Vísir - 12.05.1960, Blaðsíða 5

Vísir - 12.05.1960, Blaðsíða 5
Firointudaginn 12. maí 1960 V í S I B —— Vegna mistaka birtist þessi þáttur ekki í blaðinu í gær, eins og til stóð og eru menn beðnir að hafa það í huga við lesturinn. NETAKOSTNAÐUR OG AFLAVERÐMÆTI í dag er lokadagurinn og því ekki úr vegi að líta um öxl og íhuga hvernig þessi vertíð, sem nú er lokið, hefur verið. Hvað heíur áunnist? Hvað hefur miður farið? Og hvaða lærdóma getum við dregið af gangi mála þessa síðustu mánuði? Linuveiðar voru stundaðar af fiestum bátum allt fram til 15. marz hér við Suðurland. Ver- tiðin var góð, afli í góðu meðal- lagi og gæftir með eindæmum góðar. Samt var ekki við neitt ráðið og bátarnir tóku netin þrátt fyrir það, að mikið fiskirí væri á línuna. Þarna kom til, hversu frum- stæðum lögmálum við eiginlega hlýðum, þegar um fiskveiðar .er að ræða. Við erum í raun- inni alveg á sama stigi og hell- isbúar steinaldarinnar, sem drápu sér til matar af meira kappi en forsjá. Hver einasti hátur var í góðum fiski 15. inarz, en s'amt héldu þeim eng- in bönd. Þetta sannaðist bezt á m. b. Jóni Gunnlaugs frá Sandgerði, sem einn báta hélt áfram á linunni og var lengi eílir miðjan marz jafnhæsti báturinn. Fyrr eða síðar verður þetta að breytast. Fiskveiðum okkar íslendinga verður að stjórna með hagsmuni þjóðarinnar ailrar fyrir augum og hagsmun- ir þjóðarinnar og síauknar rætaveiðar fara ekki saman. Það er óneitanlegt, að mikill afli fæst í netin og þeim er ekki lóandi, sjómönnunum okkar, þó þeir vilji heldur stunda r.etaveiðar, því hlutaskiptafyrir komuiagið er þannig í dag, að ef tveir bátar eru með jafn marga á og veiða jafn mikinn íisk, en annar stundar línuveið- av en hinn rær eingöngu með net, þá fá þeir hærri hlut, sem með netunum veiða. Slikur fá- bjánaháttur er þyngri en tárum taki og má öllum ljós vera, sem um þessi mál hugsa. Með nú- verandi fyrirkomulagi er bein- linis verið að stuðla að vax- andi netaveiðum. Fyrirkomu- lagið býður beinlínis heim nétamorkunni, en hinir, sem koma með besta fisk heimsins að landi, fisk sem allsstaðar géfur hæsta verð, þeir fá minna fyrir sitt erfiði. En hvað kostar netafiskur- inn? Það er ekki lítið, bæði 1 beinum kostnaði og óbeinum. Netafiskurinn er verðminni framleiðslu- og útflutnings- vára en línu- eða togarafiskur. Hann er jafnvel á stundum stórhættulegur og getur haft í för með sér tap verðmæta fyrir framleiðslu okkar. Þetta tap er óbætankgt. Það mega allir vita, að við.böftim þegar í dag tap- að mörkuðum vegna lélegs hrá- efnis og munum tapa fleiri siíkum, ef við ekki sjáum að 'okkur. í blaðinu i fyrradag var á það bent, að fjórðungur skreiðarinnar væri ekki hæfur til manneldis en samt fluttur út sem matvara. Þær þjóðir, sem þetta kaupa, eru að vísu frumstæðar í dag, en það meg- um við íslendingar vita, að við munum verða ámóta vinsælir hjá þessu fólki og einokunar- kaupmennirnir dönsku, sem seldu okkur maðkaða mjölið hér fyrrum. Það var heldur ekki mannamatur, en víst er, að margir voru þeir, sjálfglöðu mjöikaupmennirnir i Danmörku sem þá glottu háðslega og sögðu í mærðarfullum tón, að „það væri svo skrítið með þetta fólk é íslandi — það vildi bara ónýtt mjöl. Það væri víst sæti keim- urinn af möðkunum, sem mör- lundinn sæktist svo mjög eftir“. Finnst lesendum þetta trú- legt? Liklega jafn trúlegt og þegar sumir framleiðendur hér halda fram sömu fjarstæðunni um blessaða negrana í Afríku. Nei, þeir eru líka menn, og hugsa ekkert tiltakanlega mik- ið öðruvísi en við. En hver er svo beini kostnað- urinn við netaveiðarnar? Helm- ingur aflans er ekki hæfur til þeirrar verkunar, sem mest gef- ur i aðra hönd, hraðfrystingar. Það, sem talið er hæft til fryst- ingar er miklu úrgangssamara en annar fiskur, svo líklega má reikna með að fimmti hver fiskur, sem flakaður er geti ekki farið í venjulegar pakkn- ingar sakir þess að hann er sundurlaus eða blóðhlaupinn, nema hvorttveggja sé. Þetta kostar hraðfi'ystihúsin óhemju fé vegna verri nýtingar hrá- cfnisins, en auk þess er alltaf hættan á þvi, að eitthvað af þessum óhæfa fiski fari með hinum hæfa, því fólkið sem að 1 framleiðslunni vinnur er bara | mannlegt og núverandi vinnslu- aðferðir eru þannig, að lítill timi er til vangaveltna yfir hverju flaki. Netakostnaðurinn er kannske ekki minni og það er lika kostn- aður fyrir allt þjóðarbúið, því netin kosta harðan gjaldeyri. Engar tölur er hægt að finna um beinan netakostnað á hvert 1onn af fiski, en þó hefur heyrst að mjög gott þyki, ef 2 tonn af fiski komi í hvert net. Þetta þyðir að veiðarfærin sjálf iicsta um 60 til 70 aura á hvert kg. Þetta er kostnaðurinn hjá bestu bátunum, en flestir munu þykjast góðir ef þeir fá eitt lonn af fiski í hvert net. Þá er kostnaðurinn kominn upp í 1.20 tii i.50 á hvert kg. af fiski. Nú fá útgerðarmenn 2.50 fyrir hvert kg. og erfitt að sjá, hvernig slíkur rekstur getur borgáð sig, því af krónunni sem eftir er er eftir að greiða mannakaup, olíu og allan kostnað. Þáð .hlýtur þvi að vera mözgum útgerðarmönnum íhug j unarefni, hvort ekki sé gengið | lengrá en góðu hófi gegnir í netakapphlaupinu. Veiðarfærakostnaður á línu- veiðum er sáralítill miðað við þetta. Veiðarfæratap á iínu- veiðum var sáralítið á s. 1. ver- tið, en aftur á móti geysimikið hjá netabátum, jafnvel þeim, sem ekki henti nein sérstök óhöpp. Skýring á verðlagi á eplum. Vegna fyrirspurna um verð- hækkanir á eplurp vill við- skiptamálaráðuneytið taka frám eftirfarandi: í desember, janúar og marz s. I. var innkaupsverð á Delic- ious eplum 3.90—4.00 dollarar á kassa. Smásöluvei'ð fyrir geng isbreytinguna var 22.00 kr. til 23.50 á kg. Vegna afnáms inn- flutningsgjalds á ávöxtum í sambandi við efnahagsráðstaf- j anirnar í febrúar lækkaði smá-t söluvei'ðið í marz niður í 21.00 kr. á kg. í aprílmánuði hækkaði I ir.nkaupsverð erlendis í 4.75 doJIara á kassa og i maimán- uði í 5.25 tií 5.50. Jafnframt n.innkaði þungi eplana í hverj- um kassa vegna þornunar og skemmda eftir vetrargeymsluna. Þessi erlenda verðhækkun á- samt rýrnuninni hefur leitt til hækkunar smásóluverðs í 27.00 kr. á kg. í aprilmánuði og 33.00 kr. í-maímánuði. Verð á öðrum tegundum epla hefur einnig hækkað af sömu ástæðum. Epli hækka yfirleitt í verði erlendis á vorin, auk þess sem þunginn í hverjum kassa minnkar við geymslu. Búast má því við, að epii lækki aftur í verði með haustinu. Eldey. Eldey hefir veri5 f r í5lýst. » Griðland súlu 05 síðasta geirfuglsins. Samkvæmt lagaheimild um náttúruvernd hefur náttúru- verndarráð ákveðið að friðlýsa Eldey út af Reykjanesi. Þar sem telja verður mikil- vægt, að friðlýsa Eldey sakir sérstaks fuglalífs, er hér með lagt bann við því að ganga á eina án leyfis náttúruverndar- ráðs, svo og að ræna þar eða raska nokkrum hlut. Jafnframt eru öll skot bönn- uð nær eynni en 2 km, nema nauðsyn beri til, og bannað er að hafa eyna að skotmarki, hvort heldur er af landi, sjó eða úr lofti. Magnúsar þáttur Björnssonar. Árið 1940 voru sett lög um friðun Eldeyjar þar sem lagt er bann við því að ganga á eyna án leyfis rikisstjórnarinnar svo og að spilla þar eða ræna nokkr- um hlutum. Aðalhvatamaður- inn að þessari lagasetningu var Magnús Björnsson náttúrufræð- ingur, en hann skrifaði ítarlega LionskEúbbar á ísfandi orðnir 20. Félagar alls um 540. Nýlega var stofnaður Lions- klúbbur á Dalvík, en það er 20. Lionsklúbburinn, sem stofn- aður hefur verið á íslandi. Þar me.ð hefur íslands hlotnazt sú viðurkenning, að teljast full- gilt umdæmi innan Lions Inter- national. Formaður hins ný- stcfnaða Lionsklúbbs Dalvíkur er séra Stefán Snævarr. Þá hafa ennfremur verið stofnaðir tveir aðrir klúbbar eigi alls fyrri löngu, þ.e. Lions- klúbbur Höfðakaupstaðar á Skagaströnd, formaður ' Páll. Jónsson, skólastjóri, og Lions- klúbburinn Njörður í ReykjaT vik, en íormað.ur hans er Rein- hard Lárusson, stórkaupmaður. I Næstkomandi laugardag, 14. maí, verður 5. ársþing Lions- kiúbbanna á fslandi haldið á Akranesi. Verða þa.r mættir til þings. 80 fulltrúar frá öllum Lionsklúbbzium • á landinu. — Hadar . 'Wahiænby;';,frámkv.stj. Lions Intemational á Nörður- löndum, og kona hans eru væntanleg hingað til lands frá Sviþjóð nú i vikunni, og munu þau verða gestir umdæmis- stjórnarinnar á ársþinginu. Lionsfélagar á öllu landinu eru nú um 540 talsins í 20 klúbbum, en. fyrsti Lionsklúbb- urinn á íslandi var stofnaður 5 Reykjavík árið 1951 að til- stuðlan Magnúsar Kjarans, stór- kaupmanns. Lionsklúbbarnir á fslandi hafa frá öndverðu gert sér far um að rétta hjálparhönd margskonar mannúðarmálum og má þar t. d. nefna aðstoð við blint fólk og vangefin börn. Núverandi umdæmisstjórn Lionsklúbbanna á íslandi er skipuð þessum mönnum: Um- dæmisstjóri: Árni Kristjánsson framkvæmdastjóri, varaum- dæmisstjórar: Óli Blöndal, Siglu firði og Ólafur E. Sigurðsson Akranesi, og umdæmisritari: Eyjólfur K. Sigurjónsson, Reykjavík. grein í Dýraverndarann seint & árinu 1938 um Eldey og súlu- byggðina þar. í greininni bar Magnús fram tillögu um friðlýs- ingu Eldeyjar, sem síðar leiddi til fyrrnefndrar lagasetningar. Stærsta súlubyggðin. Eldey er mjög sérstæður mó- bergsklettur, ,sem rís úr hafi á. fjölfarinni siglingaleið út af Reykjanesi. Það er einkumi tvennt, sem haldið hefur nafni Eldeyjar á lofti. Þar er stærsta. súlubyggð heimsins og þar var; síðasta athvarf geirfuglsins íí I heiminum. Samkvæmt nýjustu, athugunum munu nú verpa un* 115000 súluhjón í Eldey og hefur þeim fjölgað um 5000 siðan eyini | var friðlýst 1940. Eldey er núí fullsetin og er því ekki við því að búast, að súlubyggðin þar geti vaxið meira vegna skortsi á landrými. Súlur leita nýrra byggða. En friðlýsing Eldeyjar hefur valdið því, að síðan 1940 hafa súlur tekið sér bólfestu á þrem- ur nýjum stöðum á strönd ís- lands. Þessar nýju súlubyggðir eru i Skrúðnum út af Austfjörð- um, á Stóra-Karli á Langanesi og í Rauðanúp á Melrakka- sléttu. Áður en Eldey var frið- lýst var stærsta súlubyggð heimsins á St. Kilda vestur af Skotlandi, en síðan hefur súlu- byggðin í Eldey vaxið svo mjög, að hún er nú tvímælalaust stærsta súlubyggð heimsins. ! 14 vaskir menn drápu þann síðasta. | Annar þáttur í sögu Eldeyjar er ekki * jafnhugnæmur og súlubyggðarinnar. í fyrstu viku. júnímánaðar árið 1944 réru 14 vaskir menn úr Höfnum á átt- æringi úr í Eldey og gengu þar á land. Þar rákust þeir á tvo geir- fugla og eitt geirfuglsegg á þergfláanum upp af lendingar- staðnum við eyna. Þeir brugðu skjótt við og tókst að handsama (f uglana og snúa þá úr hálsliðun- um, en eggið brotnaði i átökun- um. Þetta voru tveir síðustu 'geirfuglarnir, sem sögur fara at ií heiminum. ' ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.