Vísir - 12.05.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 12.05.1960, Blaðsíða 1
50. árg. Fimmtudaginn 12. maí 1960 106. tbL Hér eru aflakdnprnir. Hér sjást þeir bátar, sem mikið haía komið við sögu í vetur á vertíðinni, og þó mest upp á síðkastið, þegar sýnt hefur verið, að þeir yrðu hæstir. Vísir birtir fleiri myndir á morgun. Eisenhower og Krúsév tala: Horfur þykja alvarlegar, og Þetta er Stapafell, hæsta skip flotans. Maður, sem gegndi mikil- vægu embætti í utanríkis- ráðuneyti Indlands var rekinn úr starfi fyrir nokkr- um dögum. Hann er talinn hafa njósnað fyrir Kína. Stjórnin heldur öllu Ieyndu um þetta, en blöðin gátu samt aflað sér upplýsingar um málið. Sótt um 4 presta- köfl af 13. Um þrettán prestaköll, sem auglýst hafa verið laus til um- sóknar, hafa borist fjórar um- sóknir. Þau prestaköll, sem borist hafa umsóknir um, eru þessi: Æsustaðaprestakall: Sr. Sig- urvin Elíasson. Staðarhólsþing: Ingiberg Hannesson cand. theol. Vallanesprestakall: séra Mar- inó Kristinsson. Hofsprestakall: Oddur Thorarenensen. Hér er Arnfirðingur, hæsta skip í Grindavík. IJnnið að alefii að sam- komulagi. Þeirra skoðunar gætir riú allmjög, að Nikita Krúsév ætli að nota sér út í æsar atburðinn 1. maí, er bandarísk njósnaflugvél var skotin niður yfir Sovétríkjunum, sem aðalvopn í mikilli sókn nú fyrir fund æðstu manna og ef til vill meðan hann stendur, til þess að spilla samstarfi bandamanna. Muni ganga gegnum allan þann áróður sem rauður þráður, að Bandaríkja- menn vilji kalt stríð, en Rússar séu friðarins menn. Hvað sem þessu líður er það óumdeilanlegt, segja sumir stjórnmálafréttaritarar, að hroll kenndan beyg hefur sett að mörgum ríkisstjórnum vegna atburðarins 1. maí og hugsan- legra afleiðinga hans, og Pehr- son fyrrverandi utanríkisráð- herra Kanada sagði í gær, að þessi beygur kynni að hafa þau áhrif að margar ríkisstjórnir gerðu allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að vinna að sam komulagi um lausn heimsvanda málanna. Það er nú enn rætt um hvort verða muni af Moskvuför Eis- r undirbúa méttðku síldarinnar. Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í morgun. — Unnið er af kappi við að ryðja veginn um Siglufjarðar- skarð og gera menn sér vonir uni að hann verði fær bifreið- um síðustu daga mánaðarins. Mikill snjór var í Siglufjarðar- skarði í vetur, en í hlýviðrinu undanfarna daga hefur snjór hjaðnað mikið í fjöllum. Ýtan sem var á Láheiði kem- ur i kvöld. Unnið hefur verið dag og nótt með ýtunni að austanverðu. Það er mönnum -'mikið tilhlökkunarefni þegar vegurinn opnast og 8 mánaða einangrun frá vegakerfi lands- ins er rofin. Annríki er nú mikið á Siglu- firði. Afli togara og togbáta er unninn í frystihúsunum og undanfarið hafa handfærabát- ar aflað mjög vel. Undirbúningur til móttöku síldarinnar í sumar er hafinn. Unnið er að endurbótum á síld- arplönunum og bryggjunum. Hinar eldri bryggjur eru allar úr tré og þurfa mikið og kostn- aðarsamt viðhald. Er því ætl- unin að steinbryggjur komi í stað gömlu trybryggjanna. Tíðarfar hefur verið mjög goit undanfarið. Frost er farið úr jörð og gróðri skýtur upp. Þetta er Haförn, hæsta skip í Hafnarfirði. enhowers. Sjálfur segist hann munu fara, en Krúsév neitaði á fundi með fréttamönnum i gær, að svara fyrirspurn ákveðið um væntanlega heimsókn Eisen- howers. Krúsév kvaðst í fyrstu hafa ætlað, að njósnaflugið væri verknaður óábyrgs flug- manns, en nú hefur Eisenhower og stjórn hans tekið á sig ábyrgð á honum. Krúsév sagðist ekki búast við, að 1. maí atburður- inn yrði ræddur á fundi æðstu manna — en hann kvaðst mundu ræða við Eisenhower um fyrirhugaða Moskvuför. Hefur þetta leitt til þess, að menn velta því nú fyrir sér hvort af því muni verða að Eis- enhower fari. Athygli vakti að Krúsév sagði, að tveir hinna vestrænu þátttakenda á fundi æðstu manna væru sér sam- mála um að víta njósnaflugið. Hvorugur hefur þó sagt neitt opinberlega um þetta. Gaf það enn bendingu um, að hann vill reka fleyg milli Breta og Frakka annars vegar og Rússa hins vegar. Eftir hvorug- um, Macmillan og De Gaull, hafa heyrzt neinar umsagnir um atburðinn, en í báðum lönd unum hefur komið fram gagn- x’ýni á Bandaríkjamenn. og Framh. á 4. síðu. Frakkar hfeypa skipl af stokkunum. Fregii frá St. Nazaire í Frakk laxidi hermir, að þar hafi verið hleypt af stokkunum í gær nýju skrautbúnu hafskipi, sem litið er sem vott fúlls trausts á því, að samgöngur á sjó muni blómg ast á atómöld. Kostnaður við smíði skipsins er áætlaður sem svarar til 60 milljóna dollara. Svo er um allt búið í vélar- rúrni, að þar megi setja niður kjarnorkuvélar. Það er hafskipið France, 55 þús. lesta, sem hér er um að i’æða, nýjasta, rennileggsta hafskip, sem Frakkar nokkurn tima hafa smíðað. Frh. a' 4. s. 9888E - - Að þessu sinni varð Stigandi hæsta skin í Vestmannaeyjum. ^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.