeginum, fundur >' landhelgisnefndinni settur á venjulegum stað og stundu og fyrir liggja tillögur frá Perú, Kúbu og Filipseyjum, en um þær er ekkert frekar að skrifa, því þótt tillögumenn liafi eytt tíma í að fjalla ii m þær, hafa þær allar verið aftur- kállaðar. Hitt er svo, að þai’na voru líka lagðar fram sameiginlega tillaga Bandaríkjanna og Kan- ada, sem eg framvegis mun kalla „Bræðing I“, og svo til- laga 16 Asíu- og Afríkuríkj- anna áður, sem nú er oi’ðin 18 ríkja tillaga, við hafa bætzt Mexíkó og Venezuela og am- bassador Mexíkó orðinn foi’- maður og framsögumaður, en þessa samsteypu nefni eg „Bræðing II“. Fyrstur tók til máls á þess- um fundi fulltrúi Sviss. Sagði hann að land sitt lægi hvei’gi að sjó, sem við nú reyndar viss- um, en hann tæki oi’ðið sök- txm þess, að þessi mikla og mei’ka ráðstefna um landhelg- ina færi fram í sínu landi, sem Virti alþjóðalög og vildi sem mest frelsi fyrir þjóðir allar eða „res communium omnium“, Sem hann nefndi svo. Það yrði bæði að taka tillit til alþjóða hagsmuna og hagsmuna ein- stakra þjóða. Tólf mílna land- helgi virtist nægja öllum þjóð- um, en sökum frelsisins á haf- inu var hann helzt fylgjandi 6 mílna landhelgi. Þannig sló hann úr og í og laust var þetta allt í reipunum, sem hann lagði til. Barlómur Hares hins brezka. Næstur talaði ráðhei’ra Breta, Hare, og byrjaði á því að berja lóminn yfir „Bræðingi I“, sem hann þó sagðist ætla að fylgja, því 10 ár væi’i allt of stuttur tími fyrir togaraeigendurna ensku, til að breyta togurum sínum í úthafstogara, réttai’a að gefa þeim til þess 20 til 50 ár. Þá sagðist hann ætla að gefa ráðstefnunni nokkurt sýnishorn af því tjóni, sem enkir togara- eigendur biðu við að þurfa að di’aga skip sín frá íslenzku fiskimiðunum. Sagðist hann hafa fulla vissu fyrir því, að tap togaraeigenda af því að draga skip sín burtu meðan á ráðstefnunni stæði, hefði kost- að togaraeigendur í Hull 27% veiðitap, 61% í Grimsby og 89% í Fleetwood. Þannig upp- ljóstaði hann óvart því, að það sem átti fyrir ráðstefnuna að heita vinarbragð og velvildar, var nú á henni notað sem hrekkjabragð og óvildar við okkur íslendinga og auk þess engin sönnun um hið rétta veiðitap þessara bæja eins og utanríkisráðhei-ra okkar síðar benti á í sinni ágætu ræðu, þar sem hann hrakti fullyrðingar Hares lið fyrir lið. Og útúrsnún- íngur líka. Þá reyndi John Hare að snúa út úr fyrstu ræðu fulltrúa íslands, að ,,a people" gæti átt við öll samtök fólks eða al- ínenning, sem lifðu aðallega á fiskveiðum hvar sem væri í lieiminum og ekki frekar í strandríkinu én annars staðar. jSagði hann, að í Grænlandi væri aðeins fáar hræður, en I ’ miðin grænlenzku full af fiski. Færeyingar væru líka fáir, en |eltu fiskinn út um allt Norður- ■ Atlantshafið og þá væru íslend- ingar smáþjóð aðeins, en þeir hefðu marga stóra, spánnýja togara, hefðu rekið togveiðar með ágætum árangri síðustu 20 ár, svo það væri sízt ástæða til þess að vorkenna þeim. í stuttu máli bar ræða þessa enska ráðherra þess greinileg- an vott, að þó hann fullyrti, að engar nýlendu-kúgunarhugsan- 'ur fulltrúi Ghana, lítill þeldökk- ur ungur maður, allvel máli far- inn og veittist fast að „Bi’æð- ingi I“, sagðist ekki skilja 'hvei’s vegna ætti að gera mun á eiginlegri landhelgi og fisk- veiðilandhelgi, hann teldi 12 mílna landhelgi nauðsynlega vegna öryggis. Með því að ræða málið væri hægt að ná sam- komulagi, sem allir gætu fallizt á og við unað og menn yrðu að leggja sig fram til þess að skilja afstöðu hvei’s annars. A ráð- stefnunni 1958 hefði verið hríð- arveður, nú skini sól og vonandi til málsins, en ekki vöktu þeir neina athygli fyrr en hinn orð- hagi fulltrúi Mexico, Robles steig í stólinn, þá var aftur sest í öll sæti og hlustað. Hann er framsögumaður 18 í’íkjanna, sem eg nefni hér „Bi-æðing II.“ og vildi fá að tala úr sæti sínu, en úrskurðað var, að hann skyldi í pontuna fara, en rétt í því að hann hóf mál sitt, bil- aði tæki það, sem sendir hlut- lendum útvarpið eða ræðurnar : á ensku. Var þetta máske fyrir- boði. Eftir stutta stund var tækið JJauileen: Sd GENFAR ' > • 'r' Li i VAR 0KKUR HAPPADAGUR Þessi mynd var tekin á síðasta morgunfundinum fyrir páska. Davíð Ólafsson ræðir við Hans G. Andersen, en Hermann Jónasson les Times og Lúðvík Jósefsson ivnir í eitthvert plagg. — ir væru í sínu höfði og hann og veldi hans hefði ávallt ver- ið reiðubúið að semja við smá- ríkin, þá mætti með engu móti minnka hjörð ríka mannsins, hann gæti ekki afborið að missa nokurn sinna sauða, þá skyldi heldur taka lamb fátæka ixiannsins og matreiða það ofan í enska togaraeigendur. Réttur strandríkja. Þannig skildi eg stefið í þessari raunaræðu hins mædda manns og svo munu fleiri hafa gert eins og' fram kom við at- kvæðagreiðsluna, sem síðar verður að vikið. Fundi var svo frestað til næsta dags og þá tók orðið fyrst risinn stóri, fulltrúi og ambassa- dor Júgóslavíu, sem er tröll að (vexti bæði á lengd og breidd jog nýtur rnikils álits sem lög- .maður. I Sagði hann, að ekki væri mögulegt að fallast á „Bræðing I“, því söguleg réttindi yrðu ekki unnin á fimm árum, hlægi- i legt að halda slíku fram.Til þess ^að vinna slík réttindi eða hefð jþyi’fti a. m. k. 30 ár og í sama streng tók fulltrúi Argentínu, sem hélt jafnfast fram rétti strandríkja. Gerði það ekki síð- bræddi hún hugi manna saman. Hlustuðu af athygli á ísland. Fulltrúi Indónesíu kom og með spurningu, sem hann sagði, að ekkert svar hefði fengizt við frá bræðingsmönnum Banda- rikjanna og Kanada: „Hvers vegna gera greinarmun á land- helgi og fiskveiðilandhelgi úr því flestar þjóðir vilja 12 míl- ur?“ Eftir hádegi komu fi-am til- lögur í þessari röð: ísland, Perú, Cuba, U.S. og Kanada. Fyrstur talaði fulltrúi ís- lands, utanríkisráðherra okkar og var hlustað á hann með mik- illi athygli og hvert sæti skip- að. Flutti hann ágætis erindi, drengilegt, rökstutt og sann- gjarnt og hrakti ræðu herra Haré að heita mátti orði til orðs og lið fyi’ir lið hvað ísland snerti, en þar eð þessi ræða er þegar komn í blöðum heima skal ekki orðlengt um hana, hún gladdi okkur landa á ráðstefn- unni og eins mun hún gert hafa heima. Hann varð að fara í pontuna. Töluðu nú fulltrúar nokk- urra ríkja og lýstu afstöðu sinni komið í lag og gerði nú fram- sögumaður grein fyrir tillögu 18 ríkjanna, sem ég að vísu ekki tek upp hér, þar sem hún strax var símuð blaðamönnum heima, en vel í'ökstuddi ræðu- maður, að tillaga þessi í sex greinum væri bæði sanngjöi'n, hógvær og nútímabær. Sagði hann, að tími væri sannarlega kominn til þess að athuga yfir hvaða auðæfum landgrunnið byggi, og hefðu ríkin haft, sem landgrunn ættu, peninga til þessa, þá væri líklega á þessai'i ráðstefnu komið annað hljóð í strokkinn. Sagði hann, að samkomulagið milli Bandaríkj- | anna og Kanada væru mistök, j svo og tillaga þein-a og sérstak- j lega væri hann og þjóðir þær, j sem hann talaði fyi’ir, algerlega jgegn hinum svonefndu „sögu- legu réttindum“, sem ættu sér I ^ ’ engan rétt, hvorki sögulegan né siðferðislegan. Lauk hann ræðu sinni með oi’ðum suðui'-amer- ísku þjóðhetjunnar Símonar Bolivors: „Hemos arado en el mare“ sem eg held að rétt sé þýtt: „Það er þoka á hafinu“, en hafa líka í þessu sambandi dýpri merkingu. Sérstaks tillits þarf. | Nsestur talaði fulltrúi ís- lands. Sagðist hann telja „Bræð ing 1“ og var honum fylgjandi nema „sögulegu réttíndunum". Hann væri andstæður 12 mílna landhelgi, en um ísland vildi hann segja fyrir hönd sinnar nefndar, að það væri vilji henn- ar, að til þessa lands yrði tekið sérstakt tillit og eins til þjóða, sem stæðu eins á fyrir, það væri sanngirniskrafa. Nú steig fram á vígvöliinn ambassador Kanada, herra Drew og var auðsjáanlega hiti í karli. Talaði sig upp og alveg séi’staklega gegn Mexíkó full- trúanum, sem hefði ætlað að slá hann út af laginu með því að hafa upp orð, sem töluð voru fyrir tveimur árum, en ættu ekki við nú, því á þessari ráð- stefnu sagðist ræðumaður tala fyi’st og fremst fyrir tillögu, sem samkomulag hafði orðið um. Sjálfur hefði hann enga löngun til þess að hafa land- helgina meiri en 6 mílur. en bætti fiskveiðilandhelginni við, sem væru aðrar sex, svo alls yrði fisveiðilandhelgin 12 míl- ur og það myndu flestir vilja. Strax á eftir fékk ambassa- dor Mexico orðið til andsvai’a og var gaman að sjá og heyra þá leiða hesta sína saman, stóra sterka víkinginn, drengilegan og rökfastan í þótta sínum, og liðuga, mjúka, orðslétta afkom- anda Astekanna gömlu, fannst mér í brosi hans mega sjá hvox’t tveggja, meinlega stríðni og góðlátlega kímni. Hann rann ekki af hólmi. Skildu þeir báðir brosandi hvor til annai's, sem góðum skylmingarmönnum sæmir, sem ganga jafnir til og frá leik, en máske hafa þeir báðir brosað að því sama, sem sé þessu, að þeir höfðu Bandaríkjamanninn milli sín eins og — já — ég hugsa það sem mér sýnist, en segi það ekki, því — eins og Danir segja: „tanker ei'e told- frí“, en við Islendingar aftur á móti: „bókstafurinn blífur.“ Nú tók herra Dean.aftur við og snérist ræða hans talsvert um það atriði, að í Morgunblað- inu hefði staðið á þá leið, að hann hefði runnið af hólmi þeg- ar ráðherra íslands talaði, en þetta væri allt á misskilningi byggt, hann hefði vegna anna verið fjarverandi og hann væri allur af vilja gerður að vilja samkomulag bæði við ísland og aðra. Líberíu fulltrúinn talaði fyrstur merkisdaginn 13/4. og var með samkomulagi U.S. og Kanada. Bað menn að skoða ekki samkundu þessa sem sjón- leik heldur sem lögþing, þar sem komist yrði að niðurstöðu. Sjálfur sagðist hann vera „líb- eral“. Margdauð landhelgi. Formaður Saudi-Arabíu tók tók nú til máls, og ekki vantaði mælskuna. enda öll sæti skipuð og hlustað með athygli. Hann réðst strax á lierra Dean fyrir að vera enn að burð- ast með 3ja mílna margdauða landhelgina og þvkjast vel gera, að breikka hana í sex míl- ur, en þetta væri tómt tal, þjóð irnar ungu og nýju þyrftu 12 siómílna landhelgi og slík ibreikkun hennar væri eins og 1 Framh. á 11. siðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.