Vísir - 23.05.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 23.05.1960, Blaðsíða 10
V í S I R Mánudaginn 23. maí 1960 iL SliZAN MARSH: FJÁRHALDSMABURINN mm\ tilfelli. Bernhard Shaw hefur sagt að það sé synd að spilla æsk- unni fyrir unga fólkinu. Mér finnst synd að æskan skuli eiga að láta þá gömlu þvinga sig. Og ég ætla að minna þig á það enn á Hý, Simon, að ég er ekkert barn lengur. Hann var jafn íólegur og þetta virtist ekki bíta á hann. — Þá iætla ég að vona að sá dagur komi að þú hagir þér ekki eins og Óvalinn prakkari, sagði hann þurrlega. Hann var reiður henni og reiður sjálfum sér fyrir að bregðast svona við þessu. Hvers vegna leyfði hann henni að gera sig reið- án? Þetta var þó aldrei nema geðrík stelpa. Þaö var ekki nema eölilegt að hún reyndi að verjast. Þegar hún yrði eldri mundi hún verða rólegri og íhugulli. En skapið batnaði ekki við þessar sjálfsásakanir. Það var ekki hægt að tala við Judy eins og hálfgerðan krakka. Hann fann betur og betur að hann hafði gengið oí langt. Hvernig sem hann reyndi að vinna hana og skilja hana urðu úrslitin ávallt þau sömu, þrætur og misklíð. Honum sárnaði þetta, því að yfirleitt tókst honum vel að koma vitinu fyrir fólk. Hún horfði á hann. Þrátt fyrir allt dáðist hún að honum fyrir staðfestuna. Hún gat heldur ekki varist að taka eftir hve gjörfulegur maður þetta var, og nú flýtti hún sér að espa sig upp aftur. Þau horfðust í augu eins og hólmgöngumenn. Loks tókst hon- um að bæla niðri í sér reiðina. — Ég geri ráð fyrir að þú kcmir til Cragmere á laugardaginn, sagði hann. — Ég talaði við Nannie í símanum í gær, hún hefur vonandi minnst á það við þig. Hún sagði að það kæmi sér vel að það yrði á laugardaginn. Núna strax á laugardaginn! Judy var eins og lömuð. Hún hafði verið við því búin að flytja í náinni framtíð — eftir nokkr- ar vikur, kannske eftir nokkra mánuði. En nú var komið að stundinni. Hvers vegna hafði Nannie ekkert minnst á það? — Ég hafði ekki hugmynd um að þetta ætti að gerast svona fljótt, mundraði hún súr á svipinn. Aalda harms og ömurleika skall yfir hana við tilhugsunina um að hún ætti að yfirgefa þetta kæra heimkynni sitt, sem geymdi kærustu bernskuminningar hennar og minningar um .sól og sumardaga. Símoni leið illa. Mér þykir leitt að þú skulir vera svona mótfallin þessu, sagði hann þyrkingslega. — En þú hlýtur að skilja að þú getur ekki hfað svona áfram. eftir að skólanum er lokið. — É skil að.... en það eru ekki nema fáir dagar síðan ég kom heim. — Nannie finnst líka, að það sé ekki vert að f.vesta aðskilnaði ykkar lengur, Judy. Hann gekk hratt tii hennar og studdi hendinni á öxl hennar. — Heyrðu nú, Judy, við verðum að reyna að iáta þetta fara sem bezt. Mig langar til að hjálpa þér og skilja þig, ef þú villt leyfa mér það. Ef ekki, þá verður þetta óþolandi fyrir okkur bæði. Hún hrökk frá honum. — Hvers vegna fæ ég ekki að gera það sem ég sjálf vil? Fara til London.... það hafa þúsundir af öörum Stúlkum gert. — Afsakaðu, við höfum áður talað út um það mál. — Stríðið! Röddin í Judy titraði. — Allt þetta vegna þess að foreldrar mínir dóu. Menning! Framför! Og þú kallar mig barn! Börnin ætti að stjórna veröldinni.... Hún þagnaði. — Fyrir- gefðu, Símon, ég tala eins og flón. Ég veit það, Símon. Ef ég væri í þínum sporum mundi ég hafa andstyggð á mér! Hún var allt í einu orðin svo aumingjaleg að hann langaði til að hjálpa henni. — Þú veist að ég hef ekki andstyggð á þér, sagði hann mildur. — Ef svo hefði verið hefði ég hagað þessu öðru vísi. Þú hlýtur að skilja það. Þau horfðust í augu og sem snöggvast voru þau sátt — þegj- andi vopnahlé. Svo sagði hún: — Ég er ekki vanþakklát, Símon. en ég er í uppnámi. Mér finnst eins og ég eigi hvergi heima. — Þú átt heima hjá mér þangað til þú kýst sjálf að fara frá Cragmere, Judy. Þú mátt aldrei gleyma þvi, og þú mátt ekki heldur gleyma þvi, að foreldrar þínir höfðu svo mikið traust á mér að þau fólu mér að hafa umsjá með þér. — Ég skal reyna að muna það, sagði hún hljóð. Hún var gagn-' tekin af meðvitundinni um þessi fyrstu raunverulegu kynni af lífi fullorðna fólksins. Hún óskaði innilega að hún gæti orðið barn í annað sinn, og ekki hafa hugboð um vandamálin og við- fangsefnin, sem nú lágu fyrir henni. Þannig var ferð Judy til Cragmera afráðin. Símon talaði stutta stund við Nannie og ók svo heim til sin. Judy horfði á eftir honum um stund. Hún vissi að kafla í æfi hennar var lokið. Og hún var hrædd við nýja kaflann, sem átti að fara að byrja. Judy fannst laugardagurinn koma óhugnanlega fljótt. Hún horfði út í garðinn, sem einmitt núna var í fegursta vorskrúð- anum, og hana sveið i hjartað af þrá eftir hinni glötuðu Paradís. Hún var með tár í augunum, heimþráin var þegar orðin henni þjáning. Það var svo friðsælt í litla bænum — engir strætisvagnar, ekert ferðafólk, ekkert sem truflaði. Enginn reyndi að græða peninga á því að þarna var fæðingarstaður stórskálds. Einhvers- staðar skammt frá heyrði hún gaukinn gala. Judy leit við, rétti úr sér og beit á jaxlinn. Henni var illa við að heita kveif, en henni tókst samt ekki að losna við kökkinn úr hálsinum og máttleysið í hnjánum. í þrönga anddyrinu var fullt af koffortum og töskum. Hún sá þetta þegar hún kom að stigagatinu og leit niður. Henni fannst það líkast vofum fortíðarinnar. Nannie reyndi að brosa. — Eg vona að billinn komi í tæka tíð, sagði hún. — En hvað við erum heppin með veðrið i dag.... Ertu nú viss um að allt dótið mitt sé komið niður? Meiningarlaus orð, en samt nauðsynleg til að rjúfa þögnina, sem annars hefði verið óbærileg. — Herra Tom ætti að vera kominn, bætti hún við. — Ég kann illa við að eiga að fara á undan þér, Nannie. Ég hefði miklu fremur viljað fylgja þér á stöðina fyrst. — Nei, Judy, mér er ómögulegt að kveðja fólk á járnbrautar- stétt. Og við hittumst bráðum aftur. Stevenage er ekki nema fáeinar mílur frá Cragmere. Þarna kemur herra Tom! Judy vatt sér að Nannie og faðmaði hana. Hún átti bágt með að verjast tárum. —Skrifaðu mér.... og ég skal oft hitta þig, sagði hún með grátstafina í kverkunum. Hún losaði sig og gekk bratt fram að dyrunum þegar Tom Waring kom inn. — Halló! sagði hann rólega, en tók strax eftir gljáanum í aug- unum á henni. — Sælar, Nannie. Hann leit á farangurinn. — Það eru aðeins þessar tvær gráu töskur, sem ég á, flýtti Judy sér að segja. Annar farangur hennar hafði verið sendur til Cragmere daginn áður. . Tom kinkaði kolli. Hann var meðalmaður á hæð og grannur. Hárið var rauðjarpt og augun dökk og angurblið og hugsandi, augu sem kvenfólk hrífst af. Hann var heillandi og viðfeldinn og hagaði sér við Judy eins og samherja. — Hvers vegna fæ ég ekki að aka yður til Stevenage, Nannie? Mér væri það sönn ánægja. — Ég þakka yður gott boð, en ég held að það sé betra að ég fari með lestinni, herra Tom. Og nú er bezt fyrir ykkur að fara að komast af stað, því að vagninn kemur bráðum til að sækja mig. Það lá við að hún ýtti Judy út úr dyrunum, þó hún kviði fyrir að sjá uppáhaldið sitt hverfa. R. Burroughs TARZAN 3261 '4..JU8IUANT NWIVE ATTQMPTEÞ TO OPEN THE AKSENAL COOe— BUT WAS STOPPEP’ SV TAKZAN'S FEAI7LY ELAÞE OF STEEL. V»' CziAzrO i 1-27 «»»*. 11*4. M4.1 hn^Ukl.-HlnI.i, PIA*| PUtr. by Untttd Byndieaf, THE KEST OF THE WARKIOKS H0WLE7 IN PIS/AAY ANF> WHIKLE7 ABOUT, CHAKGINÖ, SWAEAMN& OVEKTHE APE-MAN BEFOKE HE COULP FLEC-! Hinir frönsku verðir voru þegar uppgefnir og féllu fyr- ir barsmíð negranna. Marie kallaði til eins svertingjans | að ná í lyklana úr vasa ann- ! ars varðmannsins og opna J geymsluna. Tarzan sá sam- stundis að hann varð ao koma í veg fyrir það en hann hafði ekki nema hnífinn. Skólaslit á ísafirði. Frá fréttaritara Vísis. — ísafirði í gær. Barnaskóla ísafjarðar var slitið 16. þessa mánaðar. I skólanum voru s. 1. vetur alls 372 börn í 17 bekkjadeildum. Barnaprófi luku 67 nemend- ur og hlutu þrír piltar ágætis- einkun og hlutu allir bóka- verðlaun frá skólanum. Níu fullnaðarprófsbörn hlutu níu og þar yfir í íslenzku. Skóla- slitaathöfnin fór fram í Templ- arahúsinu. Nemendur í 17. deild færðu skólanum að gjöf eftir- prentun á málverki- eftir Kjarval. Skólastjórinn, Jón Guðmundsson, flutti skóla- slitaræðu og vék aðallega að barnaskólanáminu. Hann þakk- aði kærkomna gjöf nemendanna Kvenfélag ísafjarðarkirkju var stofnað s. 1. sunnudag að aflokinni messu. Tilgangur fél- agsins er að efla safnaðarstarf- ið og alla kristilega starfsemi svo og prýða kirkjuna. Stjórn félagsins skipa þær frú Lára Eðvarðsdóttir formaður, frú Guðrún Vigfúsdóttir handa- vinnukennari ritari og frú Margrét Hagalínsdóttir gjald- keri. Félagsstofnunin fékk strax góðar undirtektir og mun félagið strax taka til starfa. Pétur Bjarnason erindreki Áfengisvarnarráðs stofnaði s. 1. sunnudag félag áfengisvarnar- nefnda á ísafiiði og Norður- ísafjarðarsýslu. Stjórn félags- ins skipa Jón Guðjónsson bæjarstjóri, Kristján Jónsson skólastjóri Hnífsdal og Jón Rafn Jónsson Bolungarvík. Togarinn ísborg landaði hér í fyrradag og í gær 130 lestum af fiski frá heímamiðum til frystingar. Undanfarið hefur verið dágóður handfæraafli. Stærri vélbátar búa sig til síldveiða og er talið að þær hefjist óvenjulega snemma. Stjórnin endurkjörin. Mánudaginn 2. maí var hald- inn aðalfundur Félags ísl. drátt- arbrautaeigenda. Formaður fé- lagsins, Bjarni Einarsson, skipa- smíðameisari, skýrði frá störf- um félagsins á sl. ári. Var m. a. unnið að því að bæta aðstöðu dráttarbrautanna við nýsmíði fiskibáta innanlands. í því skyni hækkaði Alþingi að ósk félagsins heimild til ríkis- ábyrgðar vegna nýsmíði úr 4 millj kr. í 14 millj. kr. Auk þess voru endurgreiðslur aðflutn- ingsgjalda af efni til nýsmíði hækkaðar verulega á sl. ári. Reikna má með-því, að nýsmíði fiskibáta muni aukast innan- lands á næstunni, enda eru bát- ar smíðaðir hér nú fullkomlega samkeppnishæfir bæði að gæð- um og verði á við báta byggða erlendis. Á sl. ári gekk Félag ísl. dráttarbrautaeigenda í Landssamband iðnaðarmanna. Stjórn Félags ísl. dráttarbrauta- eigenda var endurkosin, en hana skipa: Bjarni Einarsson, formaður, Marsellius Bem- ^harðsson, ritari, og Sigurjón {Einarsson, gjaldkeri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.