Vísir - 05.05.1960, Síða 5

Vísir - 05.05.1960, Síða 5
Fimmtudaginn 5. maí 1960 V í S I R 5 Kaupmannasamtök íslands: Verzluninni ætlaðar þyngri byrðar @ii @ðruii ;at¥iniiugr@inum. ÁEagnlngfn ekki nóg fyrlr kostnaði. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands var haldinn í Leik- liuskjallaranum miðvikudaginn 27. apríl s.I. Fundinn setti for- maður Jón Helgason, en Björn Guðmundsson fundarritari. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum urðu fjörugar umræður um þau mál, sem nú eru efst á baugi og hag verzlun- arinnar varða. Stóð fundurinn fram yfir miðnætti og gerði ýmsar ályktanir. Þorbjörn Jóhannesson flutti framsöguerindi um verðlags mál. Benti hann á það að sam- kvæmt þeim lögum og fyrirmæl um, sem sett hafa verið í sam- bandi við efnahagsmálaráðstaf- anir ríkisstj.órnar.innar sé engri atvinnugrein ætlað að taka á sig eins miklar byrðar og ein- mitt verzluninni. Með gengis- breytingunni hefur kapital verzlunarinnar verið skert um þriðjung, verzlunarkostnaður- inn hefur aukizt að sama skapi, en þrátt fvrir það hefur álagn- ingin verið skorin niður um %—%. Flutti hann síðan tillögu verðlagsmálanefndar, sem fund- urinn siðan samþykkti. Þar seg- ir m.a.: Lækkun álagningar, sem ákveðin var með tilkynn- ángu Innflutningsskrífstofunn- ar nr. 2/1960 á þeirri óraun- hæfu verzlunarálagningu sem fyrr var, samfara stórhækkuð- um verzlunarkostnaði vegna efnahagsráðstafana ríkisstiórn- arinnar svo sem vaxtahækkun, kostnaði við innheimtu sölu- skatts o.fl., hlýtur að leiða til verulegs afhroðs frjálsri verzl- un, ef ekki verður þegar úr bætt. Álagning minni en verzlunarkostnaður. Þá er ennfremur bent á það. á ákvæði áður nefndrar tilkvnn- ingar Innflutningsskrifstofunn- ar fái alls ekki staðizt lagalega séð, þar sem þau geri að veru- legu leyti ráð fyrir því að vör- ur séu seldar með álagninpu langt undir verzlunarkostnaði, Skýrslan er yfir 70 bls. í stóru broti. Skýrslan er prýdd mörgum myndum. Hún gefur glögga mynd við athugun á örri þróun skólamála. og sýnir m. a. við hve stór verkefni er hér við að glíma í ört vaxandi bæ, og að reynt er að leysa þau af alhug og stórhug. en lögin sjálf, þ. e. lög nr. 35/1950 um verðlag og fleira, að verzlunarálagningin skuli miða við dreifingarkostnað hjá vel reknu fyrirtæki. Hins vegar leggja lögin þá skyldu á kaup- menn að selja vörur sínar samt, þó að þeir sjá fram á fyrirsjá- anlegt tap á sölunni, og eru slíkar kvaðir í lögunum mjög vafasamar gagnvart eignarrétt- arvernd stjórnarskrárinnar, að ekki sé meira sagt. Að lokum er í ályktun þessari skorað á ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir afnámi verðlagsákvæð- anna og veiti verzluninni að því leyti jafnrétti við aðra atvinnu- vegi um fullt samningafrelsi um kjör sín, enda telur fundur- inn að reynslan hafi sýnt, „að frjáls samkeppni kaupmanna og neytendafélaga, háð á jafnrétt- isgrundvelli sé farsælasta og réttlátasta verðlagseft.irlitið“. Gjaldeyris- og innflutningsmál. Björn Jónsson flutti fram- söguræðu um gjaldeyris- og innflutnignsmál, og samþykkti fundurinn tillögu til ályktunar um þau mál, þar sem fagnað er þeim ráðagerðum, sem fel- ast í frumvarpi ríkisstjórnar- innar um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála, sem nú liggur fyrir á Alþingi, og treystir því að stjórnarvöld landsins haldi áfram á sömu braut unz inn- flutningur verði gefinn frjáls frá' hvaða landi sem er. Telur fundurinn nauðsynlegt meðan útflutningsverzlunin beinist til jafnkaupalanda, að slík við- skipti séu bundin við eðlilega þörf, jafnframt því sem áherzla sé lögð á vörugæði og samkeppn isfært verð. Fundurinn fagnaði þeirri fyrir ætlan að leggja nið- ur innflutningsskrifstofuna og afnema fjárfestingartakmarkan Skattamál. Framsögu um skattamál hafði Óskar Norðmann. Gerði fund- urinn síðan samþykkt um skattamál þar sem m.a. eru harðlega ítrekuð mótmæli, sem stjórn kaupmannasamtaka ís- lands hefur þegar flutt ríkis- stjórninni, vegna laga um sölu- skatt, jafnfarmt því sem harmað var að ekki skyldi vera farið að tillögum samtakanna í því efni. Fundurinn telur að spor sé stigið í rétta átt með útsvarslagafrumvarpi því, sem flutt hefur ver.ið af ríkisstjórn- inni á Alþingi, að því er tekur til frádráttarheimildar vegna útsvarsgreiðslu undanfarins árs, svo og leiðréttingar misréttis í útsvarsgreiðslum einkafyrir- tækja og hlutafélags gagnvart samvinnu og samlagsfélögum. Hins vegar varar fundurinn ein- dregið við þeirri stefnu, sem frumvarpið gerir ráð fyrir að viðhaldið sé, að veita sveitar- og bæjarfélögum áframhald- andi heimild til að leggja út- svör á veltu án nokkurs tillits til hagnaðar viðkomandi at- vinnugreinar eða starfsemi, svo og á því misræmi, að sama teg- und verzlunar skuli þurfa að hlíta því að greiða m.isháan hundraðshluta af veltu sinni í útsvar, allt eftir því undir hvaða bæjar------eða sveitarfé- lag hún á að sækja. ítrekaði fundurinn að lokum fyrri á- lyktanir um samræmd heildar- endurskoðun skatta- og útsvars- laga á þeim grundvelli, að heild argjöld til ríkis og bæjar eða sveitarfélags megi aldrei nema meiru en ákveðnum hundraðs- hluta af hreinum tekjum fyrir- tækja. Fyrsta barfreyjan á Islandi. Blandar kokkteila á meðan bóndinn gætir barnanna heima. Sveinspróf í matrciðslu- og I prófi í matreiðslu, og hlaut framleiðslu fóru fram á veg'um Matsveina- og veitingaþjónaskól ans dagana 25. til 27. apríl s.I. og þreyttu fimm framleiðslu- nemar og sjö matreiðslunemar próf og stóðust það. Skólanum var slitið laugar- daginn 30. apríl, hófst sú athöfn fram með því að Tryggvi Þor- finnsson skólastjóri hélt ræðu og lýsti starfsemi skólans á liðnum vetri, og úrslitum prófa og afhenti prófskýrteini. einkun Svanhildur Sigurjóns- dóttir og er það fyrsta konan sem lokið hefur nám,i hér á landi í framleiðsluiðn, Svan- hildur hlaut einnig verðlaun stórnar Matsveina- og veitinga- þjónaskólans fyrir ástundun, verðlaun Sambands veitinga-og gistihúseiganda og Félags fram— leiðslumanna. Meistar.i Svanhildar er Sig- urður Sigurgjónsson eiginmað- StúEkur Ejúka prófi í gæzlu vantteTrnna. Stunduðu námið á Kópavogshæli. Þann 26. apríl luku fyrstu stúlkurnar prófi, sem lært hafa gæzlu og umönnun vangefinna hér á landi, þær Ásta Einars- dóttir frá Runnum í Borgar- firði og Sigrid Alette Andersen frá Bergen. Námið hafa þær stundað í Kópavogshæli undanfarin tvö ,ár og er það bæði bóklegt og verklegt. Verklega námið er .meðal annars fólgið í daglegum störfum á hælinu, enda eru j greidd laun sambærileg við jlaun starfsstúlkna yfir náms- jtímann. Bóklegar kennslugrein- 'ar eru likams- og heilsufræði, uppeldis- og sálarfræði og h j úkrunarfræið. Kennarar eru Ragnhildur ' Inigbergsdóttir hælislæknir, er kennir líkams- og heilsufræði og Ásta Björnsdóttir yfirhjúkr- unarkona, sem kennir bóklega og verklega hjúkrun. Prófdóm- ari var Brynjúlfur Dagsson hér- 1 aðslæknir í Kópavogi. j Þetta nám er hliðstætt því námi, sem krafizt er til slíkra ur hennar, barþjónn í Þjóðleik- Eins og fyrr segir luku fimm ! húskjallaranum, og hefur hún unnið þar undanfarna þrjá vet- ur hjá manni sínum. — 4 mán- uði í senn\' Þau hjónin eiga fjögur bö.rn á aldrinum 6—14 ára, og hafa skipzt á að sjá um heiiTÍli.- Svanhildur hefur unnið oe -,-er- ið í skólanum frá.kl. 8 V’. 5 á daginn, og þá hefur Siguður verið heima og séð um börnin, en á kvöldin hefur hún tekið við húsmóðurstörfunum í hans stað. jstarfa á Norðurlöndum, enda er námsfyrirkomulagið sniðið eftir fyrirmyndum frá Dan- mörku og Noregi. Ráðgert er, að þrjár til fjórar stúlkur geti komizt að sem neméndur árlega. Áður hafa nokkrar íslenzkar stúlkur lokið samskonar eða svipuðu námi erlendis. Sumartími gekk í gildi á Egyptalandi 1. maí — mun- ar nú 3 klst. á tímanum þar og Greenwich meðaltíma. Svanhildur á sér einstakan námsferil að baki, bæði vegna ástundunar og námshæfileika, enda hefur hún ávallt verið hæst í öllum prófum. Svanhildur mun nú v.inna á- fram við barinn í Þjóðleikhús- kjallaranum, og verður verka- skiptingunni milli þeirra hjón- anna haldið áfarm svipað og áður var. m BERU bifreiðakertin fyrirliggjandi í flestar gerðir bifreiða og benzínvéla. BERU kertin eru „Original“ hlutir í þýzkum bifreiðum, svo sem Mercedes Benz og Volkswagen. 40 ára reynsla tryggir gæðin. S1V8YKILL Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIMDS Á þriðjudag verður dregið í 5. flokki. — 1,004 vinningar að upphæð 1,295,000 krónur. Happdrætti Háskóla íslands.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.