Vísir - 23.05.1960, Blaðsíða 2

Vísir - 23.05.1960, Blaðsíða 2
V I S I B Mánudaginn 23. maí 1960 Sœjarfréttir 2ja -4ra herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla ef óskao er. — Uppl. í síma 23865. Útvarpið í kvöld 19.00 Þingfréttir. Tónleikar. (1,9.25 Veðurfr.). — 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins , leikur; Hans Antolitsch stjórnar. 21.00 Um daginn og veginn (Gísli Halldórsson verkfræðingur). 21.20 Tón- , leikar: „Havanaise“ eftir Saint-Saéns. 21.30 Ítalíubréf frá Eggert Stefánssyni söngv- ara (Andrés Björnsson flyt- ur). 21.45 Tvísöngur: Ros- anna Carteri og Giuseppe di Stefano syngja dúetta úr óperum. 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. 22.10 Búnaðar- þáttur: Garðjæktin (Óli Val- ur Hansson ráðunautur. — 22.25 Kammertónleikar — til 23.00. — Sumarskóli guðspekinema verður hald- inn að Hlíðardal í Ölfusi dag- ana 18.—25. júní. Þeir sem vilja láta innritast á skólann, geri svo vel og snúi sér til | Önnu Guðmundsdóttur sími 1-55-69, eða Guðrúnar Ind- riðadóttur, sími 1-34-76, við hentugleika. Verkfræðingafélag íslands hefur boðið hingað til lands- ins N. I. Bech, forstjóra reiknistofnunar hinnar dnsku akademíu fyrir tækni- vísindi, til viku dvalar og viðræðna við hérlenda á- hugamenn á sviði nútíma reiknitækni og hagnýtingu hennar. Hefur félagið þoðað til fundar á þriðjudaginn n. k. í Tjarnarcafé kl. 20.30, þar sem N. I. Bech ræðir um þróun þessara mála, sérstak- lega í Danmörku, og almenn viðhorf í notkun nútíma raf- reiknivéla. Öllum áhuga- mönnum er heimill aðgang- ur á þenna fund. Fyrstu humarbátarnir fengu góða veiði. Margir bíða eftir dragnótinni. Nokkrir bátar eru þegar byrj- aðir humarveiðar. Hafa þeir fengið mikinn afla og þykir út- litið gott fyrir þá 70 báta, sem talið er Uð muni snúa sér að humarveiðum í sumar. Grindavíkur- og Sandgerðis- bátar eru ekki byrjaðir enn á humarveiðum, en munu líklega halda af stað eftir nokkra daga. Frá Grindavík munu þrir bátar verða gerðir út á huma., en frá Sandgerði 6 bátar. Alþingismennirnir ha"a enn ekki tekið ákvörðun ur.1, hvort dragnótaveiði skuli leyfö í sum- ar. Andstöðumenn frumvarps- ins í þinginu eru í m'nnihluta og búast útgerðarmenn hinna KROSSGÁTA NR. 1154: minni vélbáta því fastlega við, að frumvarpið nái fram að ganga. Hins vegar er það mjög bagalegt, að skki skuli fást úr þessu skorið hið allra fyrsta, því að flestir eru ragir við að útbúa báta sína til dragnótaveiða með- an má-lið er óútkljáð á þingi. Iflfært - Frh. af 1. síðu. varð vegurinn við Bakkasel ó- fær, vegna þess að á veginum var nærri hnédjúpur snjór. En áætlunarbílar Norðurleiða hafa þó komizt ferða sinna. Á Akur- eyri hefur ekki fest snjó, en hríðarmugga hefur verið í bæn- um síðustu daga. Frost hefur verið um nætur, en hiti um frostmark á daginn. í framsveit- um Eyjafjarðar varð jörð alhvít og landið allt með vetrarsvip. Veður fór batnandi fyrir norð- an í morgun. Skýringar: Lárétt; 1 dýrs, 6 úr sjó, 8 fjall, 10 úldna, 12 fugl, 14 víð, 15 kræling, 17 um sjúkdóm, 18 bragðvond, 20 fer um sjó. Lóðrétt: 2 einkennisstafir, 3 snös, 4 dónalegur, 5 hnífa, 7 drekkur, 9 húshluti, 11 hreinsi- lög, 13 Afríkubúi, 16 smíðatól, 19 um lagarmál. Lausn á krossgátu nr. 4153: Lárétt: 1 mátar, 6 rok, 8 1á, 10 gutl, 12 arf, 14 rám, 15 gapf, 17 pe, 18 Ríó, 20 Hansen. Lóörétt: 2 - ór, 3 tog, 4 Akur, 5 slaga, 7 almenn, 9 ára, 11 táp, P- 19ýs. Stangaveiði... Frh. af bls. 12: Hafa hinir erlendu gestir orð á því að koma hingað aftur til keppni. Verðlaunin verða afhent í hófi sem haldið verður í Silfur- tunglinu í kvöld. MáUlutningsskrifstofa Páll S. Pálsson, hrl. Bankastræti 7, sími 24-200. Ódýrir sumarkjólar á telpur fyrir hvífasunnuna. KÁPUSALAN, Laugavegi 11, efstu hæð. — Sími 15982. Skyndisala á ódýrum kápum, stór og lítil númer, einnig nokkrar lcikhúsdragtir. KÁPUSALAN, Laugavegi 11, efstu hæð. — Sími 15982. Afgreiðslustiílka Dugleg stúlka óskast til afgreiðslustarfa í kjötbúð vorri að Laugavegi 42. Nánari upplýsingar í skrifstofu voití að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands Piltur óskast Oss vantar röskan ungan mann til vinnu í kjötbúð vorri að Laugavegi 42. Nánari upplýsingar í skrifstofu vorri að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands Bert aií auglýsa í Vísi ALLT A SAMA STAD CHAMPI0N KRAFTKERTf Bíllinn er allt annar síðan ég setti ný CHAMPION KRAFTKERTI í hann Skiptið reglulega um kertin í bíl yðar. ECILL yiLHJÁLMSSON H.F. lÍÆiUgavegi 118. —: Sími 2-22-40. Bckaþjófar — Frh. af 1. síðu. seija ljósprentuðu bækurnar á fimm sinnum lægra verði en bandarísku útgáíurnar. Forleggjarasambandið telur að svo mikil brögð séu að þessu, að hér sé raunverulega uni reglubundin viðskipti að ræða og að Kínverjar hirði milljón- ir dollara úr hendi bandarísku útgáfufyrirtækjanna, auk þess sem bókahöfundar glati rit- launum sínum og bókaverzlan- ir, umboðs- og sölulaunum. Dan Lacy framkvæmdastjóri textabókaforleggjara tók sem dæmi eintak af febrúarbóka- lista eins kínverska útgáfufyr- irtækisins, Tan Chiang bóka- forlagsins í Taipei. 1000 bóka- titlar voru á listanum. Þar gaf að líta metsölubækur t.d. „My Wicked Wicked Ways“ eftir Errol Flynn, sem seld er £ Bandaríkjunum fyrir $4,95 en sem Kínverjar bjóða fyrir $1.25 plús 4 cent í burðargjald til Bandaríkjanna, en 15 cent til annarra landa. „Advise and Consent“ eftir Allen Drury, er seld í Bandaríkjunum fvrir $5.75, en kínverska verðið er $1.63. Fiestar bækurnar voru samt sem áður kennslubækur, orða- bækur, alfræðiorðabækur o. fL því um líkt. Kínverjar hafa. snör handtök við að koma bók- unum út aftur. Kínverska út- gáfan er komin á markaðimv þremur mánuðum eftir að amr eríska frumútgáfan kom út í Bandarikjunum. Athæfi Kínverjanna varðar ekki við lög í heimalandinu og" ekki heldur við alþjóðalög svo framarlega sem bókin er seld innan endimarka Kínaveldís. Hinsvegar er slíkur verknaður saknæmur i Bandaríkjunum og öllum menningarríkjum öðrum. en Sovétríkjunum. Hér er mikið vandamál á. ferðinni, sagði hinn ameríski forleggjari. Það er mikill skortur á kennslubókum í ríkjum eins og Burma, Indlandi og Japan og amerísk bókafor- lög hafa þegar gert ráðstafanir til að koma á fót ódýrri bóka- útgáíu fyrir þessi lönd, en með- an kínverskir ritþjófar geta farið inn á markaðinn án hindr— unar, sjá amerískir forleggjarar sér ekki fært að keppa að settu. marki í því efni, því áhættan er of mikil. SKHPAÚTGCRi) RIKISINS Skjaldbreið vestur um land til Akur- eyrar hinn 27. þ.rii. — Tekið á móti flutningi í dag til Húnaflóa og Skaga- fjarðarhafna og til Ólafs- fjarðar. — Farseðlar seldir á fimmtudag. •f'nt;«#

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.