Vísir - 13.05.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 13.05.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað Iestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. obmíijS /ðPa qnpg—i WXSXlt Föstudaginn 13. maí 1960 Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. í gær birtum við myndir af fjórum aflasælum bótum og lofuð- «m að birta fleiri. Hér koma tvær í viðbót. Efri myndin er af v.b. Sæborgu frá Patreksfirði, sem hefði sennilega orðið hæsti bátur, ef hann hefði ekki orðið fyrir því óhappi, að hann strandaði í vetur og komst þá ekki út um skeið. Neðri myndin «r af Aski héðan úr Reykjavík, sem var hæstur í Keflavík. — V.b. Helga hefur löngum verið drjúg við dráttínn af Reykja- víkurbátum og varð hæst að þessu sinni eins og' oft áður. (Snorri Snorrason hefur tekið allar myndirnar). Louw hermsækfr Bonn og Brussei. Eric Louw, utanríkisráðherra Suður-Ariku, fer ekki beint heim af Samveldisráðstefnunni í London. Tilkynnt hefur verið, að hann aetli að koma við á heimleið í Bonn og Brússel. Ekki hefur verið látið neitt uppskátt um erindi hans til þessara borga. Hvalveiðar undirbúnar. Hvalveiðar byrja eftir um það bil hálfan mánuð. Er nú farið að búa skipin undir veiðarnar, en jafnmörg og sömu skip verða við Iival- veiðar í ár sem að undan- förnu, þ.e. fimm talsins, Hvalur I.—V. Vinsæl skemmtifer5 um Suðurnes. Á sunudaginn verður hin vinsæla Suðurnesjaferð farin í fyrsta sinni á þessu sumri. Lagt verður af stað frá Bifreiðastöð íslands við Kalkofnsveg kl. 13,30 og ekið um Hafnarfjörð, Vatnsleysuströnd og Voga til Keflavíkur. Þaðan um Garðinn og fyrir Garðskaga til Sand- gerðis og svo inn á Keflavíkur- flugvöll. Fyrst verður stanzað á Flugvallarhótelinu og þar geta þeir, sem vilja, fengið sér síðdegiskaffi. Á eftir verður farið skoðunarferð um flugvöll- inn og t. d. komið við í sjón- varpsstöðinni. Frá flugvellinum verður ekið suður um Hafnir að Reykjanes- vita, og sá sérkennilegi staður skoðaður rækilega. í bakaleið- inni verður farið til Grindavík- ur og að síðustu um Garða- hverfi út á Álftanes til Bessa- staða. Áætlað er að koma til baka til Reykjavíkur um kl. 21,30. Þessar ferðir hafa notið mik- illa vinsælda undanfarin sum- ur og er ekki að efa að margir munu vilja nota veðurblíðuna, sem nú er, til að skoða þennan sérkennilega landshluta. Farið verður í nýjum hópferðabíl með fullkomnu hátalarakerfi og þar sem leiðsögumaðurinn flytur frásagnir ,sínar í hljóð- nema geta allir notið þeirra til fulls. Leiðsögumaður í þessari ferð verður Gísli Guðmunds- son. — Að þessum ferðum standa sérleyfishafar fólks- flutninga um Suðurnes en það eru Bifreiðastöð Steindórs, Sér- leyfisbifreiðar Keflavíkur og Áætlunarbifreiðar Grindavík- ur. Kostaði 16 íslenzka stúdenta til náms. 25 ísl. gagnfræðmemar hafa fengið vestur- farastyrki s.l. 3 ár. Á aðalfundi Ísl.-ameríska fé- ; lagsins nýlega var upplýst, að I félagið hafi helzt fengizt við það I á liðnu ári að annast fyrir- | greiðslu og útvegun náms- styrkja í Bandaríkjunum fyrir íslenzka námsmenn, og hafi 3 stúdentar hlotið námsstyrk til háskólanáms. Þá kom Thomas E. Britting- ham hingað á s.l. hausti með konu sinni þeirra erinda að velja íslenzka námsmenn, sem ihann ætlaði að kosta til náms við bandaríska háskóla. Valdi hann 3 unga menn af mörgum unmsækjendum, Eið Guðnason, Jón Örn Jónsson og Ólaf Péturs- son, alla úr Reykjavík. Þeir stunda nám við háskólana í De- laware og Wisconsin næsta skólaár. Mr. Brittingham kost- aði allt 16 íslenzka stúdenta til háskólanáms. Hefur enginn út- lendingur fyrr eða síðar sýnt slíkan rausnarskap og höfðings- lund við íslenzka stúdenta. Þessi öðlingur lézt í s.l. mán- uði. Félagið útvegaði 1 stúdent, Ingu Huld Hákonardóttur, styrk til náms í ensku og bókmennt- um við New York-háskóla. Og félagsskapurinn American Field Service, sem Mr. Brittingham útvegaði samband við, bauð í haust 8 íslenzkum unglingum styrki til vetrardvalar við gagn- fræða- og menntaskóla vestra. Enn hafa styrkir verið auglýstir fyrir næsta skólaár, og umsækj- endur aldrei verið jafnmargir. 10271 I. af fiski bár- ust til Ólafsvikur. M.b. Jón Jónssson fór 101 róður Stapafell með 1226.8 lestir Vonandi verða 11 eða 12 sendir vestur í ágúst til að dvelja þar við nám í eitt ár. Félagið styrkti á s.l. sumri bandarískan stúdent, May New- man, með því að giæiða fargjald hennar frá New York til Reykja- víkur og veita henni ýmiskonar fyrirgreiðslu eftir að hún kom til landsins. Þess má að lokum geta, að Íslenzk-ameríska félagið efndi til þriggja kvöldfagnaða á ár- inu, kvikmyndasýninga og fyr- irlestra, og var þetta allt vel sótt. Stjórn íslenzk-ameríska fé- lagsins skipa nú þessir menn: Gunnlaugur Pétursson, formað- ur, Gunnar Sigurðsson, varafor- maður, Njáll Símonarson, rit- ari, Daníel Jónasson, gjaldkeri, Daníel Gíslason, spjaldskrárrit- ari, dr. Hreinn Benediktsson, 'frú Mildred Allport, Ólafur Hallgrímsson og Sigurður A. Magnússon. í varastjórn eru: Guðrún Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson, Ragnar Jónsson og Sveinn Björnsson. Sunnudagsferi á Botnssúíur. Guðmundur Jónasson efnir til ferðar á Botnssúlur næst- komandi sunnudag, og verður jafnframt tílvalið tækifæri fyrir bátttakendur að bregða sér á skíði. Lagt verður af stað héðan úr Reykjavík kl. 10 um morgun- inn og ekið að Svartagili, en gengið þaðan á brattann. Far- miðar verða seldir við bílana við brottför — hjá B.S.R. Gert er ráð fyrir að komið verði í bæinn aftur kl. 6—7 um kvöldið. Olafsvík í gær. Vertíð er nú að Ijúka almennt enda þótt nokkrir bátar haldi áfram róðrum um sinn með net. Fer hér á eftir afli Olafsvíkur- báta miðað við tímabilið frá 1. janúar til og með 11. maí. Alls bárust á land í Ólafsvík 10.271 lest í 1111 róðrum. Mest- an róðrafjölda hafði Jón Jóns- son samtals 101. Aflahæst var Stapafell með 1226.870 kg. Afli einstakra báta var þessi: Róðrar. Aflam. B. Snæf.ás . • . . 79 659.260 Bj. Ó1 .. 100 966.370 Boði 375.570 Glaður 885.490 Hrönn .. 93 812.610 Hruni 184.080 J. Jónss .. 101 1069.145 Jökull 874.840 Stapafell • • • • 1226.870 Sæfell 150.530 Týr 533.280 Valfell ... .. 43 428.725 Víkingur . •. ... 95 806.190 Þráinn ... 95 806.610 Þ. Ólafss. • .. . 87 698.610 Samt. . . .. 1111 10.271.570 „Maí“ r I reynsluför. Nýjasti og stærsti togari ís- lenzka fiskiflotans fór í reynsluferð • Bremerhavn í gær og reyndist vel. Það er Maí, hinn nýi togari Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, og var ganghraðinn 16,2 mílur. Skipið leggur af stað heim á morgun, og má búast við hon- um til Hafnarfjarðar um miðja næstu viku. Verðiaun til skéíanema. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í morgun. Þegar Gagnfræðaskóla Bol- ungarvíkur var slitið um dag- inn, færði Steinn Emilsson kennari skólanum að gjöf mál- verk af Bolungarvík. Steinn hefur kennt við skólann í 30 ár. Lyonsklúbburinn í Bolungar- vík veitti verðlaun fyrir sið- prýði og stundvísi og verzlanir í Bolungarvík veittu verðlaun fyrir framfarir við skólanámið. í skólaslistaræðu þakkaði skóla stjórinn Björn Jóhannsson hina raunalegu gjöf þeirra hjón- anna Elísabetar Hjaltadóttur og Einars Guðfinnssonar, en þau gáfu 100 þúsund krónur til nýrrar skólabyggingar..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.