Vísir - 10.05.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 10.05.1960, Blaðsíða 4
V í S I R Þriðjudaginn 10. maí 1960 V18IS D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið i lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Hæstiréttur: Hvorug arfleiðsluskráin að fullu gild. Þó tekið gilt, þar sem báðum ber saman. Kjarabætur í Austurvegi. Þjóðviljinn sló því stórt upp fyrir helgina, að Sovétstjórn- j in hefði lagt fyrir „Æðsta í ráðið“ frumvarp um afnám j tekjuskatta, „á næstu árum“ j Telur blaðið þetta mikla j kjarabót fyrir rússneska al- ! þýðu, og er auðséð á frásögh- j inni, að fréttamaðui’inn er ; mjög ánægður yfir því að ! geta flutt lesendum Þjóð- f viljans þessa fregn frá sælu- ! ríkinu fyrir austan járn- ’ tjaldið. Já, mikill er nú munurinn á því, hvernig hann Krúséff og stjórnin hans hugsa um j alþýðuna sína eða rikis- stjórnin hérna á íslandi um j okkur! En nú vill samt svo til, að ein af ráðstöfunum núverandi ríkisstjórnar er afnám tekjuskatts á lág- } tekjur og miðlungstekjur. Hvernig stendur á því að Þjóðviljinn fagnaði ekki þeirri ráðstöfun, sem „mik- ] illi kjarabót“? Er ekki af- ) nám tekjuskatts kjarabót á ' íslandi -alveg eins og í Rúss- landi? Þegar Þjóðviljinn hefur minnst á afnám tekjuskattsins hér 1 á fslandi, hefir hann fullyrt að sú ráðstöfun væri ein- 1 ungis fyrir þá „ríku“, fyrir hálaunamennina, hina mun- aði ekkert um hana. Nú er það þó vitað, að hvergi í heiminum er launajöfnðuur meiri en hér á íslandi; og jafnframt er vitað að mis- munur á launum er óvíða meiri en í Rússlandi. Laun embættismanna, for- stjóra, lækna o. s. frv. eru svo mörgum sinnum hærri en laun iðnaðar- og verka- fólks, að ýmsir fylgismenn kommúnista hér yrðu eflaust undrandi, ef þeir sæju skýrslur um það. Eftir kenningu Þjóðviljans und- anfarið ætti því þessi ráð- stöfun sovétstjórnarinnar fyrst og fremst að vera gerð fyrir hálaunamennina. Eða getur það verið, að afnám tekjuskatts sé „mikil kjara- bót“ fyrir alþýðuna í Rúss- landi, en engin kjarabót á íslandi? Þegar Þjóðviljinn skýrði frá þessari fyrirætlun sovét- stjórnarinnar var jafnframt sagt frá fleiri ráðstöfunum til þess að „bæta lífskjör al- mennings", en afnám tekju- skattsins var talið fyrst, og má af því marka, að Þjóð- viljinn telur þetta mikils- verða ráðstöfun, þegar hún er gerð austur í Rússlandi. Kröftug mótmæii í Sovét. Undarleg tilviljun var það, að sama daginn sem Þjóðviijinn birti fréttina um afnám tekjuskattsins og aðrar miklar kjarabætur, sem fyr- | irhugaðar væru til handa ; rússneskri alþýðu, birti ann- að blað fregn um mikla óánægju með lífskjör og vinnuskilyrði í Rússlandi. Var sagt, að sú óánægja væri ) svo mögnuð um þessar mund- ■! *r’ komið hefði til vinnu- F stöðvunar og kröftugra mót- mæla. Allir vita hvaða afleiðingar það getur haft fyrir austan járn- tjald, að lýsa yfir óánægju i með lífskjör sín, hvað þá held , ur beita sér fyrir mótmæl- T um eða vinnustoðvun. For- sprakkar slíkra samtaka eru i venjulega gerðir höfðinu l styttri, þegjandi og hljóða- laust. Það hlýtur því að vera farið að sverfa talsvert að f fólki þar eystra, þegar það t fer að mótmæla eða gera r verkföll. rAð sjálfsögðu hefur þessi mót- t spyma verið bæld niður og T forsprökkunum refsað, en f hún kann eigi að síður að hafa orðið til þess, að for- ustumenn kommúnista hafi talið nauðsynlegt að gera einhverjar .ráðstafanir til þess að róa almenning. Þá er vafalaust talið handhægt og gott ráð, að leggja frum- varp fyrir „Æðstaráðið“, og fá samþykkt þar að gera „á næstu árum“ ráðstafanir til að bæta lífskjör almennings. Hvernig ætli kommúnistum hér \ litist á þaðs þegar þeir hafa æst til verkfalls, að ríkis- stjórnin segðist skyldu taka kröfur þeirra til almennrar athugunar og gera „á næstu árum“ ráðstafanir til þess að bæta kjör verkfalls- manna? Trúlegt er að Þjóð- viljinn væri ekki ánægður með slíkt loforð og yrði treg- ur til að kalla það mikla kjarabót. Það er bæði broslegt og hörmu- legt, hve blindir íslenzkir kommúnistar eru fyrir því sem skeður í Rússlandi. Þeir láta blað sitt lofsyngja allt sem þar er gert, og kæra sig kollótta, þótt þeir verðf með því oft og tíðum að éta ofan í sig það sem.þeir hafa áður Fyrir helgina var upp kveð- inn í Hæstrétti dómur í erfða- málinu: Barnavinafélagið Sum- argjöf, Samband ísl. kristni- boðsfélaga, Blindrafélag íslands og Sigríður Davíðsdóttir gegn Skiptaráðandanum í Reykjavík, Snorra Jónssyni, Björgu og Val- gerði Halldórsdætrum og gagn- sök. Málið reis út af tveim arf- leiðsluskrám Sigþrúðar hei’tinn- ar Sölvadóttur, sem gerðar voru með tæplega þriggja ára bili, og eru dómsorð Hæstaréttar á þessa leið: Arfleiðsluskrá Sigþrúðar heit innar Sölvadóttur frá 28. júlí 1958 er ógild. Ákvæði erfða- skrár Sigþrúðar frá 24. sept. 1955 eru gild, þar sem erfða- skránum ber saman, eða sem hér segir: Til Heiðingjatrú- boðsins í Ethiopíu (Samband ísl. Kristniboðsfélaga) 100 þús. kr. Til Rannveigar Þorsteinsd. Drápuhlíð 41, 10 þús. kr. Til hjóna, er leigðu hjá Sigþrúði, er hún féll frá 15 þús. kr. Til útfarar Sigþrúðar og til að gera kringum leiði hennar og móður hennar 10 þús. kr. Stefndi Snorri Jónasson hlýtur matar- og kaffistell, silfurborðbúnað og aðra silfurmuni og svo öll klös og kristal. Lilja Bjarna- dóttir Vesturvallag. 12 hlýtur saumaborðið. Allar aðrar skírar eignir dánarbús Sigþrúðar heitinnar Sölvadóttur skulu falla í hlut lögerfingja hennar, gagnáfrýj- enda, Bjargar og Válgerðar Haildórsdætra. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstirétti fellui’ niður. Málflutningslaun skipaðs mál- flytjenda aðaláfrýjenda fyrir Hæstarétti, Árna Guðjónssonar hdl. 22 þús. kr. greiðist úr rík- issjóði. Fyrri erfðaskrá Sigþrúðar, dags. 24. sept. 1955 var stað- fest af notario publico í Rvík sama dag. Frumrit hefur eigi komið í leitir og eigi heldur erfðabréf um lausa muni, er hún vísar til, en sjá má, að hún hefur verið í lögmætum bún- ingi. Að Sigþrúðri andaðri fannst í fórum hennar er.fða- skrá, sem hún er talin sjálf hafa handritað og dagsett er 28. júlí 1958, á 3 lausum blöðum, tölusettum 1—3, meginefni á nr. 1 og 2, en undirritun Sig- þrúðar undir skrána á bl. nr. 3. Þar hefur hún og ritað á- kvæði um, að erfðaskráin 24. sept. 1955 sé úr gildi felld. 2 menn hafa á blaði nr. 3 ritað undir yfirlýsingu, dags. 26. ág. 1958, og svo aðra yfirlýsingu á ótölusettu blaði, dags. sama dag, sem vottar að erfða- skránni. Þá fylgdi þessarri skrá erfðabréf, óvottfest, ritað af Sigþrúði heitinni og dags. 26. júlí 1958, um ráðstöfun á ýms- um lausum munum hennar. Með áritun sinni á skrá 28. júlí 1958 felldi Sigþrúður heitin berum orðum úr gildi hina lögmætu erfðaskrá 24. sept. 1955. Erfðaskrá 1958 verður að meta ógilda, þar sem meginefni hennar er ritað á 2 óundirrituð og óvottfest laus blöð, og vottun á 3. lausa blað- inu er eigi í samræmi við á- kvæði erfðalaga. En eins og l nefndum arfleiðslugerningum er háttað, verður eigi talið, að erfðaskrá 1955 taki aftur gildi við það, að erfðaskrá 1958 er ógild metin, enda eigi vitað um hinstu afstöðu Sigþrúðar heit- innar til flestra þeirra, sem arf áttu að taka skv. erfðaskrá 1955. Þau ein arfleiðsluatriði þeirrar erfðaskrár þykir því mega láta haldast, sem Sig- þrúður heitin vildi standa við, er hún gerði erfðaskrána 28. júlí 1958 og erfðabréfið 26. júlí s. á. Skiptaráðandinn í Reykjavík hafði kveðið upp þann úrskurð, að mein-t arfleiðsluskrá Sig- þrúðar Sölvadóttur 28. júií teldist ógild, en hin fyrri gild og því eignum Sigþrúðar, sem þar væru tilgreindar, skipt skv. ákvæðum hennar. Að öðru ileyti falli eignir búsins til ílögerfingja, Bjargar og Val- jgerðar Halldórsdætra. Máls- kostnaður falli niður. En mál- fl.laun skipaðs málflytjanda aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti, 'Árna Guðjónssonar hdl. 22 þús. kr. úr ríkissjóði. Verjandi hinna var Sig. Baldursson hdl. sagt um menn og málefni hér heima. Þessir. menn eiga sannarlega bágt, því flestir þeirra eru ólæknandi x þokkabót. Njósnaflugið — Frh. af 1. síðu. Ólíklegt er, að haldinn vei’ði fundur með fréttamönnum á morgun (miðvikudag). Þá ræð- ir forsetinn vanalega við frétta- menn og svarar fyrirspurnum þeirra. í stað þess mun hann ávarpa þjóðina í sjónvarpi og útvarpi áður en hann leggur upp í ferðina til Parísar á fund æðstu manna, er hefst eftir næstu helgi. . Njósnaflugið og afleiðingar þess er enn höfuðefni 1 blöðum. Það hefur vakið nokkurn ugg víða, m. a. hafa ríkisstjórnir landa, sem bandarískar her- stöðvar eru náiægt landamær- um Sovétrdkjanná, látið am- bassadora sína í Washington bera fram fyrirspurnir, og eru þeirra meðal Tyrkland, Pakist- an og Noregur. Almennt er litið svo á, að at- bui’ðurinn hafi orðið til að auka mjög spennuna á alþjóðavett- vangi í’étt fyrir fund æðstu manna og' að vart muni draga úr henni fyrir fundinn. Harold Macniillan var hinn 1. maí s.l. formlega gerður kanslari Oxford-háskóla. Flutti hann ræðu og maelti á latínu. Merkisafmæli. í nýútkomu Garðyi'kjuriti, er minnzt 75 ára afmælis Garð- yrkjufélags fslands, en það var stofnað ái'ið 1885. Segir Ingólf- ur Davíðsson, ritstjóri Garð- yrkjuritsins svo frá, í afmælis- grein um þetta merkisafmæli, að það hafi verið 11 kurinir menn, sem komu saman í barna skólahúsinu þ. 26. mai, til þess að stofna Hið íslenzka garð- yrkjufélag. Aðalhvatamenn voru þeir Schierbeck landlækn- ir og Árni Thorsteinson land- fógeti, báðir miklir forustu- menn á sviði garðræktar. Er það gullsatt, sem I. D. segir, að I þeir hafi verið mjög samhentir í því að efla garðræktina og skipa henni það rúm, er henni ber meðal áhugamála þjóðai’- innar. Athyglisvert er, að það vakti m. a. fyrir Schierbeck, að bæta matai’æði þjóðárinnar með því að stuðla að ræktun og neyzlu grænmetis. Félagið ruddi brautina — og þá fyrst og fremst þessir menn, og svo 1 sagði Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastjóri 1935, að þótt I félagið hafi aldrei haft neitt ! starfsfé, muni það þó svo fara, , við nánari athugun, að flestar | þær breytingar, sem orðið hafi í garðyrkjumálunum s. 1. hálfa öld megi í’ekja til félagsins og j starfsmanna þess. Merk tímamót. voru 1918. Þá hafði félagið ekki starfað um skeið, en hefst þá af nýju, og frá því ári og til 1935 var Einar Helgason lífið og sálin í félaginu og „vann rnikil nytsemdarstörf, Mun hans lengi minnst í íslenzkri |garðyrkjusögu“ (I. D.) Ekki er hér hægt að rekja sögu félags- ins nánara, en merkinu hefur verið haldið hátt á loft á und- angengnum tíma er gróðurhúsa ræktin efldist æ meira m. a. Ekki verður og komist hjá að nefna margar garðyrkjusýning- ar hérlendis, þátttöku í garð- yrkjusýningum erlendis o. fl. Grasgarður í Reykjavík. Garðyrkjufélag íslands vill stuðla að því, að settur verði á stofn sem fyrst grasgarður í jRvk, þar sem ræktaðar verði j sem flestar íslenzkar skraut- jjurtir, tré og runnar. „Grasgarð urinn verður borginni mikill menningarauki og mjög til 'styrktar grasafræðinámi í skól- ; unum, Garðeigendur geta séð l þar hvað þrífst og valið eftir því tegundir í garða síria.“ Samsöngur Fóstbræðra. Karlakórinn Fóstbræður hélt í gærkvöldi fyrsta sam- söng sinn af þremur, en ein- hvern næstu daga leggja þeir upp í langferð, í söngför til Noregs. Söngskráin í gærkvöldi var mjög fjölbreytt, lögin íslenzk og erlend. Einsöngvarar voru þeir Kristinn Hallsson og Sig- urður Björnsson, en söngstjóri Ragnar Björnsson. Kórnum var mjög ■ fagnað af áheyrendum. Meðal gesta var forseti- fslands. Fóstbraeður syngja aftur . í kvöld og annað kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.