Vísir


Vísir - 24.05.1960, Qupperneq 1

Vísir - 24.05.1960, Qupperneq 1
q k\ I y 50. árg. Þriðjudaginn 24. maí 1-960 115. tbl. Linnulausir landskjálft- ar i Chile í I daga. Yfir 400 manns hafa farist. Flóðbylgjur valda tjóni í Kyrrahafslöndum - í Japan fórust 15 manns. Flóðbylgjan af völdum land- skjálftanna við Chile hefur náð allt til Japanseyja og valdið þar manntjóni og eigna. Taið er, að þar hafði farist yfir 150 manns, en af völdum náttúruhamfaranna í Chile, landskjálfta fjóra daga í röð og flóðbylgju, hafa yfir 400 manns l»eðið bana og á sú tala vafalaust enn eftir að hækka. í gærkvöldi var sagt frá flóð- bylgjum á Hawaii og Nýja Sjá- landi og hlaust af mikið tjón á mönnum og mannvirkjum. Mik ið tjón kann að hafa orðið á ýmsum hinna smærri Kyrra- hafseyja, þótt ófrétt sé. Talið er, að flóðbylgjur hafi náð 9— 10 metra hæð. Hið mesta hörmungarástand er ríkjandi á landskjálfta- og flóðasvæðunum í Chile. Einna verst er ástandið í hafnarbæn- tim Concepcion, þar sem svo Eldhús eftir horfir, að allur bærinn fari í rúst og þúsundir manna hafa þegar yfirgefið heimili sín og hafast við í skógum i grennd við borgina. í fregnum i gærkvöldi var sagt, að á annað hundrað land- skjálftakippir hefðu komið þar: og hvert húsið hryndi af öðru. Illt ástand er i öðrúm bæjum- í suðurhluta landsins, en ekki. þó eins slæmt. — Tölur um meitt fólk og he.imilislaust eru byggðar á getgátum einum, en fullyrt er að þúsundir manna hafi hlotið meiri eða minni meiðsl og tugþúsundir misst heimili sín. Eignatjón er alveg gífurlegt, þar sem vegir, síma- | línur, rafleiðslur og annað i heilum héruðum hefur gereyði- lagzt. í bænum Hilo á Hawaii fór- Þessi mynd er af björgunarstarfinu á Dynskógafjöru. Kraninn dregur járnið upp úr holunni. (Ljósm. S.S.) helgi. Eldhúsdagsumræðurnar, sem eru að vanda útvarpsumræður, verða mánudag og þriðjudag í næstu viku. Fyrra kvöldið verður ein umferð í 50 mínútur handa hverjum flokki. Röð flokkanna verður: Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag, Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur. Síðara kvöldið eru umferð- irnar þrjár í samtals 55 mín- útur fyrir hvern flokk. ,ust 16 manns af völdum flóð- bylgjunnar, að því sagt var í ^fréttum í gær. Um manntjón er ekki getið í fréttum frá Nýja Sjálandi, en tjón á skipum varð þar nokkurt. Stjórtjón af völdum land- skjálfta í Chile varð seinast 1938 og fórust þá 30 þús. mans. Framh. á 2. síðu. Tvær herþotur rákust á 12 km. uppi í loftinu yfir Bret- landi nú í vikunni. í þeim voru fjórir flugmenp og sluppu allir lifandi. Tveir lentu nálægt Durham, en hinir tveir lentu á Norðursjó og bjargaði þeim þyrla. Byrjað að hífa upp járn- íð úr Dynskógafjöru. Komust niður á járnið í gær og náðu talsverðu magni. Landskjalftar sjást hér. Landskjálftarnir í Chile hafa mælst greinilega á landskjálftamælum hér. Blaðið spurðist fyrir um þetta í morgun og fékk þau svör, að margir kippirnir hefðu fundist greinilega á mælum hér. Ekki er búið að vinna úr bessum mælingum enn. Eysteinn Tryggvason veð- urfræðingur, sem hefur þetta starf með höndum, er í leyfi sem stendur. Fulltriialundur Mor- rænu félaganna frá 19 deildum Norræna félags- ins hér í Reykjavílc. Norræna félagið í Reykjavík mun gangast fyrir kynnisferð- um um Suðvesturland, meðan á dvöl gestanna stendur. Þetta er fjórði fulltrúafundur Nor- rænu félaganna, sem haldinn er hér á landi, sá síðasti var 1955. Kirkjubæjarklaustri í gær. I dag tókst að komast niður á járnið á Dynskógafjöru og var þá náð upp nokkrum tonnum af járni. Eru því líkur fyrir að takast megi að bjarga mestum hluta af þeim þrjú þúsund tonnum af hrájárni sem liggja í sandinum á fimm til sex metra dýpi. Vísir átti tal við Siggeir á Klaustri um möguleika á því að ná járninu upp. Sagði hann að erfiðast væri að halda vatninu og sandinum frá gryfjunni, en ef það tækist myndi ekki vera miklum erfiðleikum bundið að ná því. Járnið er nú búið að liggja ií sandinum síðan 1943, er stórt járnflutningaskip, Persier, strandaði. Var járninu hent á sandinn til að létta skipið og var því síðan náð út. Þess var ekki lengi að bíða að járnið fór að síga í hinn gljúpa sjávarsand og á skömmum tíma var það horfið undir sandinn. Með fhverju ári dýpkaði á járninu og mun mest af því vera á fimm ítil sex metra dýpi. Málaferli risu út af eignarrétti á járninu. Féll dómur á þann veg að vá- tryggjendur í London ættu járnið. íslenzka ríkið keypti björgunarréttinn en síðar keypti hlutafélagið Dynskógar hann af ríkinu, en það félag vinnur nú að björgun járnsins. I Fyrir nokkrum árum tókst að bjarga 500 lestum af járni. Voru . aðstæður þá hagstæðari Síðan hefur ekkert verið átt við björg- 'un fyrr en í vor að farið var |með mikinn útbúnað austur á Dynskógafjöru, sem er skammt fyrir austan Hjörleifshöfða. Þar hafa tíu menn unnið sleitulaust við að komast niður (á járnið. Það hefði verið erfitt að finna hvar járnið lá undir Framh. á 5. síðu. Tregur afli hjá togbátum. Frá fréttaritara Vísis — Isafirði í gær. Togbátarnir hafa haldið sig mikið út af Vestfjöðum að und- anfömu. Hér voru rnn helgina þrír togbátar, Hafþór frá Norð- firði, Margrét frá Siglufirði og Guðmundur Péturs, frá Bolung- arvík. Allir voru með lítinn afla. Togarinn Gylfi landaði á Pat- reksfirði á laugardag 300 lest- um af karfa sem hann fékk á Nýfundnalandsmiðum. Trillubátar hafa aflað vel á handfæri að undanförnu. Mikil atvinna hefur verið á Patreks- firði og vantar oftast fólk til ýmissa verka. Vegagerðum Barðastranda- sýslu miðar vel áfaram. Vest- fjarðaleið hefur byrjað fastar áætlunarferðir. Tveir 150 lesta bátar til Eskifjarðar í sumar Mikil þátttaka í síldveiðum. Hinn árlegi fulltrúafundur Norrænu félagamia verður hald iim í Reykjavík dagana 26. og 27. júlí í sumar. Fundinn sækja væntanlega 3—5 fulltrúar frá hverju landi, Danmörku, Finnlandi, Færeyj- um, Noregi og Svíþjóð, en frá fslandi verða 20—30 fulltrúar Mussolinidóttir að giftast. Yngsta dóttir Benitos Musso- linis er mn það bil að ganga í hjónaband. Anna Maria Mussolini er orð- in 30 ára, og hefir nú verið lýst. með henni og jafnaldra hennar,! leikara, sem heitir Giuseppe Negri. /Verða þau gefin saman, í hjónaband í byrjun júní. ! Frá fréttaritara Vísis — Eskifirði í morgun. Unnið er að endurbótiun á síldarbræðslunni hér. Verið er að smíða 200 tonna tank, sem notaður verður sem þró og eyk- ur þar með stórlega geymslu- rými fyrir síld. en tankurinn er þannig gerður að geyma má í honum lýsi, sem sumpart hefur verið sett á tunnur vegna þess að hentugri geymslu skorti. Það er mikill hugur í mönn- um að komast á síld. Búið er að ráða á alla bátana og komust færri en vildu. Vetrarvertíðin gekk sæmilega miðað við hvað langsótt er á miðin. Hinir nýju báta Guðrún Þorkelsdóttir og Hólmanes voru með svinaðan afla eftir vertíðina eða um 600 lestir hvor. Nú er von á tyeim- Jur nýjum 150 lesta bátum frá Noregi. Koma þeir væntanlega fyrirsildarvertíð. j Annar báturinn heitir Vattar- nes og er eign hraðfrystihúss Eskifjarðar, en hinn heitir Sel- ey og er eign hlutafélagsins ■ Björg. | Handfæraveiðar hafa gengið sæmilega þegar gefið hefir á sjó. Það vekur furðu manna hér eystra að mikið veiðist af stein- bít á færi. Hefur hann helzt verið di’eginn á Vaðlavík þar sem algengt hefur verið undan- farið að dragist tonn á færið yf- ir daginn. Steinbítsveiði hefur ' oft verið með ágætum hér á : vorin á línu, en það hefur sjald- | , an skeð að steinbitur veiðist í j jafnríkum mæli á færi og nú.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.