Vísir


Vísir - 05.05.1960, Qupperneq 8

Vísir - 05.05.1960, Qupperneq 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. LátiS hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Fimmtudaginn 5. maí 1960 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. NíðurgreiðsKur 287 mili|. Þingmenn gerðu nokkrar' fyrirspurnir til ráðherra í Sam- einuðu þingi í gær. Ingvar Gíslason spurði: Hve- nær má vænta framlags þess til byggingarsjóðs ríkisins, sem ríkisstjórnin tilkynnti 21. febr. . s.l. að hún mundi útvega sjóðn- um til útlána? Emil Jónsson félagsmálaráð- herra varð fyrir svörum: Fram- lagið er alls 40 millj_ krónur. Gert er ráð fyrir að 25 millj. kr. fari til úthlutunar, en 15 millj. * kr. til að breyta lánum til stutts 'tíma í lán til langs tíma. Af 25 millj. verður helmingnum út- hlutað í þessum mánuði og hinum næsta, og greiðast út í júní og júlí. Það kom fram í svari Emils að venjulegar lánveitingar verða svipaðar og undanfarin ár. Gylfi Þ_ Gíslason svaraði fyr- irspurn um niðurgreiðslur. Þær munu alls verða um 287,4 millj. kr. á yfirstandandi ári, þar af 65,3 millj. til niðurgreiðslna á dilka- og geldfjárkjöti, 93.4 millj. á mjólk og 37.0 millj. á smjöri. Gunnar Thoroddsen fjármrh. gaf upplýsingar um lántökur í Bandaríkjunum og ráðstöfum þess fjár. Kom í ljós, að lang mestur hluti þess fjár, sem ráðstafað er, hefur farið til Efra Sogs og Rafmagnsveitna ríkisins eða um 83 millj. af 143 millj. kr. Efnahagur S. A. í voða, en Louw ósveigjanlegur. Eric Louw utanríkisráðherra Suður-Áfríku ræddi við frétta- ménn í gær og lét engán bilbug á sér finna þótt niður rigndi ó- þægilegum spurningum. Ræða blöðin í morgun stirfni lians og telja framkomu hans sýna, að engin breyting væri á afstöðu stjórnar hans. Hún vildi ekki láta völdin í hendur hinna innfæddu. Blöð- in‘ segja, að hann hafi varist eins og maður, sem verst í auðn án þess að hafa nokkurn bak- hjarl. Flest blöðin telja, að hann hafi ekkert lært, nema Daily Telegraph sem segir, að verið geti þó, að Louw læri eitthvað á því að kynnast persónulega skoðun manna á Bretlandi — og ekki sízt forsætisráðherr- anna úr samveldinu. Sum blaðanna ræða um af- stöðu iðjuhölda í Suður-Afríku sem finna æ betur að þeir verða að hafa góð samskipti við hinn blakka verkalýð landsins, en stefna stjórnarinnar hefur tor- veldað og jafnvel eyðilagt það samstarf Tala blöðin um hlið- arsókn iðjuhölda til þess að fá etjórnina til að slaka nokkuð til. Horfir illa um efnahag og viðskipti ef svo fer lengi fram sem nú. Tuttugu Austur-Þjóðverjar voru nýlega dæmdir frá 6 vikna npp í 7 ára fangelsi, fyrir að stela vélaolíu frá stjórninni. Svo mikil var aðsóknin að sýnikennslu, sem fram fór 1 húsakynnum Iðnaðarmálastofnunarinn- ar í gærkvöldi, að flytja varð hana niður í salarkynni Iðnskólans. Þetta var sem sé sýnikennsla í hárlitun, og annaðist hana herra Steinar frá Wella-verksmiðjunum, en hann kom hingað á vegum Meistarafélags hárgreiðslukvenna — og kenndi eingöngu meðferð Wella-liárlitunar- efna. Útskýrði hann allt mjög nákvæmlega. — Fréttaljósmyndari Vísis var viðstaddur og tók myndirnar hér fyrir ofan. Fyrsta mynd sýnir, er litunarefnið er borið í hárið, önnur er lengra er komið og hárið vafið um „pinna“ — og loks hvernig tekist hefur. Stúlkan á myndinni er Erla Sandholt, sem hefur nýlokið framhaldsnámi í hárgreiðslu i Khöfn. Þessi mynd er tekin á Keflavíkurflugvelli, þegar reykvísku brunaverðirnir heimsóttu hina bandarísku samstarfsmenn sína, en slökkviliðsstjórarnir þar standa við hlið þeirra, til vinstri á myndinni. Næstur þeim er sl.stjórinn í Rvk, Jón Sigurðsson, þá Vilhjálmur Hjörleifsson, Matthías Eyjólfsson, Valur Þor- ^geirsson, Kjartan Ólafsson varðstjóri, Aðalsteinn Sigurðsson, IFinnur Richter, Svavar Sigurðsson, Valur Sveinbjörnsson, Frið- þjófur Helgason og Hermann Björgvinsson. 16 brautskráðir frá HöEuin. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Hólaskóla var slitið 30. apríl og útskrifuðust 16 búfræðing- ar. — Hæstu einkunn hlaut Tryggvi Pálsson, Saltvík S.- Þing, 9,42. Nemendur hafa gert 50 smíð- isgripi af mörgum gerðum og bundið 196 bækur. Verðmæti hvorutveggja er áætlað 75 þús. króna. Tamin voru 30 hross undir leiðsögu Páls Sigurðsson- 'ar núverandi hótelstjóra í Varmahlíð. Heilsufar nemenda , var gott. 1 skolaslitaræðu gat skólastjórinn, Karl Kristjáns- , son þess að á þeim 25 árum er 'hann hefur verið skólastjóri á Hólum hafi 540 nemendur stundað nám þar og flestir tvo vetur. Mikill hluti þessara nem- enda stunda nú búskap eða vinna skyld störf. Heifflsfrægir brunaverðir. Það bar við fyrir skömmu að reykvískir brunaverðir urðu „heimsfrægir“ mn öll Suður- nesin, þegar þeir — alsendis ó- forvarendis — komust í Kefla- víkurútvarpið. Þeir voru þarna í heimsókn nokkrir héðan úr Reykjavík. Fór ein vaktin héðan ásamt slökkviliðsstjóra, að skoða slökkvistöðina þar o. fl. Þeim var sýnt þar ýmislegt og farið með þá víða. Kom þar, að þeir voru „doblaðir“ inn á sjón- varpsstöðina, gefinn einn eða tveir bjórar og segulbandið sett í gang. Aður en þeir vissu var búið að draga úr.þeim allar garnirn- ar, og þeir farnir að grobba eins og hverjir aðrir kaldir karlar. Viðtalið tók líklega háltíma, og kom þar margt fróðlegt fram, en yfirleitt var meira talað af gamni en alvöru. Höfðu allir gaman af, bæði brunaverðir, útvarpsmeim — og ef til vill hlustendur líka. Saltflsksframleiðsla Norðmanna æ minni. Var 39.000 lestir 1957 en aðeins 18.000 á sl. ári. Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti hefur saltfiskframleiðslan s.l ár orðið um 18.000 lestir í stað 25.000 lesta árið 1958 og 39.000 lesta árið 1957. Framleiðslan á árinu sem leið er því aðeins46% af framleiðslu ársins 1957, sem telja má meðal ár, a.m.k. miðað við tímabilið eftir stríðið. Annars er fram- leiðslugetan á þessu sviði fisk- vinnslu um 60.000 lestir eða meira. Útflutningur á saltfiski fer einnig minnkandi samanborið við næstu ár á undan. Fluttar voru út um 26.000 lestir árið 1959, á móti 32.000 lestum árið 1958 og 42.700 lestum árið 1957. Það segir sig sjálft, að þessi litla framleiðsla og samdráttur í útflutningi hefur leitt til minnkandi atvinnu við saltfisk- vinnsluna og sums staðar hefur skapast algert atvinnuleysi. Brazilía er stærsta og mikil- vægasta markaðslandið fyrir norskan saltfisk. Útflutningur þangað er mjög svipaður 1959 og hann var 1958, en var hins vegar helmingi meiri á árunum 1955—1957. Það ehfur verið til mikilla bóta, að fast lágmarks- verð fyrir fiskinn hefur verið afnumið og í staðinn tekið upp svokallað grunnverð, sem er miklu sveigjanlegra og einfald- ara í framkvæmd. Kúba er annar stærsti inn- flytjandinn á norskum saltfiski. Þangað voru fluttar um 3700 lestir árið 1959, eða hér um bil sama magn og árið áður. Stjórn- málaókyrrð hefur verið mikil í landinu um nokkurt skeið, eins og kunnugt er. Hún hefur þó ekki haft í för með sér neina teljandi erfiðleika eða hindran- ir á norskri fisksölu þangað. Á hinn bóginn hafa þar verið sett strangari gjaldeyrisákvæði, og svo kann að fara, að það hafi örlagaríkar afleiðingar fyr- ir útflutning á norskum salt- fiski. Útflutningur til portúgölsku Afríku hefur farið vaxandi ár frá ári og komst upp í 2000 lestir árið 1959, samanborið við 1665 lestir árið 1958. Tvö mikilvægustu markaðs- löndin í Evrópu — Spánn og Portúgal — hafa stórum dregið úr saltfiskinnflutningi sínum frá Noregi síðustu árin. T. d. tókst ekki að selja nema 1325 lestir til Spánar árið 1959, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og lof- orð fékkst fyrir 1087 lestum til viðbótar, sem seldar verða snemma á þessu ári. Útflutningurinn til Portúgal Framh. á 4. siðu. Rán í Kaup- ánhafn. í gær kom ungur maður inn í banka í Kaupmanna- höfií og ógnaði gjaldkeranum með byssu til þess að afhenda sér 28500 danskar krónur. Þetta skeði um hádegis- leytið í gær í Köbenhavns Diskontokasse við Kongens Nytorv. Maðurinn beindi byssu sinni að gjaldkeranum og skipaði honum að af- henda sér peningana. Áður en 4 mínútur voru liðnar hafði honum tekist að kom- ast undan með peningana, og það stóð á endmn að lög- reglan kom á fleygiferð inn á torgið, þegar þjófurinn skaust í bíl sínum fyrir næsta horn. Rán og þjófnaðir hafa ver- ið nokkuð algengir í Kaup- mannahöfn undanfarið, og er þetta hápunktur þessa far- aldurs hingað til. Frá Alþingi: Byggingalán aukin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.